Tíminn - 22.06.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. júní 1991
Tíminn 7
Hann slakaði á miðstjóm (efnahagsmálum, en viðheldur flokkseinræði: Deng Xiaoping.
landsbyggðinni. Nokkrum árum
síðar voru gerðar umbótatilraunir
í iðnaði borganna og gaf góða
raun. Allar þessar umbætur voru
byggðar á markaðstengingu fram-
leiðslunnar og því að losa hana
undan miðstýringu Ijarlægra
valdhafa. Jafnvel ýmis fyrirtæki í
ríkiseign hafa sitt sérstaka at-
hafnafrelsi og rétt til að ráðstafa
ágóða og eiginfé í þágu fyrirtækis-
ins en ekki ríkiskassans. Þetta er
að vísu ekki hin algilda lýsing á
kínverskum ríkisfyrirtækjum, því
að flest eru þau rekin á hinum
gamla maóíska grundvelli.
Blandað markaðs-
_________hagkerfi____________
En hvað sem því líður þá hefur
allt stefnt í þá átt að þróa blandað
hagkerfi sem byggist á markaðs-
lögmálum. Þótt römm einsflokks-
stjórn ríki í Kínaveldi — hin al-
gera pólitíska miðstjórn Komm-
únistaflokksins — hefur hægt og
hægt verið slakað á hinu efna-
hagslega miðstjórnarvaldi. Vaxt-
arbroddur efnahagsskipulagsins
felst ekki í ríkisfyrirtækjunum,
þeim fækkar hlutfallslega ár af
ári. Hið efnahagslega framtak
skiptist milli fýrirtækja sameign-
arfélaga og fyrirtækja í einstak-
lingseigu. Þegar talað er um
einkavæðingu í Kína virðist vera
átt við hvers konar lausn fyrir-
tækja undan ríkiseign og opinber-
um afskiptum, en ekki það að fyr-
irtækin séu einvörðungu rekin af
stétt eignamanna eða atvinnurek-
enda. Það er mikill sameignar-
blær á kínverskri einkavæðingu,
en eðli markaðslögmála fær að
njóta sín eins og gerist í hverju
því blönduðu hagkerfi sem rís
undir nafni.
Einsflokksstjórn
ræður öllu
Eins og ljóst er af þessari lýsingu
á kínversku þjóðfélagi fer því víðs-
fjarri að lýðræði og mannréttindi
sé í einhverju samræmi við það
sem hægt er að segja efnahags-
þróuninni til hróss. Þótt The Ec-
onomist dáist að efnahagsundr-
inu í Kína, bendir leiðarahöfund-
ur blaðsins eigi að síður á, að
harðlínumennirnir í kommún-
istaflokknum virði þá þróun svo
lítils að þeir myndu fyrr fórna
efnahagsframförunum en gefa
eitthvað eftir af völdum sínum, ef
á slíkt reyndi. Þetta gæti þýtt það
að ef athafnamenn á efnahags-
sviðinu og hin nýja stétt neytenda
í Kínaveldi hygðist stofna til
stjórnmálasamtaka eða efla pólit-
ísk áhrif sín með öðrum hætti,
myndi flokksvaldið berja það nið-
ur með harðri hendi.
Að flokksvaldið brygðist þannig
við getur varla verið neitt vafa-
mál. Það gerðist fyrir tveimur ár-
um, þegar sjálfur Deng, frum-
kvöðull efnahagsumbótanna,
lagði blessun sína yfir árás hers og
lögreglu á friðsamlegar mót-
mælagöngur lýðræðissinna á
Torgi hins himneska friðar. Það
urðu blóðug átök, sem lýðræðis-
þjóðir eiga erfitt með að fyrirgefa.
Trúin og reynslan
Þess er að minnast að mótmæla-
aðgerðir þessar tengdust með
sérstökum hætti opinberri heim-
sókn Gorbatsjovs til Kína. Hann
kom sem boðberi frelsisins og
átrúnaðargoð þeirra sem sáu þá
fyrir sér að tími lýðræðisins væri
að ganga í garð. Kínversku stúd-
entarnir, sem mest létu að sér
kveða á Torgi hins himneska frið-
ar, hafa áreiðanlega trúað því að
Gorbatsjov bæri með sér nýja
strauma og hefði miklu að miðla í
lýðræðisframförum Kínverja eins
og hann hafði rutt lýðræði og
mannréttindum braut meðal síns
eigin fólks.
Kínversku stúdentarnir höfðu
raunar fulla ástæðu til að sýna
Gorbatsjov þetta traust. Engar
brigður verða bornar á það að
Mikael Gorbatsjov hafi verið í
broddi fylkingar um að gera sov-
éskt þjóðfélag lýðræðislegra og
mannúðlegra en það hafði verið.
Það var heldur ekkert óeðlilegt
við það, þótt bjartsýnismenn
tryðu því að auknu lýðræði og
mannúð fylgdu verklegar og efna-
hagslegar framfarir sem færðu
sovéskum almenningi kjarabætur
og frjálslegra mannlíf. Vonbrigð-
in hljóta því að verða þeim mun
meiri sem sýnilegt er að lýðræð-
isbyltingin hefur ekki gert betur
en að standa undir sjálfri sér, en
hefur engu skilað í því að bæta
efnahagskerfið eða koma á kjara-
bótum. Þess vegna stenst sú lýs-
ing að Sovétríkin eru í rúst, þrátt
fyrir allar sínar pólitísku koll-
steypur sem áttu að flytja með sér
uppbyggingu og framfarir. Kína
stendur aftur á móti föstum fót-
um í efnahagslegum framförum,
þrátt fyrír grunnmúrað eins-
flokkskerfi, sem einskis svífst til
þess að viðhalda sjálfu sér.
Deng og Gorbatsjov
Margir standa dolfallnir frammi
fyrir þessum andstæðum sem
koma í ljós þegar farið er að bera
saman þessi tvö stórveldi komm-
únismans og þjóðfélagsþróun
þeirra. Til þess að persónugera
þennan samanburð mætti stilla
Deng upp öðru megin og Gorbat-
sjov hinu megin. Þeir eiga það
sameiginlegt að vera frumkvöðlar
umbóta hvor í sínu kommúnista-
ríki. En samt höfðust þeir ólíkt
að.
Deng hróflaði ekki við pólitíska
kerfinu, en slakaði með hægð á
miðstýringu í efnahagskerfinu.
Pólitíska valdið er allt við það
sama, en efnahagsframfarir svo
miklar að málgögn kapitalista í
Bretlandi og Ameríku kalla að
kraftaverk hafi verið unnið í
Kína.
Gorbatsjov lagði meira undir.
Hann byrjaði á því að gera lýð-
ræðisbyltingu og ætlaðist til að
efnahagsbyltingin kæmi í kjölfar-
ið. Því miður hefur Gorbatsjov
misst allar sínar góðu fyrirætian-
ir út úr höndunum á sér. Ekki af
því að góðar fyrirætlanir séu ekki
góðar, heldur af því að góðar fyr-
irætlanir eru ekki einhlítar.
Dæmi Gorbatsjovs sannar að góð-
um fyrirætlunum verður ekki
komið á með byltingum. Jafnvel
vondum efnahagskerfum verður
að breyta með skipulegum áætl-
unum og viðráðanlegri þróun.
Kínverjar virðast átta sig á því.
Það gera Sovétmenn ekki. Þeir
virðast trúa á gagnbyltinguna.