Tíminn - 08.01.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 08.01.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 8. janúar 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifetofur.Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gninnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Veðrahamur Veðurofsinn sem gekk yfir landið í vikunni sem leið skilur eftir sig mikið fjárhagstjón, sem gerir ým- ist að leggjast á opinberar þjónustustofnanir eða einkafyrirtæki og heimili og snertir trúlega í mörg- um tilfellum skyldur og ábyrgð tryggingafélaga. Sýnilegar skaðaverkanir ofviðranna segja þannig skýrt til sín. Afleiðingar þeirra sjást, svo að ekki þarf vitnanna við. Hins vegar er ástæða til að spyrja hvort það sé svo að fárviðri af þessu tagi komi landsmönnum alltaf jafnmikið á óvart, þótt reynsluþekkingin og vitund- in um legu landsins ætti að gera fólk viðbúið því að á þessum árstíma sé allra veðra von. Ofviðrið mikla í síðustu viku á sér vafalaust ýmis dæmi í íslenskri veðurfarssögu, þótt vel megi vera að sameinað eyð- ingarafl þess hafi verið með mesta móti. Miðað við þjóðarreynslu má alltaf búast við ofviðrum upp úr áramótum og reyndar hvenær sem er á íslenskum vetri. Þótt svo vilji til að veðurofsinn hefur að þessu sinni orðið mestur á Norðurlandi með tilheyrandi afleiðingum, er ekki lengra að minnast óveðra í öðr- um landshlutum á þessum árstíma en fárviðrisins á Suður- og Suðvesturlandi íyrir nákvæmlega einu ári, 8. og 9. janúar, þegar flóðaldan reis sem hæst á Eyrarbakka og Stokkseyri og olli einnig stórtjóni í Grindavík og Sandgerði. Að þessu sinni varð veðurofsinn mestur um norð- anvert landið, vestur um Breiðafjörð og Snæfells- nes, en gætti þó víðar í landinu. Á meðan hafnar- mannvirki og bátar voru í mestri hættu í flóðöld- unni á Suðurlandi fyrir ári, mæddi veðrið norðan- lands og vestan hvað mest á síma- og raflínum með mjög afdrifaríkum afleiðingum fyrir líðan og af- komu tugþúsunda manna í sveitum og kaupstöðum á þessu landsvæði. Meðan á þessu stendur má ljóst vera að um er að ræða afar óþægilega röskun á at- vinnulífi og heimilisháttum og öðrum daglegum að- stæðum. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé hvort sá mikil- vægi tæknibúnaður sem úr skorðum fer í ofviðrun- um sé nægilega vandaður. Trúlega er auðvelt að finna því stað að svo sé ekki. Tæknibúnaður raf- magns og síma stendur án efa til bóta. Slíkum verk- um verður aldrei lokið einu sinni fyrir allt. Hins veg- ar er ástæða til að veita athygli starfi viðgerðar- manna, sem af harðfengi og dugnaði láta einskis ófreistað að koma hlutunum í lag. Það eru ekki síst verkin þeirra sem sýna að mannvirkjaskemmdir eru ekki óviðráðanlegar. Þrátt fyrir allt er óveðraástand- ið tímabundið. Hlutunum er komið í lag, þegar bylj- unum slotar. íslensku vetraróveðrin þurfa ekki að koma neinum á óvart. Hitt stendur þjóðinni nær að mæta þeim af fullri fyrirhyggju. Til þess hefur hún öll skilyrði, m.a. ágæta veðurþjónustu og upplýsingakerfi sem vandalaust er að nýta skynsamlega. Þrátt fyrir það gera menn sig seka um fyrirhyggjuleysi, ekki síst á ferðalögum, og er þá engu um að kenna nema van- búnaði og vanhugsun. mmm GARRI 11| Sönglausi kandídatinn Edda Andrésdóttír var aÓ ræða við Porstein Páisson, formann Sjáif- steðisflokksins, á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. í»að kallar hún að taka mann á beinið, sem er orð- tak runnið upp hjá Menntaskólan- um á Akureyri. Þar var lengi hryggjarliður úr hval í skrifstofu skóiameistara. Og þegar óstýrilát- ir nemendur voru kvaddir á hans fund hét það að fara á beinið, af því $ú saga fylgdi að ncmendur sætu á beininu á meðan skóla- meistari messaðl yf»r