Tíminn - 28.03.1991, Side 12

Tíminn - 28.03.1991, Side 12
Demanta- gítarinn Frá fangabýlinu til næstu borgar er tuttugu mílna vegur. Fjöldi af skógum og barr- trjám skilur að býlið og borgina og þarna í skógunum vinna sakamennirnir. Þeir tappa ter- pentínu af trjánum. Sjálft fang- elsið er inni í miðjum skógi. Menn munu finna það þar við endann á rauðum vegi með djúpum hjólförum. Gaddavír lið- ast um veggina umhverfis það eins og vínviður. Innan þeirra hafast við eitt hundrað og níu hvítir menn, níutíu og sjö svert- ingjar og einn Kínverji. Þarna eru tveir svefnskálar — stórar, grænmálaðar timburbyggingar með tjörupappa á þakinu. í ann- arri búa hvítu mennirnir, en svertingjarnir og Kínverjinn í hinni. I hvorum skálanna um sig er stór, belglaga ofn, en vetur eru hér kaldir og á nóttum með- an barrtrén vagga svo napurlega aftur og fram og tunglið baðar allt frostkaldri birtu, liggja mennirnir á bakinu á járnbedd- um sínum. Þeir vaka og litbrigði eldsins í ofninum leika í augun- um á þeim. Þeir mannanna sem eiga sér bedda næst ofninum eru þeir áhrifamestu — þeir sem litið er upp til eða menn óttast. Einn þeirra er herra Schaeffer. Herra Schaeffer — en það er hann kall- aður og er sérstakur viðingar- vottur — er renglulegur og úr sér vaxinn. Hann er með rautt hár sem tekið er að grána og andlitið er kinnfiskasogið, mein- lætamannslegt. Það finnst ekki hold á honum. Menn geta séð hreyfingar beinanna og augun eru daufingjaleg og móskuleg á litinn. Hann kann að lesa og skrifa og getur lagt saman talna- dálka. Þegar einhver hinna mannanna fær bréf, þá fer hann með það til herra Schaeffers. Flest eru bréfin dapurleg og skrifuð í mæðutóni. Mjög oft skáldar herra Schaeffer upp ein- hver gleðilegri tíðindi og les ekki það sem á blaðið er skrifað. í svefnskálanum eru tveir menn aðrir sem kunna að lesa. En þrátt fyrir það kemur annar þeirra með bréf sín til herra Schaeffers, sem er svo vænn að lesa aldrei sannleikann. Sjálfur fær herra Schaeffer ekki bréf, ekki einu sinni á jólunum. Hann virðist enga vini eiga utan fang- elsisins og í rauninni á hann enga þar heldur —það er að segja engan sérstakan vin. En það var ekki alltaf þannig. Á sunnudegi um vetur fyrir nokkrum árum sat herra Schaef- fer á þrepunum utan við svefn- skálann og var að tálga brúðu. Hann er mjög leikinn í slíku. Brúður sínar telgir hann út sem nokkra sérstaka parta, sem hann síðan festir saman með stálvírs- bútum. Handleggir þeirra og fætur geta hreyfst og það má snúa til á þeim höfðinu. Þegar hann hefur lokið við tylft eða svo af þessum brúðum fer forstöðu- maðurinn á býlinu með þær til borgarinnar og þar eru þær seld- ar í kramvörubúð. Með þessu móti aflar herra Schaeffer sér peninga fyrir sælgæti og tóbaki. Umræddan sunnudag, meðan hann sat og telgdi út fingur á smáa hönd, kom flutningabíll akandi inn í fangelsisgarðinn. Ungur piltur, handjárnaður við forstöðumanninn á býlinu, klöngraðist út úr bílnum og stóð nú og deplaði augunum móti draugalegri vetrarsólinni. Herra Schaeffer leit aðeins á hann sem snöggvast. Hann var þá fimm- tugur og sautján árum þar af hafði hann eytt á býlinu. Þótt það kæmi nýr fangi þá fékk það ekki raskað ró hans. Sunnudag- ur er frídagur á býlinu og hinir mennirnir, sem ranglað höfðu í sinnuleysi um garðinn, flykktust nú niður að flutningabílnum. Á eftir stöldruðu þeir Haki og Kjarni við hjá herra Schaeffer til þess að ræða við hann. „Hann er útlendingur, sá nýi,“ sagði Haki. „Frá Kúbu. En hann er með gult hár.