Tíminn - 08.01.1991, Síða 2

Tíminn - 08.01.1991, Síða 2
. I '» i rv; 2 Tíminn Þriðjudagur 8. janúar 1991 Framkvæmdastjóri Félags Sambands fiskframleiðenda segir að nú eftir aðgerðir Hlutafjár- og atvinnutryggingasjóðs hljóti að skilja milli feigs og ófeigs í fiskvinnsíunni: Þeir sem ekki duga nú verða bara að drepast „Ef að fyrirtækin, sem í fyrra fengu fyrirgreiðslu hjá At- vinnutrygginga- og hlutafjársjóði, ná ekki að halda sér á floti sjálf, eftir þá upptöku sem þau gengu í gegnum, þá fara þau beint á hausinn. Það er enginn mannlegur máttur sem getur bjargað þeim í næstu umferð. Menn verða að passa stöðu sína sjálfir," sagði Árni Benediktsson, framkvæmda- stjóri Félags Sambandsfiskframleiðenda, í samtali við Tím- ann. Árni sagði mörg fyrirtæki ekki hafa hugað nægilega vel að því að greiða uppsafnaðar skuldir á liðnu ári og horfur væru á að þau yrðu rekin með tapi á þessu ári. Á síðasta ári hækkaði verð á unnum fiskafurðum á erlend- um mörkuðum mikið og raunar langt umfram björtustu vonir. Ámi sagði að þrátt fyrir þetta séu horfur á að nokkur sjávarútvegsfyrirtæld verði gerð upp með halla á þessu ári. Hann sagði að svo virtist sem menn kynnu sér ekki hóf og tekj- urnar rynnu út úr fyrirtækjunum án þess að þau næðu að greiða nið- ur skuldir eins og nauðsynlegt er að gera. Árni sagði að peningarnir færu m.a. í að greiða hærra verð fyrir fiskinn. Kapphlaupið um fisk- inn hefur því komið fiskvinnslunni í koll. Árni sagði að í stað þess að borga niður skuldir færu pening- arnir í eyðslu annars staðar í þjóð- félaginu. Sáralítið var um fjárfest- ingar hjá fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækjum á síðasta ári og Árni sagði það sama verða upp á ten- ingnum á þessu ári. „Það sem þarf að gera er að treysta grundvöll atvinnuveganna. Það er bráðnauðsynlegt, svo að unnt sé að byggja upp betri lífskjör í landinu. Mér virðist sem menn hugsi ekki nægilega mikið um það. Mörg fyr- irtæki, sem ættu að geta verið með góða stöðu á síðasta ári, eru ekki með nægilega góða stöðu og horfur eru á að þau verði rekin með tapi á þessu ári.“ Fiskvinnslufyrirtæki, sem á síð- asta ári fengu fyrirgreiðslu hjá At- vinnutryggingasjóði, eru nú byrjuð að greiða af lánum sjóðsins. Árni Ámi Benediktsson. sagði vonast til að í flestum tilfell- um gætu fyrirtækin staðið í skil- um, en sér væri þó kunnugt um að misbrestur væri á því. Hann sagði mjög hættulegt fyrir þessi fyrirtæki að láta lánin fara í vanskil, því eng- in von væri til þess að fyrirtækin fengju svipaða fyrirgreiðslu að nýju. Menn hafa margir hverjir verið mjög tregir til að borga í Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins, en til- gangur hans er að geyma fjárupp- hæðir til mögru áranna. Árni sagði að sem betur fer væri greitt talsvert í sjóðinn, en hins vegar væri mikil óánægja innan greinarinnar með þessar greiðslur. „Menn vilja líka fá þessa peninga til eyðslu í staðinn fyrir að geyma þá til erfiðari tíma,“ sagði Árni. Þegar samið var um þjóðarsátt var það m.a. gert með þeim rökum að fyrirtækin þyrftu tíma til að komast á fæturna, svo þau gætu farið að greiða hærra kaup. Árni var spurð- ur hvað vinnuveitendur myndu segja við launþega í haust þegar launþegar segja: Nú er komið að okkur. „Peningarnir hafa að verulegu leyti farið til launþega, en kannski ekki eins jafnt og maður hefði vilj- að. f Vinnumálasambandi sam- vinnufélaga var rætt um þá hug- mynd, þegar staða sjávarútvegsins batnaði meira heldur en gert var ráð fyrir í byrjun síðasta árs, að hækka gengið. Það hefði þýtt að batinn hefði jafnast yfir þjóðfélagið. Það var ekki gert, sem hefur þýtt að batinn hefur komið miklu meira til sjómanna en til annarra stétta. Þannig er þetta orðið og því er ekk- ert til fiskvinnslunnar að sækja í nýjum kjarasamningum." -EÓ Hagkaup: ENGINN BÓNUS Hagkaup hyggjast ekki breyta rekstri sínum eða koma með nýja verslanakeðju í „Bónus“-stíl, að sögn Jóns Ásbergssonar, forstjóra Hagkaupa. Jón sagði að engin slík hugmynd hefði komið inn á borð til sín eða verið rædd. Hann sagði að þeir þekktu þróunina í Evrópu, en væru ekkert farnir að velta þessu fyr- ir sér. —SE Sparifjáreigendur álykta um vaxtamál. Overðtryggðir vextir hækki Samtök sparifjáreigenda hafa sent frá sér ályktun þar sem segir að hækkun óverðtryggða vaxta sé nauðsynleg. Samtökin fagna frumkvæði íslandsbanka á sínum tíma til að samræma óverðtryggð og verðtryggð útlán, sem síðan endurspeglast í bættum