Tíminn - 16.02.1991, Page 8
16 Tíminn
Laugardagur 16. febrúar 1990
1 í TÍMANS RÁS : . .. j , . 1
ATLI MAGNÚSSON: [ 1
Hví þá ekki orður?
í Helgarblaði Tímans í dag er að
finna niðurlag fróðlegrar og
skemmtilegrar ritgerðar Birgis
Thorlacius, fyrrum ráðuneytis-
stjóra, um íslensk heiðursmerki.
Orður hafa jafnan verið efhi til
mjög deildra skoðana og margir
hafa lýst megnustu skömm á
öllu slíku glingri og finnst fátt
skýrara merki hégómaskapar en
að bera orðu, hvað þá að sækjast
eftir orðum. Djúprættur er einn-
ig sá grunur meðal margra að
ýmsir og máske fleiri en færri
hljóti þennan sæmdarvott án
þess að hafa til hans unnið. Enn
kemur í hugann vísa Steingríms
Thorsteinssonar, „Orður og titlar
úrelt þing“ etc. sem fyrr og síðar
hefur verið í miklu afhaldi meðal
þeirra sem eru á móti hvers kyns
orðum. Það hefur líka verið álit
sumra að sérstaklega fari oss ís-
lendingum illa að vera að vasast
með slíkt skart og liggur þá að
baki sú trú að landinn sé allra
þjóða frábitnastur hvers kyns fáf-
engileika og skrum og titlatog
verið andstætt þjóðarandanum
frá öndverðu, sbr. Gissur jarl og
ýmsa handgengna menn, sem
þáðu skjaldarmerki og önnur
virðingarteikn af útlendum kon-
ungum og skoðuðust hálfgerðir
landráðamenn fyrir vikið.
Reynslan hefur þó sýnt að vorir
landsmenn eru hreint ekki jafn-
fordildarlausir og sumum finnst
að vera ætti og í ljós kemur í rit-
gerð Birgis Thorlacius að ítrek-
aðar tillögur á þingi um að
leggja fálkaorðuna niður eða þá
að veita hana ekki öðrum en út-
lendingum hafa aldrei náð fram
að ganga. Þróunin hefur og orð-
ið slík að sífellt fleiri fá orðu og
er ákaflega fátítt að menn hafí af-
þakkað hana. Þau hafa meira að
segja orðið örlög margra al-
kunnra fjandmanna orðuveit-
inga að fá sjálfir orðu og er eins
og þeim hafi ekki verið það svo
ýkja leitt er að því kom. Reglur
um orðuveitingar, ekki síst í
tengslum við það er útlendir
þjóðhöfðingjar sækja oss heim,
eru líka talsvert flóknar. Tiltekn-
ir embættismenn eru undan-
tekningarlaust sæmdir orðum
við slík tilefni og þá ekki vitað til
að þeir hafi unnið til þeirra á
nokkurn hátt annan en skipa sitt
embætti. Heyrt hef ég um emb-
ættismann er hafnaði orðu er
honum skyldi veitt við slíkt til-
efni. Síðar var hins vegar lagt svo
hart að honum að þiggja orðu frá
þjóðhöfðingja annars lands að
hann fékk ekki undan vikist.
Þetta olli mikilli þykkju fulltrúa
fyrra landsins er hann ekki vildi
þiggja orðuna af og hefur hann
gætt sín á að brenna sig ekki á
sama soðinu aftur. Hafa enda
hlaðist að honum orður —
krossar, stömur og silkibönd —
úr ótal áttum upp frá þessu á
löngum embættisferli. Svona er
nú vandlifað þegar orður eru
annars vegar og þær flóknu
reglugerðir og „etikettur" sem
þeim tengjast.
En líklega er sannurinn sá að
orður eru ekki ekki að öllu leyti
svo galin fyrirbæri. Þótt þær séu
dýrir gripir í framleiðslu er ekki
víst að önnur handhægari eða
þrátt fyrir allt ódýrari leið sé
nærtæk er opinberir aðilar vilja
votta einhverjum þegnanna virð-
ingarvott fyrir gifturíkan starfs-
feril eða afrek einhver eða þá er
ætlun er að sýna erlendum gesti
sérstakan sóma. Margur gleðst
vafalaust hjartanlega yfir þeirri
sæmd að hljóta orðu og þótt
menn kunni að vera misjafnlega
vel að henni komnir, þá em nógu
margir hennar verðir til þess að
það réttlæti tilveru hennar. Allt
er af því góða sem verður öðmm
að gleði og yfirleitt meinlítilli,
þótt annars séu dæmi: Þannig
gerðist það t.d. er Kristján kon-
ungur IX vildi sæma færeyskan
kóngsbónda orðu á leið sinni til
íslands 1874 að gamli maðurinn
datt dauður niður fyrir framan
knén á konungi. En meðan hin
hamingjusamlega geðshræring
fer ekki svo óhóflega úr böndun-
um ættum við að láta okkur
þetta „þing“ — úrelt eða ekki —
vel líka og óska að þeir megi vel
njóta er hljóta, þótt segja megi
að gleðin yfir vel unnum verkum
eigi að vera hverjum manni næg
fullnæging.
Svaríö viö spumingunni
fýrir viku var það að við sá-
um skógræktarstöðina í
Kollafirði.
Á þessarí mynd er horft
upp til Mýrdalsjökuls. En
vandinn er að svara hvar
Ijósmyndarínn stendur
þegar myndin er tekin?
KROSSGATA
■ÍOOO
V£TNJ UYDRT ANSí ZLVA BLÓM- SKIfUN ?IBLÍOÍ BORG) upPTRh pví EINS F/RST 0 R DfáMti £> HRi'M/lRl * 4 • ••• /
DýR VÍftN f
> 6 1 VOVN h l i
fiífl ^ i JríK©- IVÆÐ/ SPIL 3
p) ioso TcMN utmn JA 1 «
ODDI MflNH
M£Ð vr&G- TtMBRl /2 SE-IN T SJktF- STvrátfw RIDV- ft-RJ 50 5
£INN ■?<£>£> AF/Í 'fl e/v£>- UM UN Sclfi R - LIT DíT' 4
FLmrj. STflRfl
KflMflST mm skAld 7
SUÐ
wu~s SfálÐfl 8 STÓ 8
EYJfi MAtfN már K ONA
viM/n- t/RNáR 60LD/AÍ TR/flA • —• *
; -/o EGG *
JooJ PKUKK IN
ódOG - I-£6 // FoV llTUR, EINN "
ILASTllR tó'STt/M
> 5Y * TOKfl veik; il
LÍKS kja rr
n GíTfl sm f T»j nt 1 J Ooo
STÓR JdRD
- s & H
m r. cyr
ÍDMA 50ÚK- DÓMUR V '5
smr
'ARS-
TÍS>
TfltJ&i
UlÐLflG
Hií&m
tow
ess:
m LM
XtYMSLU
LHUS
Bih$
Kok/V
Kö-D
SAM-
HU.
miM
{5
ar/N