Tíminn - 28.03.1991, Blaðsíða 2
2
HELGIN
Fimmtudagur 28. mars 1991
ÞITT VAL - ÞÍN FRAMTÍÐ
Halldór
Ásgrímsson
Jón
Kristjánsson
Jónas
Hallgrímsson
Karen Erla
Erlingsdóttir
Frambjóðendur Framsóknarflokksins á
Austurlandi efna til funda undir yfirskriftinni
- Þitt val - Þín framtíð -
á eftirtöldum stöðum:
Öræfi 2. apríl kl. 16.00 í Hofgarði
Höfn 2. apríl kl. 20.30 á Hótel Höfn
Djúpivogur 3. apríl kl. 20.30
í Kaffistofu Búlandstinds
Breiðdalsvík 4. apríl í Hótel Bláfelli
Fundarstaður og -tími á eftirtöldum stöðum
verður auglýstur síðar:
Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Reyðarfjörður,
Eskifjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður, Egils-
staðir, Vopnafjörður, Bakkafjörður.
Fundirnir verða auglýstir nánar með dreifibréfi
og veggspjöldum á hverjum stað.
Ræðið við frambjóðendur Framsóknarflokksins
um framtíðina, atvinnumálin og stjórnmálin
x-B Öflug þjóð í eigin landi x-B
AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS:
680001 & 686300
Þingeyingar, Eyfirðingar og Ak-
ureyringar búsettir í Reykjavík
Finnur
Ásta Ragnheióur
Boili
Guðmundur
Valgeróur
Ingvar
Frambjóðendur Framsókn-
arflokksins í Reykjavík,
Finnur, Ásta Ragnheiður
og Bolli, og þingmenn
flokksins í Norðurlandi
eystra, þau Guðmundur
Bjarnason heilbrigðisráð-
herra og Valgerður Sverr-
Jónas
isdóttir alþingismaður bjóða þér að koma í kaffi og spjall
miðvikudaginn 3. apríl nk. kl. 20.30 að Borgartúni 22.
Auk ofantalinna munu þeir Ingvar Gíslason, fyrrv. mennta-
málaráðherra, og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
mæta.
„GL0RIE“
N
Bagall Páls biskups Jónssonar (1155-1211), en hann safnaði jarteina-
sögum Þorláks biskups. Bagallinn fannst í kistu Páls í Skálholti árið
1954. Ekki er óhugsandi að hinn sæli Þorlákur hafi boríð gríp þennan.
sér er hún hafði þakin verið með.
Fór hún síðan til nauta, en þeir
gerðu þakkir guði, er kúna áttu og
hinum sæla Þorláki biskupi.
Unninn selur
Kona ein fór of morgun snemma að
kanna fjöru því að búandi hennar
var eigi heima. Sér hún síðan örkn
mikið liggja á steini skammt frá sér
og svaf, en hún hafði ekki í hendi
sér. Fékk hún síðan lurk nokkurn er
lá í fjörunni og stillti að selnum og
laust í höfuð honum. En selurinn
reis upp og var hann hærri miklu en
hún. Þá óaðist hún og hét á hinn
sæla Þorlák biskup að hún skyldi
sigrað fá selinn. Þá féll selurinn að
henni. Þá laust hún hann annað
högg í svima. Þá komu menn út á
bænum í því bili og kallaði hún á þá
síðan að þeir skyldu veita henni full-
tingi og komu þeir til og varð þá
sóttur selurinn. Varð hún fegin hús-
freyjan því að þau voru fátæk en
höfðu ómegð mikla. Var sumar
fanglítið en þá dróst fram sumar-
fang mjög við veiði þessa. En húð
selsins var níu fóta löng og var sú
jarteikn mjög í gegn öðli að óstyrk
kona skyldi geig gera mega svo
miklum sei. En þessir menn höfðu
lengi verið undir umsjá hins sæla
Þorláks biskups og bjuggu á hans
löndum og var þeirra ráð ávallt síð-
an birgilegra er þau komu undir
hans áraburð, en áður hafði verið.
Þökkuðu þau guði þessa jarteikn og
hinum sæla Þorláki biskupi.
