Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 7. febrúar 1991 Tfminii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ábendingar BSRB Það er eðlileg afstaða sem segir í opnu bréfi frá stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í dag- blöðum í gær að reynslan af þjóðarsátíarsamning- unum muni ráða miklu um viðhorf launþegasam- taka, þegar til þess kemur síðar á árinu að gera kjarasamninga eftir að núgildandi samningar ganga úr gildi í haust. Það kemur einnig fram í hinu opna bréfi að einn megintilgangur þjóðarsáttar um verðbólguhjöðnun hefur staðist þá 12 mánuði sem liðnir em af þjóðar- sáttartímanum. Orðrétt segir stjóm BSRB: „Verð- bólga hefur lækkað úr því að vera á milli tuttugu og þrjátíu prósent niður í eins stafs tölu. Og það sem meira er um vert, tekist hefúr að halda verði á ýms- um nauðsynjavörum, svo sem matvælum, langt undir almennri verðlagsþróun.“ Þótt vissulega komi fram gagnrýni í bréfí stjómar BSRB á ýmsar hækkanir sem orðið hafa á þjóðar- sáttartímanum, er eigi að síður nauðsynlegt að líta jákvætt á meginárangur verðbólguhjöðnunar síð- ustu mánaða og setja hann í samhengi við þjóðar- sáttina. Um það þarf ekkert að efast að meginvið- semjendur og höfuðaðilar að þjóðarsáttinni „hafa reynt að standa við markmið samninganna“, eins og hógvært orðalag stjómar BSRB hljóðar um það efni. Ríkisvaldið hefur gegnt hér miklu hlutverki og lagt sig fram um að þjóðarsáttin héldi í því sem mestu varðar. Ríkisstjómin tók m.a. á sig að stöðva umsamda hækkun til háskólamenntaðra starfs- manna hins opinbera og knýja BHMR með því undir þjóðarsátt. Stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja beinir gagnrýni sinni að sveitarfélögum fyrir hækkanir fasteignagjalda, að bönkum og fj ármagnsfyrirtækj - um fyrir vaxtahækkanir og tryggingafélögum fyrir gerðar og ráðgerðar hækkanir tryggingariðgjalda. Að ýmsu leyti er hér um að ræða svipaða gagnrýni og fram hefúr komið af hendi stjómmálamanna, þ.á m. forsætisráðherra, og bankaráðsmanna í ríkis- bönkum, í ritstjómarskrifum Tímans og e.t.v. fleiri blaða, að þjónustu- og viðskiptafyrirtæki hafi skyldu til þess að fara með gát í aukinni gjaldtöku. Þessi gagnrýni stjómar BSRB er umhugsunarefni fyrir þá sem hún beinist að og til áherslu gagnrýni annarra um sama efni. Eins og það er rétt afstaða hjá BSRB að nýir samn- ingar um kaup og kjör velti á árangri þjóðarsáttar þegar tími hennar er liðinn, þá er augljóst hversu brýnt er að úttektin á árangrinum verði hlutlæg og skynsamleg. Slíkt mat verður að byggjast á heildar- sýn en ekki á einstökum atriðum. Að svo miklu leyti sem reynsla síðustu tólf mánaða segir til um er ástæða til bjartsýni um árangurinn og framhaldið. Slík bjartsýni byggist ekki á frómri ósk, um að ágreiningur og hagsmunaárekstrar verði úr sög- unni, heldur að lausn þeirra sé jafnan reist á viðun- andi heildarmarkmiðum þegar upp er staðið. GARRI m' jgiii i B 1 ■ 1 um um helgina. Hefur fcomið fram að nýtt mastur verði að reisa hið urfregnalausir um aQa framlið. Þettanýja mastur og búnaður í lang- byigjustöð eru talin kosta um cinn miQjarð króna. Hcfur komið upp hugmynd um að reisa hina n^ti stöð í Flóanum. Það er við hæfi, enda hófust þar einna roestar fram- fcvæmdir í landinu, þegar Flóaáveit- an var grafin. Hfin gerir ekki mildð við sjónvarpið sérstakfega umðram það sem aimennt gerist. Hðdsút- af hendi án endurgjalds. Nú geta