Tíminn - 16.02.1991, Side 5
HELGIN
13
Laugardagur 16. febrúar 1991
Minnispeningur um þátttöku í Slésvíkurófnönum.
Birgir Thorlacius:
ISLENSK
HEIÐURS
MERKI
Heiðurspeningur til
minningar um vígslu
Skálholtskirkju og
afhendingu
Skálholtsstaðar til
þjóðkirkjunnar 1963
Ýmsir lögðu fram fé og vinnu við
byggingu Skáihoitskirkju og end-
urreisn staðarins og gáfu mikils-
verðar gjafir. Þótti við eiga að gerð-
ur yrði heiðurspeningur í tilefni
vígslunnar. Um gerð heiðurspen-
ingsins réðu mestu Ásgeir Ásgeirs-
son forseti og dr. Þórir Kr. Þórðar-
son prófessor, en samráð var haft
við dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörð. Peninginn teiknaði Harald
Salomon í Kaupmannahöfn en
smíðina annaðist A. Michelsen,
hirðgullsmiður í Kaupmannahöfn.
Af heiðurspeningnum voru gerð
125 eintök.
Heiðursmerkið er gylltur silfur-
peningur, að lögun svipaður og
smelltir skiltir á stétt Skálholtskal-
eiksins, sem hugsanlega var smíð-
aður í Limoges í Frakklandi og er
ekki talinn geta verið yngri en frá
fyrsta fjórðungi 14. aldar. Er kaleik-
urinn nú í Þjóðminjasafni (nr.
2596).
Grunnur peningsins á framhlið er
dökkblár og gyllt rönd umhverfis
og í miðju mynd af mítri, en fyrir
aftan það liggja í kross bagall og tví-
skeggja lykill, allt gyllL Péturslykill
mun fyrrum hafa verið búmark
Skálholtsstaðar, viðarmark og
brennimark. Bakhlið peningsins er
gyllt og stendur þar með gylltu
letri: SkáIholt/1963. Bandið, sem
heiðurspeningurinn er borinn í, er
hvítt með gulum jöðrum, tæplega 3
sm breitt, ofið í Frakklandi. Pening-
urinn er 3 sm í þvermál og 2 mm á
þykkt.
Upphaflega var peningurinn teikn-
aður og smíðaður án þess að gert
væri ráð fyrir að blái grunnurinn á
framhlið yrði smelltur, en með leyfi
Iistamannsins var þessu breytt eftir
að heiðurspeningamir voru komnir
til íslands og annaðist Kjartan Ás-
mundsson gullsmiður emaléring-
una.
í forsetabréfinu um heiðurspen-
inginn segir að heiðurspeningur-
inn skuli veittur að tillögu ráðu-
neytisstjóra kirkjumálaráðuneytis-
ins, biskups og formanns orðu-
nefndar fálkaorðunnar og einungis
í eitt skipti, 21. júlí 1963. Samtals
munu 104 hafa verið sæmdir þess-
um heiðurspeningi, þar af 29 er-
lendir ríkisborgarar.
Minnispeningur
handa þátttakendum í
Slésvíkurófriðnum
1848-1850 og 1864
Hinn 23. maí 1876 birti landshöfð-
ingi Hilmar Finsen auglýsingu um
ofangreindan minnispening. Minn-
ispening þennan lét danska stjórn-
in gera til þess að sæma þá sem þátt
höfðu tekið í Slésvíkurófriðnum.
Þeir sem þátt tóku í stríðinu 1848-
1850 skyldu fá pening með „brjóst-
mynd hins hásæla konungs, Frið-
riks hins sjöunda11, en þeir sem þátt
tóku í stríðinu 1864 skyldu fá pen-
ing með brjóstmynd Kristjáns kon-
ungs IX., og loks skyldu þeir, sem
þátt tóku í báðum þessum styrjöld-
um, fá pening með mynd beggja
konunga. Allir sem þátt höfðu tekið
í styrjöldum þessum áttu rétt á að
fá peninginn, svo framarlega sem
þeir hefðu ekki sætt hegningar-
vinnu eða hlotið dóm er skerti
mannorð þeirra. Árið 1936 var af-
hjúpaður minnisvarði við Dybböl
um þá sem féllu í Slésvíkurófriðn-
um, en meðal þeirra sem þátt tóku í
bardögunum voru nokkrir íslend-
ingar eða menn fæddir á íslandi. Má
Íiar nefna Harald Emil Amesen, f. á
safirði, Jón Thoroddsen, sýslu-
mann og skáld, er þátt tóku í bar-
dögum í Slésvík 23. apríl 1948, í
Sundeved 28. maí og í Haderslev 5.
júní. En hann var andaður áður en
minnispeningi þessum var útdeilt.
