Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1991, Blaðsíða 2
2 Tífninn Fimmtudagur 7. febrúar 1991 Sjúkraliðafélag íslands: Áformar stofnun stéttarfélags Flugtak og Arnarflug innanlands sameinast í nýtt flugfélag: íslandsflug hf. Sjúkraliðafélag íslands hélt fjöl- mennan félagsfund í gær þar sem rædd voru áform félagsins um að stofna sérstakt stéttarfélag, en Sjúkraliðafélagið hefur fram að þessu einungis verið fagfélag. Sjúkraliðar hafa hingað til tilheyrt hinum ýmsu stéttarfélögum eftir vinnustað og heyra þau flest undir BSRB. Að sögn Kristínar Guðmundsdótt- ur, formanns Sjúkraliðafélagsins, þá er mikill áhugi innan sjúkraliða- stéttarinnar um stofnun sérstaks stéttarfélags sem færi með kjaramál og hagsmunamál sjúkraliða og sæki um séraðild að BSRB. „Sjúkraliðar eru um 2000 manna stétt og við er- um dreifð í um 27 starfsmannafélög vítt og breitt um landið, sem hvert og eitt fara með kjaramál sjúkraliða. Með stofnun stéttarfélags höfum við hugsað okkur að sjá um okkar mál sjálf,“ sagði Kristín í samtali við Tímann í gær. Kristín sagði að nú væri máiið á undirbúningsstigi og að ætlunin væri að ganga til atkvæðagreiðslu um stofnun stéttarfélagsins í mars n.k. —GEÓ Fyrirtækið Alpan hf. á Eyrarbakka hefur framleitt og selt yfir eina milljón af pottum og pönnum úr áli frá því fyrirtækið hóf útfiutning árið 1986. Af þessu tilefni var milljónasta og milljónasta og fyrsta eintak pannanna, sem Alpan h.f. framleiðir, afhent Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra og hr. Bemhard Brasack, fyrsta sendiráðsritara þýska sendiráðsins, á blaðamannafundi í gær. Að sögn Jóns Búa Guðlaugsson- ar, stjórnarformanns Alpan hf., er mikill meirihluti framíeiðslunn- ar seldur á erlenda markaði og er Þýskaland stærsti markaðurinn, en framleiðslan er nú seld til um 16 landa. Um samfellda sölu- aukningu hefur verið að ræða hjá fyrirtækinu undanfarin ár og er gert ráð fyrir að heildarsalan í ár verði um 400 þúsund pottar og pönnur, sem er meira en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Jón Búi sagði einnig að velta fyr- irtækisins hafi verið um 315 milljónir króna árið 1990, þar af var útflutningsverðmæti tæplega 300 milljónir króna. Velta fyrir- tækisins var um 230 milljónir ár- ið 1989. Má segja að heildarsölu- verðmæti framleiðslunnar á Eyr- arbakka sé um einn milljarður króna á núvirði. Fjölbreytni gæt- ir í framleiðslunni, en þeir fram- leiða um 50 stærðir og útfærslur af pönnum og pottum úr áli. í fréttatiikynningu frá Alpan hf. segir frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1984 og hóf rekstur með því að kaupa danskt ál- steypufyrirtæki, Pandefabrikken Look International A/S, en það hafði þrjátíu ára reynslu á steik- arpönnum úr áli. Arin 1987 og 1988 var framleitt í báðum verk- smiðjunum, á Eyrarbakka og í Frá vinstrí: Jón Búi Guðlaugsson stjómarformaður Alpan hf., Bemhard Brasack fyrsti sendiráðsrítarí þýska sendiráðsins og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra með pönnumar góðu. Tímamynd: Pjetur Alpan hf. á Eyrarbakka hefur selt yfir 1 milljón pönnur: Stórútflutningur á álpönnum og pottum Danmörku. Árið 1989 var öll framleiðslan flutt til Eyrarbakka, eftir að hluti dönsku verksmiðj- unnar hafði brunnið. Nú starfa nálægt 50 manns við fyrirtækið á Eyrarbakka. Einungis fimm starfsmenn eru eftir í Danmörku, en þeir voru um 40 á árunum 1987 og 1988. Alpan hf. kaupir ýmis hráefni til framleiðslunnar, meðal annars ál frá ÍSAL, glerlok á potta og pönnur frá Frakklandi og handföng og fleira frá Þýska- landi. , —GEÓ Þorvaldur Garðarsson hjá Smára í Þorláks- höfn vísar á bug ásökunum um veðsvik: Bankinn vill „Þetta eru algeríega rangar ásak- anir,“ sagði Þorvaldur Garðarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Smára hf. í Þorlákshöfn, af þvf tilefni að Landsbankinn hefur óskað eftir rannsókn á því hvort fiskur, sem aldrei var til, hafi verið veðsettur fyrir lánum til stöðvarinnar. .Jttaður spyr sjálfan sig að ástæðu: Fiskeldið rtrðist gersam- kga vera að hiynja. Landsbanldnn er að lenda í gífuriegu tapi sem