þessir aðilar farið að greiða fyrir sig, og eins þeir einstakiingar, sem viija efni myndi bieytast við að lúta ann- arri stjórn en þeirri, sem nú ræður urorðiðmestáræfctuðuTandi.Eidá feer. mikiö gagn heidur, þegar hún hefur verið reist að nýju í Flóanum. Grun- um að langbylgjustöd sé eldri nándar nærri eins þýömgarmikil og af er lát- ið þjá yfirmönnuro gömiu Gufunn- ar, sem gráta mest að þeir sfculi hafa roisst af ákveðinni innheimtu; ann- ars hefðu þeir, að manni sfciist, verið búnir að fá ný möstur handa gömlu Tfeyst á iíhumastureða iifandi stofnun, sem horfir framan í annarskonar sam- unni við rðdsvaldiö um meirí tekjur? Heyra loksins veðurfréttir Samkvæmt þeim harmagráti, sem risið hefur út af mastrinu á Vatns- nú, þegar það er horfiö, er ekfci úr vegi að birta það sem Gísli Jensson, skipstjóri á Selfossi, heíúr um mál- ið að segja í DV í gæn Hugmyndin um nýju iangbylgju- stöðina er einmitt sett fram í þdm alfir veðurfréttatímar sendir út á að hqroþæraftun“ sjómanna á hafinu við iandið. Þeir Varla þarf að hafa firfri orð um þurfi að fá veðuriýsingar stnar í nauösyn langbyigjumasturs. Þing- gegnum langbyigjustöð. Þetta eru menn geta nið andanum aftur út af skrítnar staðhæfingar á túna, þegar þessum miida mlssi. Ætli hið sama sjá má í útsendingum Sky og CNN veTÖi ekki upp á teningnum. ef vísitölu IpPtótvatpið er fjárfrek stofnun, Ríkisútvarpmu hakfið í svelti vegna þess að afnotagjöld voru reiknuð inni í vísitölu. Þótt visitaian kæmist eitt sinn upp í hundrað og þrjátíu stlg, mátti aldrei hækka afnotagjöld- in vegna áhrifa þeim á vístöhma. Nú eni tímar það breyttír, að ástæða er tíl að endurskoða regluna um af- mest af fjarskiptum okkar á Erics- son í Svíþjóð. Spumtngin er hvort við séum enn á Ericsson-stiginu og verðum það áfram um ófyrirsjáan- athuga hvort ekki séu ttí fyrirfetð- !, Ld. með hfiðsjón af öðrum stöðvum sem útvarpa allan sólar- hringinn. Brahms og Beethoven er jafn góðir, hvort sem tíu manns eru myndi sakna hennar eða þeirrar sem daga vikunnar. Garri ■ m ■ «1, m-m _ _ _ _ __ ^^»^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^aafia8SS8Saaaa8S8aa8SgS8SaS8asa8SS88S8888S888a8a8S88833SS888388SR«B8BBfiBR8RRfia88aa»»a»aftfiafiaa9ffiR8fflSSffffff VITT OG BREITT r Leynivopnið Síðast þegar stoltir sigurvegarar stóðu yfir höfuðsvörðum Þjóðverja, varð að samkomulagi milli þeirra að ekki væri of í lagt að Stalín karlinn fengi svo sem helming Evrópu til eignar og yfirráða. Drjúgan hluta herfangsins lagði sósíalistinn beint undir Sovétríkin og í öðrum voru kommúnistar settir í valdastóla og voru þeir drjúgir að plaga lands- menn sína og mergsjúga til eflingar Sovétríkjunum. Eystrasaltsríkin þrjú voru frelsuð inn í Sovétríkin og miklir þjóðflutn- ingar hófúst inní þau og er þjóða- blandan eitt af erfiðustu úrlausnar- efríum austur þar, núna þegar Eist- land, Lettland og Litháen gera kröf- ur um að verða sjálfstæð ríki. Þegar perestrokjan fór í gang tóku þjóðir Eystrasaltsríkjanna hana al- verlega og tóku að lýsa yfir að þau stefrídu að sjálfstæði. Seiglast þau enn við og eru staðráðin í að losa sig úr sovéska ríkjasambandinu og ætl- ar það að reynast þrautin þyngri. Frægðarför Jón Baldvin utanríkisráðherra fór frægðarför til Eystrasaltsríkja í síð- asta mánuði og hét liðveislu sinni. Sjálfstæði Litháen er viðurkennt af íslendingum, þótt engir pappírar hafi verið undirritaðir upp á það. Tálað hefur verið