Tíminn - 06.06.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn
ffinr - _♦. • »
Fimmtudagur 6. júní 1991
Framsóknarflokkurinn hefur myndað málefnahópa og skipað málsvara fyrir hvern hóp:
Boða harða en málefna-
lega stjórnarandstöðu
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa myndað málefnahópa og skip-
að málsvara úr sínum röðum fyrir hvern hóp. Þetta er liður í þeirri
öflugu og málefnalegu stjórnarandstöðu sem flokkurinn hefur boð-
að. Starfsemin mun ekki einungis vera innan þingflokksins því ætl-
unin er að hafa öflugt samstarf við aðila utan hans, bæði flokks-
menn sem og aðila frá verkalýðsfélögunum, vinnuveitendasam-
bandinu og öðrum hópum úr þjóðfélaginu.
Málefnahópamir eru sex og hafa ver-
ið skipaðir málsvarar fyrir hvem hóp.
Steingrímur Hermannsson mun
ásamt Páli Péturssyni sjá um yfír-
stjóm og samræmingu, stjómmál og
efriahagsmál almennt, utanríkismál,
vísindi, tækni og nýsköpun. Halldór
Ásgrímsson er málsvari hóps sem sér
um atvinnumál, skattamál og kjara-
mál en í þeim málefnahóp em einnig
Guðni Ágústsson og Jóhannes Geir
Sigurgeirsson. Guðmundur Bjama-
son er málsvari málefmhóps um rík-
isfjármál, byggðamál og samgöngu-
mál en ásamt honum em í hópnum
Stefán Guðmundsson og Jón Helga-
son. Finnur Ingólfsson er málsvari
málefnahóps um félagsmál, heil-
brigðis- og tryggingamál og dóms-
mál. í þeim málefnahópi em einnig
Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálma-
dóttir. Valgerður Sverrisdóttir mun
ásamt Ólafi Þ. Þórðarsyni sjá um
menntamál, lista- og menningarmál
og umhverfismál. Páll Pétursson
mun síðan ásamt Valgerði Sverris-
dóttur og Jóni Kristjánssyni sjá um
störf á Alþingi og í þingflokknum.
Steingrímur Hermannsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, sagði á
blaðamannafundi í gær að stundum
hefði verið haft á orði að þeir hefðu
enga reynslu af því að starfa í stjóm-
arandstöðu og það mætti til sanns
vegar færa. „Hins vegar teljum við
okkur hafa lært mikið af stjómarand-
stöðunni undanfarin ár og kynnst því
hvemig á ekki að starfa í stjómarand-
stöðu," sagði Steingrímur.
Hann sagði að stjómarandstaða ætti
vissulega að vera hörð og þeir myndu
gagnrýna það sem betur mætti fara.
Hins vegar þyrfti gagnrýni alltaf að
fylgja hugmyndir um það hvað gera
eigi í staðinn. „Við höfum ákveðið að
gera tilraun til þess að vinna málefna-
lega með því að skipta niður í mál-
efnahópa og skipa málsvara," sagði
Steingrímur.
Hann sagði að hver hópur yrði
ábyrgur fyrir vinnu á sínu sviði. Hann
sagði að þau ætluðu að leita mikið út
fyrir þingflokkinn, bæði til flokks-
manna sem og annarra. Þá yrðu
stofhaðir vinnuhópar innan hvers
málefnahóps sem myndu fjalla um
ákveðin mál. „Við munum hafa sam-
band við félög í landinu, við verka-
lýðsfélög, vinnuveitendur og fleiri, og
óska eftir samstarfi við þá. Við höfúm
rætt við menn í þessum félögum og
þeir hafa tekið þessu mjög vel,“ sagði
Steingrímur.
„Okkur er ljóst að þetta er mjög mik-
ið starf og kannski mikið í fang færst
fyrir flokk utan ríkisstjómar. Ég mun
funda með flokksmönnum úti um allt
land í sumar og hef þegar haldið fjóra
fundi til að ræða þessi mál. Þessu er
alls staðar vel tekið og mjög mikill
áhugi er fyrir því að taka þátt í þessu
og margar hendur vinna létt verk.
Það hvílir hins vegar á forystu flokks-
ins að halda starfinu gangandi," sagði
Steingrímur.
Steingrímur sagðist gera ráð fyrir að
hafa gott samstarf við hina stjómar-
andstöðuflokkana. Það samstarf hafi
verið prýðilegt hingað til en að sjálf-
sögðu myndu þeir starfa málefnalega
á eigin vegum.