skiptir ábyggilega hundruðum milljóna. Bankamenn viija vænt- anlega firra sig ábyrgð og benda því á einhveija aðra sem hugsan- lega sökudólga,“ sagði Þorvaldur. Það var síöasta haust að kýlaveiki greindist í seiöaeldisstöö Smára og fékk hún þá á sig dreifingar- bann. „Við tilkynntum það til bankans um áramót og afþökkuð- um þá hækkun á afurðaláni, sem samþykkt haföi verið að veita okk- ur, en þegar þegar þessir erfiðleik- ar okkar komu í Ijós og við höfðum skoðað stöðuna betur, sáum við okkur ekld annað fært en að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Það var því brugðist við með eins skjótum hætti af okkar hálfu og hægt var. Hins vegar er bankinn að bera saman einhveijar tölur eftir að tjónið kom upp við eldri skýrsiur og það hlýt égað kalla rangfærslur á sannleikanum,“ sagðí Þorvaldur. Þorvaldur telur vinnubrögð Landsbankans f málinu furðuleg og líkir þeim viö galdrabrennur. ,JÞað er furðulegt að stofnun eins og Landsbankinn skuli kjósa að vinna störf sín með æsifrétta- mennsku. Ég vísa því öllu til föð- urhúsanna sem nefnt er falsanir eða rangar upplýsingar." -sbs. Nýtt innanlandsflugfélag hefur verið stofnað og ber það nafnið ís- landsflug hf. Það voru fyrirtækin Flugtak og Arnarflug innanlands sem sameinuðust við stofnun þessa nýja flugfélags. Flugtak er í eigu fyrirtækisins Höldur hf. á Ak- ureyri, og keypti það meirihlut- ann í Arnarflugi innaniands og sameinuðu fyrirtækin þar með. Eigendur íslandsflugs er Höldur hf. á Akureyri, sem er í eigu Skúla, Vilhelms og Birgis Ágústs- sona eða Kennedybræðranna svo- kölluðu, Ómar Benediktsson sem er nýráðinn framkvæmdastjóri ís- landsflugs og Gunnar Þorvalds- son, auk nokkurra starfsmanna félagsins. Hiutafé íslandsflugs hf. verður 50 milljónir króna. Hlutaféð skiptist til helminga milli Flug- taks og Arnarflugs innanlands. —GEÓ Sigurvegarar í tölti á vetrarmóti Geysis. Magnús Hreinsson og Kleópatra frá Árbakka lengst til hægri. KLEÓPATRA FRÁ ÁRBAKKA SIGRAÐI Sigurmon Hart- mannsson er látinn Sigurmon Hartmannsson lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki sl. föstudag. Sigurmon var fæddur 1905 og bjó lengst af í Kolkuósi í Viðvíkursveit. Hann var landsfrægur fyrir hrossarækt sína, sérstaka ættlínu hrossa af Svaða- staðakyni, Kolkuósshrossin. Sig- urmon gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveitarfélag sitt og var m.a. oddviti Viðvíkursveitar. Eftirlifandi eiginkona Sigurmons er Haflína Björnsdóttir, en þau eignuðust þrjú böm. Fjögurra vetra hryssa, Kleópatra frá Árbakka, sigraði á fyrsta vetrarmóti hestamannafélagsins Geysis, sem haldið var á Hellu sl. Iaugardag. Knapi á hryssunni var Magnús Hreinsson, en eigendur hennar eru Lars og Anders Hansen á Árbakka. Diljá frá Skarði varð í öðru sæti, eigandi Fjóla Runólfsdóttir, knapi Kristinn Guðnason. Sverta frá Stokkhólma varð þriðja, knapi Gylfi Gunnarsson, en eigendur eru Anders og Lars Hansen á Árbakka. TVygg- lynd frá Selfossi varð í fjórða sæti, eigandi og knapi Kristjón Kristjáns- son. Stjarna frá Hvammi varð fimmta, eigandi Kristján Kristjóns- son á Hellu en knapi Kristján Jóns- son. Sokka frá Árbakka varð sjöunda, eigandi Jakop Hansen frá Árbakka. Knapi í forkeppni Gylfi Gunnarsson en Gunnar Már Gunnarsson í úrslit- um. Vorsól frá Dalvík varð áttunda, eigandi Kristján Karlsson en knapi Reynir Aðalsteinsson. Eldur frá Skarði varð níundi, eigandi Kristinn Guðnason og knapi Marjolyn Tiepen. Smári frá Hellu varð tíundi, eigandi og knapi Kristinn Guðnason. Ibarnaflokki var Sigríður Theódóra Kristinsdóttir efst á Riddara. Funi og Rafn Bergsson í öðru sæti, Káinn og Magnús Agústsson þriðju, Stjami og Erlendur Ingvarsson fjórðu, Skotta og Guðmundur H. Guðmundsson fimmtu, Irpa og Fannar Bergsson sjöttu, KIó og Ólafur Þórisson sjö- undu, Börkur og Helgi Guðmunds- son áttundu og Smellar og Steinar Freyr í nfunda sæti. Folöld verða veitt í verðlaun í báð- um flokkum fyrir besta árangur á öllum fjórum vetrarmótum þessa árs, en næsta móti verður haldið laugardaginn 2. mars.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.