Tíminn - 06.06.1991, Page 4

Tíminn - 06.06.1991, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 6. júní 1991 UTLOND Israelsmenn samþykkja þátttöku EB í friðarráðstefnu um Palestínumálið: Friðarráðstefna getur hafist á næstu vikum Utanríkisráðherra ísraels, David Levy, sagðist í gær vera bjartsýnn á að friðarráðstefna um deilur ísraelsmanna og araba um Palestínu gæti haflst á næstu vikum. Hann sagði þetta í viðtali við útvarpsstöð í Frakklandi eftir að hafa átt viðræður Við þtjá fulltrúa Evrópubandalagsins í París. Á þeim fundi var samþykkt að EB taki þátt í ráð- stefnunni ásamt Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Sidon, Lfbanon - Þrír pal- estínskir skæruliðar létust í þriðju loftárás fsraelsmanna á bækistöðvar skæruliða ( Libanon á tveimur sóiar- hringum. Mikill ótti rfkir nú f Suður-Libanon vegna loft- árásanna sem eru með þeim hörðustu í níu ár. Vín, Austurríki - Forseti Al- baníu, Ramíz Alla, tllnefndi Yllí Bufi tíl að leiöa bráða- birgöaríkisstjómina í land- inu. New York, Bandaríkjunum - Að sögn dagblaðsins New York Times ( gær eru líkur á því að James Baker, utanrík- isráöherra Bandaríkjanna, snúi aftur til Miöausturlanda ef Sýrlendingar og fsraels- menn sýni vilja til aö halda fríðarráðstefnu. Washington, Bandaríkjun- um - George Bush, forset) Bandaríkjanna, hefur sam- þykkt að Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, megi koma tll leiðtogafundar sjö helstu iðnríkja heims sem verður i London í næsta mánuöi til að kynna umbóta- áætlanir sínar. Dagblaöið Washington Post greindi frá þessu ( gær. Forsætisráð- herra Japans, Toshiki Kaifu, sagðl á mánudag að Gorbat- sjov mundi í raun ekki hafa neitt upp úr því að sækja fundinn. Nagasaki, Japan - Tala lát- inna af völdum eldgossins í eldijallinu Unzen í Japan er nú komin 138 en búist er við að sú tala eigi eftir að hækka talsvert Eldfjallasérfræð- ingar, sem hafa greint ösk- una frá gosinu á mánudag, segja að risagos geti hafist í fjallinu á hverri stundu. Þeg- ar slíkt gerðist fyrír um 200 árum fórust um fimmtán þúsund manns. Islamabad, Pakistan - Talsmaður skærullða f Afg- anistan sagði ( gær að Kkur séu á því að um fimm þús- und manns hafi látið lifið í flóðum f héraðinu Jowzjan ( norðurhluta Afganistan ná- lægt landamærum Sovét- ríkjanna. Kúveitborg, Kúveit - Herr- éttur í Kúveit dæmdi í gær Kúveitbúa til tuttugu ára fangelsisvlstar vegna sam- vinnu við íraska hermenn meðan á hemámi þeirra stóð- Reuter-SÞJ Fulltrúi bandalagsins yrði frá því landi sem situr ( forsæti í það skiptið, að sögn utanríkis- ráðherra Lúxemborgar, Jacqu- es Poos, sem var einn þeirra þriggja sem ræddu við Levy. Poo greindi einnig frá því að til stæði að halda fund milli Husseins Jórdaníukonungs og Yitzhaks Shamírs, forsætis- ráðherra ísraels. ísrael hefur hingað til verið neikvætt í garð EB varðandi óskir þess um þátttöku í hugs- anlegum friðarviðræðum. ísraelsstjórn hefur sakað bandalagið um að vera hiynnt málstað araba og lúta efna- hagslegum þrýstingi frá araba- ríkjum. En stjórn EB hefur ít- rekað lagt áherslu á að fram- tíðarsamskipti ísraelsmanna við EB geti oltið á þátttöku þess í friðarviðræðunum, ekki síst eftir að sameiginlegum markaði Evrópu hefur verið komið á en meginútflutningur ísraelsmanna er til bandalags- ríkjanna. Hvorki Poo né Levy skýrðu hve miklu hlutverki fulltrúi EB mundi gegna á friðarráðstefnunni. Talsmaður Hvíta hússins í Washington skýrði frá því á mánudaginn að George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefði sent leiðtogum helstu ríkja í Miðausturlöndum, þ.á m. for- sætisráðherra ísraels Yitzhak Shamír, skeyti þar sem hann lýsir persónulegum stuðningi David Levy, utanríkisráðherra ísraels, er bjartsýnn á að af frið- arráðstefnu milli ísraelsmanna og araba geti orðið á næstu vik- um. sínum við friðarviðræðurnar og hvetur leiðtogana til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta þetta tæki- færi ekki ganga þeim úr greip- um. Forsætisráðherra Ítalíu, Gi- ulio Andreotti, er nú á ferð um Miðausturlönd þar sem hann ræðir hugsanlega friðarráð- stefnu. Hann átti í gær við- ræður við stjórnvöld í Lýbíu en hafði áður farið til Saudi- Arabíu, Kúveits, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Ómans og Sýrlands. Talsmað- ur Assads Sýrlandsforseta sagði að forsetinn og Andreotti hefðu Iagt áherslu á hlutverk Sameinuðu þjóðanna í ráð- stefnunni. Þá fór Assad til viðræðna við Mubarak Egyptalandsforseta í gær