Tíminn - 05.02.1991, Síða 15

Tíminn - 05.02.1991, Síða 15
Þriðjudagur 5. febrúarM091 Tfminn 15 ÍÞRÓTTIR STÆRSTA SUNDLAUG LANDSINS TEKIN í NOTKUN í KÓPAVOGI Knattspyma-Dómarar: Eyjólfur dæmir í Danmörku Knattspymusamband Evrópu hefur skipað Eyjólf Ólafsson sem dómara á leik Danmerkur og San Marínó U-21 árs í undankeppni ólympíuleikanna, en leikurinn verður háður í Danmörku 17. apríl nk. Dómaranefnd KSÍ hefur skipað þá Óla P. Ólsen og Ara Þórðarson sem línuverði með Eyjólfi á leik- inn. BL Guðmundur þjálfar landsdómara Hinn kunni knattspymuþjálfari Guðmundur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari landsdómara. Æf- ingar hefjast um næstu helgi og standa fram á vorið. Dómarar ættu því að mæta vel undir búnir til leiks í vor. Guðmundur hefur m.a. þjálfað Völsung í 1. deild, kvennalið Breiðabliks og einnig var hann aðstoðarmaður Sigfried Held með landsliðið. BL Frjálsar íþróttir: Einar setti ,glæsilegt Islandsmet Einar Þ. Einarsson Ármanni keppti í 60 m hlaupi á norska inn- anhússmeistaramótinu um helg- ina. Einar náði þeim glæsilega ár- angri að bæta íslandsmetið í greininni, er hann hljóp á 6,86 sek. Gamla metið, sem var 7,12 sek., átti Hjörtur Gíslason. Einar komst í úrslit 60 m hlaupsins, þar sem hann hljóp á 6,94 sek. og lenti í 5. sæti. Litlu munaði að tími Einars í undarás- unum dugði honum til þátttöku á heimsmeistaramótinu innnan- húss, en lágmarkið fyrir það mót var 6,85 sek. BL Körfuknattleikur: Frestuðu leikirnir settir á Leikjunum sem fresta varð í úr- valsdeildinni í körfuknattleik um helgina vegna veðurs, hefur verið fundinn tími í vikunni. í kvöld mætast Valsmenn og Njarðvíkingar á Hlíðarenda kl. 14.00. Þrír leikir voru fyrir á dag- skránni í kvöld kl. 20.00 en þá leika ÍR og Þór í Seljaskóla, Snæ- fell og Tindastóll í Stykkishólmi og Grindavík og Haukar í Grindavík. Leikur ÍBK og ÍR hefur verið settur á fimmtudaginn 14. febrú- ar í Keflavík kl. 20.00, leikur Snæfells og Þórs sem vera átti á föstudag verður leikinn föstudag- inn 8. febrúar kl. 20.00 og leikur Snæfells og Grindvíkinga, sem vera átti fyrir vestan á sunnudag, verður leikinn fimmtudaginn 14. febr. kl. 20.00. Þá hefur leikur Tindastóls og KR verið settur á laugardaginn 9. febr. kl. 14.00. BL Á laugardaginn var tekin í notkun ný sundlaug í Kópavogi. Laugin er staðsett við hlið gömlu iaugarinnar á Rútstúni. Hér er um að ræða stærstu sundlaug landsins, 25x50 metrar, en laugina hannaði Högna Sigurðardóttir arkitekt. Með tilkomu nýju laugarinnar verður gjörbylting á allri sundað- stöðu í Kópavogi. í dag er gamla laugin opin í um 30 klst. á viku fyrir almenninng, en nú fjölgar þeim tímun upp í 90 í nýju laug- inni. Sömu sögu er að segja um aðstöðu skólabarna og aðstöðu fyr- ir keppnisfólk í sunddeild Breiða- bliks. Kostnaður við mannvirkið full- klárað er áætlaður 460-480 millj- ónir kr. Fjölmennt var við vígslu laugar- innar á Iaugardag, en áður en laugin var opnum blessaði séra Kristján Þorvarðarson mannvirk- ið. Fyrstur stakk sér í laugina ný- kjörinn íþróttamaður Kópavogs, Ólafur Eiríksson, og synti hann fyrstu 100 metrana í lauginni. Næstir ofan í voru nokkrir fasta- gestir úr gömlu lauginni og félag- ar úr frístundaklúbbnum Hana- nú. Á eftir þeim fylgdu fulltrúar skólabarna grunnskólanna 5 í Kópavogi og loks var röðin komin að félögum úr sunddeild Breiða- bliks, sem sýndu stílsund og boðs- und. Að lokinni hátíðardagskránni var boðið upp á veitingar og síðan var laugin til sýnis fyrir almenning. Talið er að um 2.500 manns hafi lagt Ieið sína í nýju laugina á laug- ardaginn til að berja hið glæsilega mannvirki augum. BL Nýja sundlaugin í Kópavogi er stærsta sundlaug landsins. Tímamynd Ámi Bjama. íslandsmótið í badminton: ÁRNI ÞÓR VANN ÞREFALDAN SIGUR -Elsa Nielsen sigraði í einliðaleik kvenna einliðaleik karla, tvíliða leik og tvenndarleik. í einliðaleiknum lagði Árni fyrrum íslandsmeistara, Brodda Kristjáns- son TBR, 15-5 og 15-12. í tvfiiðaleik sigruðu þeir Árni og Broddi, Guð- mund Adolfsson TBR og Jóhann Kjartansson TBR í oddalotu. í tvenndarleik varð Árni meistari ásamt Guðrúnu Júlíusdóttur TBR, er þau sigruðu Guðmund Adolfsson og Birnu Pedersen. í einliðaleik kvenna sigraði 16 ára gömul stúlka, Elsa Nielsen TBR. Hún sigraði