Tíminn - 06.06.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 06.06.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 6. júní 1991 Tíminri 7 VETTVANGUR Bjarni Einarsson: Islendingar, hvert skal stefnt í nýjum heimi? Söguleg tímamót. Ungum var mér sagt, aft fuliveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar væri mál málanna og þegar ég komst til vits og ára varft það m.a. skoftun mín að höfuðmarkmið utanríkisstefnu og utanríkisþjónustu værí að tryggja þetta fulk’eldi og sjálfstæði. Fyrir tæpum 73 árum fengum við fuliveldi í nær öll- um málum og eftir þijú ár er hálf öld liðin frá stofnun lýðveldisins . Nú virðist þó svo komið að stjómmálamenn flestra flokka séu að sameinast um að skerða fuliveldið og setja lýðveldið í hættu. Ég hef haldið að 17. júní 1994 værí dagur tíl að hlakka til, en nú er svo komið að ég efa það, því ég veit ekki hvort íslendingar verða þá fúUvalda þjóð. Þegar kalda stríðið komst í algleyming hafði heimurinn breyst mikið frá því sem hann var fyrir stríð. í stað nokk- urra stórveida voru komin tvö risaveldi og heimurinn skiptist að verulegu leyti í tvennt, svæði vestræns lýðræðis og svæði kommúnisma. Sovétríkin juku sífeilt herstyrk sinn, lögðu undir sig lönd og seildust til áhrifa hvar sem þau gátu. Gegn þessu sameinaðist hinn vestræni lýðræðisheimur og í honum áttum við heima, þjóð sem borið hafði neista lýðræðisins f bijósti sér í meira en þúsund ár. Slík þjóð gat ekki verið hlutlaus í átökum lýðræðis og einræð- is, enda var ísland því miður ekki leng- ur fánýtur útkjáiki heldur eyja sem ráð- ið gat úrslitum í hemaðarlegri stöðu vesturs eða austurs. Við vorum komin inn í miðju heimsátakanna. Þá voru teknar erfiðar ákvarðanir við mótun nýrrar utanríkisstefnu sem hæfði að- stæðum tímans. Heimsfriður hélst og höfúðmarkmið utanríkisstefnunnar náðist og við erum enn sjálfstæð þjóð og við búum við íslenskt lýðræði. Nú er heimurinn annar. Fyrir fjórum og hálfu ári funduðu Reagan og Gor- batsjov í Höfða, þar sem fram komu byltingarkenndar hugmyndir. Síðan hefur heimskommúnisminn hrunið til grunna og Sovétríkin eru á barmi gjaldþrots. Varsjárbandalagið hefur verið lagt niður, leppríki Rússa í Evr- ópu eru orðin laus við okið og kalda stríðinu er lokið. Síðastliðinn vetur sameinuðust flest ríki heims við að brjóta á bak aftur ofbeldisárás einræð- isherra á annað Iand. Við búum núna greinilega í nýjum heimi. Enginn veit með vissu hver þróunarbraut hans verður, en á því er samt hægt að hafa skoðanir, byggðar á líkum og á sögu- legri reynslu. Ný heimsmynd Efnahagur Sovétríkjanna er í rúst og einstök lýðveldi eru í uppreisnarhug. Þótt Rússar eigi enn rnikið af vopnum geta Sovéríkin ekki lengur talist til stórvelda. Hin raunverulegu stórveldi eru þau, sem yfir mestu fjármagni og mestri tækni ráða. Vtö erum að yfxr- gefa öld vopnavaldsins og að halda inn í öld peningavaldsins. Nú leggja stórveldin ekki lönd undir sig með vopnum, þau kaupa þau á einn hátt eða annan. í dag eru stórveldi heimsins þrjú, Norður-Ameríka, Vestur-Evrópa og Japan, sem nú er þeirra mest Líklegt er að Rússland og Kína komi í þennan hóp næst, hvenær sem það verður. Samkeppni verður mikil á milli stór- veldanna um markaði og um aðgang að auðlindum og vopnum verður beitt, sem eru peningar og viðskiptahindran- ir. Valdajafnvægi á milli stórveldanna verður eins mikilvægt og það hefur ávallt verið. Ákveðin tegund fjandskap- ar mun þróast á milli þeirra og mikið verður um ráðstefhur og samninga- fundi. Það er við þessar nýju aðstæður sem íslendingar verða að átta sig á stöðu sinni, hættum og möguleikum og móta utanríkisstefnu sína og sú stefna verður að vera önnur en hún hefur ver- ið. En nú er komið nýtt hljóð í strok- kinn, að við þessa stefnumótun sé það fyrst að