Sæmundur, sonur sr. Gunnlaugs
Þórðarsonar á Hallormsstað, tók
þátt í orustu í Slésvík 1848, særðist
og var tekinn til fanga en látinn
laus í fangaskiptum og varð undir-
foringi. Var hann einn af þeim sem
lagt var til að yrðu heiðraðir fyrir
hugrekki og hæfni. Varð danne-
brogsmaður og fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu (íslandsdeild)
1857. Tálinn (jölhæfur gáfumaður
og hraustmenni. í skjölum her-
málaráðuneytisins er hann talinn
vera frá Hallormsstað á Austur-
Grænlandi. Bjarni Þorsteinn Ijós-
myndari, sonur sr. Þorgeirs í Gló-
lundi, þess er Jónas Hallgrímsson
orti til Kveðju íslendinga („Nú er
vetur úr bæ ...“) sem sungið var í
veislu fyrir hann 26. apríl 1839 er
hann fluttist í prestakallið. Bjarni
var undirforingi og tók þátt í bar-
dögum í Slésvík 1848.
Ýmsir fleiri fæddir á íslandi eða
tengdir því á annan hátt tóku þátt í
þessum styrjöldum.
Dannebrogsorðan
Hinn 12. október 1671 sló Kristján
konungur V. tuttugu og þrjá vildar-
menn sína til riddara og veitti þeim
heiðursmerki í tilefni fæðingar
krónprinsins. Heiðursmerki þetta,
dannebrogsorðan, var þó talin end-
umýjun á miklu eldra heiðurs-
merki sem Valdimar konungur
stofnaði eftir orustuna við Reval
(Tbllin) 1219.
Samkvæmt reglum dannebrogs-
orðunnar frá 1. desember 1693
máttu aðeins aðalsmenn, fimmtíu
talsins, bera orðuna samtímis. En
árið 1808 breytti Friðrik konungur
Riddarakross
dannebrogsoröunnar.
VI. reglunum þannig að orðunni
var skipt í fjögur stig og veitt fleiri
mönnum en áður og án tillits til
stéttar og stöðu, þótt æðsta stigið
væri einungis ætlað konungbornu
fólki.
Áður en þessi breyting var gerð
gátu menn orðið riddarar af fílsorð-
unni („bláir riddarar") og stórkross-
riddarar af dannebrog („hvítir ridd-
arar") en þó einungis aðalsmenn og
æðstu embættismenn ríkisins.
Enginn íslendingur hafði hlotið
þessi orðustig. Sagan segir aö þegar
Friðrik prins, síðar Friðrik VII.,
dvaldist í góðum fagnaði nokkra
sumardaga árið 1834 á Möðruvöll-
um í Hörgárdal hjá Bjama amt-
manni og skáldi Thorarensen og
ferðaðist með honum til Mývatns
og Húsavíkur, hafi hann heitið amt-
manni að gera hann að riddara af
fflsorðunni þegar hann kæmi til
ríkis. Hvað sem um sannleiksgildi
þessa er, þá reyndi aldrei á það, því
að Bjami andaðist nokkmm árum
áður en prinsinn tók konungdóm.
Eftir breytingu orðureglnanna
1808 hlutu ýmsir íslendingar heið-
ursmerki dannebrogsorðunnar.
Fyrstur þeirra var Bjarni riddari Sí-
vertsen, kaupmaður í Hafnarfirði.
Afhenti Friðrik konungur VI. hon-
um sjálfur heiðursmerkið (riddara-
kross) í Kaupmannahöfn. Pétur
biskup Pétursson fékk fyrstur ís-
lendinga stórkross dannebrogsorð-
unnar árið 1889. Eins og til var ætl-
ast af stórkrossriddurum lét hann
gera sér skjaldarmerki. Er það fálki
með þanda vængi, en á bak við
skjöldinn eru þrjú kirkjuleg tákn,
kross, mítur og bagall. Undir merk-
inu stendur: Per ardua ad astra.
Þessi skjöldur og fleiri skjaldar-
merki íslenskra stórkrossriddara
hanga í kapellu í Friðriksborgarhöll
í Hilleröd í Danmörku. Er þar m.a.
skjaldarmerki fyrsta forseta íslands.
