Tíminn - 05.02.1991, Page 4

Tíminn - 05.02.1991, Page 4
4 Tíminn ff ÚTLÖND Þriðjudagur 5. janúar 1991 Rafsanjani vill friðar- viðræður við Saddam Rafsanjani, forseti frans, lýsti yfir vilja sínum í gær til að hitta Saddam Hussein forseta íraks til að reyna að binda enda á Persa- flóastríðið. Hann sagði einnig að íran mundi hafa samband við Bandaríkin ef það reyndist nauðsynlegt og þá í gegnum svissneska sendiráðið. „Ef von er til þess að bjarga írösku þjóðinni, af hverju ætti ég þá ekki að ræða við Saddam?“ sagði Rafsanjani á fréttamannafundi í Teheran í gær. „Ef íran hefur eitthvað að segja við Bandaríkin um friðarmyndun þá mun það gera það í gegnum svissneska sendiráð- ið,“ sagði Rafsanjani í svari við spurningu fréttamanns. Rafsanjani sagði að viðræðurnar við aðstoðarforsaetisráðherra íraks um síðustu helgi hafi leitt í ljós að Saddam væri jafnákveðinn og áður að halda Kúvæt. En hann sagði að írönsk stjórnvöld hefðu beðið hann fyrir skilaboð til Bagdad, ef Saddam samþykir hugmyndir okkar þá gætum við hafið friðar- viðræður á grundvelli þeirra," sagði forsetinn. Rafsanjani sagðist hafa gert fulltrúa íraks í íran grein fyrir því að til þess að friður kæm- ist á yrðu írakar að fara frá Kúvæt og herir frá löndum utan Miðaust- urlanda að fara frá svæðinu. For- setinn sagði að írönsk stjórnvöld gerðu hvað þau gætu til að finna lausn á deilunni. Fyrir utan aðstoðarforsætisráð- herra fraks voru utanríkisráðherra Alsírs og Jemens, franskur stjórn- arerindreki og erindreki útlæga emírsins í Kúvæt í Teheran í sein- ustu viku. Jarðskjáiftinn í Afganist- an og Pakistan: Óttast að yfir 1.200 hafi farist Vestrænir embættismenn segja að 89 íraskar flugvélar séu nú í ír- an en írönsk stjórnvöld segja þær einungis vera 13 og hafa lofað að láta íraka ekki fá þær fyrr en að stríðinu loknu. „Þið vitið að í seinni heimsstyrjöldinni kyrrsettu Svisslendingar um 300 flugvélar frá báðum stríðsaðilum og afhentu þær ekki fyrr en eftir stríðið og það var ekki litið á það sem brot á hlut- leysi,“ sagði Rafsanjani við frétta- menn. Viðbrögð frá Hvíta húsinu við ummælum Rafsanjanis forseta ír- ans um að íran mundi kannski verða sáttasemjari í Persaflóastríð- inu voru köld. „Þeir (íranir) eru Rafsanjani, forseti írans. ekki beint flæktir í þessi átök og það er okkur kappsmál að hrekja íraka frá Kúvæt,“ sagði talsmaður Hvíta hússins, Marlin Fitzwater. Lýðræðisher Saddams virðist enn sterkur Þrátt fyrir stöðugar sprengju- árásir bandamanna á úrvalssveitir íraska hersins, Lýðræðisherinn, eru engin merki um að hann sé að gefa sig. Bandarískir hershöfðingj- ar hyggjast halda sprengjuárásum áfram þangað til allur kraftur er úr þessum sveitum. Lýðræðisherinn, sem er við landa- mæri Kúvæts og íraks, hefur orðið fyrir sprengjuárásum bandamanna síðastliðnar tvær vikur. En sprengjuárásirnar hafa ekki áhrif á hermennina, sem eru dreifðir í eyðimörkinni og grafnir niður í sandinn, nema sprengjurnar hitti nákvæmlega á byrgin þeirra sem er ekki mjög líklegt. Bandarískir hershöfðingjar sögðust ekki hafa neinar upplýsingar um árangur sprengjuárásanna. Þeir sögðu að um 150 þúsund hermenn hefðu verið í Lýðræðis- hernum þegar Persaflóastríðið hófst. Þetta