Tíminn - 06.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tímirtn Fimmtudagur 6. júní 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur.Lyngháis 9,110 Reykjavík. Sfml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Biðstöðin EES Þegar forsætisráðherra Noregs lagði til að ríkisstjómir íslands og Noregs ræddust við um stöðuna í samninga- málum EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið, heyrðust þær raddir frá íslenskum ráðamönnum að vafasamt teldist að um eitthvað væri að tala sem kalla mætti bitastætt. Hvað sem slíkum efasemdum leið og hversu útbreidd- ar þær kunna að hafa verið í stjórnarráðinu, er eigi að síður víst, að þrír íslenskir ráðherrar sóttu fund um málið með forsætisráðherra Noregs eins og stungið hafði verið upp á. Sá fundur fór fram á laugardaginn. Heim komnir úr þeirri för segja ráðherrarnir að á fund- inum hafí verið unnið að því að samræma sjónarmið Norðmanna og íslendinga. Utanríkisráðherra íslands segir um niðurstöðu fundar- ins í viðtali við Morgunblaðið að hún væri „einfaldlega sú að á þessu stigi máls reynum við að halda samflotinu, en það getur því aðeins haldist til loka að einstök aðild- arríki önnur [að samningum EB og EFTA], 18 talsins, séu þá reiðubúin að kosta nokkru til, ef þörf krefur, til þess að slík samstaða haldist." Ekki verður séð að þessi niðurstaða sé ákaflega skýr, nema síður sé, um árangurinn af fundi þessum. Gagn- semi fundarins er samkvæmt þessu býsna óljós og ekki sýnt hvað leggjandi er upp úr eftirfarandi ummælum, sem höfð eru eftir forsætisráðherra, Davíð Oddssyni: „Ég er þeirrar skoðunar eftir þennan fund í Noregi á laugardag, að ef Evrópubandalagið ætlar að fylgja því fram sem endanlegri kröfu að fyrir aðgang að markaði verði að koma veiðiheimildir, þá verði hvorki við né Norðmenn inni í þessum samtökum.“ Eftir þessu virðist Davíð Oddsson vera þeirrar skoðun- ar að Norðmenn ætli að láta afstöðu Islendinga ráða gerðum sínum í þessu máli, þ.e. hvort þeir verða með í evrópska efnahagssvæðinu eða ekki, sem af mörgum ástæðum er ótrúlegt, þótt forsætisráðherra vilji trúa því. Það sem haft er eftir Jóni Baldvini um niðurstöðu fundarins í Ósló er trúverðugra, þegar hann segir: „Norðmenn lýstu þeim sjónarmiðum sínum að þeir vildu mikið á sig leggja til þess að EFTA- löndin gætu haft samflot til loka.“ í þessum orðum segir ekkert um það að Norðmenn ætli að hafna aðild að EES ef íslend- ingar gerðu það, heldur vill norska ríkisstjómin leggja nokkuð á sig til þess að samstaða EFTA-ríkjanna um fiskveiðistefnuna haldist svo lengi sem unnt er. En á því em takmörk. Eins og alkunna er um öll lönd, en íslenskir ráðamenn eru sífellt að reyna að fela, líta Norðmenn á evrópska efnahagssvæðið sem biðstöð á strætisvagnaleiðinni sem liggur inn í Evrópubandalagið. Norðmenn eru ekki ein- ir um þessa skoðun. Svo til allar EFTA-þjóðirnar eru sama sinnis. Af sjö ríkjum Fríverslunarsamtakanna (EFTA) eru fjögur þeirra staðráðin í að ganga í Evrópu- bandalagið, Austurríki hefur löngu sótt um aðild, Sví- þjóð mun ganga frá umsókn sinni næstu daga, Finnland og Noregur undirbúa umsókn sína kerfisbundið. Sviss bíður átekta meðan banka- og iðnaðarauðvaldið reynir að finna leið til að sigrast á almenningsálitinu gegn EB. En hvað er íslenska ríkisstjórnin að hugsa? Hver er af- staða íslenskra alþingismanna? ■ œun sem i. $em •*: lí: m cn sem i. ií?:: sem sem enn if ■n VÍTT OG BREITT ' Grætt á kurteisinni Þjóðemissinnaður íhaldsmaður lét nýverið þá skoðun í ljósi að mikla nauðsyn bæri til að erlendur banki opnaði útibú á íslandi. Þeir sem þekktu til undruðust þau sinnaskipti að þessi góði borgari vildi hleypa erlendu lánafyrirtæki inn í landið og hváðu hvers vegna. Jú, það er til að kenna okkar