um að taka upp stjómmálasamband við Litháen, en þegar til kemur veit enginn hvernig á að fara að því, þar sem Sovétríkin fara með utanríkismál landsins og eitthvað bögglast fyrir með hvaða hætti á að skiptast á stjómarerind- rekum. Nú hefur Sovétstjórnin tekið á sig rögg og heimtar að íslendingar hætti að hlutast til um innanríkis- mál þeirra. Og við sem þurfum að selja þeim saltsfld ogÁlafosstrefla og ganga með grasið í skónum á eftir samninganefrídum og sovéskum bönkum til að fá þá til að kaupa og síðar að borga. Sem frægt er orðið hafa íslending- ar gengið fram fyrir skjöldu að við- urkenna rétt Litháa til sjálfstæðis og utanríkisráðherrann hugumstóri er hinn eini í sinni starfsgrein sem seg- ir fullum fetum að Litháen sé ekki hluti af Sovétríkjunum og að líta beri á það sem sjálfstætt ríki. Það færi laglega ef fara ætti að ógilda allar aðrar ákvarðanir hinna dýrlegu sigurvegara um skipan þjóða og landamæra í Evrópu. Ríkí rústuð Sovétríkin hafa nú tekið saman höndum við nokkur Arabaríki, Nató- ríkin í Evrópu og Bandaríkin að frelsa annað smáríki, sem tekið var með hervaldi og innlimað í stærri og öflugri ríkisheild. Þessar vikurnar djöflast öflugasta hermaskína íyrr og síðar á írak til að fá stjómarherra þar til að yfirgefa Kúveit og skila landinu til réttra eig- enda. Þýskaland og Japan greiða umtalsverðan hluta herkostnaðar- ins, sem er hentugt fyrir ríkissjóði bardagaþjóðanna. Bandarikin, Bretland og Sovétríkin eru nú sem áður fyrr að vernda minni máttar þjóðir og réttlætið í heiminum og beita öflugum sam- takamætti sínum til að fá ofbeldis- mennina í Bagdad til að hörfa með morðsveitir sínar út úr Kúveit, svo að þarlendir geti snúið aftur að olíu- lindum sínum og selt iðnríkjunum það sem upp úr þeim kemur fyrir morð fjár. Þar sem Sovétríkin eru önnum kaf- in að aðstoða Ameríkana og Saudi- Araba, Sýrlendinga og aðrar þjóðir sem láta sér annt um þjóðfrelsi og mannréttindi, við að frelsa Kúveit, er ekki nema von að þeim sámi þeg- ar Jón Baldvin sker upp herör gegn þeim og hótar að taka upp stjórn- málasamband við Litháen. Land sem Sovétríkin sjálf frelsuðu á sín- um tíma frá sjálfu sér og veittu hlut- deild að Sovétríkjunum. Bandamenn Sovétríkjanna í Flóa- bardaga eiga ekki hægt um vik að feta í fótspor íslenska utanríkisráð- herrans og heimta að Litháen verði gefið frelsi. Gömlu fjandvinimir em að hjálpast að við að frelsa Kúveit og nota til þess hefðbundnar aðferðir. Þar sem aðrar þjóðir sjá sér ekki fært að krefjast sjálfstæðis til handa Eystrasaltsríkjunum, vegna anna við að frelsa Kúveit til að færa marg- milljarðamæringum á ný, standa Is- lendingar einir með frelsishetjum Litháa og gefa Kremlverjum langt nef. Þar við hlýtur að sitja, þar sem Jón Baldvin skortir herstyrk til að rústa Sovétríkin til undirgefni, eins og bandamenn em að gera í írak, og svo er hvergi nærri víst að hægt sé að fá neina til að borga brúsann. Manni skilst að Þjóðverjar séu ekki aflögufærir eins og stendur. Leynivopn eigum við samt uppi í erminni. Ef Sovétmenn fallast ekki á að veita Litháen sjálfstæði, sendum við þingmannanefndir okkar inn í Kreml í stað Vilníus og þar munu þeir flytja sömu ræðumar og þeir tæma sali Alþingis með sí og æ, og ef það gengur ekki af sovésku stjóm- kerfi að fullu, er kommúnisminn líf- seigari en svo að nokkur mannlegur máttur komi honum á kné. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.