Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. febrúar 1991 Tíminn 7 Saga Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráðherra Fyrir síðustu jól kom út fyrsti (?) hluti sögu Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra, skrifuð af Indriða G. Þorsteinssyni rithöf- undi, undir heitinu: Fram fyrir skjöldu. Þessi hluti sögu Hermanns Jónas- sonar er prýðilega vel ritaður. Þar er Hermanni vel lýst og þeim eðliskost- um hans sem þeir kannast vel við í fari hans, sem nokkuð kynntust honum. Margur hefur beðið þess með óþreyju að saga Hermanns Jón- assonar yrði skrifuð og gefin út. Því er það nú gleðiefni að svo myndar- lega og af listfengi skuli hafa verið af stað farið og vonum að framhald verði á því verki sem fyrst. Hermann Jónasson var mikill og sérstæður persónuleiki, ógleyman- legur hverjum manni sem kynntist honum. Hann var afburða hraust- menni og svo vel íþróttum búinn að hann var í fremstu röð íþróttamanna á þeirri tíð er hann lagði stund á íþróttir, sérstaklega íslenska glímu. Enda glímukóngur íslands á stórri stund. Einstæð karlmennska hans, drengskapur, samfara hlýrri mann- lund og samúð til þeirra sem á ein- hvem hátt stóðu höllum fæti í lífinu og lífsbaráttunni, án allrar auglýs- inga- eða sýndarmennsku á því sviði voru höfuðeinkenni hans. — Því varð hann mjög vinsæll maður og náðu þær vinsældir langt út fyrir flokksbönd hans flokksmanna. Framaferill hans var með sérstæð- um hætti. Úr fátækt síns tíma braust hann til mennta og náði þar, líkt og í íþróttum, glæsilegum árangri. Hann ávann sér strax ungur traust og virð- ingu góðra manna. Og var sóst eftir honum til þýðingarmikilla starfa á opinbemm vettvangi. Má þar til nefna að hann var valinn til að gegna lögreglustjórastarfi í Reykjavík, höf- uðstað landsins, strax að námi loknu. Og hann var valinn til for- ustuframboðs fyrir Framsóknar- flokkinn í Reykjavík, og vann þar glæsilegan sigur. Þessum störfum gegndi hann um nokkur ár með miklum sóma. En hæst ber stjórnmálaferil hans, sem hófst með framboði hans í Strandasýslu árið 1934 í móti ein- hverjum vinsælasta stjómmála- manni þess tíma, TVyggva Þórhalls- syni, fyrrv. forsætisráðherra. Svo vinsæll var TVyggvi í sínu kjördæmi, Strandasýslu, að engum þýddi við hann að keppa og því varð hann a.m.k. í eitt sinn sjálfkjörinn í kjör- dæmi sínu. Þá glímu vann Hermann Jónasson með yfirburðum, þó ólíklegt væri talið, líkt og margar aðrar kappglím- ur sínar. — Þar með hófst rismikill stjórnmálaferill hans, sem leiddi margt gott af sér, og sneri vörn þjóð- ar í kreppu í sókn, sem sagan mun lengi geyma. Og svo hafa fróðir menn sagt, að fyrir einurð og djörf- ung Hermanns Jónassonar hafi vá nasismans verið bægt frá íslandi, þó hart væri sóst eftir stöðu hér af því liði. — Og sú frammistaða hans hafi jafnvel orðið vendipunkturinn í Indriði G. Þorsteinsson gangi og endalokum þess hildar- leiks. Hildarleiks sem skelfdi allt mannkyn í öllum heimsálfum. Var afstaða íslands og Iega talin hafa þar úrslitavald. Það er ekki ætlun mín að skrifa um Hermann Jónasson. Það hefur Indr- iði gert svo vel að ekki er mér fært að bæta þar um. Ég vildi aðeins bera fram þakklæti mitt fyrir að hafin er ritun sögu þessa merkismanns og að mér auðnaðist að sjá hana og lesa mér til óblandinnar ánægju og end- urnýjunar aðdáunar minnar á manninum og stjórnmálamannin- um Hermanni Jónassyni, jafnframt því sem ég bíð með óþreyju eftir framhaldi sögu hans. Ég vil þakka fyrir mína parta öllum sem á einn og annan hátt hafa unnið að þessu merkilega verki og merkilegu sögu um merkilegan mann. Það var nokkur vandi á höndum þeim sem tæki að sér ritun sögu Hermanns, þar sem áður höfðu ver- ið skrifuð tvö stór og merk heimild- arrit um gang stjómmálanna á því