pen- ingastofnunum kurteisi og til þess dugir einn erlendur banki. Þetta sjónarmið sýnir að það er ekki einvörðungu erlent lánsfé sem mundi fást með því að hleypa er- lendri peningastofnun inn í landið, heldur væri kannski líka von til að kenna mætti peningastofnunum siðlega framkomu ef upp kemur samkeppni á því sviði. Hér er átt við viðskiptasiðferði fremur en hvert viðmót gjaldkera er gagnvart viðskiptavinum, sem jafnframt er mikils virði í rekstri peningastofn- ana sem annarra þjónustufyrir- tækja. Tókuð þið eftir þessu: bankar em þjónustufyrirtæki. Námskeið í manna- siðum Ekki þarf að kenna fólki það sem það kann og því er fyrirsögn í Þjóð- viljanum í gær ekki út í hött, þótt ekki sé hún kurteisleg. Hún er svona: Námskeið fyrir ókurteist af- greiðslufólk. Þegar að er gáð fjallaði fréttin undir fyrirsögninni um að allt starfsfólk fyrirtækja í Borgar- kringlunni hafi sótt námskeið í kurteisi. Borgarkringlan er afskaplega fín og flott, listræn og elskuleg og allt er þar fyrsta flokks, útlit, vömr og starfsfólk. Eigendumir em búnir að segja þetta svo oft í ræðum og viðtölum og auglýsingum og auka- blöðum, að það hlýtur að vera satt. En til að allt fari saman í stíl þurfti að halda námskeið til að fága starfsfókið og kenna því framkomu sem hæfir vinnustaðnum. Framtakið er lofsvert og á áreið- anlega eftir að borga sig, því móðg- aðir og óánægðir viðskiptavinir em það versta sem fyrir þjónustufyrir- tæki getur komið, eins og segir í Þjóðviljafréttinni um ókurteisina. En það að halda þurfi sérstakt námskeið til að kenna fólki sjálf- sagða mannasiði eða efna til sam- keppni við erlendar lánastofnanir til að kenna innlendum bönkum siðlega framkomu, sýnir að á þess- um sviðum er einhverju ábótavant í þjóðlífmu. En hvar á að kenna kurteisi og sið- lega umgengni? í heimahúsum, í skólunum, á vinnustöðum? Eða hvergi? Lífsgæöi Mannasiði og framkomu lærir ungviðið eins og móðurmálið og þrifnað, af því sem fyrir því er haft. Skortur á kurteisi og siðlegri um- gengni við náungann stafar sjaldn- ast af illum ásetningi, heldur ein- faldlega af kunnáttuleysi og veldur dónunum ef til vill enn meiri óþægindum og hugarangri en þeim sem fyrir ruddaskapnum verða. Ókurteisi og lítilsvirðing fyrir rétti annarra er ótrúlega algeng meðal upp- lýstrar þióðar, eins og við Islendingar höldum að við sé- um. Skortur á regl- um í umgengni við náungann veldur ónauðsynlegum óþægindum og bókstaflega dregur úr lífsgæðunum. Djöfulgangurinn í umferðinni þar sem þorri bílstjóra þjösnast hver fram fyrir annan og skeytir hvorki um lög né reglur eða líf og limi, svo ekki sé talað um annan rétt sam- ferðamannanna til að nota sama gatna- eða vegakerfið, er í rauninni ekkert annað en argasta ókurteisi. Ungt og reglulega myndarlegt fólk, stundum kallað íþróttaæskan, veður áfram á gangstéttum og í al- menningshúsum, svo sem verslun- um og veitingahúsum, á hvað sem fyrir verður og verða þeir sem minni máttar eru eða kæra sig ekki um árekstra að vera á varðbergi og víkja þegar dónunum þóknast að vaða á það sem fyrir verður. Svona framkoma er orðin svo algeng að fólk er hætt að taka eftir henni. Gefið gaum að þessu í Bankastræti eða á göngum Kringlanna. Kurteisi er ekki endilega það að kunna að bugta sig og beygja eða glenna falskt tannburstabros fram- an í viðskiptavin í þeirri von að hægt sé að hafa af honum fé. Mannasiðir, góðir eða slæmir, eru lífsstíll. Kurteisi er að umgangast samferðamennina af hæversku og eins árekstralitið og mögulegt er. Kurteisisvenjur þarf að temja sér og svipaðar umgengnisreglur þurfa að gilda í samfélagi. Annars verða öll samskipti í rugli og lögmál frumskógarins taka gildi og dón- arnir völdin.s OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.