þeim, Hið sanna í málinu var að nemendur sátu aldret á þessum hryggjariið. Engu að síður hefur festst í mál- inu að vera kallaður á beinið, þurfi w yfirhoðarar að tab við undirsáta Poreteinn Pólsson. sína. Eins og svo rnargt í fjölmiði- Hllltvei'k un nú til dags eru merkingar orða ekki. Og það var einmitt í Suður- , , og orðtaka afskræmdar af því ekki iandskjördæmi, sem upp komst aUKaieiKara er hirt um hin réttu tUefni orðtak- um strakinn Tuma. Þorsteinn var Sjónvarpsþátturinn með Þor- anna. Þetta gerir kannski ekkert þá nýtekinn við þíngmennsku af steini var ekkí óvenjulegur að t»I, enda líkur til að fjölmiðlar eigi Steinþóri Gestssyní á Hæli, göml- neinu leyti. Það kom fram sem eftír að færa okkur annað tungu- um MA-stúdent og söngvara í MA- vitað var að hann hafði verið góð- mál innan hundrað ára eða svo. kvartettinum ásamt Iljaita bróður ur námsmaður f skóla, að hann er sínum, Jóni firá Ljárskógum og drengur góður hvort heldur hann Hvetjir syngja Jakobi ilafstein. í kjördæmunum þarf að eiga við andsteðlnga eða fíárlrtrfitt? gm menn si6 heimakomna við samherja.oghannermikillræðu- IjdriOgm. þingmenn, telja sig elga í þcim maður þegar hann víli það við Þegar Edda Andrésdóttir tekur skoðanir og víðhorf, gleðimál hafa. Auðvitað er ekkert af þessu menn á beinið á Stöð 2 gerist þeirra og söng. Nema nú kom hægt að leika í sjónvarpsþætti. Því næsta Íföð nema viðmæiandi geti enginn söngur úr Þorsteini. voru fengnir ookkrir aðilar til að sungið eða flutt einhvers konar staðfesta hin viðteknu sjónarmið. dagskrá á eigin spýtur. Eftir síð- LaðíCVSÍð á Árni Johnsen sagði heldur sér- asta þátt er yfiriýst að fonnaöur c * < .. kenniiega sögu af viðhorfi Þor- Sjálfsteðisflokksins getur ekki OllOlIt’iailUl steins til Veshnannaeyja, og sungið. Hann er iagláus að eigin Þar sem Steinþór Gestsson var stefnir því Iíklega á fyrsta sætið sögn. Það munu fleirí frammá- kunnur söngmaður, fannst kjós- hjá sjálfstæðismönnum á Suður- menn f sljómmálum vera og þykir endum Sjáifstæðisflokksins í iandi. Halidór Blöndal, ráðherra- enginn Ijóður, enda hefur ekki Suðuriandskjördæmi heldur verra efni í skuggaráðuneyti Þorsteins, verið til siðs að syngja fjárlögin að sitja nú uppi með sönglaúsan fór með ioflega vísu um foringj- eða önnur peningamál sem fjallað þingmann. Steinþór hafði sungið ann. Og Guðmundur J. lýsti orð- er um á Alþingi. Þar er flutt lítið með þeim í réttum og á samkom- heldni fyrrum foringja vinnuveit- af kvæðum eða öðru sönghæfu um þar sem sauðféð hafði verið enda. Þorsteino slapp með tiltölu- efni. Það er ekki fyrr en úti í kjör- stdlið eftir heima. Þá fóru engar lega heílt mannorð firá Edáu dæmunum, sem í Ijós kemur sögur af söng Eggerts Haukdals, Andrésdóttur og þarf nokkuð til. hvort þingmenn eru iaglausir eða þótt talið sé að hann haidi lagí ef í Garri það fer, Aftur á mót! hefur Ámi Johnsen komist í annað sætið á landi. Hann er kunnur söngvari, en ifidega laglausari en Þorsteinn og Eggert til samans. Það biæs því ekki byrlega hvað sönginn um á Suðurlandi, síðan Steinþór Gestsson hætti á þingi, Því má búast við að við næsta prófkjör verði þaö ekki Vestmannaeyingnr, sem stjóma því hverja Sunnlend- ingar fá að kjósa á lista sjálfstæð- fyrst hver af kandidötum í próf- ! VÍTT OG BREITT SKAÐRÆÐI Þegar veðrahamur brestur á og dag- legt, tæknivætt líf gengur úr skorð- um ganga fréttahaukar af göflunum. í rauninni ætti engum að koma á óvart þótt samgöngur teppist og mannvirki verði undan að láta þegar vetrarveður geisa um miðjan Mör- sug, eins og verið hefur um norðan- vert landið það sem af er árinu. Fréttafarganið af þessu öllu saman er eins og að einhverjar óbætanlegar hörmungar ríði yfir og þegar flug- samgöngur