væru atvinnuhermenn sem væru betur þjálfaðir, mennt- aðir og launaðir en aðrir hermenn í íraska hernum. Þeir væru með eigin fallhlífaherdeild, þyrlur, skriðdreka og bryndreka til að verj- ast eða sækja. Reuter-SÞJ Suður-Afríka: DE KLERK GENGUR EKKI NÓGU LANGT Talið er að yfir 1.200 manns hafi farist í jarðskjálftanum sem varð í Afganistan og Pakistan á föstudag, að sögn embættismanna. Afganskir embættismenn í höfuð- borginni Kabúl sögðust halda að yf- ir 1.000 hefðu látið lífið í afskekkt- um héruðum í norður- og austur- hluta landsins sem eru að mestu undir stjórn skæruliöa sem eru and- snúnir ríkisstjórn landsins. Yfirvöld í Pakistan töldu að yfir 200 manns hefðu farist í landinu. Þessar tölur geta átt eftir að hækka því erfitt er að ná sambandi við sum þorpin á þessum slóðum vegna einangrunar. Skjálftinn, sem var 6,8 á Richter, er einn sá öflugusti á þessu svæði í mörg ár. Reuter-SÞJ Danmörk: Brú til Malmö Síðla árs 1993 mun að öllum lík- indum hefjast smíði brúar milli Svíþjóðar og Danmerkur. Brúin sem um ræðir á að liggja frá Kaupmannahöfn til Málmeyjar og vera fyrir bíla og járnbrautalestir. Kostnaður við hana er áætlaður um 110 milljarðar en hún mun vera fjármögnuð með umferðartollum. Talsmaður umferðarmálaráðuneyt- is Svíþjóðar sagði að samningur milli ríkisstjórna landanna yrði lík- lega tilbúinn fyrir lok mars og þá væri hægt að leggja samninginn fyr- ir þjóðþingin. „Það er víst að brúin verður byggð. Það er sterkur stuðn- ingur við það í báðum þingum," sagði hann. Reuter-SÞJ Þeim tilslökunum á aðskilnaðarstefnunni sem F.W. de Klerk, for- seti Suður-Afríku, tilkynnti á föstudag að kæmu til framkvæmdar á þessu árí hefur ekki verið tekið vel af ýmsum mannréttindahópum. De Klerk sagði við þingið á föstudag að stefnt væri að því að nema úr gildi lög sem kvæðu m.a. á um skrásetningu fólks eftir kynþátt- um, hverfaskiptingu eftir kynþáttum og landívilnanir handa hvít- um. Það sem fólk er óánægt með er að hann skuli ekkert hafa minnst á að endurskoða Öryggislögin frá árinu 1982 sem hann lof- aði Afríska þjóðarráðinu (ANC) fyrir um sex mánuðum. tryggja stuðning hvíta minni- hlutahópsins sem er hræddur við allar tilslakanir og styður aðgerðir lögreglunnar fullkomlega. Þá olli De Klerk óánægju meðal mannréttindahópa með því að minnast ekkert á pólitísk morð sem stjórnvöld hafa verið sökuð um að taka þátt í og einn háttsett- ur dómari viðurkenndi m.a.s op- inberlega að stjórnvöld hefðu á að skipa leynilegum aftökusveitum. De Klerk hafði áður lofað að láta rannsaka hvort hið opinbera væri viöriðið á einhvern hátt um 70 morð sem andstöðumenn stjórn- arinnar hafa sakað lögreglu um. Reuter-SÞJ Tuttugasta og níunda grein Ör- yggislaganna leyfir yfirvöldum að setja menn í fangelsi án réttar- halda og samskipta við lögmenn eða fjölskyldur. Yfir 60 menn eru nú í haldi lögreglunnar undir þessari grein sem hefur verið sögð gefa yfirvöldum rétt til að mis- þyrma og pynda. Nelson Mandela, einn af leiðtog- um ANC, sagði að það ylii miklum vonbrigðum að De Klerk hafi ekki minnst á að endurskoða Öryggis- Iögin Einnig olli það mikilli óánægju að hann minntist ekkert á að sleppa pólitískum föngum, hætta pólitískum réttarhöldum