Tíminn - 28.03.1991, Síða 4

Tíminn - 28.03.1991, Síða 4
4 HELGIN Fimmtudagur 28. mars 1991 T Ævistarf eins manns og fimm ára vinna fjölda hugsjónafólks lítur dagsins Ijós í nýrri bók: Islandssaga til okkar daga Sögufélagiö hefur gefið út bókina „íslandssaga til okkar daga“ eftir sagnfræðingana Björn Þorsteinsson og Bergstein Jónsson. Með þessari bók er í fyrsta skipti komin út á prenti samfelld saga lands og þjóð- ar. Áður hafa verið gerðar tilraunir til að skrifa sögu þjóðarinnar, frá landnámi til vorra daga, en af ýmsum orsökum hefur það ekki tekist fyrr en nú. Segja má aö ritið „íslandssaga til okkar daga“ hafi að geyma ævi- starf Björns Þorsteinssonar pró- fessors. Björn var mikilvirkur sagnfræðingur og skrifaði fjölda bóka og ritgerða. Hann skrifaði sammerkt að vera vekjandi og glæsilega skrifuð. Björn var forseti Sögufélagsins og ritstjóri tímarits þess, Sögu, um margra ára skeið. Björn lést árið 1986, 68 ára að aldri. Eftir að Björn féll frá tóku vinir hans og samstarfsmenn við verk- inu. í fimm ár hefur verið unnið sleitulaust að því að koma bókinni út. Bergsteinn Jónsson prófessor skrifaði sögu síðustu alda, en m.a. nokkrar bækur sem hafa að geyma sögu þjóðarinnar fram yfir siðskiptin. Hann gaf einnig út ís- landssögu á dönsku, en sú bók er stofninn að þeirri íslandssögu sem nú kemur út. Rit hans eiga það Kristján konungur X. á Laugar- vatnsvöllum 1926. Kristján (1870- 1947) var hinn síöasti af 29 kon- ungum fslands og eini konungur íslands sem sérstaks ríkis (1918- 44). Hann kom oft til fslands, baeði sem krónprins og konungur, og geröi sér far um að kynnast málefrium þess, en honum samdi illa við íslenska forystumenn og naut aldrei hylli á fslandi. f Dan- mörku varð hann sameiningar- tákn þjóðarinnar á hemámsámn- um 1940-1945 og dáður fyrir að standa virðulega í stöðu sinni gagnvart Þjóðverjum. Marga Dani tók sárt, konungs vegna, að ís- iendingar stofnuðu lýðveldi án samkomulags við hann. Þetta er ein af þeim flölmörgu myndum sem prýða bókina. Hún sýnir blaðsöludreng auglýsa þá ffegn sem bar hæst á þessum tíma, fregnina um fall Valtýs Guð- mundssonar í kosningunum 1902. Þjóðólfur var aðalmálgagn heimastjómarmanna en fsafold helsta blað Valtýinga. Hannes Hafstein féll einnig í þessum kosningum, en báðir komust þeir Valtýr á þing aftur 1903 og voru keppinautar um ráðherravaldið. f samræmi við þingræðisreglu varð Hannes hlutskarpari af því að hann hafði stærri þingflokk á bak við sig. Helgi Skúli Kjartansson dósent yf- irfór texta Björns og gerði þær breytingar sem hann átti eftir að gera þegar hann féll frá. Margir fleiri hafa unnið að þessu mikla verki. í ritstjórn voru sagnfræð- ingarnir Anna Agnarsdóttir, Gunnar F. Guðmundsson og Magnús Þorkelsson fornleifafræð- Úr níunda kafla bókarinnar Kaupmannahöfn í janúar 1490. minnst á fiskveiðiheimildir Eng- í 4. grein samningsins, sem lendinga, heldur ítrekuð fyrri gerður var, segir að „enskir bönn við vetursetu útlendinga, kaupmenn, fískimenn og allir nema ef þeir kunna að verða sár- Kristján I hafði sett þýskan flotaforingja, Diðrik Píning, höf- uðsmann á íslandi 1478, en hann hafði marga hildi háð við Englendinga í þriðja þorskastríð- inu og siglt með landkönnuðum vestur um Grænland. Þegar hann birtist á svióinu við Island tók að hitna í kolunum. Árlð 1484 bauð Englandskonungur íslandsför- um í Norfolk og Suffolk að safn- ast saman vel búnir vopnum og vistum á Humber og bíða þar