strjálast er engu líkara en að fólk verði að halda kyrru fyrir þar sem það er fyrir fullt og allt. Bilanir á raflínum eru auðvitað bagalegar og erfitt við rafmagnsleysi að búa þegar það varir sólarhringum saman. Viðgerðarmenn láta enda einskis ófreistað að lagfæra skemmdir og gera við raflínur og vegir og flugvellir eru ruddir eftir föngum. Kjark og dugnað þarf til að starfa að þessu við erfiðustu skilyrði og getur hver sagt sjálfum sér að það kostar erfiði og þreytu. Mjaltir án raforku Það er einkennandi þegar frétta- haukarnir eru að gera sem mest úr hörmungunum öllum, að þeir sem fyrir þeim verða draga ávallt úr hátt- stemmdum staðhæfingum um hremmingamar sem fólk og fé á að hafa orðið fyrir. Þegar heilu byggðarlögin hafa ver- ið án rafmagns og hita sólarhring- um saman vegna hamfara veðursins er sífellt verið að segja manni frá að fólk sitji í kulda og myrkri og bryðji snjó. Búsmali hlýf ' vera að falli kominn. Þegar svo er farið að tala við fólkið sem býr við þessi erfiðu skilyrði er það rósemin uppmáluð og segir að vísu að það sé heldur önugt að vera án rafmagns en mat og kaffi sé hægt að hita á gaspn'musum og jafnvel hýbýli að nokkru leyti. Sögnin að „handmjólka" er mikið í fjölmiðlunum þegar rafmagnið fer til sveita og tæknivæddra mjalta- kerfa nýtur ekki lengur við. Mikið er reynt að fá bændur og búalið til að segja alþjóð hve hræðilegt hlutskipti það er að þurfa að „handmjólka". Jú, það tekur lengri tíma, segir sveitafólkið, og ekki laust við að maður sé hálfstirður í höndunum eftir að sitja undir kúm og mjólka í allt að fjórar stundir á dag. Svona gengur þetta fréttatíma eftir fréttatíma. Línumenn berjast hetju- legri baráttu við að koma lagi á raf- línur við erfiðustu skilyrði og neita því ekki að þeir séu orðnir svolítið dasaðir eftir nokkurra sólarhringa törn. Við þetta er svo bætt klassískum fréttum af því að farþegaflug geti orðið önugt í svartamyrkri og hríð- arbyljum skammdegisins á norður- hjara. Harðindi og góðærí Hér er alls ekki verið að draga úr þeim óþægindum sem fólk í heilum Íandsfjórðungum verður fyrir þegar veðrahamur eyðileggur orkulínur og samgöngur leggjast niður um lengri og skemmri tíma. En þetta er ekkert annað en það sem ávallt má búast við á íslandi. Tíðarfar er mis- jafnt milli ára og áratuga. Sagan seg- ir frá mörgum harðindatímabilum og hafa vísindin enn ekki getað ráð- ið í hvað þeim veldur né hvenær þeirra er von, fremur en góðæris- tímabilanna. En það sem mestu varðar er að láta ekki verðrahörkur eða aðra óáran í náttúrunni koma sér á óvart Á með- an fólk lifir í landinu verður það að vera viðbúið að takast á við veðurfar- ið og vetrarhörkur og áhlaup eiga ekki að koma á óvart. Með það í huga verður að ganga svo frá mannvirkjum að þau standist ís- lensk veður og enginn ætti að kippa sér upp við þótt samgöngur teppist tíma og tíma og er óþarfi af fjölmiðl- um að skýra frá slíku eins og stórslys hafi dunið yfir. Hitaveitur og raforkuver og línur eiga að standast veðurfarið, annars eru svik í tafli eða skortur á tækni- kunnáttu þeirra sem mannvirkin gera. Húsfreyjur í Eyjafirði og Fljótum hafa hvorki mörg eða hástemmd orð yfir því þótt hann blási á norðan og raflínur sligast undan ísingu og roki. Þær taka fram gastækin að elda við og taka til höndum við mjaltir með bændum sínum, sem fást ekki held- ur til að mata fréttahauka með því að allt sé komið fjandans til þótt á móti blási nokkra hríð. Ef fólkið í landinu hefði tamið sér sama hugarfar og afstöðu til tíma- bundinna og næsta eðlilegra erfið- leika vegna hnattstöðu og veður- lags og fréttamiðlarnir, væri fyrir löngu búið að leggja niður byggð á íslandi. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.