“ „Hnífsstungumaður, segir for- stöðumaðurinn," sagði Kjarni, sem sjálfur var hnífsstungumað- ur. „Hann risti sundur sjóara í Mobile.“ „Tvo sjóara,“ sagði Haki. „En þetta voru bara slagsmál á kaffí- húsi. Hann meiddi hvorugan af strákunum." ,Að skera eyrað af manni? Kall- arðu það ekki að meiða menn? Forstöðumaðurinn segir að þeir hafi látið hann fá tvö ár.“ „Hann á gítar, sem er allur skreyttur demöntum," sagði Haki. Senn var ekki verkljóst lengur. Herra Schaeffer festi partana af brúðunni saman, setti hana á kné sér og hélt í litlar hendurn- ar. Hann vafði sér sígarettu. Furutrén voru orðin blá í aft- anskininu og reykurinn frá síg- arettunni hreyfðist ekki í köldu, vaxandi rökkrinu. Hann sá for- stöðumanninn koma yfir garð- inn. Nýi fanginn, Ijóshærður, ungur piltur, rölti spölkorn á eft- ir honum. Hann hélt á gítar sem var alsettur glerdemöntum sem merluðu eins og stjörnur og nýi búningurinn var honum of stór. Hann var eins og grímubúning- ur á hrekkjavökunni. „Hér er einn handa þér, Schaef- fer,“ sagði forstöðumaðurinn og dokaði við á þrepum svefnskál- ans. Forstöðumaðurinn var ekki strangur maður. Stundum bauð hann herra Schaeffer inn á skrif- stofu sína og þeir ræddu saman um ýmislegt, sem þeir höfðu les- ið í blöðunum. „Tico Feo,“ sagði hann, eins og þetta væri nafn á fugli eða lagi, „þetta er herra Schaeffer. Gerðu eins og hann gerir og þá gerirðu engar vitleys- ur.“ Herra Schaeffer leit á drenginn og brosti. Hann brosti lengur við honum en hann ætlaði sér, því drengurinn var með augu sem voru eins og agnir af himninum — blá eins og vetrarhiminninn — og hárið á honum var jafn- gyllt og tennurnar í forstöðu- manninum. Andlitið á honum var ekki með neinum sorgarsvip, fjörlegt og greindarlegt. Herra Schaeffer komu í hug frídagar og skemmtanir .meðan hann horfði á hann. „Hún er eins og litla sýstir mín,“ sagði Tlco Feo og snart við brúðu herra Schaeffers. jtöddin var með kúbönskum hreim og mjúk og sæt eins og banani. '„Hún situr líka á hnénu á mér.“ Herra Schaeffer var allt í einu feiminn. Hann hneigði sig fyrir forstöðumanninum og gekk burt innar í garðinn þar sem skuggsælt var. Þar stóð hann og hvíslaði nöfn kvöldstjarnanna meðan þær voru að ljúkast upp eins og blóm fyrir ofan hann. Stjörnurnar voru yndi hans, en í kvöld færðu þær honum enga hugsvölun. Þær fengu ekki minnt hann á að hvað svo sem fyrir okkur kemur á jörðu hér þá týnist það úti í endalausum ljóma eilífðarinnar. Meðan hann starði á þær — stjörnurnar — hugsaði hann aðeins um dem- antagítarinn og jarðneskt glit hans. Segja mátti um herra Schaeffer að um dagana hefði hann ekki gert nema eitt sem var verulega illt: hann hafði drepið mann. At- vikin sem til þess lágu skipta ekki máli, nema að við látum þess getið að maðurinn átti skil- ið að deyja og fyrir þetta hlaut herra Schaeffer níutíu og níu ár og degi betur. í langan tíma — raunar í mörg ár — hafði hann ekki hugsað um hvernig það var, áður en hann kom á fangabýlið. Minningar hans um þá tíma , voru eins og hús þar sem enginn býr og húsgögnin hafa drafnað sundur og orðið að