og heimila útlögum að snúa heim. í gær hófust réttarhöld yfir Winnie Mandela, eiginkonu Nelson Man- dela, en hún er ákærð fyrir mann- rán og ofbeldi. ANC hefur sakað stjórnvöld um að sviðsetja réttar- höldin til þess að skaða samtökin og Nelson Mandela. ANC segja að það sé hugsanlegt að samtökin hætti samningavið- ræðum við De Klerk nema hann sleppi 3.000 pólitískum föngum, leyfi 20.000 útlögum að snúa heim og hann endurskoði Örygg- islögin fyrir 1. apríl. Stjórnmálasérfræðingar telja að De Klerk hafi ekki minnst á end- urskoðun Öryggislaganna til að FRETTAYFIRLIT Nikósía - Forseti Irans, Rafs- anjani, sagði á fréttamannafundi ( gær að það kæmi til greina að hann mundi hitta Saddam Hus- sein forseta (raks til þess aö reyna að binda enda á Persa- flóastríðið, að sögn irönsku fróttastofunnar IRNA. Karachi, Pakistan - Byssu- menn réðust á heimili saudi-ar- abisks stjómarerindreka í Kar- achi í gær og særðu einn vörð, að sögn lögreglu. Bagdad - Þrjár flugsveitir bandamanna gerðu loftárásir á Bagdad í gær. Talsmaður iraska hersins sagði í útvarpinu i Bagd- ad að níu flugvélar bandamanna hefðu verið skotnar niður á ein- um sólarhring. Dhahran - Bandaríska orrustu- beitiskipið Missouri tók þátt í bardögunum í gær, að sögn bandarískra ofursta, Skipið skaut sjö sprenglkúlum sem hver vó 1,2 tonn. Jerúsalem - Forsætisráðherra ísraels, Yatzhik Shamir, sagði að fsraelsmenn langaöi mjög að ráöast á fraka en héldu sig utan átakanna til að tryggja sigur bandamanna. Hann hét þvi i ræöu sem hann hélt á ísraelska þinginu að fsrael mundi aldrei taka þátt f alþjóölegri ráðstefnu um vandamál Miðausturlanda. Riyadh - Byssumenn réðust á sunnudagskvöld á nokkra bandaríska hermenn sem voru í iitilli rútu í hafnarborginni Jeddah i Saudi- Arabiu. Tveir hermenn særðust. Bandariskir hershöfðingar töldu að þetta væri fyrsta hryðjuverkið i S- Ar- abiu síðan stríðið braust út. Briissel - Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins ákváðu í gær að EB mundi aflétta við- skiptabanninu á Suður-Afríku um leið og F.W. de Klerk forseti landsins hefur hrint þeim breyt- ingum sem hann boðaði í ræðu sem hann héit á föstudag. Brussel - Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins hittust í gær I fyrsta sinn síðan strlöiö braust út og ræddu um leiðir til að hjálpa til við að koma ástand- inu í Miðausturlöndum í samt horf eftir stríö. Washington - George Bush lagöi fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 1992 fyrir þingiö að upphæð 1,45 miiljón milljarða dollara. Moskva - Talið er a.m.k. 1.200 manns hafi látist og hundruð slasast í jarðskjálftanum sem gekk yfir Afganistan og Pakistan á föstudag. Þetta haföi sovéska fréttastofan Tass eftir útvarpinu í Kabúl. Jóhannesarborg - Winnie Mandela, kona Nelsons Man- dela ieiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins, var leidd fyrir rétt í gær, sökuð um mannrán og ofbeldis- verk. Davos, Sviss - GATT-viðræð- urnar sem miða að þvf að koma á frjálsri heimsverslun fyrir alda- mót eru að komast á fullan skrið eftir að þær sigldu í strand í des- ember út af niðurgreiðsium Evr- ópubandalagsins til landbúnað- ar. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.