Tíminn - 08.01.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 08.01.1991, Qupperneq 5
Þriðjudagur 8. janúar 1991 Tíminn 5 Launamunur kynjanna miklu meiri á íslandi en hinum Norðurlöndunum: KONUR LANGTUM AFTAR Á MERINNIÁ ÍSLANDI Launalega virðast konur hvergi á Norðurlöndunum standa eins fímalangt að baki karla eins og hér á landi. Árið 1987 voru meðaltekjur karla hér á landi 103% hærri heldur en meðaltekjur kvenna. Samsvarandi munur var frá 44% til 50% í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og um 70% í Noregi. Þessi samanburður kemur fram í Norrænu tölfræðihandbókinni 1989/1990. Miðað er við meðaltekjur fyrir skatta. f öllum þessum löndum eru meðal- tekjur fólks hæstar á aldrinum 35- 50 ára, bæði hjá körlum og konum. Á þessum aldri bruna íslensku karl- arnir þó ennþá lengra fram úr kon- unum. Tekjur þeirra voru um 115% hærri að meðaltali, borið saman við 40-46% mun í Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð. Þarna er um svo mikinn mun að ræða að til þess að hlutfallið yrði hér álíka og á hinum Norðurlöndunum hefði t.d. annað hvort þurft að hækka meðaltekjur kvennanna um 23-25 þús. kr. á mánuði eða meðal- tekjur karlanna þurft að lækka um 33-35 þús. kr. á mánuði, nema far- inn væri millivegurinn. Tæpast er þarna leti íslenskra kvenna um að kenna, því þrátt fyrir lægsta tímakaup á Norðurlöndum (m.v. laun í iðnaði) öfluðu íslenskar konur álíka meðaltekna þetta ár og konur á hinum Norðurlöndunum, umreiknað eftir meðalgengi. Tekjur karla voru hins vegar um 50% hærri hér á landi en að meðaltali í hinum löndunum. Þótt líklegt sé að saman- burðurinn hafi síðan orðið íslend- ingum óhagstæðari, vegna kjara- rýrnunar hér á landi frá 1987, benda tölurnar til þess að íslenskar konur geti mun fremur gert sér vonir um launahækkun eftir brottflutning til hinna Norðurlandanna heldur en karlarnir. Þessi mikli tekjumunur milli ís- lenskra karla og kvenna á ekki að- eins við um fólk á hátindi starfs- ævinnar. Meðal fólks yfir 65 ára aldri Þessa dagana stendur yfir námskeiö á vegum Rauða krossins og Sambands íslenskra tryggingafélaga. Á námskeiöinu er sjúkraflutningamönnum kennt að bjarga fölki úr bflflökum eftir umferðarslys. Tveir bandarísk- ir sérfræðingar leiðbeina 11 mönnum sem sækja námskeiðið og flöldi gamalla bfla og bflflaka verður klipptur í sundur áður en því lýkur. Timamynd: Ami Bjama Skilnaður að borði og sæng: Birting kveöur Alþ.bandalagid Utanríkisráöuneytið sendi í gær frá sér fréttatilkýnningu þar sem segir að utanríkisráðherrar Norð- urlandanna séu á einu máli um að beita þurfi íraka auknum þrýstingi svo þeiryfirgefi Kúvæt EUa verði styrjöld eldd umflúin. Utanríkisráðberramir hafa orð- ið sammála um að leggja fyrir að- alframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna tíllögur um þau verk- efni sem skapist í sambandi við brotthvarf íraska hersins frá Kú- væt. Þeir leggja til aö sendar verði liiðargæslu- og eftirlits- sveitír og stuðlað verði að brott- hvarfi íraska hersins, þar með talinni aðstoð við flóttafólk. Eins leggja ráðherramir til að þróað verði nýtt öryggiskerfi á svæð- inu. Þá segir ennfremur að hlutverk S.þ, við lausn málsins hafi í för með sér útgjaldaaukningu fyrir Norðurlöndin, sem þau séu tilbú- in að kanna nánar. -sbs. Birting, félag jafnaðar- og lýðræðis- sinna, hefur ákveðið að hætta öllum samskiptum við Alþýðubandalagsfé- lagið í Reykjavík. Þar með er útséð um að Birtíng mun ekki sem félag sfyðja framboð Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Óvíst er hvað einstakir fé- lagar í Birtingu gera í komandi kosn- ingum. Birtíngarfélagar samþykktu á fundi, sem haldinn var um helgina, að móta hugsanlega síðar afstöðu tíl framboða þegar þau em komin fram. „Við teljum samvinnu við Alþýðu- bandalagsfélagið í Reykjavík ekki þjóna markmiðum Birtingar og þess vegna höfum við ákveðið að hætta henni. Þetta er einfaldlega eðlileg af- leiðing af því sem undan er gengið. Við höfum lagt okkur fram við að ná samkomulagi við ABR um framboðs- mál. Niðurstaðan er engin að okkar mati. Hér getur þess vegna komið amen eftir efninu," sagði Kjartan Val- garðsson, formaður Birtingar, í sam- tali við Tímann. Auk þingmannanna Svavars Gests- sonar og Guðrúnar Helgadóttur hafa eftirtaldir gefið kost á sér í forvali Al- þýðubandalagsins, en það mun fara fram 19. janúar: Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar; Birna Þórð- ardóttir blaðamaður, Haraldur Jó- hannsson hagfræðingur, Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og Þorvaldur Þorvaldsson iðnaðarmað- ur. Gengið verður endanlega frá þátt- tökulista í þessari viku. -EÓ hörðu karlar ennþá um 105% hærri tekjur heldur en konur, borið saman við 40-67% mun á hinum Norður- löndunum. Virðist Ijóst að miklum launamun karla og kvenna fylgir jafnframt mikill munur á ráðstöfunarfé milli fjölskyldna: annars vegar þeirra er hafa tvær fyrirvinnur og hins vegar þeirra sem aðeins hafa eina konu að fyrirvinnu. Ekki sýnist óiíklegt að þarna sé að hluta til skýringin á því af hverju einstæðar konur, jafnvel í fullu starfi, þurfa að leita félagslegr- ar aðstoðar sveitarfélaga í miklu meiri mæli en karlar, þ.e. ef að áfengismáladeildir eru undanskild- ar. - HEI Laus staða yfiríæknis er heilbrígðis- og tryggingamálaráðherra veitir. Staða yfirlæknis við fyrirhugaða réttargeðdeild er laus til umsóknar. Læknirinn skal hafa sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum og sérþekkingu eða reynslu á sviði réttargeðlækninga. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendast heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 5. febrúar 1991. Allar nánari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu. Heilbrígðis- og tryggingamálaráðuneytið 4. janúar 1991 Breytt símanúmer Frá mánudeginum 7. janúar 1991 verður símanúmer umhverfisráðu- neytisins 609600 Umhverfisráðuneytið ----------------------------------------------------------\ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Ólafur Jón Hávarðsson Efri-Fljótum II, Meðallandi lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 3. janúar. Jarðsett verður að Prestbakka á Síðu laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Þórunn Sveinsdóttir Magnhildur Ólafsdóttir Viðar Pálsson Hávarður Ólafsson Margrét Ólafsdóttir Jón Reynir Einarsson Guðlaug Ólafsdóttir og bamaböm Þökkum af hjarta auðsýnda samúð við andlát og útför Bimu Helgadóttur Fremsta-Gili, Langadal. Böm, tengdaböm, bamaböm og bamabamaböm.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.