Tíminn - 16.02.1991, Síða 7

Tíminn - 16.02.1991, Síða 7
14 T HELGIN Laugardagur 16. febrúar 1991 Anthony Andrews í hlutverki sínu í „Týndur í Síberíu' Rússar leitast nú við að gera kvikmyndir er afla muni þeim gjaldeyris á Vesturlöndum Breti í rússneskri myndum morðiöá Nikulási II. Malcolm McDowell hefur rétt lokið vinnu sinni í kvikmyndaverinu í dag. Nú situr hann og fylgist með er myndavélunum er beint að rússneska stórstiminu í myndinni, Oleg Jankovsky. Jankovsky situr hugsandi á skrifstofu sem böðuð er dvínandi geislum hásumarsólarinnar og er ótrúlega líkur manninum sem hann er að leika, Nikulási II. keisara. Jankovsky er einn virtasti sviðsleikari Sovétríkjanna. Undir gervinu — vel snyrt alskegg, khaki- treyja með belti og gljáburstuð stígvél — er létt að greina mann sem sverð dómsins vofír yfír. Sparileið sem ber ríkulegan ávöxt! Vextir 6,5% Á Sparileib 4 áttu kost á bestu ávöxtuninni innan Sparileiöanna. Reikningurinn ber nú 6,5% verbtryggba vexti. Á Sparileib 4 vinnur tíminn meb þér. Sparileiö 4 er góbur kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnabi! ÍSLANDSBANKA Vaxtatrygging á bundiö fé Vextir á Sparileiö 4 eru ákveönir til 6 mánaba í senn, 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Þannig er tryggt ab vextir lœkka ekki innan þessara tímabUa. Eignaskattslaus innstœöa Innstœba á Sparileiö 4 er eignaskattsfrjáls, ab uppfylltum ákvebnum skilyröum, eins og abrar innstœbur í bönkum og sparisjóöum. Úttektir og úttektartímabil Þegar ab minnsta kosti 24 mánubir eru libnir frá stofnun reikningsins opnast hann til úttektar í 1 mánub og eftir þab á 6 mánaba fresti á meban innstœöa er fyrir hendi. HELGIN 15 Laugardagur 16. febrúar 1991 Oleg Jankovsky í hlutverkf Nikulásar keisara II. Ipatiev-húsið Hér er á ferð kvikmynd sem fjallar um margfrægasta morð á þjóðhöfðingja á tuttugustu öldinni. Það nálg- ast miðnætti hinn 16. júlí 1918 í Ipatiev-húsinu í af- skekktum námabæ, Ekaterinburg í Úralfjöllum. Þang- að hafa bolsévikar flutt keisarann í útlegð, eftir að hann sagði af sér vorið 1917. Verðir berja að dyrum á herberginu sem keisarahjónin deila með syni sínum, hinum dreyrasjúka Alexei, en hann er 13 ára gamall. Hér eru engin rúm. Þau verða að sofa á gólfinu. Þeim er skipað að koma niður. Zarinn ber drenginn í fangi sér og á eftir fylgja ungar dætur þeirra keisarahjón- anna, Olga stórhertogaynja, Tatiana, Maria og Anastas- ia. Senn kveða við skot. 300 ára valdaferli Rómanoff- anna er lokið. Líkin hafa aldrei fundist. Þennan óttalega atburð úr rússneskri sögu er þó ekki verið að endurlífga í kvikmyndaveri í Hollywood, held- ur hjá Mosfilm í Moskvu. Þetta er önnur af tveimur at- hyglisverðum myndum sem Mosfilm er að gera með aðstoð breskra leikara. Hin myndin, þar sem Anthony Andrews fer með veigamikið hlutverk, fjallar um það dimma tímabil í sögu landsins er milljónir manna voru sendar í fangabúðir Stalíns. Efni beggja mynd- anna hefði fyrir nokkrum árum ekki komið til greina að nefna í Sovétríkjunum. Nú eru þessar „beinaleifar" dregnar fram í dagsljósið í von um að afla megi gjald- eyris á Vesturlöndum með sýningu þeirra. Herbúðir á Leninhæðum í meira en hálfa öld var Mosfilm að fullu undir eftir- liti stjórnvalda, líkt og herinn og KGB, og hlutverk versins var að efla kommúnismann. Kvikmyndaverið hefur til umráða 125 ekrur á Leninhæðum. Þar eru 13 vel búin hljóðver, heil herstöð og riddaraliðssveit með 300 hrossum og reiðmönnum, sem leikið geta heilu bardagana. Þar fyrir utan eru hér 5000 starfsmenn aðr- ir. Flest er hér þó hrörlegt orðið og af sér gengið. Leik- stjórinn Alexander Mitta kallar verið „fúafen“. En skyndilega er Mosfilm hrundið út úr einangruninni og þar er farið að gera myndir á forsendum frjálsrar sam- keppni. Þátttaka hinna ensku leikara er nauðsynlegur liður í þeirri viðleitni Rússa að reyna að afla sem flestra doll- ara. Því verða leikararnir að leika hvert atriði tvívegis — einu sinni á rússnesku og einu sinni á ensku. Ensku leikararnir verða að þaulæfa rússneskar setningar, en enskur framburðarkennari æfir Rússana í fyrsta flokks enskum framburði. Anthony Andrews fer með aðal- hlutverkið í „Týndur í Síberíu", en Malcolm McDowell leikur mann þann sem skipulagði aftöku keisarafjöl- skyldunnar í myndinni „Zarinn ráðinn af dögum". Er á móti byltingum Rússnesk kvikmyndagerð hefur breyst ákaflega mik- ið. Leikstjóri Malcolms McDowell, Karen Shaknazarov, reynir ekki aðeins að fást við sögulega ráðgátu heldur beinir hann og