Tíminn - 26.02.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1991, Blaðsíða 5
tce- uíjkj/í .09 Þriðjudagur 26. febrúar 1991 r iTíminn 5 Davíð Oddsson ætlar að fella Þorstein Pálsson úr formannsstóli í Sjálfátæðiáfloliknum: Hörð átök um forystuna í Sjálfstæðisflokknum Davíð Oddsson, borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, tilkynnti síðdegis í gær að hann muni bjóða sig fram til for- manns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem hefst eftir ellefu daga. Davíð sagðist hafa ákveðið að hlýða áskorunum allmargra sjálfstæðismanna um að fara í framboð. Viðbrögð flokksmanna við ákvörðun Davíðs hafa verið á ýmsa vegu. Þorsteinn sagði ákvörðun- ina koma sér á óvart. Hörðust voru viðbrögð Einars Odds Kristjáns- sonar, formanns kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á VestQörð- um, en hann sagði framboð Davíðs vera skemmdarverk. „Ég hef orðið þess var að sumir hafa áhyggjur af því að flokkurinn kjósi með þessum hætti milli manna. Flokkurinn á að kjósa á milli manna. Það er í hans verkahring einmitt á landsfundi og í því er engin sérstök áhætta falin," sagði Davíð á fundi með blaðamönnum. „Mér finnst það vera afstaða aftan úr gömlum tíma að segja að ekki megi kjósa um menn á landsfundi. Mér finnst það líka vera afstaða sem tilheyrir ekki stærsta flokki þjóðarinnar ef að það á að kjósa af einhverjum öðrum ástæðum en efhislegum ástæðum. Ekki vildi ég vera kosinn formaður stærsta og sterkasta flokks þjóðarinnar af sam- úðar- eða meðaumkunarástæðum. Það getur ekki gengið." Davíð fúllyrti að hann og Þorsteinn myndu vinna áfram vel saman hver sem úrslit kosninganna yrðu. Davíð vísaði á bug þeirri röksemd að óheppilegt væri að efna til formanns- kosninga svo skömmu fyrir alþingis- kosningar. í því sambandi vísaði hann til reynslu annarra flokka og sagði að fylgi þeirra hefði nær undantekninga- laust vaxið þegar skipt hefur verið um forystu. Davíð beindi orðum sínum til Iands- fundarfúlltrúa og sagði: „Landsfund- arfulltrúar eiga að kjósa þann sem þeir telja að sé líklegastur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Þeir eiga að kjósa þann mann sem þeir telja að sé best fallinn til að standa að stjómarmyndun af flokksins hálfu og þeir eiga að kjósa þann mann sem þeir telja að eigi að geta leitt ríkis- stjóm ef stjómarmyndun tekst. Þetta er verkefnið og í því felst engin hætta. Ég geri ráð fyrir að landsfundarfull- trúar muni í sínum huga fara yfir fer- il okkar beggja. Við vorum skipaðir til ábyrgðarstarfa á flokksins vegum á svipuðum tíma, í kringum 1980. Menn geta farið yfir þennan feril og dæmt í framhaldi hvor okkar sé best til þess fallinn að leiða flokkinn." Á blaðamannafundinum rifjaði Dav- íð upp fúnd sem hann og Þorsteinn áttu með Geir Hallgrímssyni, þáver- andi formanni flokksins, sumarið 1983. Á fundinum sagðist Geir vera tilbúinn til að styðja annan hvom þeirra í formannssæti. Davíð sagðist ekki hafa viljað fara fram þá vegna þess að hann hafði þá aðeins verið borgarstjóri í eitt ár og enn óreyndur á sviði stjórnmála. Davíð vísaði enn- fremur til orða Þorsteins Pálssonar sem hann lét falla eftir að Davíð var kjörinn varaformaður, en þá sagðist Þorsteinn líta á Davíð sem framtíðar- leiðtoga flokksins. Davíð sagði að Þorsteinn hefði feng- ið fjómm sinnum tækifæri, hann hefði verið kosinn fjómm sinnum formaður og Davíð sagðist jafnan hafa stutt Þorstein í þeim kosningum. Davíð sagðist hins vegar ekki vilja svara því hvernig honum fyndist Þor- steinn hafa nýtt þau tækifæri sem hann hefði fengið. Fulltrúar á lands- fundi yrðu að svara þeirri spurningu. Davíð tók skýrt fram að ekki væri um málefnalegan ágreining að ræða milli sín og Þorsteins. Fyrst og fremst væri verið að kjósa milli persóna. Davíð útilokaði ekki að hann myndi bjóða sig fram í embætti varafor- manns tapaði hann kosningunni um formannssætið. Aðspurður um hver tæki við embætti borgarstjóra sagði Davíð að því yrði borgarstjóm Reykja- víkur að svara. Þorsteinn Pálsson sagði í gær eftir að ákvörðun Davíðs lá fyrir að það hefði komið sér á óvart að hann fengi keppinaut um formannssætið. „Eg hef verið að vinna að því að undan- förnu að koma þessum flokki til valda á nýjan leik. Mér hefur sýnst að við hefðum byr í seglum og það væri ástæða til þess að vera bjartsýnn. Ég hafði vænst þess að menn tækju höndum saman í þeirri baráttu sem framundan var.