Tíminn - 15.02.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.02.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 AKTU EKKI ÚT I ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason Kf. SœvarKöföa 2 Sími 91-674000 TVÖFALDUR1. vinningur m I í niiim FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991 Góð veiði er á loðnumiðunum, en lítill tími er til stefnu: Skipin hafa hálfan mánuð Tíu loðnuskip voru á veiðum á svæðinu milli Alviðruhamra og Skarðsfjöru, vestur af Ingólfshöfða, fyrir hádegi í gær. Átta skip til viðbótar voru á sama tíma á Ieið á miðin. Að sögn Willards Ólasonar, skipstjóra á Grindvíkingi, gengur veiðin mjög vel og voru nokkrir bátar á leið af miðunum með fullfermi, um hádeg- ið í gær. Willard sagði að loðnan væri ágæt en stæði nokkuð djúpt þessa stundina. Áætlað er að landa loðn- unni úr Grindvíkingi á Seyðisfirði, en þar fer hún í bræðslu. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri um borð í Bjarna Sæmundssyni, sagði að veiðarnar gengju ágætlega. Hins vegar hefðu skipin ekki langan tíma til að veiða úr þessari göngu, hálfan mánuð eða jafnvel minna, en þá er búist við því að loðnan fari að hrygna. „Síðan er svolítið af loðnu fyrir austan land, sem er miklu styttra komin, og það á eftir að koma í ljós hvað um hana verður, þegar hún kemur inn að landinu," sagði Hjálmar. Aðspurður hvernig stæði á því að loðnan hefði ekki fundist fyrr en nú, sagði Hjálmar að í sjálfu sér væri það ekkert voðalega skrýtið. „Ein skýring á þessum mismun er sú að við mælum á móti göngunni fyrir austan og þegar það er gert færðu mælingu í lægri kantinum. Síðan mælum við með göngunni hérna við suðurlandið. Auk þess eru 50 þúsund tonn af þessu, sem við fundum út af Austfjörðum núna, sem áður voru saman við smáloðnu inni á grunnunum," sagði Hjálmar. Aðspurður hvort taka þyrfti upp nýjar aðferðir við loðnumælingar, sagði Hjálmar að alltaf væri tími til að leita að nýjum aðferðum, en Guðmundur VE kemurtil hafnar í Vestmannaeyjum í vikunni með fullfermi af loðnu. Tímamynd: Inga hann sæi engar nýjar í augnablik- inu. „Þegar lítið er af loðnu, eins og nú, þá eru svona frávik mun stærri hluti af heildinni heldur en sams- konar frávik af sömu stærðargráðu myndu vera, þegar mikið er af loðnu,“ sagði Hjálmar. Aðspurður hvort hann byggist við að finna meira, sagði Hjálmar að sér þætti það afar ólíklegt á þess- um slóðum. —SE Grímur Jón Grímsson, skipstjórí á Guðmundi VE, sést hér með Guð- rúnu eiginkonu sinni þegar hann kom í land. Guðrún tók á móti hon- um við komuna, eins og hún gerir raunar ævinlega á nóttu sem degi, og sjást þau hér í brúnni. Timamynd: Inga Sjömannanefnd skilaði landbúnaðarráðherra tillögum í gær: Sauðfé fækkað um 13% og bændum greitt beint í gær afhenti sjömannanefnd Steingrími J. Sigfússyni landbún- aðarráðherra áfangaskýrslu um leiðir til að lækka verð á sauðfjáraf- urðum. í tillögum nefndarinnar er stefnt að umfangsmikilli fækkun sauðfjár. Miðað er við að sauðfjárframleiðsla verði 8.300 tonn á verðlagsárinu 1992-1993. Lagt er til að teknar verði upp beinar greiðslur til bænda og niðurgreiðslum verði hætt. Þá er lagt til að tekið verði upp svokallað greiðslumark, en það er spá um neyslu innanlands. Með tillögunum er stefnt að því að lækka verð á framleiðslunni, lækka framleiðslu- kostnað og draga úr útgjöldum rík- issjóðs af sauðfjárframleiðslu. Landbúnaðarráðherra mun kynna ríkisstjórninni tillögurnar á fundi hennar í dag og að honum loknum kynna þær á blaðamannafundi. Samninganefndarmenn voru í gær ánægðir með að hafa náð samkomu- lagi eftir langa og stranga fundar- setu, en ekki voru allir himinlifandi yfir innihaldi tillagnanna. Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri VMS og einn nefndarmanna, sagði að samkomulag hefði tekist eftir að all- ir höfðu gefið eftir, en allir nefndar- menn væru óánægðir, eins og oft væri að loknum erfiðum samning- um. Sjömannanefnd var skipuð í kjölfar þjóðarsáttarsamninga og er litið á starf hennar sem mikilvægan lið í þeim samningum. Jafnframt er litið á tillögur nefndarinnar sem nauð- synlegt skref að nýjum kjarasamn- ingum, en þeir verða væntanlega gerðir í haust. Tillögur nefndarinnar miða að því að fækka sauðfé í landinu um 70 þúsund fjár frá því sem nú er og að sú fækkun verði um garð gengin haustið 1992. Þetta er um 13% fækkun. Gert er ráð fyrir að ríkið kaupi 3.300 tonna framleiðslurétt, en framleiðsluréttur bænda er í dag um 12.000 tonn. Nefndin gerir tillögu um að tekið verði upp svokallað greiðslumark sem er spá um innan- landsneyslu, en í meginatriðum eru um sambærilegt hugtak að ræða og fullvirðisrétt. Miðað er við að mark- iö verði 8.300 tonn á fýrsta verðlags- ári nýs samnings og endurskoðist árlega í samræmi við breytta neyslu. Ef framleiðsla verður minni en spáð er, minnka greiðslur til bænda að sama skapi. Miðað er við að árið 1993 verði viðskipti með greiðslu- mark gefin frjáls. Vonast er eftir að með frjálsum viðskiptum náist fram hagræðing, minni búum fækki og framleiðsla verði ódýrari. Gert er ráð fýrir að bændur fái 50% af greiðslumarki greitt beint. Vonast er eftir að þær greiðslur vegi upp á móti niðurgreiðslum, en gert er ráð fyrir að þeim verði hætt. Þetta fyrirkomulag er talið hagkvæmara fýrir ríkissjóð og bændur. Afurða- stöðvarnar óttast að þetta breytta fyrirkomulag þrengi mjög þeirra hag og geti þýtt að erfitt verði að halda starfsemi þeirra áfram. Nefnd- in leggur fram ákveðnar tillögur til að tryggja hag þeirra. Reiknað er með að útgjöld ríkis- sjóðs til landbúnaðarins minnki um 6-8 milljarða á árunum 1992-1996, nái þessar tillögur fram að ganga. Hugsanlegt er að gengið verði frá nýjum búvörusamningi á næstu dögum ef tillögurnar fá góðar við- tökur í ríkisstjórn. Nánar verður greint frá tillögun- um á morgun og viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar við þeim. -EÓ Landhelgisgæslan: Frammi- staða þyrluflug- manna lofuð Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær austur að Vík í Mýrdal og sótt! þar konu sem fenglð hafðl blóðtappa. Konan var þungt haldin og var flogið með hana á Borgarspftalann. Þá flaug Land- helgisgæslan til Vestmannaeyja í fyrrakvöld og sótti þangað ný- fætt bam og móður þess og var það flutt á Bamaspítala Hrings- ins. Mikil þoka var þegar þyrlan flaug til Eyja og þurfti þyrlan að skríða, elns og það var orðað, í 100 fetum eða minna, alla Ieið- ina til Eyja. Þar sem þokan var mikil, komst þyrlan ekki yflr Hellisheiðina og fór því yfir Krísuvík. Skýhæðin var um 100 fet þegar þyrlan komst inn á Eiðið í Eyjum og um eins kíló- metra skyggni. Frammistaða þyrluflugmannanna hlaut mikið lof hjá Eyjamönnum sem fylgd- ust með, þvf ógjömingur virtist að lenda þyrlunni. Lendingin tókst vel sem og ferðin aftur til Reykjavíkur. —SE Ökumaður brotnar Vélhjól og bifreið ientu f árekstri á Selfossi um hádegisbilið í gær með þeim afleiðingum að ökumaður vélhjólsins fótbrotnaði. Áreksturinn varð á gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu og skemmdust ökutækin talsvert, að sögn lögreglunnar á Selfossi. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.