Tíminn - 08.01.1991, Side 7
Þriðjudagur 8. janúar 1991
Tíminn 7
Alexander Stefánsson alþingismaður:
Vanræksla gacjnvart
Búnaöarlélagi Islands
Aðlögun landbúnaðarins á íslandi að breyttum aðstæðum, bæði
í þjóðfélaginu og heiminum í heild, hefur verð í umræðu undan-
farin ár, búvörusamningurinn var gerður við ríkið og er enn í
gildi, en gífurlegur samdráttur hefur veríð í hefðbundnum bú-
greinum. Að vísu er mjólkurframleiðsla nú í jafnvægi og gæði
framleiðslunnar þau bestu sem þekkjast. En sauðfjárbúskapur á
í miklum vanda, þrátt fyrir stórkostlegan niðurskurð, og fram-
leiðsla hefur stórminnkað á öllum sviðum. Þetta hefur mestu
áhríf í sambandi við byggðaröskun út um landsbyggðina sem í
gangi er. Einnig er, eins og allir vita, framlenging búvörusamn-
ingsins nú í meðferð og væntanlega áður en þingi lýkur verður
hægt að greina frá því hvemig það mál stendur.
Alþingi setti ný jarðræktarlög og
búfjárræktarlög 1989 í samráði við
fulltrúa bænda og búnaðarþing þar
sem skilgreint er greinilega hver
þáttur ríkisins á að vera í meðferð
þessara mála sem áður voru sífellt
deilueftii. f framhaldi þessa var gert
samkomulag um fullnaðaruppgjör
við bændur Iandsins á ógreiddum
framlögum árin 1987-1989 og skýrt
afmarkað hvemig með slíkar
greiðslur yrði farið með framhald
skuldbindinga ríkissjóðs á fjárlög-
um hvers árs. Því miður virðist
framgangur þessara mála, þrátt fyr-
ir skýrt afmarkað samkomulag hér
á hv. Alþingi, hvergi nærri full-
nægjandi í framkvæmd. Ég verð því
miður að lýsa vonbrigðum með
framgöngu hæstv. landbrh. í þessu
mikilvæga máli. Sem dæmi um
þetta væri að sjálfsögðu hægt að
flytja hér langt mál sem ég ætla að
fella niður að hluta vegna fjarvem
hæstv. ráðherra. En ég get tekið
dæmi. Skuldabréfaútgáfa sam-
kvæmt samkomulagi eða yfirlýs-
ingu fjármálaráðherra og landbún-
aðarráðherra sem var gefið út 26.
mars á þessu ári átti að vera komin
uppgjörsgreiðsla í gegnum skulda-
bréf til bænda í síðasta lagi 1. ágúst
á þessu ári. í byrjun október sl. voru
bændur ekki farnir að fá þessi bréf.
Sjálfsagt væri hægt að ræða hvers
vegna en það er svo staðreynd að
svona var haldið á málum. Uppgjör
framlaga vegna ársins 1988 að fjár-
hæð 107 millj. kr. eiga að greiðast
til bænda eigi síðar en 1. ágúst
1991. Það væri hægt að vitna hér í
sams konar yfirlýsingar sem ég hef í
höndum sem fjvn. hafði um þetta
mál frá bæði hæstv. fjmrh. og
hæstv. landbrh.
Það er Ijóst að í fjárlagafrv. nú
vantar mikið á að hægt sé að standa
við lögboðin framlög samkvæmt
nefndum lögum þrátt fyrir loforð
um að við þetta verði staðið. Fjmrh.
og landbrh. hafa gert samkomulag
um að taka ekki fullt tillit til lag-
anna þrátt fyrir erfiðleika í land-
búnaðinum sem augljóslega blasir
við öllum. Og á sama tíma hafa
bændur landsins tekið fullkomlega
þátt í þjóðarsáttinni og vinna að því
að aðlaga sig breyttum aðstæðum í
markaðsmálum. Aðgerðarleysi
hæstv. landbrh. í þessum mikil-
vægu málum er ámælisvert þrátt
fyrir hans löngu ræður á fundum
með bændum um allt ísland þar
sem hann fyllyrðir að allt sé í lagi,
meðferð hans á þessum málum
muni skila málinu í höfn. Það hlýt-
ur því að vera mikið umhugsunar-
efni hvernig stendur á því að málin
standa eins og þau standa í dag.
Fjárhagsvandi Bún-
aðarfélags íslands
Þá vil ég aðeins nefna eitt mál í
sambandi við landbúnaðarmálin
sem sjálfsagt hefur komið hér til
umræðu fyrr. Því miður var ég
ekki viðstaddur þegar hv. 2. þm.
