Tíminn - 15.02.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 15. febrúar 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, taeknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
„Skekkjumörk<c
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir í viðtali
við Tímann í gær, að menn séu farnir að „setja
spurningarmerki“ við loðnumælingar Hafrann-
sóknastofnunar, „hvort þær gæfu raunhæfa mynd af
stærð stofnsins." Hann talar um að „skekkjumörk-
in“ séu mikil og segir að fiskifræðingarnir hafi í
fyrstu gefið vísbendingar um að veiða mætti milljón
tonn á þessari vertíð.
Út af fyrir sig er ekkert rangt í því sem Kristján seg-
ir. Bjartsýni milljón tonna spárinnar er ekki í sam-
ræmi svartsýni kvartmilljón spádómsins sem nú er
talað um. En þegar öllu er á botninn hvolft var hinni
fyrrnefndu tölu hreyft á íyrstu stigum athugana með
þeim fyrirvörum sem þar um gilda. Þetta var getgáta
á ákveðnu tímabili, en engin spá, varla annað en
framreikningur á reynslu fyrirfarandi missera með
fyrirvörum. Fiskifræðingar eru ekki forspáir nema
að því leyti sem þeir geta dregið ályktanir af rann-
sóknum sínum og reynsluþekkingu. Af sjálfu leiðir
að slíkar ályktanir eru ekki óskeikular, auk þess sem
það er varla skynsamlegt að krefjast fullkominnar
nákvæmni í vitneskju um hegðun slíks flökkufisks
sem loðnunnar, sem m.a. hefur átt það til að hverfa
fyrirboðalaust og sjást ekki fyrr en eftir nokkur ár,
eins og gerðist fyrir 10 árum og mönnum má vera í
fersku minni.
Nú liggur hins vegar fyrir ný reynsla um ástand
loðnustofnsins. Þar er ekki eingöngu um að ræða
reynslu fiskifræðinganna, heldur einnig og engu
síður reynslu loðnuveiðimanna sjálfra, útgerðar-
manna og eigenda loðnuverksmiðja. Þrátt fyrir góð-
ar vonir og líkindareikninga kom engin loðnuganga
á miðin í sumar og haust, hvorki samkvæmt álykt-
unum fiskifræðinga né bjartsýni skipstjóra og út-
gerðarmanna. Fiskifræðingar og sjómenn eru hins
vegar sammála um það nú, að loðnuveiði sé að
glæðast og hafi sýnt þess merki eftir áramótin.
Þessu ber sannarlega að fagna, enda hefur sjávarút-
vegsráðherra heimilað að veiða megi að svo komnu
175 þúsund lestir af loðnu sem skilað getur miklu
verðmæti ef vel tekst til um nýtingu aflans.
Þótt e.t.v. megi líta svo á að spádómar Hafrann-
sóknastofnunar hafi ekki í öllu reynst réttir um
göngu loðnunnar og tímasetningar í því sambandi
er mikill misskilningur að halda að aðrir viti betur
um lífshætti þessa fisks og annarra fisktegunda en
starfsmenn stofnunarinnar. Að sjálfsögðu verða
hagsmunaaðilar og ríkisvaldið að reiða sig á þekk-
ingu fiskifræðinganna og beita dómgreind sinni
hver fyrir sig um hvaða ályktanir megi af henni
draga í hagnýtum tilgangi í atvinnulífinu. Það væri
heldur frumstætt að fara að kenna fiskifræðingum
um aflabrest og dæma þá á bálið eins og Svíar gerðu
við konung sinn Ólaf trételgju þegar hallæri reið yf-
ir landið einhvern tíma í grárri forneskju. Svíar voru
vanir að kenna konungi bæði árgæsku og hallæri,
segir í fornum bókum. íslendingar nútímans ættu
að hlífa vísindamönnum við þess háttar oftrú á mátt
sinn til góðs eða ills.
GARRI 1
Umræ&ur hér á landi um inngöngu
í Efnhagsbandalag Evrópu hafa
alltaf vcrið á alvariegum nótum.
