Tíminn - 08.01.1991, Qupperneq 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 8. janúar 1991
MINNING
Siguiiaug Sigurðardóttir
Fædd 13. ágúst 1940
Dáin 19. desember 1990
Það var okkur öllum mikil harma-
fregn að heyra lát Sigurlaugar Sig-
urðardóttur og hefur skarð verið
höggvið í kennaralið Menntaskólans
við Sund. Ekki aðeins að hún væri
virk í allri skólamálaumræðu, held-
ur hafði hún til að bera hlýjan per-
sónuleika.
Sigurlaugu var einkum hugstætt að
bæta tungumálakennslu og starfaði
af heilum hug á því sviði, var meðal
annars um skeið formaður Félags
frönskukennara og átti oft sæti í
nefndum innan skólans. Sjálf var
hún ágæt málamanneskja, kenndi
bæði frönsku og ensku og fór létt
með að bregða fyrir sig öðrum
tungumálum. Hún dvaldist lang-
dvölum erlendis, var víðlesin og naut
í starfi þekkingar sinnar á ólíkum
menningarstraumum, ekki hvað síst
frönskum. Hún þýddi franska skáld-
sögu og las upp í útvarp, var túlkur á
ráðstefnum og vann við ensk-ís-
lensku skólaorðabókina. Sam-visku-
semi var ríkur þáttur í fari Sigurlaug-
ar og bar hún hag nemenda sinna
fyrir brjósti. Var hún óþreytandi að
leita leiða til að gera námið skemmti-
legt og innihaldsríkt
Það er eríitt að sætta sig við að Sig-
urlaug hafi kvatt og verður hennar
sárt saknað úr okkar hópi. Ekki var
ávallt auðvelt að gera sér grein fyrir
þeim veikindum sem hún átti við að
stríða, svo mikinn áhuga sem hún
sýndi viðfangsefnum skólans. Þar
villti líka um fyrir okkur eðlislæg
kímnigáfa hennar og létt viðmót,
eiginleikar sem eru okkur efstir í
huga nú þegar hún er kvödd hinstu
kveðju.
Astrid, Bera,
Fanný, Guðrún
Vinkona mín, Lalla, er látin langt
fyrir aldur fram. Við slíka staðreynd
er erfitt að sætta sig og hefur þessi
fregn skyggt á allt jólahaldið og mun
skilja eftir skarð sem ekki verður
fyllt af neinum öðrum. Maður kem-
ur aldrei í manns stað, hvað sem
máltækið segir.
menntaskólakennari
Hún fæddist 13. ágúst 1940 í Núpa-
sveitarskóla í Norður- Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar hennar voru Hall-
dóra Friðriksdóttir skólastjóri og
Sigurður Björnsson frá Grjótnesi.
Sigurður lést árið 1971 en Halldóra
árið 1985. Fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur árið 1954.
Leiðir okkar Löllu lágu fyrst saman
austur í Hallormsstaðarskógi er ég
var barn að aldri. Ég man fyrst eftir
henni 12 ára gamalli þegar hún
dvaldi um sumar hjá móðursystur
sinni, Þórnýju Friðriksdóttir skóla-
stýru Húsmæðraskólans á staðnum,
en veruleg kynni okkar hófust þegar
við unnum saman í gróðrarstöðinni
á Hallormsstað. Fyrsta sumarið
hennar þar var hún 16 ára. Eitt sum-
arið vorum við líka herbergisfélagar
ásamt Vilborgu, systur hennar, og
Sigríði Ólafsdóttur, frænku minni.
Var það ánægjulegt og eftirminni-
legt sambýli og hefur vinátta okkar
frænkna við þær systur haldist æ síð-
an.
Margar ógleymanlegar endurminn-
ingar leita á hugann þegar mér verð-
ur hugsað til samverustunda okkar
Löllu á Hallormsstað á þessum ár-
um. Minning mín um þessa vinkonu
mína er og verður ævinlega tengd
sumrunum í Hallormsstaðarskógi.