kjörum innlána. Sú vaxtabreyting, sem gerð hafi verið, hafi verið vegna vaxandi verð- bólgu, þó vonandi sé um tíma- bundna hækkun að ræða. Samtökin segjast virða siðferðilegt þrek stjórn- enda ríkisbankanna með hliðsjón af hótunum stjórnmálamanna og hvetja allar peningastofnanir til að standa vörð um hagsmuni sparifjár- eigenda. Þá vænta samtökin jafnframt þess að stjórnmálamenn láti af þeim hrá- skinnaleik að stýra vöxtunum með handafli, þegar þeir sjálfir eigi stór- an þátt í hailarekstri ríkissjóðs. -sbs. Fiskeldisstöðin Smári gjaldþrota Fiskeldisstöðin Smári hf. í Þorlákshöfn hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Ekki er ljóst hversu stórt gjaldþrotið er, en skuldir fyrirtækisins skipta hundruðum miiljóna. Eignir þess eru líka miklar ef þær eru metnar á raunvirði, en hætt er við að erfitt verði að fá fullt verð fyrir þær á uppboði. Þorvaldur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Smára, var spurður hvað hefði valdið því að fyrirtækið varð að gefast upp eftir þriggja ára rekstur á sviði fiskeldis. Hann sagði að mikill fjármagnskostnað- ur hefði átt mikinn þátt í að svona fór. Stöðin tók afurðalán, sem eru veitt til þriggja mánaða í senn. Lánin voru síðan framlengd sem Keflavíkurflugvöllur: Áningarfar- þegum fjölgaði mest Heildarumferð á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári jókst um alls 6,3% á síð- asta ári. Áningarfarþegum, þeim sem hafa skamma viödvöl, fjölgaði mest eða um 14,4%. Á síðasta ári voru áningarfarþeg- arnir alls 135.938 talsins, en voru á árinu 1989 155.965. Brottfararfar- þegum fjölgaði um 3,5% og komu- farþegum um 4,6%. Lendingar á vellinum voru á síðasta ári 6.262, en voru 5.908 á fyrra ári. Sú aukning er rétt6%. -sbs. leiddi til þess að fyrirtækið borg- aði í reynd allt upp í 25% raun- vexti. Verðfall á laxi, sem hefur átt sér stað síðustu tvö ár, hefur kom- ið illa við Smára, eins og önnur fiskeldisfyrirtæki. Þorvaldur sagði að menn sæju fram á að verðfallið væri á enda, en staðan væri orðin það slæm að eilítið hærra verð dygði ekki til að snúa rekstrinum við. Þorvaldur sagði að framleiðslan sjálf hefði gengið vel. Að vísu hefði magnið verið minna en gert var ráð fyrir í upphafi. Framleiðslan hefði hins vegar gengið áfallalaust fyrir sig. „Við sáum ekki fram á að geta snúið við blaðinu og þá er betra að stoppa fyrr en seinna," sagði Þorvaldur. Guðrún Erlendsdóttir, forseíi Hæstaréttar. Fiskeldisstöðin Smárí h.f. um það leyti sem reksturinn var að hefjast. Tfmamynd: Pjetur Islenskt leikrit sett upp erlendis NYR FOR- SETIHÆSTA- RETTAR Guðrún Erlendsdóttir hæstarétt- ardótnari var nýlega kosin til að gegna embætti forseta Hæstarétt- ar næstu tvö ár og er fyrst kvenna á Norðurlöndum tíl að gegna slfku embætti. Guðrún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands árið 1961 og fékk réttindi héraðsdómslög- manns ári síðar. Hún varð hæsta- réttariögmaður árið 1967 og skipuð í embætti hæstaréttar- dómara árið 1986, en hafði verið settur dómari þar áður frá 1982, Eiginmaður Guðrúnar er Öm Clausen hæstaréttarlögmaður. Leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sig- urðsson, sem verið hefur á fjölum Leikfélags Reykjavíkur og í sjónvarp- inu, verður sýnt í þremur leikhúsum erlendis á næstunni og tvö leikhús hafa ákveðið að sýna leikritiö á næsta leikári. 11. janúar næstkomandi verður leik- ritið frumsýnt í leikhúsinu í Álaborg, sem margir telja besta leikhús í Dan- mörku um þessar mundir. Þar leik- stýrir Stefán Baldursson verkinu, leik- mynd er eftir Messíönu Tómasdóttur og tónlist eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Leikritið verður síðan sýnt í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 25. janúar. Leikstjóri þeirrar sýningar er sænskur, Göran Stangertz, en hann er þekktur sem leikstjóri og leikari í Skandinavíu. í vor, nánar tiltekið 30. maf, verður leikritið sýnt í Los Angeles Theater Center, sem nú er eitt virtasta leikhús vestan hafs. íslenskt leikrit hefur aldrei verið sett upp í stóru og virtu atvinnuleikhúsi í Bandaríkjunum fyrr en nú. Leikritið Dagur vonar var leiklesið á leiklistar- hátíð þessa sama leikhúss fyrir tveim- ur árum og var það þá eina nýja er- lenda verkið á hátíðinni. Innan skamms verður leikritið leiklesið í New York. Á næsta leikári verður leikritið sýnt í Det Norske Teater í Ósló, og síðan í Rogalandsleikhúsinu í Stavanger. —SE í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.