Tíminn - 28.03.1991, Page 11

Tíminn - 28.03.1991, Page 11
Fimmtudagur 28. mars 1991 HELGIN 15 Nick Nolte vinnur enn einn sigurinn í nýjustu mynd Sydneys Lumet, Lögreglurannsókninni. Hvað er rétt, hvað er rangt? Q&A*** Aöalhiutverk: Nick Nolte (48 Hours, Three Fugitives), Timothy Hutton, Armand Assante, Lee Richardson, Paul Caldreon. Handrit: Edwin Torres. Framleiöandi: Arnon Milchan, Burt Harris. Leikstjóri: Sidney Lumet. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd í Bíóborginni. Timothy Hutton og Nick Nolte eru í aðalhlutverkum í nýjustu mynd Sydneys Lumet sem segir frá ung- um lögmanni sem fenginn er til að rannsaka mál sem lítur vel út á yfir- borðinu en er rotið innst inni. Nick Nolte er hreint stórkostlegur í hlutverki undurförula lögreglu- mannsins og er ég á því að þetta sé hans besta hlutverk til þessa. Þegar myndin var rétt byrjuð fannst mér ég hafa séð þetta flest áður, lög- reglumaður undir eftirliti og ungur og efnilegur lögmaður að sanna sig og þótti mér hún ótrúlega lík ný- legri mynd, Internal Affairs með Ri- chard Gere í aðalhlutverki. En annað kom upp á teninginn. Þarna er á ferðinni hugsandi mynd sem er geysilega vel uppbyggð, með margslungnum persónuleikum og mjög sterkum söguþræði. Persóna Nolte er einn sá ógeðfelldasti skúrk- ur sem ég hef séð í lögreglumynd fyrr og síðar og ýmis smáatriði, eins og samtöl sem maður er lengi að átta sig á, gefa myndinni eðlilegri blæ heldur en maður á að venjast í bandarískum kvikmyndum. Myndin skilar mörgum spurning- um ósvarað og tel ég það mikinn kost og skapar sér þannig stöðu langt frá hinni venjubundnu afþrey- ingu sem oftar en ekki má líta í bíó- húsum borgarinnar. Þeir sem eru á höttunum eftir slagsmálum og lát- um verða sennilega fyrir vonbrigð- um með myndina en þeir sem safn- ast í bíósalina með það fyrir augum að sjá eitthvað sem verður þeim minnisstætt ættu að fá þó nokkuð fyrir sinn skerf. Þarna vinnur Lumet eftir bók Ed- win Torres og verður ekki annað sagt en honum takist vei til að vinna úr handriti sem er jafnflókið og þetta. ÁHK. Myndatexti: Leikaramir Mark Lamos og Bruce Davidson á góöri stundu. Samfélag samkynhneigðra Longtime Companion++l/2 Aöalhlutverk: Stephen Caffrey, Patrick Cassidy (Nickel Mountain, Something in Common), Brian Cousins, Bruce Davison (Spies Like Us). Handrit: Craig Lucas. Leiksjóri: Norman René. Sýnd í Regnboganum. Longtime Companion er falleg mynd sem segir frá samskiptum homma og hvernig sjúkdómurinn eyðni kemur upp hjá þeim og vanda- málum því fyigjandi. Lítið er hægt að skrifa um söguþráðinn vegna þess hversu sérstakur hann er. Hér er sagt frá vinum sem allir eiga það sameiginlegt að vera í góðum stöðum og Iífið ieikur við, þar til einn góðan veðurdag að áður óþekkt afbrigði af krabbameini kemur upp meðal homma. Þetta er raunsæ mynd sem segir frá þeirri hræðslu sem greip um sig um allan heim og fordómana sem spruttu upp í kjöl- farið, jafnt meðal homma og al- mennings vítt og breitt. Norman René hafði löngu áður ákveðið að gera mynd um eyðni- sýkta einstaklinga en fékk frekar dræm viðbrögð hjá framleiðendum vegna þess hversu viðkvæmt mái- efni var á ferð. Hann eyddi löngum tíma í að kynna sér hjálparstöðvar eyðnisjúklinga og í því skyni tók hann að sér sjálfboðastarf á einni slíkri og annaðist sjúklinga í tals- verðan tíma. Margir efnilegir leikarar fara með hlutverk í myndinni og er það besti kostur hennar að öðrum ólöstuð- um. Flestir eru þetta leikarar sem hafa alið ævi sína á Broadway fyrir utan Bruce Davidson sem áður hef- ur leikið í kvikmyndum og að þessu sinni er hann tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir bestan leik í auka- hlutverki. Það sem fór mest í taugarnar á mér er ég horfði á myndina var oft á tíð- um óþarfa væmni sem mér fannst tilgerðarleg og ekki nauðsynleg og hefði mátt forðast með aðeins vand- aðri vinnubrögðum. En þrátt fyrir þetta er myndin heilsteypt kvik- myndaverk sem á erindi við alla og beinir augum fólks að vandamáli sem skiptir okkur öll máli. ÁHK. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 MÓTORHJÓLIN eru að koma á kynningarverði FZR 1000 145 ha.............Verð kr. 1130.000.- FZR 600 92 ha...............Verð kr. 742.000.- TDM 850 77 ha...............Verð kr. 800.000.- JF 1200 125 ha..............Verð kr. 945.000.- XJ 900 98 ha................Verð kr. 690.000.- XJ 600 72 ha................Verð kr. 590.000.- XV 1100 62 ha...............Verð kr. 620.000.- XV 535 46 ha................Verð kr. 520.000.- XT 600K 45 ha...............Verð kr. 499.000.- TV 200 ......................Verð kr. 374.000.- YZ 250 55 ha................Verð kr. 680.000.- YZ 80 25 ha.................Verð kr. 299.000.- DT50R3.1 ha.................Verð kr. 276.000.- Mikið úrval af aukahlutum. Góð varahlutaþjónusta. Vinsamlegast staðfestið pantanir. YAMAHA vann gullna stýrið 1991. Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Wlésoiífúj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.