Allt stuðlaði að því að skapa sérstaka
stemmningu — skógurinn, veður-
blíðan, mannlífið á staðnum og ótal
kvöldstundir við samræður, upplest-
ur, gítarspil og söng. Þessa tíma rifj-
uðum við oft upp hér fyrir sunnan,
enda var grunnurinn að okkar löngu
vináttu lagður í þessu fagra um-
hverfi. Leiðir okkar lágu áfram sam-
an eftir sumrin fyrir austan. Við vor-
um báðar við nám í Menntaskólan-
um í Reykjavík, en Lalla varð stúdent
vorið 1961. Hún naut mjög námsár-
anna í menntaskólanum. Skólafélag-
arnir löðuðust að henni vegna aðlað-
andi framkomu hennar og lífsgleði
og á þessum árum eignaðist hún þá
vini sem hafa haldið tryggð við hana
fram á þennan dag, og það var líka
Löllu eiginlegt að rækja vel vinátt-
una.
Eftir stúdentspróf hélt Lalla til
Frakklands og dvaldist í París um
skeið við frönskunám. Hún átti eftir
að fara aftur til Frakklands til náms
eftir þetta, var m.a. í Toulouse og
Montpellier í samtals fjóra vetur.
Frönsk tunga og menning voru
henni alla tíð mjög hugleikin og á
þessum árum erlendis eignaðist
hún vini sem hún hafði samband
við fram á síðustu stund. Hún fór
einnig í sumarfríum til Frakklands
og sérstaklega naut hún vel síðasta
sumarleyfisins í þessu landi þegar
hún dvaldi í nokkrar vikur hjá Nou-
als-fjölskyldunni, sem voru henni
óvenju ástríkir vinir alla tíð. Hér
heima vann hún í franska sendiráð-
inu nokkur sumur og var formaður
Félags frönskukennara um skeið. Á
Frakklandsárunum skrifaði Lalla
mér oft og lýsti á eftirminnilegan
hátt því sem fyrir augu bar. Dvölin í
þessu landi lagði mikilvægan grunn
að traustri frönskuþekkingu henn-
ar, skerpti sýn hennar á hin marg-
víslegustu efni og átti trúlega þátt í
því fordómaleysi og umburðarlyndi
sem mér fannst svo mjög einkenna
hana.
Við urðum samferða í námi í Há-
skóla íslands á árunum 1963-67. Þar
lagði Lalla stund á frönsku og ensku
og tók BA próf í þessum greinum.
Einnig tók hún próf í uppeldis- og
kennslufræðum. Eftir að hún hóf
kennsluna ræddi hún oft við mig hve
mikla ánægju hún hefði af að um-
gangast ungt fólk, enda var hún
gædd ótvíræðum hæfileikum til að
leiðbeina og fræða. Þessa eiginleika
átti hún ekki langt að sækja því að
móðir hennar, Halldóra Friðriks-
dóttir, var einstakur kennari.
Lalla kenndi um skeið við Austur-
bæjarskólann, Kvennaskólann og
Menntaskólann í Reykjavík. Árið
1978 hóf hún kennslu við Mennta-
skólann við Tjömina sem síðar varð
Menntaskólinn við Sund, þar sem
hún kenndi frönsku og ensku til
hins síðasta. Mikil samviskusemi var
henni í blóð borin og því hafði hún
áhyggjur af því að geta ekki lagt sig
eins fram í starfi undanfarið og hún
hefði viljað. Því ollu ýmiss konar
veikindi en vegna þeirra þurfti hún
alloft að leggjast á sjúkrahús og tók
þetta skiljanlega sinn toll af vinnu-
þrekinu. Lalla gat illa sætt sig við
þetta ástand og var staðráðin í að láta
veikindin ekki buga sig. Baráttan var
oft hörð en seiglan mikil.
Lalla var þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga fjölskyldu sem bar ríka um-
hyggju fyrir henni. Hún naut mjög
samvista við sín mörgu skyldmenni,
ekki síst systkinaböm sín. Hún var
bundin æskuslóðum sínum í Núpa-
sveit sterkum böndum og frá síðasta
ferðalaginu þangað með Vilborgu
systur sinni og manni hennar sum-
arið 1988 átti hún sérstaklega góðar
minningar.