Páll Pétursson, formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, sagði að þetta
stjórnarandstöðutímabil væri gott
tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn til
að koma sinni stefnu á framfæri. Þeir
hafi lengi verið í samstarfi með öðr-
um og orðið að taka mikið tillit til
Málsvarar málefnahópa Framsóknarflokksins á blaðamannafundi í gær ásamt framkvæmdastjóra
flokksins. Á myndinni eru frá vinstri Egill Heiðar Gíslason framkvæmdastjóri og þingmennirnir Hall-
dór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Steingrímur Hermannsson, Páll Pétursson, Valgerður Sverris-
dóttir og Guðmundur Bjarnason.
annarra. „Nú höfum við tækifæri til
að boða okkar stefnu nákvæmlega
eins og við viljum hafa hana,“ sagði
Páll.
Halldór Ásgrímsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, sagði að það
ætti eftir að koma Sjálfstæðisflokkn-
um illa ýmislegt sem þeir hefðu sagt í
stjómarandstöðu. Þeir sætu nú
frammi fyrir ýmsu sem þeir hefðu tal-
að öðruvísi um þegar þeir voru í
stjómarandstöðu. Sem dæmi greiddu
þeir atkvæði gegn núverandi sjávar-
útvegsstefnu í þinginu á sínum tíma.
„Þeir voru andvígir hagræðinga-
sjóðnum, þeir voru andvígir verðjöfn-
unarsjóð fiskiðnaðarins. Ég held að
það sé mikilvægt fyrir stjómmála-
flokka að þeir tali með svipuðum
hætti í stjórnarandstöðu og meðan
þeir em í stjómaraðstöðu. Flokkar
sem tala með allt öðrum hætti í
stjómarandstöðu en þeir gera í
stjómaraðstöðu, geta að mínu mati
ekki verið trúverðugir þegar til lengri
tíma litið," sagði HalldórÁsgrímsson.
Páll Pétursson sagði að það væri
ástæða til aö undirstrika það að hlut-
Tímamynd: Pjetur
verk stjómarandstöðunnar í lýðræð-
isríki væri ákaflega mikilvægt. „Við
munum reyna að hafa áhrif á stjóm
landsins eftir því sem við mögulega
getum, þótt við eigum ekki ráðherra-
liði á að skipa eins og stendur. Vak-
andi stjómarandstaða getur haft mik-
il áhrif," sagði Páll Pétursson. —SE
Námsmenn vilja funda meö menntamálaráöherra til að tryggja lánamálin:
Þjóðarsátt um lánasjóð
Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinganna; Bandalags ís-
lenskra sérskólanema, Sambands
íslenskra námsmanna eriendis og
Stúdentaráðs Háskóla íslands,
krefst þess að menntamálaráð-
herra koml tíl fundar meö náms-
mönnum og reyni að ná þjóðar-
sátt um lánasjóðinn. Námsmenn
eru fúsir að vinna að sparaaði,
gegn því að ekki verði gerðar
grundvailarbreytingar á Lána-
sjóðnum. í bréfi nefndarinnar til
Ólafs G. Einarssonar mennta-
málaráöherra segir: „Samkvæmt
skýrslu fjármálaráðherra sem
lögð var fram á Alþingi fyrir
skömmu kemur fram á síðu 26
að ríkisstjómin hafi komið sér
saman um að „... breyta úthiut-
unarreglum Lánasjóðs fslenskra
námsmanna þannig að viðbótar-
fjárþörf sjóðsins lækki um 300
milýónir króna ...“ Mcnntamála-
ráðherra hafi faiið nýskipaðri
stjórn sjóðsins að gera tillögur
um nauðsyniegar aðgerðir tii að
þessu marid verði náö.
Lánasjóður íslenskra náms-
manna heyrir beint undir
menntamálaráðherra og eru aliar
breytingar sem gerðar eru á
sjóðnum á ábyrgð yðar enda eru
breytingar sem samþykktar eru í
stjórn Lánasjóðsins ekki annað
en tiliögur sem lagður eru iyrir
menntamálaráðherra til sam-
þykktar eða synjunar.