“ Viðbrögð manna við ákvörðun Dav- íðs hafa verið með ýmsu móti. Stuðn- ingsmenn hans hafa fagnað ákvörð- uninni og sagt að kjör Davíðs muni styrkja flokkinn. Einar Oddur Krist- jánsson, formaður kjördæmisráðs flokksins á Vestfjörðum, er ekki sömu skoðunar. Hann kallar ákvörðun Dav- íðs skemmdarverk. „Þessi flokkur er nú að fara út í kosningar og í þeim þarf hann að berjast við sína pólitísku andstæðinga. Flokkurinn þarf á öll- um sínum kröftum að halda í þeirri baráttu. Þeim á ekki að sóa í innbyrð- is deilum." Einar Oddur sagðist ekki efast um að Davíð Oddsson væri hinn mesti hæfi- leikamaður, en þessi vinnubrögð væru fráleit. Einar Oddur sagði það mikinn misskilning hjá Davíð og stuðningsmönnum hans að þessum kosningum fylgi ekki átök. Hann sagði að átökin um formannssætið yrðu hörð og myndu örugglega skaða flokkinn. Reynslan sýndi okkur það. Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, lýsti því yfir í gær að hann væri andsnúinn ákvörðun Davíð og styddi eindregið Þorstein Pálsson í formannskjörinu. Rúmlega 1.400 fulltrúar hafa at- kvæðisrétt á landsfundinum sem hefst 6. mars. Um helmingur þeirra er úr Reykjavík og Reykjanesi, en þriðja stærsta kjördæmið er Suður- landskjördæmi, sem er kjördæmi Þorsteins. Fyrirfram er búist við að Þorsteinn hafi mestan stuðning á landsbyggðinni, en hann er einnig talinn njóta taisverðs stuðnings á Reykjanesi. Davíð er talinn njóta mik- ils stuðnings í Reykjavík, stærsta kjördæmis landsins, en óvíst er hversu mikill stuðningur er við hann í öðrum kjördæmum. Líklegt er að það ráði úrslitum á Iandsfundinum hversu tryggir landsbyggðarmenn verða Þorsteini. Skoðanakannanir hafa sýnt að al- mennir kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins vilja að Davíð leiði flokkinn í kom- andi kosningum. Ekki er talið að flokksmenn á landsfundi endurspegli jafnafdráttarlaust þennan vilja. í þeirra huga skiptir máli hve stutt er til kosninga, góð staða flokksins í skoðanakönnunum og sú hefð að fella ekki sitjandi formann sem sækist eftir endurkjöri. Áhrifamenn í flokkn- um og meirihluti þingflokksins styð- ur Þorstein. Staða Þorsteins ætti því að teljast sterk. Davíð getur alls ekki talist öruggur um að sigra í for- mannsslagnum þrátt fyrir mikið per- sónufylgi og glæsilegan kosningasig- ur í borgarstjómarkosningunum síð- astliðið vor. Eitt má þó telja víst, framundan eru spennandi kosningar um formannsemþættið í Sjálfstæðis- flokknum. -EÓ Ásmundur Stefánsson um fund norrænna verkalýðsleiðtoga með varaforseta Sovétríkjanna: Tel að Sovétríkin taki kröfur okkar alvarlega Umskipti í rekstrí KEA samkvæmt bráðabirgðauppgjöri: 250milljón kr. hagnaður Á stjómarfundi KEA í síðustu viku var lagt fram bráðabirgða- uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Samkvæmt því var hagnaður fé- lagsins um það bil 250 milljónir að frádregnum sköttum. Heildarvelta félagsins í fyrra vom röskir 8,3 miUjarðar án virð- isaukaskatts. Það er aukning um tæp 8% frá árinu á undan. Hagn- aður af reglulegri starfsemi var röskar 200 milljónir en 146 mUlj- ónir árið áður. Þannig hefur af- koman batnað um í kringum 350 mllljónir miUi ára. I frétt frá KEA segir að með end- urskípulagningu og hagræðingu í rekstri hafi tekist að lækka flesta kosnaðarUði jafnframt því sem tekjur hafi aukist. Þetta, ásamt auknum stöðugleika í efnahagslíf- inu, séu meginástæðumar fyrir bættri