Norðurl. v. flutti sína ræðu um
þetta efni. En ég tel nauðsynlegt að
fara nokkrum orðum um Búnað-
arfélag íslands. Eins og allir hv.
alþm. vita hefur Búnaðarfélag ís-
lands staðið vörð um íslenskan
landbúnað og allt er varðar mál-
efni bænda á íslandi frá stofnun
þess. Búnaðarfélagið hefur átt
undir högg að sækja um fjármagn
til lögboðinnar starfsemi sinnar í
áratugi. Það þekkjum við. Með
bréfi sem fyrrv. landbrh. sendi frá
sér í september 1988 skipaði hann
nefnd sem átti að fjalla um fjárþörf
Búnaðarfélagsins og hvernig
greiða mætti úr þeim fjárhags-
vanda er Búnaðarfélagið á í og
fjalla að nokkru um framtíðar-
möguleika á fjármögnun í þessu
skyni. í þessa nefnd voru skipaðir,
auk þess sem hér stendur, alþingis-
mennirnir Egiil Jónsson og Jón
Sæmundur Sigurjónsson og for-
maður sá sem hér stendur.
í sambandi við afgreiðslu fjárlaga
fyrir árið 1989 kom fram í ræðu
formanns fjvn. við 2. umr. fjárlaga
varðandi Búnaðarfélag íslands,
með leyfi virðulegs forseta segir
þar:
„f grg. með fjárlagafrv. er gert ráð
fyrir að endurskoðun fari fram á
starfsemi Búnaðarfélags íslands og
með bréfi dags. 7. sept. 1988 skip-
aði hæstv. fyrrv. landbrh. nefnd til
þessa verkefnis, þar með talið að
gera tillögur um framtíðarskipan
þessara mála og þann 19. október
sl. staðfesti núv. hæstv. landbrh.
skipan nefndarinnar til framhalds-
starfa. Nefndin er að störfum. Hún
hefur lagt áherslu á að lagfæra
fjárhag Búnaðarfélags íslands í
fjárlagafrv. 1989. Nefndin mun
starfa áfram og gerir ráð fyrir að
leggja fram ákveðnar tillögur varð-
andi framtíðarskipan verkefna og
tekjustofna Búnaðarfélags íslands
er liggi fyrir við undirbúning fjár-
laga fyrir árið 1990.“
Þessi nefnd, sem hér er átt við,
skilaði ákveðnum tillögum til
hæstv. landbrh. í apríl 1989. Til-
lögurnar voru þess efnis að það var
lögð til breyting á búnaðarmála-
sjóðsgjaldi þannig að það sem áður
hafði runnið til Stofnlánadeildar
landbúnaðarins rynni til Búnaðar-
félags íslands og þeirrar starfsemi
sem heyrir undir félagslega þátt-
inn í starfsemi Búnaðarfélagsins,
þ.e. búnaðarsamböndin í landinu
fengju þarna ákveðinn tekjustofn
sem þýddi það að ríkið losnaði við
framlög til Búnaðarfélagsins sem
þessu næmi. Þessar brtt., sem voru
lagðar fram í tveimur frv. fyrir ráð-
herrann í apríl 1989, voru þess eðl-
is að Búnaðarfélagið eða þessi
starfsemi þess sem færðist út til
búnaðarsambandanna fengi yfir
30. millj. á ári.
Hvað gerðist svo? Það gerðist að
landbrh. heyktist á að flytja þessi
frv. og málið var jafnóljóst eftir
sem áður í fjárlögum 1990. Og á
þessu ári urðum við sem erum í
fjvn. að reyna að brúa þetta bil með
fjáraukalögum til að rétta hlut
Búnaðarfélagsins í samræmi við
það sem áður var gert í þessu máli.
Ég vil geta þess hér að bæði búnað-
arþing og fundur formanna allra
búnaðarsambanda á íslandi gerðu
samhljóða áskorun um það að til-
laga nefndarinnar gengi fram. Ég
get vitnað hér, með leyfi forseta, í
fund sem haldinn var 31. okt.
1989. Þar segir:
„Fundurinn væntir þess að bún-
aðarsamböndunum verði sem fyrst
tryggðir tekjustofnar til að mæta
Úr ræðu um
fjárlagafrum-
varpið
auknum verkefnum og bæta upp
rýrnandi eldri tekjustofna. í því
sambandi er bent á ályktanir bún-
aðarþings og tillögu nefndar undir
forystu Alexanders Stefánssonar
alþingismanns er afhentar voru
landbrh. í apríl sl.“
Undir þetta skrifa allir formenn
búnaðarsambanda landsins. Það
sama gerðist síðar að það kom
sams konar áskorun til landbrh.
