Tíminn - 28.03.1991, Síða 15
Fimmtudagur 28. mars 1991
HELGIN
19
Demanta-
gítarinn
legt, því hann hlýtur að hafa vit-
að að hann mundi aldrei spila á
hann framar.
Fuglaskrækir fylgdu mönnun-
um á leið þeirra inn í þokumett-
aðan morgunskóginn. Þeir
gengu í einfaldri röð, fimmtán í
flokki, og vörður rak lestina.
Herra Schaeffer svitnaði eins og
á sólheitum degi og og honum
tókst ekki að halda takti við vin
sinn sem skálmaði áfram,
smellti saman fingrum og blístr-
aði móti fuglunum.
Þeir höfðu komið sér saman
um merki. Tico Feo átti að kalla
„Þarf að fara afsíðis!" og látast
fara á bak við tré. En herra
Schaeffer vissi ekki hvenær þetta
mundi gerast.
Vörðurinn Armstrong blés í
flautu, röðin tvístraðist og menn
hans dreifðust til hinna ýmsu
verkstöðva. Þótt herra Schaeffer
reyndi að sinna verki sínu sem
best hann gat, gætti hann þess
að vera ávallt þar sem hann gat
haft auga með bæði Tico Feo og
verðinum. Armstrong sat á trjá-
bolsstubb, munntóbakstaumur
liðaðist niður andlitið og byssu-
hlaupið beindist mót sólu. Hann
hafði hin slóttuglegu augu spila-
hrappsins. Það var eiginlega ekki
hægt að vita á hvað hann var að
horfa.
Annar maður gaf merki. Þótt
herra Schaeffer hefði samstund-
is heyrt að það var ekki rödd vin-
ar hans, hafði skelfingin læst sig
um hálsinn á honum eins og
reipi. Meðan morguninn silaðist
áfram glumdi við slíkur trumbu-
sláttur í eyrunum á honum að
hann var hræddur um að hann
mundi ekki heyra er merkið yrði
gefið.
Sólin færðist í hádegisstað.
„Hann er bara latur draumaóra-
maður. Það verður aldrei neitt
úr þessu,“ hugsaði herra Schaef-
fer og vogaði sér að trúa þessu
eitt andartak. En „fyrst skulum
við borða“, sagði Tico Feo með
svip hagsýnismannsins, meðan
þeir voru að koma matarfötun-
um fyrir á bakkanum ofan við
lækinn. Þeir borðuðu þegjandi,
líkt og þeir væru gramir hvor við
annan, en um síðir fann herra
Schaeffer að hönd vinar hans
laukst þétt um hans eigin og
þrýsti hana mjúklega.
„Herra Armstrong, þarf að fara
afsíðis..."
Herra Schaeffer hafði komið
auga á sykurgúmtré og hugsaði
um að bráðum kæmi vor að að
þá mætti tyggja gúmsætuna.
Egghvass steinn risti sundur á
honum lófann þegar hann
renndi sér niður hálan bakkann
og niður í lækinn. Hann stóð
upp og byrjaði að hlaupa. Hann
var lappalangur og hljóp næst-
um fram úr Tico Feo og ískaldar
vatnssúlur risu umhverfis þá.
Hróp manna endurómuðu hér
og hvar í skógunum eins og
raddir sem berast upp úr kjallara
og það gullu við þrjú skot, sem
öll flugu svo hátt að ætla mætti
að verðirnir hefðu miðað á
gæsahóp. Herra Schaeffer kom
ekki auga á trédrumbinn sem lá
þvert yfir lækinn. Hann hélt að
hann væri enn að hlaupa og fæt-
urnir gengu upp og niður. Hann
var eins og skjaldbaka, sem ligg-
ur á bakinu.
Meðan hann lá svona og braust
um fannst honum að andlitið á
vini hans uppi yfir honum væri
partur af hvítum vetrarhimnin-
um — það var svo fjarlægt, úr-
skurðandi. Það sveif þarna kyrrt
og aðeins andartak, eins og kól-
ibrífugl, en samt nógu lengi til
þess að hann sá að Tico Feo hafði
aldrei viljað að honum tækist
þetta, hafði aldrei búist við því,
og hann minntist að einu sinni
hafði hann haldið að langur tími
mundi líða uns vinur hans yrði
fullorðinn. Þegar þeir fundu
hann lá hann enn í ökkladjúpu
vatninu, eins og það væri sumar-
síðdegi og hann léti sig berast í
mestu makindum með straumn-
um.
Þrír vetur eru liðnir frá því er
þetta gerðist og um sérhvern
þeirra hafa menn sagt að hann
hafi verið sá kaldasti, sá lengsti.