komast að niðurstöðu um grunnforsenduna, hvort hún eigi áfram að vera að viðhalda fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar eða ekki. Við höfúm orðið vör við að nú, í fyrsta sinn, eru sérffæðingar, stjóm- málamenn og fleiri ekki sammála um að svo eigi að vera. Evrópustórveldið Evrópusamfélagið (European Comm- unity) er að undirbúa veigamikið skref á þróunarbraut sinni að því að verða eitt ríki, Bandaríki Vestur- Evrópu. ís- lenska nafríið Evrópubandalag (og skammstöfúnin EB) er rangt og hefur mjög villt um fyrir íslendingum, sem bera það saman við þjóðabandalög, sem við erum aðilar að, en þar sem að- ildarríkin eru að formi til jafnrétthá með eitt atkvæði hvert í Evrópusamfé- laginu fer atkvæðisréttur eftir íbúa- fjölda ríkja. f þeim ríkjum, sem núna eru aðilar að þessu samfélagi, eru rúm- lega 340 milljónir íbúa. Þetta Evrópu- stórveldi er eins og er fjölmennast stór- veldanna. f Bandaríkjum Norður-Am- eríku og Kanada eru samtals 276 millj- ónir, en í Japan 122 milljónir. Evrópusamfélagið er nú þegar orðið af- ar stór markaður og getur orðið mikl- um mun stærri í tímans rás. Aðalveik- leiki Evrópu er að standa verulega að baki Bandaríkjunum og Japan í tækni og í iðnaðarframleiðslu. Markmiðið er að ná hinum stórveldunum á báðum þessum sviðum. Þetta á að gera í krafti þessa stóra markaðar, sem samfélagið hyggst verja gagnvart hinum stórveld- unum og fleirum með tollum og öðr- um viðskiptahindrunum. Til umræðu er Ld. að stöðva með öllu sölu jap- anskra bfla í Evrópusamfélaginu frá og með 1993, jafnvel þótt þeir séu fram- leiddir þar. Rétt er og að minna á átök Evrópusamfélagsins og Bandaríkjanna á GATT-fundi vegna vemdunar á land- búnaði og viðskipta með landbúnaðar- vörur. Þar kom Evrópusamfélagið fram sem hafta- og einokunarsamtök og þannig virðast Evrópuríkin ætla að starfa í framtíðinni. Það er því þetta evrópska stórveldi, sem er að kasta stríðshanskanum til hinna stórveld- anna, er að segja þeim stríð á hendur, og reikna má með að mikil átök séu framundan. Mikilvægasta málið, sem nú er til um- ræðu, og sem ræður úrslitum um hvert við ætlum að stefha, er hvort ís- land eigi nú að taka upp meira sam- band og samstarf við hið Evrópska stórveldi heldur en við hin stórveldin. Hér er átt við samninga EFTA-ríkjanna og Evrópusamfélagsins um evrópskt efhahagssvæði, EES. Þetta er ekki venjulegur viðskiptasamningur eins og um að hvor aðilinn kaupi vörur og þjónustu af hinum án tolla eða annarra hindrana heldur er þetta, auk þess, viðamikill samningur um frelsi fjár- magns, atvinnureksturs, fólksflutninga og landkaupa og fjölmargt annað. Því til viðbótar verður settur upp dómstóll, með endanlegu valdi til að skera úr ágreiningsmálum á milli aðila. Svo virðist sem ekki strandi nú á öðru nú en neitun íslendinga um aðgang að fiskimiðum til þess að samningamenn telji sig geta undirritað samninginn fyrir okkar hönd og komið málinu til Alþingis til staðfestingar. Ekki verður hér farið ofan í nein smá- atriði EES-samningsins, enda þau alls ekki komin fram enn nema að hluta. Að þessu sinni fjalla ég eingöngu um höfuðatriði málsins, að verið er að draga ísland inn í mjög náið samstarf við Evrópustórveldið. Til þess að fá að selja unnar fiskafúrðir þar verðum við, eftir fyrirsögn stórveldisins, að breyta fjöldamörgum þáttum í efnahagsstarf- semi okkar og hleypa Evrópusamfé- lagsrOgum inn að gafíi fyá okkur. IIð erum neydd til þess að hafía okkur nýög að einu stórveldanna umfram hin tvö. Utanrfldsstefna í nýjum heimi í mínum huga er varðveisla fúllveldis og sjálfstæðis þjóðarinnar enn grund- vallaratriði utanríkisstefnu íslands. Eina aðferðin, sem ég fæ séð, er að halla sér ekki að neinu einu stórveld- anna frekar en hinum, því að sjálf- stœði eða fultveldi á eirdwerjum