Þetta var sem sagt ekki gert og þar
með var fallið frá því að reyna að
losa ríkissjóð við að fjármagna
Búnaðarfélagið að þessu leyti til
heldur búa til gjaldstofn sem
bændurnir sjálfir vildu leggja á
sínar framleiðsluvörur, sínar eigin
framleiðsluvörur, og nota til þess
að standa undir þeim rekstri sem
ríkið hafði lagt fram fé til áður.
Aðgerðaleysi
ráðherra
Ég má til, virðulegi forseti, í fram-
haldi af þessu að geta þess að loks-
ins á síðasta þingi kom fram
stjórnarfrv. frá hæstv. landbrh., frv.
til. um Búnaðarmálasjóð þar sem
hann leggur til breytingu á gjald-
töku Búnaðarmálasjóðs. Þar var
ekki stafkrókur um að Búnaðarfé-
lagið fengi eina krónu, alls ekki,
heldur var verið að hugsa um allt
aðra tilfærslu í sambandi við aðrar
búgreinar, bæði að því er varðar
garðyrkjumenn og svína- og ali-
fuglabændur o.s.frv. en Búnaðarfé-
lagið var ekki nefnt.
• Landbn. Nd. gerði það að tillögu
sinni við þetta frv., sem raunar
gerbreyttist í meðförum hennar,
að stinga Búnaðarfélaginu þarna
inn. En það fékk ekki nema mjög
lítið framlag sem er ekki nema
0,1% samtals í þessum gjaldstofni,
sem er ekki nema fimmti hluti
þess sem tillögur nefndarinnar
gera ráð fyrir, eða áætlaðar 7 millj.
kr. á ári. Þannig voru slegnar úr
höndum nefndarinnar þær tillög-
ur sem hún gerði til þess að losa
ríkið við þetta vandamál sem hefur
verið vandamál hér á Alþingi svo
lengi sem ég man eftir í sambandi
við fjármál Búnaðarfélagsins. Það
var slegið hendi á það sem bændur
landsins samþykktu fyrir fram, að
búa til sérstakan gjaldstofn fyrir
Búnaðarfélag íslands þannig að
ríkið eða fjvn. og Alþingi þyrftu
ekki sífellt að leggja fram sérstök
framlög til Búnaðarfélagsins að því
er varðar félagsþjónustu bænda.
Þetta er rétt að skýra hér vegna
þess að núna í tveimur síðustu
fjárlagafrv. sem hæstv. fjmrh. hef-
ur lagt fram segir svo í athuga-
semdum við fjárlagafrv., Búnaðar-
félag íslands, með leyfi forseta:
„í tengslum við gerð fjárlaga und-
anfarinna tveggja ára hefur verið
gert ráð fyrir að heildarendurskoð-
un færi fram á framtíðarskipan
verkefna og tekjustofnum félags-
ins. Aðstæður hafa breyst á þessu
ári sem stýra lækkun fjárframlags
úr ríkissjóði. Annars vegar hafa til-
tekin verkefni verið færð frá Bún-
aðarfélaginu til Hagþjónustu land-
búnaðarins," sem ég vil taka fram
að nefndin lagði einnig til og
landb. Nd. umbreyttir frv. hæstv.
landbrh. í meðförum hér á Alþingi
og náði samkomulagi við alla aðila
um það að bæði Þjóðhagsstofnun
og Hagstofa íslands yrðu þátttak-
endur í þessari Hagþjónustu land-
búnaðarins. Þannig náðist víðtækt
samkomulag um þá tilfærslu. —
„Hins vegar fær félagið aukið
starfsfé með nýsettum lögum nnr.
41/1909, um Búnaðarmálasjóð.
Framlag úr ríkissjóði miðast við að
félagið geti staðið undir þeim verk-
efnum sem ríkissjóði er lögum
samkvæmt ætlað að greiða. Það á
fyrst og fremst við um ráðunauta-
þjónustu í landbúnaði og skýrslu-
hald" o.s.frv.
Enn á ný er tilgreint að það sé
þessi nefnd sem eigi að sjá um fjár-
mál Búnaðarfélagsins í fjárlaga-
gerðinni, eftir að fjárlögin hafa
verið sett fram. Þar af leiðandi var
ekkert óeðlilegt að við í fjvn. ósk-
uðum eftir nákvæmri útfærslu á
því hvað kostnaður við Búnaðarfé-
lagið er í raun og veru þegar búið
er að draga frá þær 7 millj. kr. sem
bændur landsins taka á sig til þess
að standa undir þeirri félagslegu
þjónustu sem þeim ber, sem er
ekki nema eins og ég sagði áðan
1/5 af því sem nefndin lagði til.
