Tíminn - 16.02.1991, Blaðsíða 2
10
liaugardagur 16. febrúar 1991
T HEUGIM
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR
Síöumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500
FRÆÐSLA —
UPPLÝSINGAR
Starfsmann vantar nú þegar til afleysinga á fræðslu-
og upplýsingasvið öldrunardeildar.
Starfið er fólgið í almennri fræðslu og upplýsinga-
starfsemi í þágu deildarinnar, útgáfu fréttablaðs o.fl.
Fyrir hugmyndaríkan starfsmann býður þetta starf
upp á marga skapandi og skemmtilega möguleika.
Starfið gerir kröfu til frumkvæðis og sjálfstæðra
vinnubragða. Menntun á sviði félagsvísinda, t.d. fé-
lagsráðgjöf, félags- og fjölmiðlafræði eða kennslu, er
áskilin. Upplýsingar veitir yfirmaður öldrunarþjón-
ustudeildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, í síma
678500. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.
VERKSTJÓRI
í ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
Verkstjóra í heimaþjónustu vantar í félags- og þjón-
ustumiðstöð fyrir aldraða að Vesturgötu 7.
Starfssvið verkstjóra er fólgið í daglegum rekstri
heimaþjónustu aldraðra, verkstjórn og ráðgjöf við
starfsmenn.
Æskilegt er að umsækjendur geti unnið sjálfstætt og
hafi einhverja reynslu á sviði félagslegrar þjónustu og
þægilegt viðmót í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
627077.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.
STARFSMENN
í ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
Sjúkraliða vantar til aðstoðar við böðun aldraðra. Um
er að ræða 50% starf við félags- og þjónustumiðstöð-
ina að Vesturgötu 7. Góð vinnuaðstaða og fullkomið
sjúkrabað. Upplýsingar veitir forstöðumaður ( síma
627077. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.
Aðstoðarmann við böðun aldraðra vantar að félags-
starfi aldraðra í Furugerði 1. Góð vinnuaðstaða og
fullkomið sjúkrabað.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 36040.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum er þar fást.
Listskreytingasjóður
ríkisins
Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lög-
um nr. 71/1990 og hefur það markmið að fegra opin-
berar byggingar og umhverfi þeirra með listaverkum
og stuðla þannig að listsköpun í landinu. Verksvið
sjóðsins tekur fyrst og fremst til bygginga sem ríkis-
sjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með list-
skreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa list-
muni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan,
höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar
listræna fegrun.
Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem
lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, skulu
arkitekt mannvirkis og bygginganefnd sem hlut á að
máli hafa samband við stjórn Listskreytingasjóðs,
þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með
þær listskreytingar í huga sem ráðlegar teljast. Heim-
ilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til skreytingar
bygginga sem þegar eru fullbyggðar.
Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal
beinttil stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, skrifstofu
Sambands íslenskra myndlistamanna, Freyjugötu
41, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást.
Eyðublöö fást einnig í afgreiðslu menntamálaráðu-
neytisins að Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík. Æskilegt
er að umsóknir vegna fyrri úthlutunar 1991 berist
sem fyrst og ekki síðar en 1. maí nk. Nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Sambands íslenskra myndlist-
armanna, frá kl. 10.00 til 14.00 alla virka daga, sími
11346.
Reykjavík, 15. febrúar 1991
Stjóm Listskreytingasjóðs ríkisins
ÆSKUAR
GRÍMS
THOMSEN
Magdalene Thoresen, bamsmóðir Gríms Thomsens.
hann er þegar farinn að safna
skuidum.
Það mun hafa verið ætlunin að
Grímur legði stund á málfræði og
var þá varla um aðra stöðu að ræða
en skólakennaraembætti við lærða
skólann á íslandi. Ingibjörg á
Bessastöðum virðist ekki bera
mikla virðingu fyrir slíkum emb-
ættismönnum, hefur haft þá fyrir
augunum árum saman og telur að
„þeir séu oft dauðir tíu árum áður
en þeir hætta að draga andann". En
þegar að hausti 1839 er hún orðin
vondauf um að hún hafi mikla gleði
af einkasyni sínum, enda þekkir
hún skap hans. Hann lætur sig ekki
leiða og þeim sem ekki vilja hjálpa
sjálfum sér getur enginn hjálpað.
Hún segir að Grímur eyði tvöfalt
meira fé en aðrir menn í hans stétt
og sé faðir hans að hugsa um að
kveðja hann heim og láta hann
hætta.