svið- um glötum við ekki nema til einhvers þeirra. í átökum þessara stórvelda er ekki barist um grundvallarstjómar- form, lýðræði eða einræði. Engin hug- myndafræðileg ástæða er því til þess að við höllumst á sveif með neinu stór- veldanna. Nú getum við og eigurn að vera hlutiaus og vera allra vinir. Því getum við ekki gert þennan EES- samning við Evrópustórveldið. Jafnvel þótt samningurinn væri bærilegur fyr- ir okkur, sem hann er ekki, getum við ekki gert hann, því þá munu hin stór- veldin ekki lengur líta á okkur sem hlutlausan aðila. Við erum búin að velja okkur bandamenn og framkoma þeirra mun helgast af því. Þá er og rök- rétt að í kjölfar EES-samningsins munum við smátt og smátt sogast og okkur verður ýtt nær og nær Evrópu- samfélaginu og verða því sífellt háðari þar til íslensk stjómvöld eiga ekki leng- ur annars kost en að ganga inn um glæstar gleðidyr Evrópustórveldisins og viðurkenna Brussel sem höfuðborg íslands. Þá verður ísland raunverulega evrópskur útkjálki. Atkvæðisréttur okkar innan stórveldisins verður svo lítill að við fáum engu ráðið um eigin örlög, við verðum að setja viðskipta- hömlur á Japan hvort sem okkur er það hagkvæmt eður ei til þess að vemda evrópskan bflaiðnað o.s.frv. Fullveldið minnkar stórlega og sjálfstæðið hverf- ur með stofnun Bandaríkja Vestur-Evr- ópu. ísland, miðpunktur norðurftvels jarðar Stórveldin þrjú eru öll á norðurhveli jarðar. Sovétríkin, Kína og Indland em einnig á norðurhvelinu og samtals um 95% mannkynsins. Af fjölmennari ríkj- um em einungis Brasilía og Indónesía á suðurhveli. Landfræðilegur mið- punktur norðurhvelsins er norðurpóll- inn og við emm býsna nærri honum. í viðskiptastríði komandi ára þurfa menn oft að tala saman og þegar um erfiða fundi er að ræða vilja menn gjama hittast á hlutlausu svæði eða stað, sbr. Reagan og Gorbatsjov 1986. Til slíks staðar verða gerðar miklar kröfúr um öryggi, um þjónustu og um góð samgöngutengsl. Löng vegalengd er og neikvætt atriði. í leit minni á heimskortinu hef ég ekki fundið nema tvo staði sem virðast standast þetta próf með láði, nema hvað fjarlægðina snert- ir. Það em ísland og Singapore. í báð- um þessum löndum er öryggi og þjón- usta fyrsta flokks, en eins og fram kem- ur í töflunni hér á eftir er vegalengdin til fslands frá flestum þeim höfuðborg- um, sem skipta máli, mun styttri til Reykjavíkur en til Singapore. í saman- burðinum fellur Singapore á þessu og Reykjavík virðist vera langhagkvæm- asti fundarstaður stórveldanna. ísland er í miðju, en Singapore er við jaðar svæðisins. Vegalengdir frá mfldlvægustu borgum tfl Reykjavflcur og til Singapore Langfleygustu flugvélar geta flogið yf- ir 12.000 km í áætlunarflugi án milli- lendingar. Því em allar þessar borgir innan ömggrar flugvegalengdar frá ís- landi og þetta á við alla staði á norður- hveli jarðar. Vegalengdir til Singapore em flestar lengri og meðalvegalengdin er miklu lengri. Keflavíkurflugvöllur er og einn besti og ömggasti flugvöllur heims, m.a. vegna þess að umferð um hann er mjög hófleg og verður það áfram, jafnvel þótt hún vaxi mikið frá því sem nú er. Ég hef orðið þess var, að fólki finnst þessi hugmynd, að ísland verði nokk- urskonar miðpunktur heimsins, frá- leit, hrein skýjaglópska. En skoðið dæmið, leitið á landakorti sem er með norðurpólinn í miðjunni að hentugri stað sem getur verið hlutlaus. Alltjent er það fráleitt að það sé sjálfgefið að ís- land sé og verði útkjálki Evrópu. Heimsefhahagssvæði Hví skyldum við íslendingar láta loka okkur inni í Evrópu ef við þurfúm þess ekki og eigum þess kost að hafa allt norðurhvel jarðar, og jafnvel allan heiminn, sem efnahagssvæði okkar. Ef við verðum svolítið sniðug getum við skapað okkur vemlega atvinnu af legu okkar á hnettinum og af hlutleysinu, rétt