rekstrarafkomu. Höfuðkúpubrotnaði í Hlíðarfjalli Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, er nýkom- inn heim úr ferð sem hann fór í ásamt fulltrúum verkalýðssam- banda hinna Norðurlandanna til Sovétríkjanna í sfðustu viku. Hinir norrænu gestir áttu meðal annars fund með Gennadi Janajev, varafor- seta Sovétríkjanna, þar sem lögð var áhersla á sjálfstæði lýðveldanna við Eystrasalt. „Við komum okkar sjón- armiðum þama á framfæri og hlust- uðum líka á það sem Sovétmenn hafa til þessa máls að leggja," sagði Ásmundur. Á mánudeginum í síðustu viku áttu hinir norrænu fulltrúar fund í Stokkhólmi með forsetum verka- lýðssambandanna í Eystrasaltsríkj- unum. Sagði Ásmundur að þeir hefðu lagt ríka áherslu á að Sovétrík- in virtu kröfur þeirra og rétt um að verða sjálfstæð ríki. Auk þess ræddu þeir um störf sín og vandamál sem verkalýðssambönd í breyttu samfé- lagi standa frammi fyrir. ,Á þriðju- deginum fórum við til Moskvu þar sem við áttum fund með Gennadi Janajev, varaforseta og næstæðsta manni Sovétríkjanna. Þar lögðum við áherslu á sjónarmið Eystrasalts- landanna og mikilvægi þess að Sov- étríkin kæmu til móts við óskir þeirra. Aftur á móti lagði Janajev áherslu á að málið yrði að fara lög- formlega leið til að svo gæti orðið. Fyrsta skrefið í þá átt yrði að vera at- kvæðagreiðsla, en sú sem var í Lithá- en á dögunum er ekki viðurkennd með tilvísun til þess að þar hafi rétt spurning ekki verið lögð fram. Spurt hafi verið um sjálfstæði en ekki hvort fólk óskaði eftir að vera í sjálfstæðu lýðveldi innan Sovétríkjanna eða ut- anþeirra," sagði Ásmundur. I viðræðunum við Janajev kom fram að ef atkvæðagreiðsla um sjálf- stæði færi fram á forsendum sem Sovétstjórnin teldi að hægt væri að virða væri næsta skref að gera sam- komulag um þau mörgu atriði sem þessir aðilar eiga sameiginleg. Lýð- veldi Sovétríkjanna þyrftu að semja um margt. Þar mætti nefna rétt minnihlutahópa, sem þyrfti að semja um vegna ríkisborgararéttar. Einnig þyrfti að gera samkomulag um með- ferð eigna sem núna væru í eign rík- isins. Ásmundur Stefánsson sagði að ýmsir aðrir en Janajev, svo sem for- seti Alþýðusambands Sovétríkjanna, hefðu bent á að viðurkenning á Lit- háen eins og það var árið 1922 hefði nokkra annmarka. Hún fæli í sér að Litháum bæri að skila höfuðborginni Vilnius aftur, því árið 1922 hefði borgin tilheyrt Hvíta-Rússlandi. Janajev svaraði afdráttarlaust neit- andi þeirri spurningu Ásmundar hvort Sovétmenn hygðust slíta stjórnmálasambandi við ísland. Framhaldið hlyti þó byggjast á því hvernig ísland tæki á málinu: hvort það yrði með offorsi eða rósemd og sagði þingsályktunartillögu íslend- inga á dögunum hafa verið alsendis ótímabæra. í þessu sambandi sagði Janajev að líklega væri enginn þeirr- ar skoðunar að æskilegt væri að Sov- étríkin skiptust upp og yrðu 15 kjarnorkuveldi þegar upp væri stað- ið. „Sjónarmiðin, sitt hvorum megin við borðið, voru ekki þau sömu á þessum fundi. En það er mikilvægt í þessu samhengi að þegar Norræna verkalýðshreyfingin leggur þá áherslu á að fylgja málstað Eystr- saltsþjóðanna eftir þá tekur verka- lýðsforystan í öllum þessum ríkjum þátt í þeim viðræðum. Ég tel það einnig sýna að Sovétríkin taka okkur alvarlega í þessu því með stuttum fyrirvara fáum við fund með næst- æðsta manni landsins." -sbs. Tveir piltar á aldrinum 12-14 ára lentu í árekstri á skíðum í Hlíðar- fjalli á Akureyri síðdegis á sunnudag og voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Eldri pilturinn var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur eftir að í Ijós kom að hann var höfuðkúpubrotinn. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins og í gær fengust engar upplýsingar um líðan piltsins sem var fluttur til Reykja- víkur. Hinn pilturinn kvartaði um eymsli í mjöðm en var ekki talinn al- varlega slasaður. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.