Mörgum sinnum varð mikið tjón
af eldi í Kaupmannahöfn, t.d. 1728
þegar bókhlaða Árna Magnússonar
brann, 1795 þegar mikill hluti
borgarinnar brann, svo og 1794 og
1884 þegar Kristjánsborgarhöll
brann, en þar vom geymd ýmis
gögn varðandi heiðursmerki. Jör-
undur „hundadagakonungur" lýsir
því þegar hann stóð 14 ára gamall
og horfði á höllina brenna 1794,
fullur af hrifningu af fegurð þess
hrikaleiks. Hann kveðst ekki eitt
augnablik hafa hugsað um þá
miklu eyðileggingu sem þarna átti
sér stað, heldur verið töfraður af
leik eldsins í náttmyrkrinu. Hvert af
öðru hmndu loftin yfir hinum
glæstu sölum að heita mátti án þess
að ráðrúm gæfist til þess að bjarga
nokkm af öllum þeim verðmætum
sem þarna vom samankomin. Jör-
undur segist hafa staðið þar sem
mannamyndir í fullri stærð héngu
á veggjum. Hann sá málverkin
þenjast út í römmunum við hitann
frá eldinum og það var eins og
mannamyndirnar yrðu lifandi og
ætluðu að yfirgefa fangavist sím '
veggjunum. Síkvikt eldhafið spegl-
aðist í síkjum og tjörnum umhverf-
is.
Til þess var ætlast af þeim, sem
sæmdir vom heiðursmerki danne-
brogsorðunnar, að þeir semdu og
sendu skrifstofu orðunnar stutt
æviágrip. Flestir munu hafa gert
þetta, en mjög mismunandi ítar-
lega. Þegar Kristjánsborgarhöll
brann árið 1884 glötuðust öll eða
flest æviágrip orðuhafa, þ.á m. ís-
lendinga. En æviágrip þeirra ís-
lendinga sem orðuna hlutu síðar,
eða frá 1884-1918, em varðveitt í
Danmörku í einkaskjalasafni kon-
ungs. Hinn 28. aprfl 1983 ritaði dr.
Táge Kaarstad, prófessor og orðu-
sagnfræðingur, Þjóðskjalasafni ís-
lands og bauðst til þess, að fengnu
leyfi Margrétar drottningar, að af-
henda hingað til lands ókeypis Ijós-
rit af æviágripum íslenskra orðu-
þega. Þjóðskjalavörður, Bjami Vil-
hjálmsson, tók þessu góða boði að
sjálfsögðu með þökkum og mánu-
daginn 20. júní 1983 afhenti svo dr.
Kaarsted Ijósrit af 29 æviskrám sem
nú em í Þjóðskjalasafni til afnota
fyrir þá sem áhuga kunna að hafa á
þessum fróðleik.
Margir íslendingar voru sæmdir
heiðursmerkjum dannebrogsorð-
unnar, einkum áður en fálkaorðan
kom til sögunnar. Þótti danne-
brogsorðan þvílík viðurkenning að
þeir sem hana hlutu vom yfirleitt
titlaðir dannebrogsmenn eftir það,
þótt Jóhann smali segði að þessi
orða væri „aðallega handa þeim
sem ekki passa kindumar sjálfir".
Vérðlaun tíl
afreksmanna við
framleiðslustörf
Karl Kristjánsson og Skúli Guð-
mundsson bám fram á Alþingi
1952 tillögu til þingsályktunar um
að fela ríkisstjóminni að undirbúa
fyrir næsta þing „löggjöf um verð-
launaveitingar til afreksmanna við
framleiðslustörf". Var tillagan sam-
þykkt með 32 samhljóða atkvæðum
3. desember 1952. í greinargerð
fyrir tillögunni segir að við undir-
búning löggjafar um þetta efni
þurfi að athuga með hverjum hætti
eigi að heiðra eða verðlauna menn,
hvort veita skuli peningaverðlaun,
verðlaunagripi eða heiðursmerki.
Er í þessu sambandi rifjað upp að
Danakonungur hafi að tillögu
Rentukammersins árið 1784 veitt
verðlaun og náðargjafir til framfara
bjargræðisvegunum á íslandi: verð-
laun „jarðyrkjunni viðkomandi",
„eyðijarðabygging snertandi“,
„garðyrkju áhrærandi“, „fiskveiðar
snertandi", „vefnað og spuna
áhrærandi", „kommölun viðvíkj-
andi", „æðarvarp snertandi" og
náðargjöf til eins manns fyrir afrek
í trésmíði.
Þingsályktunin var send iðnaðar-
ráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti
15. des. 1952 til fyrirgreiðslu, en
eigi verður séð að neitt hafi verið
aðhafst í málinu af hálfu ráðuneyt-
anna.
Flestar Ijósmyndir sem birtar eru með
þessum greinum tók Ami Bjama, Ijós-
myndari Timans.
Leiðrétting
í 5. hluta þessarar ritgerðar um ís-
lensk heiðursmerki hefur orðið
meinleg prentvilla þar sem segir í
kaflanum um Petsamo- heiður-
speninginn: eftir að Þjóðverjar her-
námu Island og Noreg, en á auðvit-
að að vera Danmörku og Noreg.