Guðrúnu Júlíusdóttur TBR í úrslitaleik, 11-3 og 11-0. Guð- rún gekk ekki heil til skógar í úr- slitaleiknum, þar sem hún meiddist í undanúrslitunum. í tvfliðaleik kvenna sigruðu þær Birna Pedersen og Guðrún Júlíus- dóttir TBR þær Elsu Nielsen TBR og Ásu Pálsdóttur ÍA í oddalotu. BL Ámi Þór Hallgrímsson TBR vann þrefaldan sigur á íslandsmótinu í badminton sem fram fór í Laugai dalshöll um helgina. Ámi sigraði Körfuknattleikur-Bikarkeppni: STÓRLEIKUR í GRINDAVÍK -Þegar Njarðvíkingar mæta heimamönn- Á laugardaginn var dregið um hvaða lið mætast í fjórðungs- úrslitum í bikarkeppninni í körfuknattleik. Athyglisverð- asti leikur fjórðungsúrslitanna er viðureign Grindvikinga og Njarðvíkinga í Grindavík. Eftirtalin lið drógust saman í keppninni: Valur-ÍBK UMFG-ÍBK Þór-ÍR KR-UBK Leikur Vals og Keflvíkinga verður á Hlíðarenda þriðjudag- inn 12. febrúar kl. 20. Sama kvöld á sama tfma hefst leikur Grindvíkinga og Njarðvíkinga í Grindavík, en leikur Þórsara og ÍR-inga hefst kl. 19.30. Loks er það leikur KR-inga og Breiðabliksmanna, en hann verður háður í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20.00. BL Enska knattspyrnan: Fyrsta tap Arsenal á tímabilinu Arsenal og Liverpool deila nú efsta sæti 1. deildar ensku knatt- spyraunnar eftir leiki helgarinn- ar, bæði Uðin hafa 51 stig, en Li- verpool á leik til góða. Arsenal tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu á laugardag. Það voru leikmenn nágrannaliðs- ins í Lundúnum, Chelsea sem báru sigurorð af „fallbyssunum" 2-1. Chelsea komst f 2-0 með mörkum þeirra Graham Stuart og Kerry Dixon, en mark Arsenal gerði Álan Smith stuttu fyrir leikslok. Á sunnudag mistókst Liverpooi að endurheimta efsta sætið í deildinni er liðið gerði jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford, 1-1. Bæði mörkin voru gerð í fyrri hálfleik, fyrst skoraði Steve Bruce úr vítaspymu fyrir United, en síðan jafnaði David Speedie, eftir undirbúning John Barnes. Speedie lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudag. Úrslitin urðu þessi: 1. deild: Aston Villa-Derby .........3-2 Chelsea-Arsenal............2-1 Everton-Sunderland ........2-0 Luton-QPR .................1-2 Norwich-Manchester City ..1-2 Nott. Forest-Crystal Pal...0-1 Sheff. United-Southampton ...4-1 Tottenham-Leeds ...........0-0 Wimbledon-Coventry.........1-0 Manch. United-Liverpool ...1-1 2. deild: Barnsley-Blacburn......frestað Bristol City-WBA...........2-0 Charlton-Brighton..........1-2 Hull-Bristol Rovers........2-0 Ipswich-Millwall...........0-3 Leicester-Plymouth.........3-1 Middlesborough-Swindon ..2-0 Newcastle-Port Vale .......2-0 Oxford-Oldham .............5-1 Porstmouth-Notts County .2-1 Watford-Sheff. Wednesday .2-2 Wolves-West Ham ...........2-1 Staðan í 1. deild: Arsenal........24 15 8 143-12 51 Liverpool......23 15 6 2 43-1851 Crystal Pal....24 14 6 4 34-23 48 Leeds..........2412 7 538-2443 Man. United....24 118 5 37-2540 Tottenham .....2410 8 6 35-2738 Wimbledon ......24 9 8 7 36-33 35 Man. City......23 9 8 6 34-3135 Chelsea........24 10 5 9 38-4135 Norwich .......24 10 2 12 32-4232 Nott. Forest....23 87 837-3331 Everton.......24 8610 28-26 30 Southampton....24 7 512 35-45 26 AstonVilla.....23 69 8 24-2427 Coventry ......24 6 6 12 23-30 24 Luton..........24 6 5 13 27-4023 Sunderland.....24 5 613 25-37 21 QPR............24 5 613 29-43 21 Sheffield Utd..24 5415 18-4019 Derby..........24 4 614 21-4318 Staðan í 2. deild: WestHam ......2817 9 2 39-15 60 Oldham........2716 7 4 55-3155 Sheff.Wed.....27 13 12 2 51-29 51 Notts County..2813 7 845-3846 Middlesbro....2713 5 941-2544 Brighton .....26 13 4 9 44-46 43 Miilwall......2711 8 840-3141 Wolves........27 912 6 42-3337 Bristol City...2711 4 1241-4337 Barnsley......26 9 9 8 35-28 36 Bristol Rov...27 9 9 9 35-34 36 Newcastle.....27 9 9 9 30-3136 Swindon.......28 811 9 39-3935 Ipswich.......28 811 9 35-43 35 PortVale......27 9 612 36-4033 Charlton......28 7101137-4131 Oxford........27 71010 47-5231 WBA...........27 7 9 11 31-3630 Leicester.....27 8 6 13 37-54 30 Blackburn.....28 8 515 29-38 29 Plymouth......28 611 1131-4329 Portsmouth....28 7 714 36-4928 Watford.......28 5 10 13 24-37 25

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.