FuIItrúar námsmanna í stjórn
Lánasjóðsins höfðu í samráði við
fyrri stjórn unnið að breytingum
á úthlutunarreglum sem þá var
talið að miðuðu að allt að 200
milljóna króna sparnaði á náms-
árinu. Með þessu bréfi bjóðumst
við til þess að ganga til samninga
við yður um 200 til 300 milljóna
króna spamað í útlánum sjóðsins
á næsta námsári miðað við
óbreyttar úthlutunarregtur. Með
því teljum við okkur vera að
ganga að kröfum rfldsstjórnar-
innar um að ná fram sparnaði í
útlánum sjóðsins. Gegn þessu
fórum við fram á að aliar hug-
myndir um breytingar sem fram
hafa komið verði dregnar til baka
og fulltrúar ríkisstjómarínnar
setjist niður með námsmönnum
til samninga um hvemig ná megi
fram þessari hagræðingu í útlán-
um sjóðsins á næsta námsári.
Jafnframt fórum við fram á að
ekki verði samþykktar neinar út-
hlutunarreglur sem ekki ríkir
samstaða um mflli ríldsstjómar-
fulltrúa og námsmanna. Einnig
óskum við eftir því aö ekki verði
gerðar grundvallarbreytingar á
kerfinu á næstu árum.
Við vonumst eftir því að þér,
hæstvirtur menntamáiaráðherra,
séuð tUbúinn til að ganga tií
samninga við námsmenn um of-
angreind atriði en með samning-
um ættum við að geta náð fram
þjóðarsátt um lánasjóðinn."
Undlr bréfið rita formenn náms-
mannahreyfinganna þriggja, fuU-
trúar og varafulltrúar þeirra í
stjórn LÍN og oddvitl Röskvu,
samtaka félagshyggjufólks í Há-
skólanum.
•aá.
Dómur í Hafskipsmálinu þyngdur í
Hæstarétti. Ragnar Kjartansson:
Hvar er leik-
maður gagn-
vart lögunum?
Dómur féll í Hafskipsmálinu svo-
kallaða í Hæstarétti í gær. Var dóm-
ur sakadóms Reykjavíkur yfir þeim
Björgólfi Guðmundssyni, Páli
Braga Kristjánssyni og Ragnari
Kjartanssyni þyngdur verulega í
meðfórum Hæstaréttar. Þannig er
Björgólfi nú gert að sæta 12 mán-
aða skilorðsbundnu fangelsi, Páll
Bragi fékk tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og Ragnar Kjart-
ansson, sem var sýknaður í saka-
dómi, hlýtur nú fimm mánaða skil-
orðsbundið fangelsi. Þá var sekt
Helga Magnússonar hækkuð í 500
þúsund kr.
„Þessi dómur kemur á óvart," sagði
Ragnar Kjartansson í samtali við
Tímann. „Eftir að hafa kynnt mér
dóminn að mestu leyti undrast ég þá
fljótaskrift sem er hjá meirihluta
Hæstaréttar."
Að mati Ragnars varpar dómurinn
kastljósi á spurninguna um stöðu
leikmanns gagnvart lögunum. „Nú
er okkur leikmönnunum ætlað að
þekkja lögin og fara eftir þeim í hví-
vetna," segir Ragnar. Hann bendir á
í því sambandi að mikill vafi um
túlkun laganna hafi greinilega verið
í huga þeirra þriggja sakadómara og
fimm hæstaréttardómara sem
dæmdu í málinu. „í skilgreiningu á
fjárdráttarhlið ákærunnar er mig
varðar, þá er ég sýknaður af þremur
sakadómurum og einum hæstarétt-
ardómara með séráliti og sakfelldur
af fjórum. Þetta segir nokkra sögu
um stöðu leikmannsins gagnvart
lögunum,“ segir Ragnar. „Það er
verið að fást við tæknileg túlkunar-
atriði. Það getur nánast farið eftir
skapgerð dómara hvorum megin
hryggjar túlkunin lendir."
Hafskipsmálið varð landslýð kunn-
ugt fyrir fimm og hálfu ári. Ákæru-
valdið lagði fram ákæru árið 1987 í
málinu í 450 ákæruliðum. En nú er
málinu lokið.
„Mér er afar mikill léttir að þessu
máli skuli vera Iokið,“ segir Ragnar.
„Það sem að nú blasir við er að svo-
kallað Hafskipsmál er vissulega
hrunið til grunna. Það er ekki svipur
hjá sjón miðað við upphaflegan
málatilbúnað ákæruvaldsins." GS.