eins og Svisslendingar. Jalnvel þótt við lítum okkur nær þá emm við á milli Evrópu og Ameríku og sam- kvæmt viðskiptahefð okkar verslum við bæði í vestur og austur og ræður hagkvæmni hvort gert er. Við höfum góðan viðskiptasamning við Evrópu- samfélagið og við njótum góðra kjara í Bandaríkjunum. Ef við gætum náð fh'- Vegalengdir frá mikilvægustu borgum til Reykjavíkur og til Singapore. Washington Brussel Moskva Tokyo Beking Mcðalljarlægð Rcvkjavfk 4510 2130 3310 8800 7880 5326 Singapore 15540 10560 8430 5330 4480 8868 • • V JJ “ '<■ •» j. j > J t' ■ i t.Oh.ituu i ■ í 4,11 W ‘ ^ w..,. verslunarsamningi við Bandaríkin og Kanada batnaði staða okkar enn og þá getum við boðið erlendum fyrirtækj- um aðstöðu hér, þar sem hægt er að versla í báðar áttir. En Japan og fleiri Austurlönd fiær em orðin góðir við- skiptavinir. Einangrun í Evrópu mundi skaða okkur mikið. Hlutleysið getur orðið ábatavænlegL Heimsmarkaður- inn er miklu stærri og fjölbreyttari en Evrópumarkaðurinn. Að kyssa vöndinn Evrópa er álfa nýlendustefnunnar. Einu löndin, sem hafa ásælst það sem við eigum, em í Evrópusamfélaginu. Við höfum háð við þau sjálfstæðisbar- áttu og þorskastríð. Nú setur Evrópa ffekjuleg og móðgandi skilyrði fyrir eðlilegum viðskiptum við okkur. Það er neðan við virðingu okkar að standa í slíkri samningsgerð, að vera stillt á þennan hátt upp við vegg. Með þessum samningum er Evrópusamfélagið að seilast hér til óeðlilegra áhriia. Þessir samningar em undirbúningur að því að við verðum keypL Eitthvað hefði verið sagt á ámnum eftir stríð ef Bandaríkin hefðu sett okkur slíka kosti. Það sem við eigum núna, svo sem góð- ur fiskur og hrein orka, mun hækka í verði. Því liggur okkur ekkert á. Og sjálfsagt er að ræða við Evrópu um orku og fisk á sömu tvíhliða samninga- fundunum. Okkur er sagt að Evrópa sé heimshlut- inn okkar, að af landfræðilegum, tungumálalegum og menningarlegum ástæðum eigum við að halla okkur að gömlu nýlenduveldunum. Þetta er tómt mgl. Landfræðilega séð er hluti íslands í Evrópu en hluti í Ameríku og meginhluti þjóðarinnar býr Ameríku- megin. í Ameríku tala langflestir íbú- amir evrópsk mál eins og við sem móð- urmál, enda að miklum meirihluta frá Evrópu ættaðir. Miðað við fólksfjölda okkar er íslenska þjóðarbrotið vestan- hafs afarstórt og við það höfum við mikil tengsl. Þegar ég hef verið í Kan- ada hef ég fundið sterklega hve evrópsk menning þar er. í Bandaríkjunum em menningartengsl við Evrópu misjöfn eftir ríkjum. Spænski og portúgalski heimurinn vestra hefur afar sterk tengsl við móðurlöndin. Því má færa jafrí góð rök af þessu tagi fyrir því að við eigum að halla okkur í vestur eins og í austur. Ég mæli með því að við stönd- um teinrétt! Það er gott að fá menningarstrauma úr mörgum áttum. Það er miklu hœttulegra fyrir menningu okkar og tungu að nátengjast einu stórveldi, að fá erlendu áhrifin öU úr einni átt heldur en að fá þau úr mörgum átt- um. Þið, sem völdin hafíð... og berið ábyrgðina Utanríkisráðherra hefur umboð til að undirrita EES-samninginn fyrir ís- lands hönd og kannski gerir hann það í sumar, nema þá að Spánverjum takist að koma í veg fyrir það. Viva EspafTa! Verði Spánverjar ofurliði bomir kemur til kasta Alþingis. Ég mæli með því, háttvirtir alþingismenn, að þið hugsið ráð ykkar vel áður en þið staðfestið þennan samning. Skoðið allar hliðar málsins, þ.m.L það sem hér hefur verið skrifað. Ljóst er að afstaða stjómmála- flokkanna er misjöfn, en þetta mál er yfir flokkapólitík hafið. Vonandi finnast nógu margir menn í öllum flokkum, sem samvisku sinnar vegna geta ekki greitt atkvæði með staðfestingunni. Ég vona að enginn ffamsóknarþingmaður leggi nafh sitt við þennan samning. 4. maí 1991. Bjami Einarsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.