Tíminn - 27.10.1990, Page 8

Tíminn - 27.10.1990, Page 8
16 Tíminn Laugardagur 27. október 1990 Mæða „markaðsstefnunnar“ Lautinantarnir, ensignerarnir og generálarnir í KGB eru orðnir áhyggjufullir út af ýmsum ósóma sem færist í vöxt innan Rússlands, eftir að „Tommaborgarar" lýð- frelsisins héldu innreið sína í þetta mikla ríki jafnaðarins. í Moskvu segja menn nú sprottin upp allra handa fjölþjóðleg eld- hús, sem steikja mikinn, og gnótt er af Pepsi, svo flæða má út um bæði munnvik á þeim er hafa efni á því. En ekki hefur þessi blessun samt nægt til að seðja borgarbúa alla. Þótt rússneskar annexíur amerískra stórfýrirtækja búi ef- laust ríkulega að kjötdeigi og sinnepi, þá kvað þetta kosta sitt og alla langar nú einhvem tíma til að geta keypt eitthvað til að borða heima hjá sér. En það er að sögn þrautin þyngri á þessum síðustu og verstu dögum og það er núlif- andi Rússum nýjung, þrátt fyrir allt. Alltaf höfðu þeir einhvem veginn náð sér í eitthvað að elda. Rýrt vöruframboð er ekki nýj- ung í Rússlandi og ekki er víst að það hafi þótt slíkt böl og af er lát- ið. íslendingar ættu að þekkja það best, að svo lengi sem menn hafa það jafn gott eða skítt og granninn, geta flestir yfirleitt sof- ið sæmilega. Rússar sáu við skortinum með haganlega gerðu neðanjarðar- og svartamarkaðs- kerfi, sem gekk ágætlega - eða þangað til arftakar Breshnevs komu til sögunnar og fóru að tmfla það. Því er almenningur nú hinn reiðasti og sem verra er - öf- undin er komin í spilið. Þótt forystusveit flokksins nyti ýmissa sérkjara, þá leit allur al- menningur á það sem hvert ann- að náttúrulögmál og nennti yfir- leitt ekki að gera sér rellu út af því. En nú eru vaknaðir til lífsins þeir einstaklingar meðal sauð- svarts almúga, sem náttúran hef- ur lagt svokallað verslunarvit í brjóst og fæstir fengu „að njóta sín“ áður - nema þá í einhverri mjög skringilegri mynd. Þeir segjast auðvitað líta á sig sem frumherja nýrrar markaðsstefnu stjórnvalda og em teknir að vas- ast í allra handa einkarekstri við nokkurt frelsi og ekki óskoraðan óvilja ofan frá. Þessi útvaldi kyn- þáttur er þegar farinn að reka sjoppu og búinn að verða sér úti um myndband og góðir Rússar af gamla skólanum eru auðvitað æf- ir. Yfirvöld ætla nú samt að láta slag standa og vona að á endan- um verði betur af stað farið en heima setið - ekki sé um annað að ræða en samfylkja með fram- taksviljanum og viðskiptavitinu. Þetta veit hinn almenni Rússi og sér að ekki dugar annað en að hafa þá einhverja króka úti líka, eins og hinir, og þeim kaup- sýslusinnuðu fjölgar. En verkur- inn er nú sá að menn með við- skiptavit hafa engan hug á að fórna sér eða samfylkja með ein- hverri „stefnu", hvaðan sem hún kemur og það þótt hún nefnist „markaðsstefna". Þeir samfylkja auðvitað fyrst og fremst með sjálfum sér og það bakar þeim ekki lítil vandræði í Kreml að hafa ekki séð það fyrir. Þeir vilja hafa vissar skorður, að gömlum sið, en einkarekstrinum er það náttúrlegt að hann vill engar skorður hafa. Allir reyna að sneiða fram hjá þeim með marg- háttuðum kaupmannlegum klók- indum - og stundum óvöldum aðferðum. Því kaupsýslumenn eiga ekki færri sauði svarta í sín- um hópi en aðrir - kannske ein- um eða tveimur fleiri! Æðsti KGB-foringinn hefur líka komið fram opinberlega og borið sig upp undan því að allt sé vitlaust að verða. Af er sú friðartíð, er vandinn var leystur með einni óvæntri næturheimsókn og byssuhvelli. Einnig í þessu kenna þeir KGB-mennirnir agnúanna á lýðfrelsinu og einkaframtakinu. Fyrrum liðu vinnudagarnir við setur í makindum inni í Volgabíl með samloku og vodkasnafs í lúkunum utan við húsgreni „geggjaðra" andófskarla og kerl- inga. Nú er þetta að gerast elt- ingaleikur við smyglara, eitur- lyfjasala og fleiri kaupsýslusinn- aða, svo menn mega signa sig í bak og fyrir, ef þeir komast óskaddaðir heim að kvöldi. „0, tempora, o, mores," mega þeir víst segja með Rómverjanum. Gettu nú Síðast var spurt um kirk kirk' nes u og var þetta a þeirra Suður- amanna í Garð- inum. Nú er spurt um foss í S- Þingeyjarsýslu, sem skartar fögru stuðlabergi til beggja hliða. Hver er fossinn og í hvaða fljóti er hann? KROSSGÁTA XÝIK. SE.G1K ÆKl msr- un KE YK E1/V3 NIÐUR sett/i YOL' LÍTlft um 'JOYN y/£ s Qti'ín flSKUR fARM nm/i pGJör fíNDl G'05>S £tNS ÖFOG, Rc>Ð i SUPl MLMI kT$!NS SWF/) ttíK vóMS- REISU T tft- IfíTNl KJ OSN AI?/1 ÖSKUF mm TÆMft 50 ruGt 3 NN RVMJl 0 íteconi !5l~ ■ srAfóR SOKál ForN Ko/VfiUR — • nn o K/ði/R SVAR C7 Ðl- INPO. Ri'KI FRofJSK VOKG KIAKÍ HLE Hh~ K/ÆNT iílSKRfJ Vl Ð 10 ODLIST BofiÐ- HALDS HLIP 'A/ fíVr HA TUOT N-F.M. Ulr fYR f R ODOÍ SLETT íftUCft OLV X’ÆKr. t&rvo /0 Yo\i PRfíKK f/sks KoNA M BINS HIIF Tom VLOGI fíUFT // SWOolX fcKfí sf/LöU TlTRfí II ÍFM HULDÚ Hfí\s/N SfíK (2 FLJóT sríRfí LfíND r~ WJÆQI?! ~?L\« 5 V" SEIN- fíSTuR /3 T?c>Ð S LITIÐ FEF/ sfthT-' HULm z /3 Ut-J KYK- /5 SP/Kl FíRÐ lÓLGfí /5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.