Mcnn hafa bcnt á óskoraðan rétt
okkar til landgrunnsins, scm viö
fengum efBr mikla baráttu, og bent
hefur verið á ótakmarkað úatbi
fóiks hingað í atvinnuieit. Sam-
ræmdur markaður hefur líka sínar
dekkri hliðar. En það sem stendur
ofar ÖUu er réttur okkar tíl fiski-
miðanna við landíð. Hann afhend-
um við ekki. I grannlöndum okkar
á sér líka stað umræða um inn-
göngu í EB. Hún er kannsld eidd
eins alvöruþrungin og bér heima,
vegna þess aö þar er af fleiru að
taka. Svfar hafa m.a. látið á sér
skilja að þeir muni innan skamms
tíma ganga í EB og virðist ekki
mikii andstaða vera við þá ákvörð-
un meðal almennings. Samt er
komið upp eitt mál, sem gengur
þvert á hagsmuni Svía, en það
varðar notkun neftóbaks. Fréttir
bárust af því í gærmorgun, að EB-
löndin ætiuðu að innieiða bann við
sölu neftóbaks. Svíar hrukku við
og teija að siíkt bann sé ótækt með
ÖUu. „
Sugu pontuna
Þannig geta neysiumál eins og
f vegi sameiningar. Svíar hafa
margt gott gert, en það er ektó fyrr
en EB tetlar að fara að banna notk-
un neftóbaks sem kemur í Ijós að
Svíar eru neftóbaksmenn ágætír.
Hér heima hefur ekki enn komið tíl
þess, að menn hafi þurft að tjá sig
um bann neftóbaks. Á tímum
i „ annarra
Isiandsvina vorum við frægir nef-
tóbaksmenn. Tefkningar birtust af
okkur í eriendum ritum feróa-
garpa, sem urðu að ganga bognir
inn í okkar lágu hús, þar sem
menningin biómstraði á kvöidvök-
um við ljós kniunnar, við að taka í
neflð. Islendingurinn stóð bí-
sperrtur í stuttjaidra sínum og hné-
buxum með tóbakspontuna í ann-
arri nösinni en höfuðið halit aftur
svo nikótfnið kæmíst nógu greið-
eins og menn kölluðu það, sem
iyrir innan var.
Svíar taka í vörina
Þessar myndbírtíngar af afkára-
iegum myndum af íslendingum
við tóbaksiöjuna þýddu f raun að
abnennt var álítlð að við værum
meiri neftóbaksþjóð en almennt
gerðist. Nú er hins vegar komið á
daginn, þótt lægra haft farið, að
Svíar munu hugsa sig tvisvar um
að ganga í EB eigi að taka af þeim
neftóbakið. Þetta kom Garra svo á
óvart, eftir að hafa lengi lifað f
þcirri trú að neftóbaksnotkun f dag
væri fyrst og fremst siður á ís-
iandi, að hann getur eldtí upidýst
tfl hvers Svfar nota neftóbakið.
Þeir eru snyrtilcgt fólk, og bera því
eldd vitni að þeir taki f neflð. Vel
getur verið að þeir tald tóbak í vör-
ina. Einhver dæmi eru þess að hér
taki menn f vör, en helst var notað
tjól og tuggið gríðariega af þeim
sem vöndu sig á það. Eru margar
sögur tfl af því hvað menn spýttu
fagurlega og hvað þeir voru hittnir
á hrákadallinn, jafnvel aftur fyrir
sig eða til hliðar. EB ætlar engar
„Brödrene Braun" verða ekki
bannaðir í bráð.
Forysta í neftóbaki
En öflu fer aftur. Neftóbaksnotuu
við það sem áður var. Helst munu
það vera ekiri meon, sem nota rjól
búðum. Líkiega hafa Svár tekið við
því hlutverid að vera forystuþjóð í
neftóbaki. Fer vei á því, enda
hlutverid, a.m.k. innan Norður-
landanna. liit er tii þess að hugsa
verði þeir fyrir því, vegna þarfa al-
þjóðlegrar samvinnu, að þurfa að
missa ueftóbakið. En þeir finna þá
eitthvað annað tfl að taka í vörina.
Ath.: Garra hefur verið bent á, að
heilsuþjónustan á Hressó, hvað
tóbaksbann snertir, nái aðeins til
átta borða í veitingastaönum. Þau
séu tekin frá fyrir tóbaksiausa
samvæmt reglugerð. Heímiit er
um
ii, svo f EB.
VÍTT OG BREITT
I
Tíminn birti í gær mynd af bíl á
hliðinni og stóð undir að harður
árekstur hafi orðið á mótum Hálsa-
brautar og Krókháls. Tveir bílar
ultu og skemmdust allsvakalega.