engu. En í kvöld var eins og lampar hefðu verið tendraðir í öllum hinum drungalegu og dauðalegu her- bergjum. Þetta hafði byrjað þeg- ar hann sá Tico Feo koma í gegn urp rökkrið með þennan ljóm- andi gítar sinn. Fram að því and- artaki hafði hann ekki verið ein- mana. Nú, er honum varð ein- manaleiki sinn ljós, fannst hon- um hann vera lifandi. Hann hafði ekki langað til að vera lif- andi. Að vera Iifandi var að muna brúnar ár þar sem fiskar syntu og sólskin í konuhári. Herra Schaeffer drúpti höfði. Skin stjarnanna hafði fyllt aug- un í honum af vatni. Vanalega var svefnskálinn gleðivana staður, mettaður karl- mannalykt og nöturlegur í birt- unni frá tveimur nöktum ljósa- perum. En með komu Tico Feo var eins og eitthvað sem minnti á hitabeltið hefði átt sér stað í þessum köldu vistarverum, því þegar herra Schaeffer kom aftur frá stjörnuskoðun sinni varð fyr- ir honum æðisgengin og lit- skrúðug sýn. Tico Feo sat með krosslagða fætur á einum bedd- anna, sló strengi gítars síns með löngum, fimum fingrum og söng lag sem var jafnfjörugt á að hlýða og kliður i smámynt. Þótt söngurinn væri á spönsku reyndu sumir mannanna að syngja með og Haki og Kjarni voru að dansa saman. Charlie og Blikki dönsuðu líka en hvor í sínu lagi. Það var gaman að heyra mennina hlægja og þegar Tico Feo lagði frá sér gítarinn um síðir var herra Schaeffer meðal þeirra sem óskuðu hon- um til hamingju. „Þú ert vel að því kominn að eiga svona fínan gítar,“ sagði hann. „Þetta er demantsgítar,“ sagði Tico Feo og strauk með hend- inni yfir kabarett-glysskreyting- una. „Einu sinni átti ég einn með rúbínum. En honum var stolið. Systir mín vinnur á stað í Havana, þar sem — hvað kallið þið það — þar sem þeir búa til gítara. Þannig fékk ég hann.“ Herra Schaeffer spurði hvort hann ætti margar systur og Tico Feo brosti gleitt og íyfti upp fjór- um fingrum. Svo pírði hann blá augun fullur ágirndar og sagði: „Viltu vera svo góður, herra, að gefa mér dúkku handa litlu systrum mínum tveimur?" Herra Schaeffer færði honum dúkkurnar kvöldið á eftir. Eftir það var Tico Feo besti vinur hans og þeir voru alltaf saman. Stöð- ugt báru þeir umhyggju hvor fyrir öðrum. Tico Feo var átján ára og í tvö ár hafði hann verið á fraktara á Karíbahafinu. Sem barn hafði hann gengið í skóla hjá nunnum og hann bar gylltan róðukross um hálsinn. Hann átti einnig talnaband. Talnabandið geymdi hann vafið innan í græna silki- slæðu sem einnig geymdi þrjá dýrgripi aðra: Flösku af „Even- ing in Paris“- kölnarvatni, vasa- spegil og Rand McNally heim- skort. Þetta og gítarinn voru al- eiga hans, og hann leyfði engum að snerta á þessu. Máske mat hann kortið mest. Á kvöldin, áð- ur en ljósin voru slökkt, breiddi hann úr kortinu og sýndi herra Schaeffer þá staði sem hann hafði komið til — Galveston, Mi- ami, New Orleans, Mobile, Kúba, Haiti, Jamaica, Puerto Rico, Jómfrúreyjar — og þá staði sem hann langaði að koma til. Hann langaði til að koma nær alls staðar, helst til Madrid og lang- helst til Norðurpólsins. Þetta bæði heillaði og skelfdi herra Schaeffer. Það fékk honum sárs- auka að hugsa sér Tico Feo á höf- um úti og á fjarlægum stöðum. Hann leit stundum þrjóskulega á vin sinn og hugsaði: „Þú ert að- eins latur draumóramaður."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.