Hvað gerðist þá? Það lá ljóst fyrir
að nákvæmlega sama gerðist og á
árinu 1990, það vantaði um 15-16
millj. kr. til að standa við lögboðin
framlög til Búnaðarfélagsins. Og
hvað kemur þá? Það kemur sam-
eiginleg niðurstaða frá hæstv.
fjmrh. og hæstv. landbrh. Ég vil
taka fram með innskoti að
landbrh. var áður búinn að skrifa
nefndinni og koma í eigin persónu
á fund hennar til að lýsa því yfir að
hann teldi að fjvn. ætti að skila
Búnaðarfélaginu því sem því ber
samkvæmt lögum. Síðan kemur
bréf frá sama ráðherra og hæstv.
fjmrh. þar sem þeir gera sameigin-
lega tillögu um eftirtaldar breyt-
ingar á frv. til fjárlaga fyrir 1991,
Búnaðarfélag íslands, með leyfi
forseta.
„Gerð er tillaga um að hluti Bún-
aðarfélagsins af búnaðarmála-
sjóðsgjaldi" — þ.e. gjaldi sem
bændur leggja sjálfir á sig — „sem
er áætlað 7,5 millj. kr. á næsta ári
reiknist ekki að fullu til lækkunar
á framlagi ríkisins til félagsins.
Miðað er við að helmingur tekn-
anna komi til frádráttar á næsta
ári. Framlag úr ríkissjóði hækkar
því um 3,5 millj. kr. vegna þessa og
færist á viðfangsefnið Sérfræðileg
aðstoð við landbúnaðinn. Að auki
hækki framlag á sama viðfangsefni
um 3 millj. kr. vegna ákvæðis 12.
gr. búfjárræktarlaga nr. 84 og 89
sem kveður á um að ríkissjóður
greiði laun aðstoðarfólks við upp-
gjör og úrvinnslu ræktunar-
skýrlsna." Framlagið til Búnaðar-
félagsins hækkar þá samtals um
6,5 millj. kr. í staðinn fyrir tæpar
16 milljónir.
Trúnaðarbrot við
bændur
Miðað við þessi málalok get ég
ekki staðið í því að vera tilnefndur
í athugasemd með fjárlögum núna
tvö ár í röð um að við eigum að sjá
um að við þetta verði staðið, ég hef
enga stöðu til að ganga gegn sam-
eiginlegu áliti hæstv. fjmrh. og
hæstv. landbrh. Ég tók þá stöðu,
hæstv. fjmrh., að vísa þessu máli
algerlega á hendur hæstv.
landbrh., sem er tví- og þrísaga í
meðferð málsins gagnvart fjvn. Ég
verð að segja það alveg eins og er
að það er hálfömurlegt til þess að
vita að enn á ný þurfi í fjáraukalög-
um fyrir árið 1990, sjálfsagt eftir
áramótin, að bæta við 6+6 millj.
kr. á Búnaðarfélagið vegna þess að
hæstv. ráðherrar hafa ekki þorað
og ekki getað staðið við það sam-
komulag sem var búið að gera. Og
ég mun beita mér fyrir því og lýsi
því yfir hér að sem ábyrgðarmaður
fyrir þessari nefnd margumtalaðri
sem skilaði ákveðnum tillögum til
þess að leysa þetta mál til framtíð-
ar, þá get ég ekki annað gert en að
beita mínu afli til þess að inn á
fjáraukalög komi það sem á vantar.
Og það mun ég að sjálfsögðu gera.
En ég hlýt að varpa þessari ábyrgð
á herðar hæstv. landbrh. sem fer
um landið þvert og endilangt til að
fullvissa bændur landsins um að
hann sem landbrh. tryggi meðferð
þessara mála og öryggi bænda í
landinu. Það er vissulega umhugs-
unarefni fyrir bændur sem trúa á
Alþb. að átta sig á þessari stöðu.
Það er kominn tími til. Ég tel þetta
trúnaðarbrot við bændur, ekki síst
Búnaðarþing og þá aðila sem hafa
gengið vasklega fram í því að koma
þessum málum á fastan grunn og
losa ríkið við félagsþjónustu
bænda, standa undir henni sjálfir
af sinni eigin framleiðslu. Það er
málið.