Tíminn - 16.02.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 16.02.1991, Qupperneq 4
i » I > I 12 T HELGIN Laugardagur 16. febrúar 1991 FRIMERKI Frímerkja- útgáfur 1991 Nýju frímerkin. ÍSLAN 10000 Tekin hefur verið ákvörðun um eftirtaldar frímerkjaútgáf- ur: 1. Frímerki með íslenskum fuglum sem sýna myndir af flórgoða og súlu. Útgáfudagur: 7. febrúar 1991. 2. Tvö frímerki með lands- Iagsmyndum, annað af Vestra- horni og hitt frá Kverkfjöll- um. Útgáfudagur: 7. mars 1991. 3. Evrópufrímerki í tveimur verðgildum. Sameiginlegt þema þeirra er að þessu sinni „Evrópa geimsins“. Útgáfudagur: 29. apríl 1991. 4. Smáörk (blokk) vegna frí- merkjasýningarinnar Nordia 91. Myndefni arkarinnar er hluti af landakortinu Carta marina eftir Olaus Magnus. Útgáfudagur: 23. maí 1991. 5. Norðurlandafrímerki í tveimur verðgildum og er sameiginlegt þema þeirra að þessu sinni „Áfangastaður ferðamanna" (Jökulsárlón og Strokkur). Útgáfudagur: 23. maí 1991. 6. Tvö frímerki með mynd- efni af keppnisíþróttum. Útgáfudagur: 14. ágúst 1991. 7. Tvö frímerki í flokknum „Merkir íslendingar". Útgáfudagur: 14. ágúst 1991. 8. Á degi frímerkisins 9. október 1991 er fyrirhuguð útgáfa frímerkis í tilefni aldar- afmælis Sjómannaskólans. 9. Jólafrímerki í tveimur verðgildum, teiknuð af ís- lenskum Iistamanni. Útgáfudagur: 7. nóvember 1991. Flórgoði Flórgoði (Podiceps auritus) er andarættar og heldur sig við tjarnir og síki. Höfuðið er gljásvart, fiðurmikið og úfíð. Nefið er stutt, rýtingslaga og stélið er örstutt. Fæturnir eru með sundblöðkur á tánum. Frá höfði um aftanverðan háls, bak og vængi er fjaður- hamur svartur en á flugi koma fram áberandi hvítir væng- speglar. Flórgoðinn er háls- grannur og búkurinn kubbs- legur. Hann fellir fjaðurskúfa að vetri og litauðugt fiðrið tekur á sig dökkan lit. Röddin er lík væli nema á mökunar- og varptíma, þá er hún marg- vísleg. Flórgoðinn verpir 3-6 eggjum í flothreiður við sef- grónar grynningar. Á veturna dvelur hann á sjávarvogum. Súla Súla (Sula bassana) telst til sjófugla og aflar fæðu sinnar að öllu leyti úr sjó. Hún sýnir mikla flugfimi, þegar hún er í leit að æti og steypir sér þá lóðrétt á kaf eftir fiskum, stundum úr 30 m hæð eða meira. Súlan hefur þróað veiðiaðferð sína og grípur fiskinn á uppleið, þegar hún hefur greint hann úr lofti, enda eru augu hennar framan á höfði og hún getur lokað hlustum og nösum. Loftsekk- ir súlu eru um bringu, stórir og sterkir. Varpstöðvar hennar eru við sjó, utan í klettum og þar fer fram mikil barátta fyrir rými. Fuglinn notar drit til að líma hreiðurefnin saman. Fullorðin súla er hvítur, stór fugl. Blágrár goggur er lang- ur, sterklegur og oddhvass. Landslagsfrímerki Póst- og símamálastofnunin gefur nú (7.3 ‘91) út lands- lagsfrímerki í tveimur verð- gildum og sýnir annað frí- merkið fjallið Vestrahorn í Austur-Skaftafellssýslu. Það er 454 metra hátt fjall og eitt af fáum fjöllum á íslandi sem eru nær eingöngu úr gabbrói, einnig er nokkuð af granofýr í því. Það er hömrum girt og svipmikið fjall sem stendur á nesi milli tveggja fjarða. Hitt frímerkið sýnir mynd frá Kverkfjöllum sem er fjalla- bálkur í norðurjaðri Vatnajök- uls. Kverkfjöll eru klofin í tvennt af þröngu skarði sem mjó og brött skriðjökuls- bunga fellur fram úr. Jarðylur er þar uppi á efsta tindi en að- alhverasvæðið er í þröngum dal, Hveradal. Þar er einn mesti gufuhver landsins, Glámur. Litaskraut er þar með fádæmum. Skammt fyrir austan Hveradal er mikið jök- ullón. I það falla stöðugt stór- ir jakar er brotna úr jöklinum, en bráðna mjög fljótlega vegna jarðhitans sem er þarna verulegur. Sigurður H. Þorsteinsson Framsóknar Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 17. febrúar í Danshöllinni (Þórscafé). kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Finnur Ingólfsson formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík flytur stutt ávarp í kaffihléi. m Finnur Ingólfsson Framsóknarfélag Reykjavíkur Auglýsið erlendis Notað & Nýtt / Tíminn býður íslenskum fyrirtækjum að auglýsa í erlendum auglýsingablöðum. Við erum í samstarfi við auglýsingablöð í 20 löndum og sendum auglýsingar með gagnaneti beint til viðkomandi blaða. Systurblað okkar í Berlín, Zweite Hand, ætlar í mars að dreifa blaðinu í 500.000 eintökum, en á sama tíma er haldin þar í borg heimsins stærsta ferðamálaráðstefna. Þér gefst kostur á að auglýsa í þessu blaði ef auglýsingin þín er tilbúin til sendingar þann 20. febrúar (næsta miðvikudag). Dæmi um verð: 2ja dálka auglýsing, 7 cm á hæð kr. 30.000 án Vsk. (Auglýsingin mun koma fyrir augu milljóna.) Þú getur líka auglýst hvenær sem er í einhverju þeirra 72 blaða sem við tengjumst í gegnum alþjóðasamtök auglýsingablaða. Nánari upplýsingar í síma 625-444 eða 686-300.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.