Lögvísi að yfirvarpi
Grímur hefur fengið ávæning af
þessu og því hyggst hann nú gera
foreldrum sínum glatt í geði með
því að segja skilið við málfræðina
og leggja stund á lögvísi. Þar var
framavonin meiri til æðstu emb-
ætta á íslandi. En faðir hans setur
honum þá kosti að hann muni
hætta að styrkja hann ef hann
hætti einnig við þessa grein vísinda
eftir eitt eða tvö ár. Þorgrímur hef-
ur litla trú á því að hann eiri við
lögvísina stundinni lengur, enda
kom það brátt á daginn. Lögfræði-
námið hafði hann aðeins að yfir-
varpi til að ná fjárstyrk út úr gamla
manninum. Hann er frekur á fóðr-
unum. Árið 1839 hefur hann eytt
500 ríkisdölum og hrekkur þó ekki
til, en árslaun gullsmiðsins á
Bessastöðum voru 200 ríkisdalir!
Láta mun nærri að hann hafi eytt
þreföldum launum föður síns á
þessu ári og hélt svo áfram hin
næstu ár.
„Mér dettur oft Grímur í hug á
nóttunni og er þá ekki að spyrja um
svefninn," skrifar Ingibjörg á
Bessastöðum Grími bróður sínum
22. september 1841. Eftir því sem á
líður vaxa áhyggjur móðurinnar og
ekki verða þær minni fyrir það að
hann skrifar sjaldan og þá sjaldan
hann skrifar eru það nokkrar línur
og tónninn ber ekki vott um hugar-
þel iðrandi syndara. „Dálítinn seðil
fékk ég frá Grími litla með póst-
skipi. Ekki var hann sérlega
skemmtilegur, heldur þver og
myndugur." Hann hefur ekki þegið
boð móður sinnar að koma heim til
Bessastaða glataður sonur, þótt fyr-
irgefningin bíði hans með opinn
föðurarminn. „Svo miklu hef ég
komist að hjá öðrum löndum mín-
um að ekki hefur hann þreytt sig á
lögvísinni sumarið sem leið," bætir
hún við beisklega. Og ekki batna
tíðindin af honum. Síðsumars 1842
skrifar Ingibjörg bróður sínum aft-
ur og segir farir hans ekki sléttar:
„Grímur, sem á ári hefur fengið á
fimmta hundrað dali, skrifar nú
föður sínum að hann sé kominn í
sex hundruð dala skuld.“ Varð
gullsi nú að taka peningalán til þess
að borga þessa skuld auk 120 dala
skraddarareiknings, reikning hjá
úrsmið og 60 dali til Eggerts Bri-
em. Og til þess að bæta gráu ofan á
svart er Grímur litli kominn út í
opinberar ritdeilur, er „farinn að
semja stríðsrit", eins og móðir hans
komst að orði. Hann hefur sem sagt
lagt lögvísina á hilluna, enda aldrei
haft hana nema í hjáverkum og að
yfirvarpi, en hefur því meir Iagt sig
eftir heimspeki og fagurfræði.
„Stríðsritið", sem móðir hans getur
um var lítill bæklingur „Folk, Pu-
blicum, offentlig Mening“, sem
Grímur skrifaði gegn frægasta fag-
urkera Danmerkur, J.L. Heiberg, og
þótti djarflega gert af ungum og
ókunnum íslendingi.
Bjargvætturín Finnur
prófessor
En rit þetta var nokkur vísir til
þess að Grímur Thomsen mundi
ætla að leita metorða í Danmörku
en hygðist ekki hugsa til embættis
á íslandi. Þegar foreldrum Gríms
varð kunnugt um fjárhag hans
hafði íslenskur öðlingsmaður,
Finnur Magnússon, prófessor og
skjalavörður, hlaupið undir bagga
með honum og afstýrt því að Grím-
ur yrði saksóttur vegna skulda, en
slík saksókn hefði gert bráðan endi
á háskólaferil hans. Grfmur hafði
lent í höndunum á dönskum okr-
ara, Hansen nokkrum urtakram-
era, sem hótaði honum öllu illu og
lögsókn, nema hann greiddi skuld-
ina upp að fullu með áföllnum
vöxtum. Finnur Magnússon gekk
þá í ábyrgð fyrir hann og sendi Þor-
grími gullsmið bréf, þar sem hann
sagði allt af létta. í bréfi þessu hrós-
aði hann Grími Thomsen fyrir gáf-
ur og andlegt atgjörvi, kvað hann
afhuga orðinn lögfræðinni, en hug-
ur hans snerist nú allur til bók-
mennta. Hefði Grímur samið
merkilega fagurfræðilega verð-
launaritgerð um nýfranskan skáld-
skap, sem háskólaráð hefði lokið
miklu lofsorði á og talið tæka til
verðlauna, þótt annar maður hefði
þar orðið hlutskarpari.
