Tíminn - 28.03.1991, Qupperneq 13

Tíminn - 28.03.1991, Qupperneq 13
Fimmtudagur 28. mars 1991 HELGIN T 17 Satt er það að Tico Feo var Iat- ur. Eftir fyrsta kvöldið varð meira að segja að ganga á eftir honum að leika á gítarinn. í da- grenningu, þegar vörðurinn kom að vekja mennina, en það gerði hann með því að berja með hamri í ofninn, kveinkaði Tico Feo sér eins og barn. Stundum þóttist hann vera veikur, stundi og neri á sér kviðinn. En þetta hélst honum aldrei uppi, því for- stöðumaðurinn sendi hann út til vinnu með hinum. Þeir herra Schaeffer voru látnir vera saman í vegavinnuflokki. Það var erfið vinna að grafa í frosnum leirn- um og bera strigapoka fulla af grjótmulningi. Vörðurinn þurfti sífellt að vera að kalla til Tico Feo, því hann eyddi mestum hluta tímans í að reyna að halla sér upp að einhverju. Alltaf í hádeginu, þegar matar- fötunum var deilt út, sátu þeir vinirnir saman. Sitthvað gott var að finna í fötu herra Schaeffers, því hann hafði efni á eplum og sælgæti úr borginni. Hann hafði gaman af að gefa vini sínum þetta, því vinur hans naut þess svo mjög, og hann hugsaði með sér: „Þú ert að vaxa. Það er langt þar til þú verður fullorðinn mað- ur.“ Ekki féll öllum mönnunum við Tico Feo. Vegna þess að þeir voru afbrýðisamir út í hann eða af enn djúprættari sökum, sögðu sumir þeirra ljótar sögur um hann. Tico Feo virtist ekkert af þessu vita. Þegar mennirnir söfnuðust utan um hann og hann lék á gítarinn og söng lög- in sín, mátti sjá að honum fannst hann vera í miklu uppá- haldi. Flestir mannanna höfðu mætur á honum: þeir biðu eftir og þótti þeir vera háðir tímanum milli kvöldverðarins og myrkv- unarinnar. „Tico, spilaðu á kass- ann,“ sögðu þeir. Þeir veittu því ekki athygli að á eftir fundu þeir til dýpri hryggðar en nokkru sinni. Svefninn stökk frá þeim eins og héri og augu þeirra dvöldu ígrundandi við skinið frá eldinum sem snarkaði að baki ofngrindarinnar. Herra Schaef- fer var sá eini sem skildi óróleg- ar kenndir þeirra, því hann fann til þeirra líka. Raunin var sú að vinur hans hafði vakið til lífsins brúnar ár þar sem fiskar synda og sólskin í konuhári. Brátt veittist Tico Feo sá heiður að fá rúm nærri ofninum og næst herra Schaeffer. Herra Schaeffer hafði alltaf vitað að vinur hans var skelfilegur lyga- laupur. Hann hlustaði ekki eftir sannleikanum í frásögnum Tico Feo af ævintýrum, sigrum og kynnum af frægu fólki. Hann hafði meir gaman af þeim sem vanalegum sögum, eins og þeim sem menn lesa í tímaritum, og honum hlýnaði um hjartarætur að heyra suðræna rödd vinar síns hvísla í myrkrinu. Að því frátöldu að þeir samein- uðust ekki líkamlega né hugs- uðu til þess, þótt þannig nokkuð væri ekki óþekkt á býlinu, þá voru þeir eins og elskendur. Vor- ið er sú af árstíðunum sem mest tekst að rjúfa: stilkir þrýsta sér gegn um jarðskorpuna, stökka undan vetri, ungir Iaufsprotar brjótast fram á gömlum og dauðvona greinum, sofnandi vindar berast stefnulaust um alla hina nýbornu grænku. Hið sama átti sér stað í herra Schaeffer, það var leysing, mýkt færðist í vöðva sem orðnir voru stirðnað- ir. Það var seint í janúar. Vinirnir sátu á þrepum svefnskálans, hvor um sig hélt á sígarettu. Mjótt og gult tungl, eins og skári af sítrónusneið, bugðaðist yfir þeim og í Ijósinu frá því höfðu hrímrákir á jörðinni tekið að merla, eins og silfruð slóð eftir snigla. í marga daga hafi Tico Feo verið horfinn inn í sjálfan sig — þögull eins og ræningi sem bíður átekta í skugganum. Það dugði ekkert að segja við hann: „Tico Feo, spilaðu á kass- ann.“ Hann leit aðeins á menn þýðu og þokukenndu augnaráði. „Segðu sögu,“ sagði herra Schaeffer, sem varð taugaóstyrk- ur og hjálparvana, þegar hann fékk ekki náð sambandi við vin sinn. „Segðu frá því þegar þú fórst á veðreiðarnar í Miami." „Ég hef aldrei farið á neinar veðreiðar," sagði Tico Feo og ját- aði þar með á sig eina ærilegustu lygi sína, en þar komu mörg hundruð dollarar og kynni af Bing Crosby við söguna. Honum virtist standa á sama. Hann tók upp greiðu og renndi henni gegn um hárið, stúrinn á svip. Nokkrum dögum áður hafði þessi greiða orðið tilefni til hörkurifrildis. Einn af mönnun- um, hann Blikki, fullyrti að Tico Feo hefði stolið greiðunni frá sér, en því svaraði sá ákærði með því að hrækja í andlitið á hon- um. Þeir höfðu byrjað handalög- mál, sem lauk með því að herra Schaeffer og annar maður gengu til og skildu þá. „Þetta er mín greiða. Segðu honum það!