Tíminn - 28.03.1991, Page 1
Saltari til „glorie“
sælum Þorláki
Skyggnst í jarteinabók
heilags Þorláks á páskum
/
rið 1984 var fremsti og mesti helgimaður
kaþólsks siðar á íslandi opinberlega tek-
inn í dýrlinga tölu, („kanoniseraður“ eins
og það nefnist) af páfanum í Rómaborg.
Þessi maður var Þorlákur biskup Þór-
hallsson. En þótt pápiskan hafí ekki haft
hann á skrá yfir dýrlinga sína nema sjö ár,
þá eru átta aldir frá því íslendingar tóku
að heita á hann sem helsta dýrling sinn, en helgi Þorláks
mun hafa uppbyijað árið 1198 eða fímm árum eftir dauða
hans. Þótt menn hér á landi hétu löngum einnig á þá Jón
biskup Ögmundsson og Guðmund Arason hinn góða, þá
varð átrúnaður á þá aldrei svo mikill sem á Þorlák.
En til þess að menn gætu hafíst í tölu dýrðlinga heimtaði
kirkjan að órækir vitnisburðir væru dregnir saman um við-
komandi öðlingsmann og helgi hans og þurfti nokkuð til
svo að gildir teldust. Stóð ekki á að nógir yrðu til að vitna
um kraftaverkamátt Þorláks. Slíkum vitnisburðum lét Páll
biskup Jónsson safna saman á bók, svonefnda „jarteinabók“
og eru sambærilegar heimildir vitaskuld einnig til um þá
Jón helga og Guðmund góða. Þessar sögur hafa það sér til
ágætis að margar eru þær einstakar lýsingar á daglegu lífí
og háttum íslensks almúgafólks og eru þannig í sjálfu sér
tímalausar. Nokkrar þeirra verða raktar hér á eftir og mun
lesandinn geta sannfærst um það sjálfur að þær gætu sum-
ar rétt eins hafa átt sér stað fyrir átta árum og átta hundruð
árum. Svo breytast hjörtu mannanna lítið, áhyggjur þeirra,
vonbrigði og vonir.
Þorlákur rýfur stíflu
Grímur hét einn mikils háttar bóndi
og vel fjáreigandi. Hann bjó í Holti
undir Eyjafjöllum. Þar varð sá at-
burður að vatn það er Holtavatn
heitir stemmdi upp sem stundum er
vant, en þar stóðu hey mikil að
vatnsströndinni og horfði það til
mikils skaða mörgum manni ef eigi
næði heyjunum. Síðan reið fyrr-
nefndur bóndi að sjá hversu torsótt
vera mundi að grafa út ósinn. En er
hann kom þar þá var eiðið fertugt
föðmum að mæía. Lá þá á hið mesta
hafviðri og var þess von að á hverri
stundu mundi við auka. Reið hann
heim og sagði konu sinni og öðrum
mönnum hversu torsótt mundi út
ósinn að grafa. Hétu þau hjón þá á
hinn sæla Þorlák biskup að hann
skyldi árna þeim við guð meiri mis-
kunnar og vægðar um sinn skaða en
þá þótti til horfa. Annan dag eftir fór
hann með húskarla sína og einn ná-
granni hans með honum og hús-
karlar hans. Þeir höfðu allir graftól
með sér og ætluðu að moka þann
dag allan sem þeir mættu. En er þeir
komu til óssins þá var hann út brot-
inn og féll út vatnið og stóðu heyin í
friði og á þurru landi. En sá atburð-
ur var svo í móti vanda þeim sem
þar er á að þeim þótti trautt að á ein-
um degi mundi verða út mokaður
ósinn, þótt fjöldi manna væri að.
Urðu þeir fegnir þessari jarteikn og
þökkuðu guði almáttugum og sæl-
um dýrlingi hans Þorláki biskupi og
sagði Grímur „ipse“ (sjálfur) þessa
jarteikn Páli biskupi og virðu allir
mikils þessa jarteikn þeir er frá
heyrðu sagt.
Kind fær sýn
Sá atburður varð í þeirri sveit er í
Flóa heitir að maður galt öðrum
manni á loðna og lambaða og eigi
ósýnilega. En er heim kom ærin, þá
fundust þeim orð um, er með ána
höfðu farið, hve illa hún hafði geng-
ið og þótti hún á hvert forað vilja
ganga er fyrir henni varð. En er að
var hugað þá var ærin blind með
öllu og augun svo í að sjá sem blóð-
segi væri. Þá líkaði þeim eigi vel er
Upphaf Þorlákstíða. Skinnhandrit
með latneskum tíðasöngvum
með nótum er var í eigu Skál-
holtskirkju.
ærin var goldin og þótti vél að sér
dregin af því að það var fésnauður
maður, en drengur góður og karl-
maður í skapi og átti fjárhlut að
gjalda til staðarins í Skálholti og var
mjög vanfær til að gjalda. Kom hon-
um síðan það í hug að hinn sæli
Þorlákur biskup hafði gjört slíkar
jarteiknir eða meiri en þá, þótt hann
gæfi sýn ánni. Ætlaði hann það fýrir
sér að fyrirgefa þeim með fullu er
galt ána, ef hún yrði heil, en láta
hann ella aldregi hlutlausan, fyrr en
hann hefði sitt. En annan dag eftir
var ærin alheil og skyggn.
Kýr hjamar við
Sá atburður varð enn á einum bæ
að kýr lá í læk þeim er önnur kýr
hafði litlu áður legið í og dáið. En sú
fannst lifandi og var upp dregin og
þótti nær ekki að vera og þöktu
menn fötum. Síðan fóru menn heim
og átu dagverð og hétu síðan á hinn
sæla Þorlák biskup að kýrin skyldi
við hjarna. Eftir það tóku þeir hest
og lögðu vögur á og ætluðu að aka
heim kúnni. En er þeir viku á leið,
þá gekk kýrin á móti þeim heil og
beljandi og hafði þá klæði þau á baki