Þorgrímur svaraði þessu bréfi og
lofaði að greiða skuldina sem Finn-
ur hafði ábyrgst og var hálfundr-
andi á áliti hans á Grími, þar sem
hann væri sjálfur „hér um bil von-
arlaus með drenginn“, segist hafa
boðið honum að koma heim, en
hann vilji það ekki. Verði hann að
standa straum af sér sjálfur, því að
meiri peninga fái hann ekki hjá sér,
enda mundi fé það er hann hefði
þegar fengið nægja hverjum ís-
lenskum pilti við háskólann í sex
ár.
Finnur svarar honum aftur um
haustið 1842 og ber enn í bætifláka
fyrir Grím og segir hann vera Iangt
kominn með undirbúning að
meistaraprófi í bókmenntum, í
prentun sé ritgerð hans um ný-
franskan skáldskap, en auk þess
vinni hann að stærra riti um ensk-
ar bókmenntir. „Nú stendur hann
þá eins og á eyðimörk, yfirgefinn af
öllum, en var annars sannarlega
staðráðinn í framhaldi hans áður-
nefnda loflega, til hans heiðurs og
lukku miðandi, fyrirtækis." Kveðst
Finnur munu gera allt sem í sínu
valdi standi til að útvega honum
peninga, gegn því að Þorgrímur
sendi honum einhverja greiðslu
með vorinu. Hann lýkur bréfmu
með þessum orðum: „Vissulega
mun uppihald sonar yðar hér hafa
kostað ærna peninga, en rentur
þeirra hefur hann unnið og geymt í
margföldum vísindaarði, er ég vona
að bráðlega muni efla gæfu hans."
Magistersritgerð
um Byron
Sjaldan hafa drengilegri orð verið
mælt til að bjarga ungum íslensk-
um snillingi frá því að fara í hund-
ana. Þorgrímur er Finni Magnús-
syni þakklátur fyrir að hafa hjálpað
hinum bruðlunarsama syni sínum,
þótt hann játi í bréfi til Gríms mágs
síns að ennþá hafi Finnur ekki get-
að kennt drengnum sparsemi. Þeg-
ar Grímur Thomsen kom heim til
Bessastaða snögga ferð haustið
1843 var honum því vel fagnað af
föður og móður og dvaldi hann þar
í góðu yfirlæti fram á útmánuði
1844. Þá fór hann enn til Kaup-
mannahafnar til að leggja fram rit-
gerð sína um skáldskap Byrons,
sem hann varði í aprfimánuði 1845.
Magistersritgerð þessi færði hon-
um níu árum síðar doktorsnafnbót,
og virðist þá sem hann hafi verið
farinn að greiða renturnar af því fé
sem faðir hans hafði lagt honum til
í átta ár. En 3. mars 1846 segir Þor-
grímur í bréfi til sonar síns að hann
hafi fram til þessa kostað honum til
frama í Höfn ríflega 4100 ríkisdöl-
um. Raunar átti gamli maðurinn
eftir að blæða fyrir son sinn rífleg-
um skildingi enn um sinn.
Á konunglegum styrk
En þó horfði nú allt miklu björgu-
legar fyrir Grími Thomsen, þegar
hér var komið sögu. Hann hafði
Iokið prófi í fagurfræði og bók-
menntum með miklu lofi, var orð-
inn kunnur um allt Danaveldi fyrir
rit sín og nú hlaut hann launin:
Konungur veitti honum 1200 ríkis-
dala styrk til þess að ferðast um
Evrópu árið 1846 og í hartnær tvö
ár hin næstu dvelur Grímur í París,
Brussel og Lundúnum. Þetta var
stærri styrkur en almennt var veitt-
ur mönnum, en auraleysið elti hinn
unga fagurkera og heimspeking þó
sem fyrr. Bréf hans til landa hans í
Höfn eru barmafull af kveinstöfum