Þegar ég kveð nú þessa kæm vin-
konu mína vil ég þakka henni allar
mörgu samverustundirnar og vin-
áttu sem aldrei bar skugga á. Við
ræddum stundum hvernig á því
stæði að okkur hefði aldrei orðið
sundurorða. MiIIi okkar ríkti skiln-
ingur og traust sem ekki verða skýrð
í orðum. Oft leitaði ég álits LöIIu á
hinum margvíslegustu efnum því að
ég mat dómgreind hennar mikils.
Vegna hárfínnar kímnigáfu gat hún
skynjað hvert mál frá mörgum hlið-
um. Einstakt næmi, sem auðveldaði
henni að setja sig í annarra spor, olli
því jafnframt að hún fann sjálf djúpt
til.
Innilegustu samúðarkveðjur flytj-
um við hjónin systkinum hennar og
fjölskyldum þeirra svo og öðrum
skyldmennum.
Elísabet Guttormsdóttir
Anna Krístjánsdóttir
fyrrum húsfreyja í Arnarholti, Stafholtstungum
Fædd 29. október 1913
Dáin 26. desember 1990
Anna fæddist að Örlygsstöðum í
Helgafellssveit. Foreldrar hennar
voru Þóranna Sigurðardóttir og
Kristján Guðmundsson bóndi. Hún
var næstyngst sjö systkina en eftir
lifa tvö, Sigurður sem býr í Borgár-
nesi og Unnur sem býr á ísafiröi.
Þegar Anna er á sjöunda árinu flyst
fjölskyldan að Búlandshöfða í Eyr-
arsveit þar sem hún elst upp til tví-
tugsaldurs og þaðan voru hennar
kærustu bernskuminningar.
Það var fyrir 25 árum að leiðir
okkur Önnu bar saman er ég kom
að Arnarholti með unnustu minni,
Elínborgu Önnu, dóttur hennar. Ég
var ungur og lítt reyndur með hálf-
um huga eins og gengur. Kvíði
minn reyndist ástæðulaus. Anna
tók mér með sínu hlýja uppörvandi
brosi, sem hún var svo rík af. Um
þetta leyti var hún að bregða búi og
flytjast búferlum til Reykjavíkur.
Ég fann að hún var sátt við um-
skiptin, þau voru eðlileg. Hún hafði
að mestu lokið því verki sem hún
hóf með manni sínum, koma börn-
um sínum til manns og rækta og
byggja upp jörðina.
Anna giftist 16. des. 1937 Guð-
mundi Guðbjarnasyni bónda í Arn-
arholti, ættuðum frá Jafnaskarði í
sömu sveit. Þau hófu uppbyggingu
jarðarinnar af bjartsýni og ótrúieg-
um stórhug. En skugga bar á er
Guðmundur fórst með Glitfaxa,
flugvél Flugfélags íslands, hinn 31.
janúar 1951, þá stóð Anna uppi
með fjögur börn og hið fimmta á
leiðinni og hálfkaraðar byggingar.
En þeirri kynslóð sem við erum að
kveðja var annað betur í blóð borið
en uppgjöf. Anna hafði alist upp við
fátækt og harða lífsbaráttu þar sem
fólkið gat nánast ekki leyft sér ann-
að en að horfa fram á veginn og það
gerði hún. Hún hélt áfram því starfi
sem þau hjónin höfðu hafið, með
dyggum stuðningi vina og vanda-
manna, og ekki nóg með það held-
ur tók hún að sér bróðurdóttur sína
og bætti henni í hópinn og ól upp
sem sína eigin.
Þarna sumarið 1965 er jörðin vel
hýst, ræktun í góðu lagi og börnin
að vaxa úr grasi hvert af öðru, og
auk þess jörðin í góðum höndum
elsta sonar og tengdadóttur.