og sagði talsamaður Mu- baraks að þeir hefðu verið sammála um að hefja ætti frið- arráðstefnuna eins fljótt og unnt væri. Reuter-SÞJ Friðarverðlaunaræða Gorbatsjovs Hvetur til stuðnings við umbótastefnu sína Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, flutti í gær þakkarræóu vegna friðarverðlauna Nóbels sem hann hlaut í fyrra. Gorbatsjov sá sér ekki fært að taka við verðlaununum þegar þau voru veitt vegna annríkis heima fyrir og sendi þess í stað full- trúa sinn til að taka við þeim. í friðarverðlaunaræðunni, sem Gorbatsjov flutti í Ráðhúsinu í Osló í gær, skoraði hann á Vesturlönd að styðja umbótastefnu sína. Það væri eina leiðin til þess að tryggja frið í heiminum. Hann lagði áherslu á að Sovétríkin yrðu að finna eigin leið til lýðræðis. Þá ítrekaði hann áskorun sína til Vesturlanda um efnahagsað- stoð. Formaður nóbelsverðlauna- Mikail Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna. nefndarinnar sagði að enginn hefði lagt jafnmikið af mörkum til að binda enda á kalda stríðið og Gorbat- sjov. Gorbatsjov lagði áherslu á að koma yrði í veg fyrir að borgarastyrjöld brytist aftur út í Sovétríkjunum og það yrði að tryggja að allir færu að Iögum og það væri best tryggt með sterkri miðstjóm. Hann minntist ekkert á aðgerðir sovéska hersins í ræðunni en sagði í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina NRK að Moskvu- stjómin hefði ekki skipað fram- kvæmd aðgerðanna í Litháen á mánudag. Vytautas Landbergis, for- seti Litháens, skoraði á Gorbatsjov í gær að heita því að beita hemum aldrei framar gegn lýðveldinu og var tímasetning Landbergis augljóslega miðuð við friðarverðlaunaræðu Gor- batsjovs. Reuter-SÞJ Umsátursástand í Alsír: Stjórnin segir af sér Forseti Alsírs, Chadli Benjedid, lýsti yfir umsátursástandi í landinu í gær eftir sólarhringsátök milli hers og öfgasinnaðra múslima í Algeirsborg. Ríkisstjórn landsins hefur sagt af sér og fyrstu frjálsu kosningunum í landinu, sem áttu að fara fram 27. júní, hefur verið frestað. í kjölfar þessara atburða hvöttu leiðtogar íslömsku frelsishreyfingarinnar (FIS) öfga- sinnaða stuðningsmenn sína til að hætta mótmælunum. íslömsku leiðtogarnir sögðu að allsherjar verkfallinu, sem þeir boðuðu til í síðasta mánuði, yrði bráðlega aflýst. Talsmenn íslömsku frelsishreyf- ingarinnar greindu frá því að við- ræður væru hafnar milli leiðtoga hreyfingarinnar og stjórnvalda. Þúsundir öfgasinnaðra múslima komu saman í Algeirsborg í fyrra- dag til að leggja áherslu á kröfur sínar um að stofnað verði íslamskt ríki í Alsír og krafist var breytinga á kosningalögunum. Nokkrir féllu í átökum við her og lögreglu. Ástandið róaðist hins vegar í gær eftir að leiðtogar íslömsku frelsis- hreyfingarinnar skoruðu á stuðn- ingsmenn sína að hætta mótmæl- unum. Hersveitir og skriðdrekar eru við helstu stjórnarbyggingar í Algeirsborg og aðra mikilvæga staði. Mikil spenna hefur ríkt í Alsír undanfarna mánuði. Mikið herlið var sent til helstu borga og bæja landsins vegna fyrirhugaðra kosn- inga 27. júní. Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, íslamska frelsis- hreyfingin, hefur mikið látið að sér kveða í kosningabaráttunni. Leiðtogar hans hafa krafist af- sagnar forsetans og segja að kosn- ingalögin séu flokki hans, Þjóð- frelsisfylkingunni (FLN), í hag. ís- lamska frelsishreyfingin vann stórsigur í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningunum á síðasta ári. Reuter-SÞJ SPRENGJU- TILRÆÐII MADRID Spænskur flugliðsforingi lét líf- ið og fjöldi manna slasaðist, þar af þrjár táningsstúlkur, þegar sprengja sprakk í einu úthverfa Madrídborgar á Spáni í gær. Enginn hefur lýst yflr ábyrgð sinni á verknaðinum en talið er að skæruliðasamtökin ETA, sem berjast fyrir sjálfstæði Baska á Spáni, standi á bak við tilræðið. Atburðurinn átti sér stað ein- ungis viku eftir að öflug spreng- ing varð í búðum spænska þjóð- varðliðsins, Guardia dvil, (smá- borginni Vic, nálægt Barcelona. Þá létust níu manns, þar af þrjú börn og tveir táningar, og hátt í hundrað manns slösuðust. Skæruliðar ETA eru grunaðir um tilræðið. Harmteikurinn í Barcelona vakti almenna reiði á SpánL Nokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælum sem borgaryfirvöld í Barcelona skipulögðu á sunnudag tíl að mótmæla tilræðinu. Tríið er að skæruliðasamtökin ETA hafl drepið 665 menn á þeim 23 árum sem barátta þeirra fyrir sjálfstæöi Baska hefur staðið. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.