tímabili, sem Hermann kom mest við sögu og átti sinn stóra þátt í þeim stjórnmálaferli. En Indriði kemst vel frá þessu. Sagan er skrifuð á lipru máli og höfuðeinkenni sögupersón- unnar njóta sín vel í frásögn hans. Saga þessa merkismanns er gott lesefni hverjum sem er. Hún á það skilið að vera lesin af sem flestum hvar í flokki sem þeir standa, svo mikinn lærdóm sem af henni má nema. Ég tel að Hermanni hafi flestum mönnum betur tekist að útfæra höf- uðmarkmið ungmennafélagshreyf- ingarinnar, það er dáð og drengskap. Báðir þessir eiginleikar voru áber- andi og ríkir þættir í persónu hans og lífsferli, jafnt í stjómmálum sem í einkalífi. Að hafa rangt við í sam- skiptum var eitur í hans beinum. Væri hann beittur því þoidi hann það illa. Slíkur var manndómur hans. Að láta kné fylgja kviði, eins og sagt er, í viðureign við andstæðing á hvaða sviði sem var, var honum eitur í beinum og það varaðist hann. Hann bar líka þá persónu að fáir urðu til þess að ganga í berhögg við hann persónulega. Þeir menn sem það gerðu riðu ekki feitum hesti frá slíku athæfi. Ég hefi aðeins rekið mig á eitt atriði í frásögn Indriða, sem ég kannast ekki við. Indriði segir að Jömndur Brynjólfs- son hafi farið til fundar á Hólmavík Hermanni til fulltingis í framboði hans 1934. Ég minnist þess ekki að svo hafi verið. Og ég hefi spurt aldraðan Hólmvíking, minnugan, hvort svo hafi verið. Hann man heldur ekki eftir því. — Við fylgdumst þó vel með öllu sem gerðist á þeim tíma og man ekki eftir að hafa heyrt það þá. Fyrir nokkmm árum sá ég frá þessu sagt í smágrein Gríms Ögmundsson- ar á Reykjum í Biskupstungum. Það varð til þess að ég leiðrétti þetta við Grím (hélt mig vera að leiðrétta) og hélt því fram við hann að svo hefði ekki verið. — Ég minnist þess að Hermann lét þess getið við okkur að sér hefði ver- ið boðin slík aðstoð, en hann hafnað henni. Vildi einn eiga þá glímu, hvernig sem til tækist. Þetta atriði skiptir að vísu engu máli. Og vel getur verið að okkur öldungana misminni um þetta. Vildi aðeins geta þess að þetta er það eina sem ég ekki kannaðist við í frásögn frá þeim tíma. En ég man vel aðra ferð Jömndar Brynjólfssonar hingað á Strandir, þá í leiðarþingsferð fyrir TVyggva Þór- hallsson, líklega 1932 eða ‘33. Þá var TVyggvi sjúkur og treysti sér ekki í ferðalög, en vildi gera Strandamönn- um grein fyrir gangi þingmála. Sú ferð Jömndar varð fræg og söguleg og lengi til hennar vitnað. Því Jömndur gerði allstaðar stóra lukku í þessari ferð sinni sem enn er í minni gamalla manna. En sú saga verður ekki hér rakin. Ég hef hér getið útkomu góðrar bókar og hvet fólk á öllum aidri til að verða sér úti um hana og lesa hana. Af henni má margt læra, ekki síst fyrir þá sem em að leggja út á braut stjórnmálanna með einhverjum hætti. Bæ, 26. jan. 1991, Guðmundur P. Valgeirsson Hermann Jónasson FRIMERKI Frímerkjaútgáfur þessa árs Helstu Iínur fyrir frímerkjaútgáf- ur þessa árs virðast nú vera dregnar og samkvæmt því sem þátturinn hefur hlerað, er aðeins eftir að ákveða nánar útgáfudaga, fjölda merkjanna og einstaka atriði við út- gáfuna. Útgáfa frímerkjanna á árinu hefst í byrjun febrúar. Verða þá að öllum lfkindum gefin út frímerki með fuglamyndum. Það yrði þá sam- stæða með tveim merkjum. Þá er ætlunin að gefa út, jafnvel um leið, frímerki með landslagsmyndum. Slík merki hafa einnig að undan- förnu verið gefin út í samstæðum tveggja merkja. Næst kemur svo að útgáfu Evrópu- frímerkjanna. Þemað fyrir þá útgáfu í ár er geimurinn. Evrópumerkin hafa alltaf verið í samstæðu tveggja frímerkja, eða parsamstæða. Það er ýmislegt sem hér getur komið til greina eins og Skyggnir og norður- Ijós, eða ósonlagið, svo eitthvað sé nefnt. Frímerkjasýningin „NORDIA-91" hefst svo 3. júní og þá