Tveir rigningarmánuðir ristu
hjólförin enn dýpra niður í leir-
veginn til býlisins fyrir skömmu,
og er nú torveldara en nokkru
sinni að komast þangað og fara
þaðan. Tvö leitarljós hafa verið
fest á fangelsisveggina og þar
glóa þau alla nóttina, eins og
augu í risavaxinni uglu. Að öðru
leyti hafa ekki miklar breytingar
orðið. Til dæmis er útlit herra
Schaeffers mjög svipað, að því
frátöldu að hið gráa í hárinu hef-
ur þykknað og hann stingur við
vegna ökklabrots. Það var for-
stöðumaðurinn sjálfur sem hélt
því fram að herra Schaeffer hefði
ökklabrotnað, er hann reyndi að
handsama Tico Feo. Það kom
meira að segja mynd af herra
Schaeffer í blaðinu og undir
henni svohljóðandi texti:
„Reyndi að koma í veg fyrir
flótta." Þetta fékk mjög á hann,
ekki af því að hinir mennirnir
hlógu að þessu, heldur vegna
þess að hann hélt að Tico Feo
mundi sjá þetta. Samt klippti
hann fréttina út úr blaðinu og
geymir hana í umslagi ásamt
nokkrum öðrum úrklippum er
varða vin hans: piparmey nokk-
ur sagði lögreglunni að hann
hefði komið inn á heimili henn-
ar og kysst sig, tvisvar var til-
kynnt um að hann hefði sést í
grennd við Mobile, loks var álitið
að hann hefði farið úr landi.
Enginn hefur nokkru sinni ve-
fengt að herra Schaeffer ætti til-
kall til gítarsins. Fyrir nokkrum
mánuðum kom nýr fangi í svefn-
skálann. Hann var sagður góður
tónlistarmaður og menn töldu
herra Schaeffer á að lána honum
gítarinn. En öll lögin sem mað-
urinn lék á hann hljómuðu hjá-
róma, því það var eins og Tico
Feo hefði lagt bölvun yfír gítar-
inn er hann stillti hann síðasta
morguninn. Hann liggur nú
undir bedda herra Schaeffers og
glerdemantarnir eru farnir að
gulna. Á nóttum teygir hann
stundum handlegginn eftir hon-
um og fingurnir þreifa um
strengina. Svo er það bara heim-
urinn.
Atli Magnússon þýddi
Ágætu
Vestfirðingar
Frambjóðendur Framsókn-
arflokksins í Reykjavík,
Finnur, Ásta Ragnheiður
og Bolli, og þingmaður
Finnur flokksins á Vestfjörðum,
Ólafur Þórðarson, bjóða
þér að koma í kaffi og spjall
fimmtudaginn 4. apríl nk.
kl. 20.30 að Borgartúni 22.
Komið og hittið kunningja
að vestan. Taktu með þér
gesti.
Kemur Jóhannes Kristjáns-
son eða Steingrímur?
Frambjóðendur
Bolli
Asta Ragnheiöur
Ólafur
LÖGGILDINGARSTOFAN
óskar eftir að ráða
EÐLISFRÆÐING
Nú er unnið að endurskipulagningu Löggilding-
arstofunnar vegna aukinna og breyttra verkefna.
Leitað er að starfsmanni sem vinna skal á sviði
mælifræði og gæðastjórnunar auk þess að taka
þátt í endurskipulagningunni.
Nauðsynlegt er að væntanlegur starfsmaður hafi
gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli.
Umsóknum skal skila til Löggildingarstofunnar,
Síðumúla 13 í Reykjavík eigi síðar en 8. apríl
1991.
Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Axelsson,
forstjóri Löggildingarstofunnar.
Atvirtnuhúsnæði óskast
Lögreglan í Reykjavík óskar eftir húnæði, til
kaups eða leigu, fyrir bifreiðaverkstæði og aðra
starfsemi lögreglunnar.
Húsnæðið þarf að vera á bilinu 600- 800 ferm.
Tilboð sendist lögreglustjóranum í Reykjavík,
Hverfisgötu 115, eigi síðar en föstudaginn 5.
apríl 1991, merkt „Verkstæði“.
Allar nánari upplýsingar veitir Valgeir Guð-
mundsson í síma 33820 og 672693.
fBauknecht
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI
KÆLISKÁPAR
FRYSTISKÁPAR
0G
MARGT
FLEIRA
0G
0FNAR
KAUPFÉLÖGIN
UM LAND ALLT
Mfma
&SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARÐ