Tíminn - 06.06.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
=5\ - f vCíöbriel
I: C HÖGG- . deyfar - - Verslið hjá fagmönnum
RÍKISSKIP Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga
NTJTIMA FLUTNINGAR HolnarMusinu v Tryggvogotu. S 28822 POSTFAX 91-68-76-91 1 GSvarahlutir 1jnEaaBM
Verða Síldarverksmiðjur ríkisins látnar róa? Staðan afleit:
120 tapa vinnunni
700 millj. í mínus
„Um 120 manns munu missa atvinnuna verði fyrirtæk-
inu lokað. Það vantar um 700 milljónir til greiðslu af
lánum á þessu ári eingöngu,“ segir Jón Reynir Magnús-
son, framkvæmdastjóri Síldarverksiðja ríkisins.
Jón segir að 120 starfsmenn Síld-
arverksmiðjanna verði atvinnu-
Iausir á þessu ári stöðvist rekstur-
inn eins og nú virðist blasa við.
Hann segir að í janúar hafi öllum
verið sagt upp en 46 verið endur-
ráðnir í mars. Ljóst sé að þeim
verði sagt upp fari fram sem horf-
ir.
„Af sex stöðum á landsbyggðinni
þar sem Síldarverksmiðjurnar
hafa starfað kemur þetta einna
verst niður á Siglufirði þar sem 12
starfsmenn hafa verið starfandi á
vélaverkstaeði og sjö til átta í verk-
smiðjunni," sagði Jón.
Hann telur að á þessu ári sé fjár-
þörfin um 700 til 800 milljónir til
að standa í skilum. Framleiðslan
hafi verið lítil í vetur, um 30 þús-
und tonn, sem vegi lítið í þessum
rekstri. Jón segir vetrarvertíð árs-
ins 1990 hafi verið góða en síðan
hafi framleiðslan verið lítil.
Þetta segir hann fyrst og fremst
vera höfuðásæðu bágrar stöðu fyr-
irtækisins nú. Heildarskuldir fyr-
irtækisins nema nú um 1,3 millj-
örðum króna. Jón segir eigið fé
hafa verið um 400 milljónir um
áramót en verði væntanlega upp-
urið
á árinu þar sem litlar tekjur muni
koma inn. „Við reiknum ekki með
neinum tekjum í sjálfu sér því það
er talað um að loðnuveiði hefjist
ekki fyrr en í nóvember eða des-
ember þessu ári,“ segir Jón.
„Það hefur lítið samráð verið haft
við okkur af hálfu ríkisstjórnar-
innar en ég á von á fundi með
sjávarútvegsráðherra, fjármála-
ráðherra og Landsbankamönnum
núna í vikunni þar sem þessi mál
verða rædd,“ sagði Jón að lokum.
-HÞ
Ríkisstjómin hefur kveðið upp dauðadóm sinn:
FISKELDIÐ
GJALDÞROTA
Ríkisstjórnin ræður framtíð Álafoss:
Skiptir miklu
fyrir lands-
byqqó alla
„Ef ríklð grípur ekk) til eln-
hverra aðgerða verður Álafoss
gjaldþrota. Þaö yrði verst íyrir
starfsmenn og lánardrottna.
Það hefði einnig mikil áhrif á
bændur. Síðustu ár hefur Ála-
foss eitt fyrirtækja tekið við ull.
Ekki vegna þess að við höfum
haft einokun, aðrír hafa ekki
treyst sér tii þess. Við höfum
ekki viljað skorast undan þeirri
skyldu okkar, þó hðfum við ekki
getað nýtt alla ull sem við tök-
um við. Ef Álafoss fer á haus-
inn verður að flyfja hana út
óunna. Við það tapast mikil
verðmæti,“ segir Ólafur Ólafs-
son, forsfjóri Alafoss.
í fyrrdag ræddí ríkisjtjórnin
stöðu Álafoss. Niðurstaðan
varð engin. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hefur þó lýst því
yfir að ekki komi til greina að
ríkið Íeggi melra fé í fyrlrtækið.
Það hefur mikil og víðtæk áhríf
ef Álafoss verður gjaldþrota.
Um 4% af vinnufærum Akur-
eyringum vinna hjá Áiafossi.
SauðQárbændur eiga líka mlk-
ið uncÚr framtíð ÁJafoss. Jó-
hannes Kristjánsson, formaður
Félags sauðíjárbænda, segir.
.Alafoss skiptir okkur sauðfjár-
bændur vitaskuld miklu máli.
Enda eina fyrirtækið sem tekur
við uii og vinnur hana. Ef það
dettur upp fyrir er trúlega ekki
annar möguleiki en að reyna að
selja hana á uppboðsmörkuð-
um erlendis, óunna eða þvegna.
Þar er verðið mikiu lægra en
við þó fáum nú. Heimsmark-
aðsverð á uil hefur lækkað und-
anfarin ár og lækkar enn. Ástr-
alir og Nýsjálendingar eiga
mikJar birgðir. Uliin skiptir þá
bændur sem veríð hafa með
góða ull miklu máli. Við sauð-
fjárbændur vonumst því auðvit-
að til að framb'ð Álafoss verði
tryggð,“ segir Jóhannes Kríst-
jánsson. -aá.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra kynnti í gær aðgerðir ríkis-
stjómarinnar í fisketdi. Á næstu
tveimur ámm verður 300 miltjón-
um skipt milli nokkurra stöðva.
Tilgangurinn er að fullreyna hvort
hér má aia fisk og viðhalda þeirri
verkþekkingu sem þó hefur aflast.
Aðrar stöðvar mega deyja drottni
sínum, og væntanlega fiskeldið
ailt eftir tvö ár. Talið er að opinber-
ir aðilar hafi tapað 8 milljörðum á
ævintýrinu.
Aðgerðum ríkisstjórnarinnar má
skipta í fernt. í fyrsta lagi skal verja
150 milljónum í ár og 150 miiljón-
um næsta ár í rekstur nokkurra
fiskeldisstöðva og þannig viðhalda
þróunarstarfi. Eftir það veitir ríkið
ekki meira fé. Lánin verða verð-
tryggð og bera 5% vexti. Af þeim
skal ekki greiða fyrstu þrjú árin.
Sérstakur þriggja manna starfshóp-
ur metur umsóknir og úthlutar.
Það verður frágengið á næstu
tveimur vikum, þá verður Ijóst
hvaða stöðvar fá að lifa í tvö ár enn.
Miðað skal við rekstrarskilyrði
stöðvanna, hvernig tekist hefur
með eldi og þannig reynt að við-
halda verkþekkingu og þróa nýjar
aðferðir.
í öðru lagi verða stofnlán fryst í
fjögur ár. Af þeim verða ekki
greiddar afborganir eða vextir. I
þriðja lagi verður ábyrgðargjald
fiskeldislána lækkað í 3%. í fjórða
lagi verður leitað eftir því við orku-
veitur að þær lækki orkuverð til
fiskeldis.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja
á skýrslu sem Benedikt Jóhannes-
son hefur tekið saman um „Stöðu
og horfur í fiskeldi á íslandi". Nið-
urstaða Benedikts er að „... fiskeldi
ber sig ekki í dag á íslandi og engar
líkur eru á því að það muni gera
það næstu tvö árin. Sala fiskeldis-
stöðvanna undanfarin ár hefur al-
mennt ekki nægt fyrir breytilegum
kostnaði. Skuldir halda því áfram
að hækka. Helst eru vonir um að
ástandið batni ef framleiðsla eykst á
hverja einingu. Þó er ekki fyrirsjá-
anlegt að framleiðslukostnaður fari
undir markaðsverð."
Benedikt telur ástæöur þess að
svo illa fór vera: „Farið var af stað
af meiri eldmóði en forsjá. Þekking
á fiskeldi almennt var ekki mikil
hérlendis þegar „ævintýrið" hófst
fyrir alvöru. Jafnvel þar sem er-
lendir aðilar voru mjög innan
handar kom í ljós að íslenskar að-
stæður voru aðrar en þær sem
menn áttu að venjast á sínum
heimaslóðum. Vanþekking var á
öllum þáttum eldisins. Staðsetn-
ingar flotkvía hafa reynst óhentug-
ar vegna óveðra, sjúkdómar hafa
komið upp, íslenski stofninn hefur
ekki haft þá vaxtareiginleika sem
menn vonuðust eftir." Áföllin hafa
og verið mörg. Ofviðri hafa eyði-
lagt flotkvíar og valdið tugmilljóna
tjóni. Sjór hefur verið svo kaldur
að fiskurinn hefur drepist. ís hefur
eyðilagt kvíar og drepið fisk. Skrið-
ur hafa fallið á fiskeldisker. Meng-
un hefur drepið fiskinn. Sjúkdóm-
ar hafa eyðilagt stofna. Eða eins og
einn maður sagði „... bara vantaði á
að stöðvarnar hefðu orðið fýrir
loftsteini."
Öllum má ljóst vera að aðgerðir
ríkisstjórnarinnar eru dauðadómur
yfir fiskeldi á íslandi. Hið opinbera
hefur tapað um 8 milljörðum á æv-
intýrinu. Ekki verður reynt að ná í
þá. Endalokin eru og mikill áfellis-
dómur yfir stjórnum banka og op-
inberra sjóða. Lánin sem þær veittu
verða ekki endurgreidd.
-aá.
Tíminn
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1991
Síldarverksmiðjur
ríkisins eru að
mati Þorsteins
Pálssonar sjávar-
útvegsráðherra :
Gjald-
þrota
„Stjóm fyrirtækisins ber
ábyrgð á því að tyrirtækið er
gjaldþrota og jafnhliða á at-
vinnuhagsmunum starfsfólks-
ins. Ef haJda ætti fyrirtækinu
gangandi þyrfti ríkissjóður að
veita ábyrgð fyrir 300 af 700 til
800 milljón króna skuldum fyr-
irtækisins á þessu ári. Jafnframt
þyrfti tii að koma góð ioðnuver-
tíð og rðdssjóður yrði að yfirtaka
um 500 mOJjónir af skuldum
þess fyrir áramót," segir Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra.
Þorsteinn segir að ekki sé sjálf-
gefið að ríkissjóður yfirtaki stlk-
an skuidabagga. Jafnframt segir
hann að taka verði ákvarðanir af
þessu tagi í samhengi við annað
sem gert sé. Sjávarútvegsráð-
herra segir þetta vera hluta þess
vanda sem fráfarandi ríkisstjóm
skOdi eftir og sé hann æði mik-
iH. í því sambandi nefnir hann
atvinnugreinar eins og fiskeld),
rækjuiðnað og morg fisk-
vinnslufyrirtæki sem standi ilia.
Um fund með stjóra Sfldar-
verksmiðja nkisins, fiármálaráð-
herra og Landsbankamanna
sagði Þorstemn: „Ég sé engan
tflgang í því að ráðuneytið sé að
biðja bankana um skuldbreyting-
ar ef það liggur fyrir að siikt væri
eingöngu skammtímaráðstöfun
tfl áramóta. Það þýðir ekld að
gera siíkt nema ef það væri sam-
hliða ráöstöfunum ríkisstjómar-
innar að afskrifa þessi lán og
taka skellinn yfir á sig.“ -HÞ
Stóragerðismálið
í Hæstarétti:
Sök
þeirra
er Jöf n
Nú stendur yfir í Hæstarétti mál-
flutningur í málinu
Ákæruvaldið gegn Guðmundi
Helga Svavarssyni og Snorra
Snorrasyni
Ríkissaksóknari hóf málflutning-
inn fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann
hélt því fram í málflutningi sínum
að Guðmundur Helgi og Snorri hafi
framið verknaðinn í sameiningu.
Sennilega hafi hending ráðið því
hvor gerði hvað. Þess vegna sé sök
þeirra jöfn.
Dómendur og lögmenn skoðuðu
vettvang. Að loknum málflutningi
ríkissaksóknara munu verjendur
ákærðu, Guðmundar Helga og
Snorra,
taka til máls.
-js