Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Hatnarfiusinu v Tryggvagolu, _____ S 28822 Ókeypís auglýsingar fyri^instaklinga^ POSTFAX 91-68-76-91 MISSAM Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 9 I í iiiinn FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 Endurkröfur vátryggingafélaganna á tjónvalda í um- ferö sökum ásetnings eöa stórkostlegs gáleysis: 90% vegna ölvunarakst- urs og meirihlutinn karlar Á árinu 1990 afgreiddi endurkröfunefnd vátryggingafélaganna 154 mál, en af þeim voru samþykkt að öllu leytl eða hluta 149 mál, 90% af þeim voru vegna ölvunaraksturs. Af þeim sem ollu hinum 149 end- urkröfðu tjónum voru 123 karlar, en 26 konur. Fjárhæð þeirra endur- krafna sem nefndin samþykkti á síðasta ári er talin nema samtals 18.379.477 krónum og hljóðaði hæsta samþykkta krafan upp á 1.671.350 krónur og sú næsthæsta upp á 1.250.000 krónur. Samkvæmt umferðarlögum eign- ast vátryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, endurkröfurétt á hendur þeim sem tjóni valda af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Endur- kröfunefndin fer með þessi mál og ákveður hvort og að hve miklu leyti beita skuli endurkröfurétti. Nefnd- in er skipuð þremur mönnum af dómsmálaráðherra. Því geta umferðarlagabrot öku- manna, t.d. ölvunarakstur, hrað- akstur o.s.frv. ekki einungis valdið ökuleyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangelsis og að ökumaður þurfi að bera hugsanlegt tjón á ökutækinu sjálfur, heldur hefur vátryggingafélag einnig end- urkröfurétt á hendur honum sam- kvæmt umferðarlögum ef á hann sannast að hann hafi valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. í fréttatilkynningu frá nefndinni segir að á árinu 1989 var heildar- fjöldi mála 149 og samþykktar end- urkröfur að öllu eða einhverju leyti það ár voru 133, samtals að fjár- hæö kr. 23.462.454. Árið 1989 voru karlarnir 108, en konurnar 25. Ástæða endurkröfu er langoftast ölvun tjónvalds, þ.e. í 139 tilvikum árið 1990, en aðrar en ölvun réðu endurkröfum í 10 tilvikum. Á ár- inu 1989 voru ástæður endurkröfu vegna ölvunar í 120 málum, en aðrar ástæður réðu endurkröfu í 13 málum. Ölvunartilvikum hefur því farið hlutfallslega fjölgandi milli áranna 1989 og 1990, eða um 3%. í fréttatilkynningunni segir jafn- framt að tjónvöldum sem endur- krafðir voru vegna tjóna af völdum ölvunar árið 1990, reyndust 62 hafa um og yfir 2 prómill vínanda- magn í blóði, þar af 6 um og yfir 3 prómill. „Rétt er að hafa í huga við mat á þessum tölum ákvæði um- ferðarlaga varðandi ölvunarakstur. Þar segir að enginn megi stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er und- ir áhrifum áfengis. Nemi vínanda- magn í blóði ökumanns 0,50 pró- mill, en er minna en 1,20 prómill, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans sé minna, telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20 prómill eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki." GEÓ MJÖG HARÐUR ÁREKSTUR varð á gatnamótum Kringlumýr- arhrautar og Borgartúns um hálfsexleytið í gær. Fimm voru fluttír á slysadeild en ekki var vitað um meiðsli þeírra. Þau eru þó ekki tatin mjög aivarieg. SkÖmmu áður var ekið á gangandi vegfaranda á Snorrabraut á móts við Herraríki. Hann var fluttur á slysadeíid. Nokkru síðar var ungur pittur fluttur með sjúkrabfl á slysadeild eftir að hafa hjólað á kyrrstæðan bíl. TfmamymJ: Þorvaldur Tillaga Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarstjórn: Ómengandi strætó Fyrir borgarstjómarfundi í dag liggur fyrir tillaga