“ hafði Tico Feo heimtað af herra Schaeffer. En herra Schaeffer hafði sagt „nei“ með kyrrlátri festu, þetta væri ekki greiða vin- ar hans — svar er virtist slá vopnin úr höndum allra hlutað- eigandi. „Nú,“ sagði Blikki, „fyrst hann langar svona í hana. I guðanna bænum lofum þá þessum tíkarsyni að eiga hana.“ Og síðar hafði Tico Feo sagt ráð- villtum og hikandi rómi: „Ég hélt að þú værir vinur minn.“ „Ég er það,“ hafði herra Schaef- fer hugsað með sér, en hann sagði ekkert. „Ég fór ekki á neinar veðreiðar og þetta sem ég sagði um ekkj- una — það er ekki satt heldur.“ Hann tottaði sígarettuna, þar til það snarkaði í glóðinni og horfði rannsakandi á svip á herra Schaeffer. „Segðu mér, áttu pen- inga?“ „Kannske tuttugu dollara," sagði herra Schaeffer hikandi og óttaðist í hvað þetta mundi stefna. „Tuttugu dollarar, ekki nógu gott,“ sagði Tico en var þó ekki vonsvikinn að sjá. „En það gerir ekkert, við björgum því. Ég á vin í Mobile, sem heitir Frederico. Hann mun koma okkur um borð í skip. Engin vandræði," og það var eins og hann væri að segja að það hefði kólnað í veðri. Herra Schaeffer nísti í hjartað. Hann kom ekki upp orði. „Enginn hérna getur hlaupið og náð Tico. Hann hleypur hrað- ast.“ „Byssukúlur hlaupa hraðar,“ sagði herra Schaeffer í rómi sem varla fannst lífsvottur í. „Ég er of gamall,“ sagði hann og vitundin um aldurinn ólgaði hið innra með honum eins og klígja. Tico Feo hlustaði ekki. „Svo er það bara heimurinn, el mundo, vinur kær.“ Hann stóð upp og tiraði eins og ungur hestur. Það var eins og allt hefði færst þétt upp að honum - - tunglið, uglu- vælið. Andardrátturinn varð hraður og varð að gufu í loftinu. ,/Ettum við að fara til Madrid? Kannske mun einhver kenna mér að verða nautabani? Held- urðu það?“ Herra Schaeffer hlustaði ekki heldur. „Ég er of gamall," sagði hann „allt of fjári garnall." Næstu vikur lét Tico Feo hann ekki í friði — heimurinn, el mundo, vínur kær, og hann langaði til að hlaupa í felur. Hann lokaði sig inni á salerninu og lagði sig fram um að vera raunsær. Eigi að síður æsti þetta hann, kvaldi hann. Hvað ef þetta mundi nú heppnast, flóttinn með Tico Feo í gegnum skógana og niður til sjávar? Og hann sá sjálfan sig fyrir sér um borð í skipi — hann, sem aldrei hafði séð sjóinn og allt sitt líf hafði verið rótfastur á þurrlendinu. Um þetta leyti dó einn af saka- mönnunum og menn gátu heyrt þegar verið var að smíða kistuna úti í garðinum. Herra Schaeffer hugsaði er hann heyrði hvern naglanna um sig rekinn í far sitt: „Þessi er handa mér, hann er minn.“ Sjálfur hafði Tico Feo aldrei verið í betra skapi. Hann sprang- aði um með flagaratíguleik at- vinnudansara og hafði spaugs- yrði á reiðum höndum handa hverjum sem á vegi hans varð. í svefnskálanum að loknum kvöldverði skutust fingurnir á honum yfir gítarstrengina eins og púðurkerlingar. Hann kenndi mönnunum að hrópa olé, og sumir þeirra hentu húfunni sinni upp í loftið. Þegar vegavinnunni lauk voru þeir herra Schaeffer og Tico Feo fluttir út í skógana á ný. Um ÞAÐ ER ENGIN TILVILJUN AÐ... PZ vélarnar eru mest seldu heyvinnutæki á íslandi. Á því eru nokkrar einfaldar skýringar: Pær eru viðurkennd gæðavara á góðu verði. Endingin er frábær. íslenskir bændur hafa aldarfjórðungs reynslu af notkun þeirra - og reynsian er ólygnust. F A N E X HEYPYRLUR Vinnslubreidd er frá 400 - 730 sm. Við eigum flestar gerðir þeirra á lager. CMH.' A N D E X STJÖRNUMÚGAVÉLAR Vinnslubreidd er 330 og 380 sm. Þessar vélar eru léttar, sterkar og raka mjög vel. SLÁTTUPYRLUR Vinnslubreidd 135-212 sm. PZ-186 og PZ-212 sláttuþyrlur fáanlegar með knosara. H A Y B O B FJÖLNOTAVÉLAR Raka og snúa. Vinnslubreidd 300 sm. CZ RAKSTRARVÉLAR. Vinnslubreidd 165 sm. Sérstakt kynningarverð aðeins kr. 119 þúsund! CM-184 SLÁTTUÞYRLUR. Vinnslubreidd 185 sm. Sérstakt kynningarverð aðeins kr. 190 þúsund! Hjá PZ er stöðug þróun byggð á langri reynslu og þrotlausu rannsóknarstarfi. Fáðu JÖTUN og PZ til liðs við þig í heyskapnum í sumar, það munar um minna! G5D HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMl 91-670000

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.