Anna hafði ríka tilfinningu fyrir
landinu og fegurð þess. Gilti þá
einu hvort hún var að fylgjast með
fuglalífinu úti í náttúrunni, bú-
smala á beit ellegar að klappa kún-
um í fjósinu. Og þá sjaldan hún
komst á hestbak hér hjá okkur,
leyndi sér ekki á ásetu og taum-
haldi að þar fór kona sem hafði
kynnst góðum hestum og kunnað
með þá að fara. Þá langar mig að
geta þess hversu vel hún náði til
yngri kynslóðarinnar og hve heim-
sóknir hennar voru öllum drengj-
unum okkar mikils virði.
Ég vil að lokum þakka fyrir alla þá
ástúð og styrk sem Anna veitti mér
og minni fjölskyldu og þess at-
hvarfs sem við nutum á hennar
heimili á erfiðum stundum í okkar
lífi.
Að lokum sendi ég aðstandendum
öllum innilegar samúðarkveðjur.
í Guðs friði.
Friðgeir Stefánsson
Laugardalshólum
Hún elsku amma er farin
til æðri heima er haldin.
En eftir lifir minningin bjarta
sem mynd í mínum hug og hjarta.
(A.S.S.)
„Ég kveð þig, elsku amma mín,
og óska heitt, er sólin skín,
þig englar leiði Ijúfri hönd
á Ijóssins fögru sólarströnd. “
(Á.N.)
„Hún amma ykkar er dáin“.
Við vissum að hverju stefndi, því
að amma hefur legið mikið veik
síðustu vikurnar. En samt er erfitt
að sætta sig við þessi orð. Við leit-
um huggunar í minningunum um
elsku ömmu sem var okkur alltaf
svo ljúf og góð. Við þökkum ömmu
okkar fyrir þann tíma sem áttum
við með henni. Allt það sem hún
kenndi okkur og tók þátt í með
okkur.
Okkur auðnaðist aldrei að kynnast
afa okkar sem lést árið 1951. En
gott er að vita að þau eru nú aftur
saman. Við vitum þrátt fyrir sökn-
uð okkar að nú líður ömmu vel. Og
að vel hefur verið tekið á móti
henni.
Amma var mikill föðurlandsvinur
og náttúruunnandi. Og kveðjum
við hana í hinsta sinn með þessum
fallegu ljóðlínum Hannesar Péturs-
sonar.
Ferð þín er hafin,
fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Barnaböm og barnabamaböm
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
apóteka í Reykjavík 4.-10. janúar er (
Ingólfsapóteki og Lyfjabergi, Breið-
holti. Það apótek sem fýrr er nefnt
annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga
en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs-
ingar um læknis- og lyflaþjónustu eru
gefnar (síma 18888.
Hafnarfiöröun Hafnarfiaröar apótek og Norður-
bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl.
9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardagi
kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00..
Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfia-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar enr gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavfkur Opiö virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frf-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Seiföss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Op-
ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-
12.00.
Akranes: Apótek bæjaríns er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garöabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrír Reykjavfk, Sottjamamos og
Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavlkur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sol-
tjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-
21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tfmapantan-
ir I sima 21230. Borgarspitalinn vaktfrá kl. 08-17
alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slml
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfiabúðir og læknaþjónustu enjgefriar I simsvara
18888.
Ónæmisaögerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heiisuvemdarstöð Reykjavíkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskirteini.
Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00-
21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070.
Gatðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
Hafriarfiötður Heilsugæsla Hafnarfiarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Sími 40400.
Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræöilegum efnum. Slmi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30.
Bamaspftali Hrfngsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunaifækningadeild Landspitalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspitali: Alla virka kl. 15tilkl. 16ogkl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspitalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftirsamkomulagi. Álaug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúöin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítall: Alla
daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífilsstaöaspitall: Heimsóknar-
timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspítali Hafnarffröl: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlíö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikurfæknishéraðs og heilsu-
gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Sfmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarog á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heimsóknartlmi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl.
22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan simi
611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100.
Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkvllið
og sjúkrabifreiö slmi 11100.
Hafnarfiöröun Lögreglan sími 51166, slökkviliö
og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og
sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar Lögreglan, sími 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið slmi
11955.
Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 22222.
Isafiöröur: Lögreglan sími 4222, slökkvilið slmi
3300, brunasimi og sjúkrabifreið slmi 3333.