frá Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, um að borgar- stjóm samþykki að kaupa þrjá um- hverfisvæna strætisvagna. Vagn- arair gangi fyrir etanólbiöndu og verði minni og spameytnari en nú tíðkast. Tillagan er sett núna fram svo hún geti hugsanlega náð fram að ganga í fjárhagsáætlun borgar- innar sem samþykkt verður á næst- unni. í greinargerð með tillögunni er vikið að herferð iðnaðarráðherra þar sem hvatt er til sparnaðar á olíu. í tengslum við þá herferð hefur iðn- aðarráðherra tekið undir hugmynd- ir Sigrúnar og annarra stjórnar- manna í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur um að fella niður að- flutningsgjöld af strætisvögnum til að létta undir þjóðhagslega hag- kvæmum almenningssamgöngum. „Það er nauðsynlegt að leita leiða til að minnka mengun og ein leiðin er að nota vagna, knúna alkóhóli. Þá má einnig húgsa sér rafknúna vagna,“ sagði Sigrún. Sigrún Magnúsdóttir gerði nýlega fyrirspurn í stjórn veitustofnana um hvers vegna kosnaður við byggingu útsýnishússins í Öskjuhlíð hafi hækkað á síðasta ári um 240 millj- ónir. Jafnframt því sem framkvæmd- ir í fyrra hefðu farið 64 milljónir fram úr áætlun hækkar kostnaðar- áætlun þessa árs fimmfalt frá því sem í fyrstu var ætlað eða úr 45 í 230 milljónir. -sbs. Brotist inn í Menntaskólann viö Hamrahlíð, hurðir eyðilagðar og peningum stolið: HÖFÐU ENGAN ÁHUGA Á HEIMAVERKEFNUM í SPÆNSKU OG DÖNSKU Brotist var inn í Menntaskólann við Hamrahlíð í fyrrinótt í sjöunda sinn á þessum vetri. Tjónið úr sex fyrstu innbrotunum er metið á 980 þús- und, að sögn Sverris Einarssonar rektors, en nú bætast við það nokk- ur hundmð þúsund. Sex hurðir vom eyðilagðar, nokkrir peninga- kassar og læstir skápar vom spennt- ir upp og hundrað þúsund krónum í peningum stolið. Þjófarnir brutu m.a. annars upp hurðir inn í vinnuherbergi kennara. í fyrsta vinnuherberginu fundu þeir einungis spænska stfla og virtust lít- inn áhuga hafa á þeim. Þá sneru þeir sér að næsta herbergi og ekki tók þar betra við, herbergið var fullt af dönskum stflum. Kennarar við skól- ann segjast aldrei hafa orðið vitni að annarri eins ásókn í spænska og danska stfla. Sverrir Einarsson rekt- or sagði í samtali við Tímann að í vet- ur hefði verið stolið ýmsum dýrum kennslutækjum, s.s. tölvum, mynd- bandstækjum og upptökuvélum og missir þeirra komi fyrst og fremst niður á kennslunni. Hann sagði að farið hefði verið fram á aukafjárveit- ingu út af þessu en engin svör hefðu enn borist. „Þjófarnir bera sig þannig að, að það er eins og þeir þekki ekki til í skólan- um. Til dæmis brjóta þeir upp hurð Sverrir Einarsson rektor stendur meö spýtnabrak úr hurðinni inn á kenn- arastofu M.H. í höndunum. Kunnugir segjast aldrei hafa orðið vitni að öðrum eins aðförum við að komast í tæri viö spænska og danska stfla. Tímamynd: Pjetur inn á skrifstofu en ef þeir hefðu labb- að fyrir horn þá hefðu þeir getað gengið inn um aðra hurð og komist inn þannig," sagði Sverrir. Öryggisfyrirtækið Securitas var fengið til að vakta skólann þegar bú- ið var að brjótast inn fimm sinnum. Eftir það varð hlé á ósköpunum þangað til nú. Fyrir nokkrum árum bjó húsvörður skólans í húsinu. Ekki er vitað til að brotist hafi verið inn í skólann þá. Nýr húsvörður vill ekki búa í skólanum. Gunnlaugur Ást- geirsson, íslenskukennari í M.H., sagðist í gær endilega vilja koma þeim skilaboðum á framfæri við und- irheima Reykjavíkur að nú sé búið að stela öllu steini léttara úr skólanum og því verði þjófamir að leita eitthvað annað. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.