Sveinn féll í sýruker
Þess atburðar mun eg nú næst geta
er miður mundi vægt verða frásögn
ef í öðrum löndum hefði orðið en eg
mun nú fyrir sakir dæma þeirra er
margir menn vilja kalla á slíkum
hlutum verða. Sveinn ungur féll í
sýruker en kona ein var frammi
stödd og heyrði að nokkuð féll í ker-
ið og ætlaði hún að vera mundi
hundur eða köttur og fór hún til
hurðar og kallaði á menn þá er í
stofunni voru og sagði að eitthvað
hefði fallið í kerið. En þá saknaði
móðirin sveinsins og varð óttafull.
En sá er fyrst kom til kersins leitað-
ist fyrir og kenndi brátt skyrtunnar
er vindur hafði hlaupið á milli og
sveinsins, en hann var allur í kafi.
Tók hann þá síðan upp sveininn.
Kom þá og faðirinn sveinsins og
kunni illa vanhyggju sinni, en lífláti
sveinsins, er honum þótti þá víst
vera, er hann unni sem sjálfum sér.
Báru þeir síðan sveininn þangað er
ljóst var og lögðu undir þófa. Síðan
hét hann enn á hinn sæla Þorlák
biskup að hann skyldi þeim nokkura
miskunn hyggja framar en hann
kynni til mæla. Eftir það hrærðu
þeir sveininn smám saman. En er
þeir höfðu það mjög lengi gert, þá
tók sveinninn að hræra fingurnar
nokkuð. Síðan hóf hann upp augu
sín, eftir það gaus upp grátur. En
hann spjó síðan of nóttina og batn-
aði stund frá stund, uns hann var
heill og þóttust þau son sinn hafa úr
helju heimtan er áttu. En ek kann
eigi meira taka af en svá sem nú er
sagt.
Nistið týnda
Sá atburður varð enn er mjög er á
mót því er menn mega af líkindum
ráða. Menn fóru að vinna heyverk í
eyju þeirri er á skipi varð til að fara.
En er þau komu þangað þá fór kona
sú úr fötum þeim er hún vildi eigi
við verk hafa og spretti frá sér félitlu
nisti er önnur kona hafði léð henni.
Síðan unnu þau allan dag. En er þau
skyldu heim fara síðla of aftaninn þá
fann konan eigi nistið, er hún hafði
frá sér sprett um morguninn. Öng-
vir menn höfðu farið í eyna né þaðan
síðan er þau fóru. Þá leituðu þau
nistisins og fundu eigi. Henni þótti
illa, konunni, er hún skyldi hafa týnt
því er önnur kona átti. Hét hún síð-
an á hinn sæla Þorlák biskup að
fmnast skyldi nistið. Síðan fóru þau
heim á leið. En áður þau kæmi að
landi þá sáu þau liggja á steini þeim
er næstur var vörum knýtiskauta, er
þau komu að landi. Þá tóku þau
knýtiskautann og leystu og var þar í
nistið, það er týnst hafði, og mátti
það enginn maður vita hverju far-
aldi þangað mundi farið hafa.
Maður tók sótt
Maður tók sótt mikla og blés hann
allan og gerði svo digran sem naut
og hafði fárverki. En húsfreyja hans
var næfurkona og kunni vel fyrir sér.
Yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis tilkynnir:
Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 20. apríl
1991 rennur út kl. 12.00 á hádegi 5. apríl nk.
Listum til framboðs í Suðurlandskjördæmi skal skilað
til yfirkjörstjórnar er tekur á móti framboðum á fundi
sínum að Hótel Selfossi föstudaginn 5. apríl nk. frá
kl. 10.00 til kl. 12.00 árdegis.
Samkvæmt 27. og 33. gr. kosningarlaga skulu eftir-
talin gögn fylgja framtíbðslistunum:
1. Skriflegt samþykki allra þeirra er sæti eiga á listan-
um.
2. Skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann og fyr-
ir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram
frá eigi færri en 120 og eigi fleiri en 180 kjósend-
um í kjördæminu.
3. Skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um
hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans.' .
Framboðslistarnir verða síðan úrskurðaðir á fundi
yfirkjörstjórnar sem haldinn verður á sama stað iaug-
ardaginn 6. apríl nk. kl. 11.00 árdegis.
Yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis
Kristján Torfason
Stefán A. Þórðarson, Pálmi Eyjólfsson
Már Ingólfsson, Magnús Aðalbjarnarson.