Tíminn - 02.07.1991, Side 1

Tíminn - 02.07.1991, Side 1
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára Ný lyfsölureglugerð tók gildi í gær. Finnur Ingólfsson alþingismaður Hin nýja lyfsölureglugerð, sem tók gildi í gær, felur ekki í sér neinn sparnað heldur er fyrst og fremst verið að auka tekjurnar með skattlagningu, að mati Finns Ingólfssonar, talsmanns Framsóknarflokksins í heilbrigðis- og trygg- ingamálum. í nýju reglugerðinni er kveðið á um að Tryggingastofnun hætti að greiða niður fjölmargar teg- undir lyfja, þar á meðal sýklalyf, neflyf og lyf við bein- þynningu. Sjúklingar þurfa nú að greiða slík lyf, og raun- ar mörg fleiri, fullu verði. Mikið af þessum lyfjum eru nauðsynleg eldra fólki og börnum. Jón Sæmundur Sig- urjónsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, mót- mælir því að með reglugerðinni sé verið að skattleggja sjúklinga. Hún muni stuðla að sparnaði með því að lækn- ar ávísi á ódýr lyf á endurbættum bestukaupalista og vænlegra verði en áður að kaupa þau fremur en dýrari lyf. Finnbogi Rútur Hálfdánarson, formaður Lyfjafræð- ingafélags fslands, segir að ekki verði um það deilt að verið sé að auka álögur á sjúklinga. Þá sé í mörgum til- fellum ekki hægt að notast við ódýr lyf í stað dýrra og í öðrum tilfellum hafi ódýr lyf ýmsar aukaverkanir sem þau dýrari hafi ekki. • Blaðsíða 5 Blessuð blíðan Tímamynd: Áml Bjama : : : . . ; . ■:.: :::

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.