kemur út síð- asta smáörkin af því tilefni. Enn verður um að ræða efni úr Carta Marina hjá Olaus Magnus, en nú verður íslandskortið aðalefni smá- arkarinnar. Eins og áður í þessari útgáfu, verða frímerkin sem þristur í miðju smáarkarinnar. Mynd sú er hér fylgir með, er af tillögu til þess- arar smáarkar. Verður vafalaust til- lögunni breytt, áður en til útgáfu kemur, að minnsta kosti verði frí- merkjanna. Norðurlandafrímerki munu einnig koma út á þessu ári. Þema þeirra er nú ferðamannastaðir. Það eru staðir sem ferðamenn heimsækja mest. Komið hefir til mála að myndirnar verði frá goshvernum Strokk á Geysissvæðinu og frá Breiðamerk- ursandi. Ekki er ólíklegt að þessi frímerki og smáörkin komi út sama dag, t.d. 23. maí, svo að einhver dagsetning sé nefnd. Þá er ætlunin að halda áfram út- gáfu frímerkja með myndum frá keppnisíþróttum og myndi þá koma út parsamstæða þeirra á árinu, ef til vill um miðjan ágúst. Ekki má leggja niður að minnast dags frímerkisins þann 9. október og hæfir þá vel að þjóðin sem ól af sér landkönnuðinn Leif Eiríksson, gefi út á degi hans frímerki til að minnast þess að Sjómannaskólinn er þá orðinn 100 ára. Hvort sem það verður parsamstæða eða aðeins eitt frímerki. Svo hefir það verið venjan undan- farið að Ijúka árinu með útgáfu jóla- frímerkjanna. Yrði þá útgáfa þeirra um mánuði síðar, eða kringum 7. nóvember. Þetta er eins og vitað er í dag, það skipulag sem kemur til greina fyrir frímerkjaútgáfu íslands á nýbyrj- uðu ári. Sextán til sautján frímerki, í 7-8 útgáfum, með 5-6 útgáfudög- um. Við höfum haldið hinni konservat- ívu útgáfustarfsemi, eins og Póst- málastofnun auglýsir og erum nú að byrja að uppskera samkvæmt því. íslensk frímerki eru að bæta við sig vinsældum, verð eidri merkja tekið að hækka aftur og sölumöguleikar að aukast. Ef við lítum svo til nokk- urra landa, þá sjáum við hvernig hefir farið fyrir þeim sem ekki fara að eins og við. Sameinuðu þjóðirnar gefa út mik- ið af frímerkjum, langt umfram þörf og seilast því ofan í vasa safnar- anna. Það er hægt að kaupa ónotuð merki þeirra um allan heim, fyrir um helming nafnverðs eða minna, og nota þau svo til að frímerkja póstsendingar í New York. Sama er að segja um bandarísk frímerki. Svíar hafa seilst langt með hvers- konar smáafbrigðum í útgáfustarf- seminni. Þeir verða nú að minnka upplög frímerkja sinna um 30% til 45%, af því að þeir einfaldlega geta ekki selt þau lengur. Safnararnir hafa hætt að kaupa þau. Þá má einnig nefna hvernig fór fyrir frændum okkar Færeyingum. Þýsk- ir umboðsmenn þeirra gerðu „sölu- átak“ með sérstökum verðlista sem þeir sendu um allan heim. í dag er hægt að kaupa heil Færeyjasöfn á uppboðum um allt og langt undir nafnverði frímerkjanna, allt niður í 5%-10% af verðlistaverði. íslensk frímerki voru fyrir nokkru síðan á því verði á þýska uppboðs- markaðnum, að kaupa mátti söfn frímerkja á um 10% af verðlista- verði Michel. Á síðustu tveim árum hefir þetta hækkað um 100-125%. Nú er engin von til að geta keypt ís- lensk söfn á þýskum uppboðum fyr- ir minna en 20% og þaðan af meira. Þarna er eðlilega aðeins átt við hin almennu söfn, sem mest er af í um- ferð. Á þessum vettvangi hefir því unn- ist stór sigur. Þar er þáttur Póst- málastjórnar ekki svo lítill. Safnar- arnir geta treyst því að ekki sé farið út í hverskonar afbrigða- og auglýs- ingaútgáfur, sem teygja sig langt of- aní vasa þeirra. Það fyrirgefst að vera með allar þessar smáarkir, af því að hagnaðurinn fer til frí- merkjasöfnunarinnar sjálfrar. Það er því í raun að leggja peninga í eig- in vasa. En Guð hjálpi okkur, ef við færum að reyna eitthvað fleira í þessum efnum. Þá færi sá árangur, er náðst hefur, fyrir lítið. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.