spjótum að byltingunni. Hann var með- höfundur handrits og leggur áherslu á þann boðskap að morðið á keisarafjölskyldunni hafi markað upphafið að ógnarstjórn Stalíns. Fyrir ekki svo löngu hefði hann sjálfur horífið sporlaust fyrir að viðra slík sjónarmið. „Ég er sjálfur á móti öllum byltingum. Bylting er stórslys, rétt eins og jarðskjálfti," segir hann þar sem hann stendur í stofu sem á að líta út eins og vistarver- ur keisarans í Ipatiev-húsinu. Húsgögnin eru í stíl þessara tíma og eru fengin úr opinberum söfnum. Len- ingrad-safnið hefur lagt til ýmis leikföng úr eigu Alex- anders ríkisarfa. Meðal rándýra Handritið sýnir Nikulás II. sem næmgeðja mann, er dauðinn vofir yfir. Sýnir Shaknazarov þarna sam- úð með harðstjórnartímum keisar- ans? „Nikulás II. lifði meðal rándýra. Þrettán ára að aldri sá hann afa sinn deyja eftir að fæturnir höfðu verið sprengdir undan honum. Föður hans og honum sjálfum voru sýnd banatilræði. Fimmtugur kvaðst hann undrast að hann skyldi vera á lífi. Reyndar var hann dauður skömmu seinna. „í hinni opinberu sögu Sovétríkj- anna var Nikulás nefndur hinn „blóði drifni“. Á öllu stjórnartíma- bili Rómanoffanna kann að vera að þúsund manns hafi verið líflátnir að undangengnum réttarhöldum. í minni núlifandi manna hafa millj- ónir verið líflátnar (enginn veit hve margir) án réttarhalda. Hver ætti því að kallast sá „blóði drifni“?“ Handritið er flókið. Sagan er sögð árið 1990 og séð með augum Timo- feyev, sjúklings á sjúkrahúsi. Lækn- arnir eru forviða á nákvæmri þekk- ingu hans, ekki aðeins á drápi Niku- lásar 1918, heldur einnig á því er Al- exander II. var myrtur í St. Pétursborg 1881. í ofskynjana- ástandi trúir Timofeyev því að hann sé Yakov Yurovsky, sá er tók keisar- ann af lífi. Fyrir vikið verður McDo- well að að leika tvö hlutverk — Timofeyev og Yurovsky. Oleg Jankovsky verður einnig að leika tvenn hlutverk. Hann er bæði zarinn og dr. Smirnov, geðlæknir sem verður bergnuminn af ástandi sjúklings síns. Hann læst vera keis- arinn sjálfur, þegar hann leitast við að bægja ofskynjununum frá Timo- feyev og má þá ekki tæpara standa með geðheilsu hans sjálfs. Ipatiev-húsið jafnað við jörðu Gamla Ipatiev-húsið er nú horfið. Það dró að sér slfka athygli rithöf- unda, skálda og forvitins fólks að nokkru eftir 1970 lét fyrsti ritari flokksins, Boris Yeltsin, jafna það við jörðu. Hann hefur nú um stundir margt þarfara að iðja. En margar Ijósmyndir eru til af húsinu, þar á meðal af herberginu þar sem þessar ellefu manneskjur — Rómanoffarn- ir, ættingjar þeirra, læknir og þjónar — voru líflátnar. Ellefu manns voru í aftökusveitinni og mátti sjá kúlna- förin á veggjunum. Shakhnazarov Ieikstjóri segir að nýjar upplýsingar hafi varpað fersku Ijósi á leyndar- dóminn. „Mikið magn upplýsinga var undir lás og slá á tímum Brez- hnevs. En er Gorbatsjov kom til sög- unnar var skjalasöfnunum lokið upp (fyrir tveimur árum) og okkur gafst tækifæri til að athuga margt nánar. Við fundum lýsingu Yurovskys á af- tökunni, ritaða með hans eigin hendi og var engum smáatriðum gleymt. Þá höfðu varðveist síðustu dagbókarfærslur keisaraynjunnar allt til dagsins er aftakan fór fram.“ Oleg Jankovsky er 42 ára og hefur hann hlotið ein æðstu verðlaun er Bls. 17 Afleiðitigar óveðursins 3. febrúar 1991. Fullkomin óveðurstrygging er ein af fjölmörgum tryggingum sem allir njóta í F/plús Okkur hjá Vátryggingafélagi íslands þykir vænt um að geta hjálpað á annað þúsund viðskiptavinum sem urðu fyrir tjóni í nýafstöðnu óveðri. Okkur þykir hins vegar leitt að hafa orðið að tilkynna alltof mörgum viðskipta- vinum okkar að þeir væru því miður ótryggðir fyrir tjóni af þessu tagi. F/plús - trygging VÍS er samsett heildartrygging sem tekur á öllum nauðsynlegum tryggingum fjölskyldu- fólks og veitir að auki 15-30% afslátt af iðgjöldum. Við hvetjum viðskiptavini okkar - sem þegar hafa fengið heimsend gögn um þessa nýju tryggingu - og lands- menn alla til þess að koma tryggingum sínum í örugga höfn. F/plús er eina tryggingin sinnar tegundar á landinu. Kynntu þér yfirburði hennar með einu símtali og heils- aðu óveðurstjónum eins og öðrum óhöppum með full- kominni tryggingavernd! ^ár VÁTRYCGINGAFÉIAG íslands hf • Allar nauðsynlegar tryggingar á einum stað • Einn gjalddagi • Sveigjanlegur greiðslumáti • Eitt skírteini - fullkomin yfirsýn x • 15-30% afsláttur af iðgjöldum 5 X C- «»• og eitt símtal •91'605060* sem gerir F/plús að staðreynd! j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.