Fólk meiddist.
Varla er þetta í frásögur færandi
þar sem nokkrir tugir árekstra
verða daglega og er helst fréttnæmt
ef svo og svo margir deyja á stund-
inni þegar umferðin krefst fórna
sinna.
Stöð 2 birti einnig frétt af þessum
árekstri og var sú frásögn eftirtekt-
arverð, því tekið var fram að annar
bflstjórinn hefði tekið réttinn af
hinum. Síðan var farið yfir þá grein
umferðarlaga sem víkur að bið-
skyldu. Á mótum gatna þar sem
hvorug er aðalbraut og bflar fara
um samtímis ber þeim sem hefur
ökutækið á hægri hönd að stansa.
Biðskyldan er gagnvart þeim sem
kemur frá hægri.
Réttur og réttleysi
Þetta tók fréttamaður fram skýrt
og greinilega og eins hitt að bfll á
aðalbraut á réttinn gagnvart þeim
sem ekur inn á aðalbrautina.
Hálsabraut og Krókháls eru rétt
við bæjardyr Stöðvar 2 og Tímans
og fara starfsmenn því oft þarna um
og iðulega framhjá klesstum bflum.
Ekki er að sjá þarna, fremur en
annars staðar á götum og vegum,
að bflstjórar hafi hugmynd um hver
á réttinn og hver ekki. Langflestir
djöflast áfram þvert yfir öll gatna-
mót og láta guð og lukkuna ráða
hvot klessuverk verður úr eða ekki.
Þegar svo stansað er fyrir umferð
frá hægri er allt eins víst að sú um-
ferð stansi líka og hafa bflstjórar þá
enga hugmynd um að þeir eigi rétt-
inn.
Það er sem sagt svínað eða réttur-
inn gefinn eftir á víxl vegna þess að
ökumenn hafa ekki hugmynd um
hvaða reglur gilda og eina svarið við
óskapnaðinum er að hækka iðgjöld
bflatrygginga.
Bragð er að
Bragð er að þá barnið finnur og
það er áreiðanlega engin tilviljun
að fréttamenn, sem oft leggja leið
sína um hættuslóðir hálsa og
brauta, reyna að leiðbeina öku-
mönnum hvernig ber að aka til að
forðast háskann.
Ökukennsla er í slíkum molum að
réttast væri að leggja hana niður
með öllu. Þeir sem prófa og skrifa
upp á réttindi vita sjálfsagt hvað
þeir eru að gera, en árangurinn af
starfi þeirra ber hæfni þeirra ekki
fagurt vitni.
Umferðardeildir lögreglu ætti
einnig umsvifalaust að leggja niður.
Þær eru ekkert annað en baggi á
skattgreiðendum. Umferðarstjórn
er engin til og aldrei er gert neitt til
að leiðbeina ökumönnum eða reynt
að koma einhverju skipulagi á
óskapnaðinn. Strákiingar í lög-
reglubflum, sem sjálfir ganga á
undan með slæmu fordæmi og
brjóta hverja grein umferðarlaga af
annarri í skemmtireisum sínum
um götur og vegi, gætu gert meira
gagn í öðrum störfum.
Ef ferðir strætisvagna eru skipu-
lagðar á þann veg að þær standist
ekki án lögbrota bflstjóranna verð-
ur að skipta um yfirmenn á þeim
bæjum.
Svona má lengi telja. Það er betra
að setja engin lög en að lögbinda
ákvæði sem ekki er ætlast til að
nokkur maður þekki eða fari eftir.
En þannig er farið með íslensk um-
ferðarlög.
Þá er umferðarráð þarflaus stofn-
un og ekki meira um það að sinni.
En athugandi væri að finna smugu
í tröllauknu menntakerfi fyrir öku-
kennslu og alvörukennslu í um-
ferðariögum. Vel mætti sleppa
margri hjáfræðinni til að koma
slíkum námsbrautum að. Kostnað-
ur þarf því ekki að aukast.
Það þýðir ekki endalaust að kenna
fáráðunum í umferðinni um allt
sem þar fer aflaga. Það eru allar yf-
irstjórnir umferðarmála sem eru
liðónýtar og meðan þar er hvergi
bætt úr fer allt í klessu.
OÓ