skipa, sem verði þeim til varnar á leiðinni til íslands, en þangað eigi þeir að hafa samflot. Slikar ðryggisráðstafanir dugðu skammt. Árlð 1486 kærðu ís- landsfarar fyrir konungi og parlamenti, að ekkert enskt skip kæmist lengur til ísiands án háska og aevintýra, „Því að þar veita Þjóðverjar Dönum, eins og sannað hefur verið fyrir ráði konungs". Um vorið hertóku Englendingar Hansakugg í Hafnarfírði og seldu hann ásamt 11 Hansakaupmönn- um í Galway á frlandi, en þar var sjóræningjahöfn í þann tíó. Það var orðin víkingaöld á Norður- Atlantshafi og töldu Englending- ar höfuðsmanninn á íslandi, Diðrik Píning, versta skelminn. Hann vann Gotland af Svíum, reisti varðstöð nyrst á Finn- mörku gegn Rússum og var Eng- lendingaskelfír við ísland. Sjó- hernaður hans var þrátefli, sem engin ríkisstjórn gat gengist við. Siglingaleiðir og öryggi á hafínu færðust stöðugt ofar á umræðu- lista stjórnmálamanna, og ísland var orðið fjölsótt fiskveiði- og markaðsstöð ýmissa þjóða. Gangur mála á 15. öld sýndi að gildislaust var að lýsa hafíð við landi bannsvæði; stefna dansk- norska konungsvaldsins hlaut að felast í skattheimtu af verslun og sjávarnytjum við ísland, og samningaþóf hófst við Englend- inga, og því lauk með friðargerð í aðrir þegnar Englandskonungs megi sigla frjálslega til íslands til verslunar og fískveiða að eigin geðþótta um alla framtíð" að því tilskildu að þeir greiði á eyju þessari og höfnum hennar tolla og skatta að venju, þar sem þeir lendi, en afli sér siglingalcyfis hjá Danakonungi 7. hvert ár. - Með þessum ákvæðum var Eng- landskonungum veitt Iögformleg heimild til fiskveiða viö ísland með ákveðnum skilyrðum. Diðrik Píning höfuðsmaður lagði fyrir lögréttu á Alþingi 1490 friðargerð konunganna um að Englendingar mættu sigla til islands „með réttan kaupskap og fa!slausan“. Þá var Píningsdóm- ur lögtekinn, en þar er hvergi ir eða sjúkir eða í skipbroti, og selji þó öngvan pening dýrra vet- ur en sumar, og haldi öngvan ís- lenskan mann sér til þjónustu, og gjöri hvorki skip né menn til sjós. En hver sem þá hýsir eða heimilar öðru vísi en nú er sagt, svari slíku iyrir sem hann hýsi útlægan mann. En hver (slenskra manna sem þeim þjónar, svari slíkri sekt sem hinir. íslcnskt fombréfasafn VI (1900- 1904), bls, 704 Þá var Þjóðverjum og Englend- ingum boðið að halda frið sfn á milli í íslenskum höfnum og bannað að versla við friðrof. Búðsetumenn, „svo karlar sem konur,“ vom skyldaðír til að eiga a.m.k. þrjú kýrverð, að viðlögð- um missi eigna og afía til handa umboðsmanni konungs „og bændum öllum í sveitinni", en allir aðrir skyldu vinna hjá bænd- um. -Þá var ítrekað skattfrelsi nefndarmanna að óskertu þing- fararkaupi. Píningsdómur birtir stefnu stórbændavaldsins, sem varði einveld! sitt á vinnumarkaðinum af hörku og viðurkenndi ekki fiskveiðiheimild Englendinga á íslenskum miðum, enda fylgdi henni samkeppni um vinnuafl. Á Alþingi 1490 fengu bændahöfð- ingjarnir sjóhetjuna Diðrik Pín- ing til þess að ógilda stefnu kon- ungsvaldsins í flskveiðimálum, og ári síðar var kunngert á sama stað að enskir og þýskir flytji þá frétt að Diðrik Píning „sé dauður utanlands". Þá undanbáðust ís- lendingar hirðstjórn Diðriks Pín- ings yngra og kusu sér hirðstjóra Einar, son Björns Þorleifssonar. Á Alþingi árið 1500 var dæmt að duggarar, sem rækju enga versl- un, væm ófriðhelgir hvar sem þeir yrðu teknir, og árið eftir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.