Tíminn - 02.07.1991, Page 16

Tíminn - 02.07.1991, Page 16
AUCLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 ~gármáleru°*karra8! tftMBRÉfflWBSKim SAMUIHNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 &nýtt\ Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga 91 SIMI -676-444 RÍKISSKIP Wt Holno IMA FLUTNINGAR lalnartiusinu v Tryggvagolu, S 28822 9 ]j niinu ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1991 Gatnabreytingar fyrirhugaðar til að auðvelda umferð inn i borgina: BASL AP KOMASTINN í REYKJAVÍKURBORG Beygjuljós eru væntanleg á gatnamót Bæjarháls og Höfða- bakka, fyrir umferð suður Höfðabakkann, að sögn Þórar- ins Hjaltasonar, yfirverkfræðings umferðardeildar borgar- verkfræðings, en fjölmargir borgarbúar, sem hafa brugðið sér út úr bænum um helgar og eru á leið aftur til Reykja- víkur á sunnudögum, hafa orðið fyrir allmiklum töfum vegna umferðarteppna og bfiabiðraða sem myndast mjög oft á þessum stað. Yfirleitt má rekja löngu bílabið- raðirnar á Suðurlandsveginum til umferðarljósanna á gatna- mótum Baejarháls og Höfða- bakka og yfirleitt gengur um- ferðin þar mjög hægt fyrir sig seinni partinn á sunnudögum, því þar er nú ekkert beygjuljós fyrir þá sem beygja ætla til vinstri og yfir Höfðabakkabrúna. í samtali við Tímann sagði Þór- arinn að mikið hefði verið kvart- að vegna þess hversu erfitt væri að beygja frá Bæjarhálsi í vinstri átt. Hann sagði að ákvörðunin um beygjuljós á þessum stað hefði verið mjög erfið, þar sem gatnamótin væru erfið í heild sinni og afrakstur þeirra myndi minnka með þessu eina ljósi. Hann sagði að einnig stæði til að létta á umferðinni um þessi gatnamót með öðrum hætti og áætlað væri að tengja Suður- landsveg, frá Rauðavatni, við Vesturlandsveg. Síðan ætti að tvöfalda Vesturlandsveginn, frá Höfðabakka að nýja Suðurlands- veginum, þannig að akreinarnar yrðu fjórar. Hann sagði að þessi breyting kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en á árunum 1993 til 1994. Þórarinn sagði að jafnframt væri fyrirhugað að tengja Breið- holtsbrautina, sem er við Fella- hverfi, við þann hluta hennar sem er tengdur við Suðurlands- veg. Breiðholtsbrautin mun því ná frá Rauðavatni og niður að Reykjanesbraut. Með þessari framkvæmd myndi stór hluti þeirra, sem ætla að beygja til vinstri frá Bæjarhálsi, geta ekið um Breiðholtsbrautina og um- ferðin um gatnamót Bæjarháls og Höfðabakka þar af leiðandi minnka. Þórarinn sagði einnig að um 1996 væri áætlað að gatnamót Höfðabakka og Vesturlandsvegar yrðu tveggja hæða, þannig að Höfðabakkinn yrði að brú yfir Vesturlandsveg. Jafnframt væri fyrirhugað að breikka Ártúns- brekkuna þannig að þar yrðu milli sex og átta akreinar. Þórarinn sagði að nú í ár yrði hafist handa við Ósabraut og yrði hún tilbúin 1993. Ósabrautin mun liggja yfir Elliðaárósa, frá Gullinbrú inn í Kleppsmýrarveg. Hann sagði að Ósabrautin myndi létta á umferð um Ártúnsbrekk- una, en meginhlutverk Ósa- brautar væri að taka við aukinni umferð úr nýju borgarhverfun- um í Borgarholti og Grafarvogi. í framhaldi af þessu væri svo reiknað með því að Gullinbrú yrði fjórar akgreinar. Hann sagði að ekki hefði endanlega verið ákveðið hvenær stækka ætti brúna, en samkvæmt drögum að framkvæmdaráætlun þá yrði það milli 1994 til 1995. Þórarinn sagði að allar þessar fram- kvæmdir bæri þó að taka með fyrirvara, því einungis væri um drög að þeim að ræða. Hann sagði að það þyrfti að skoða þetta betur þegar fram- kvæmdir nálguðust, og það færi eftir fjármagni á hverju ári hvað tækist að framkvæma. -UÝJ Vinningstölu laugardaginr 0(s (34)~ 29. júnf 1991 35. 37 VINNINGAR FJÖLDI I VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 I 2 2.779.578 n hus* Z. 4af5l 1 592.200 3. 4al5 155 6.590 4. 3al5 I 4.789 497 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 9.552.939 Mm > UPPLVSINGAR:SlMSVARl91-681511 IUKKULINA 991002 Ártúnsbrekka í gær. Slökkviliðið þurfti að beita sérstökum klippum til að ná ökumanni út úr mikið skemmdri bifreiðinni. Timamynd: Pjetur Ökumaður sofnaði undir stýri: Vaknaði við Harður árekstur varð í Ártúns- brekku um tólfleytið í gær. Öku- maður Lada-bifreiðar, er var á leið austur yfir brekkuna, sofnaði undir stýri og fór inn á rangan vegarhelm- ing. Þar skall Ladan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Sú bifreið áreksturinn þeyttist út í kant og ökumaður, sem var kona, slasaðist mikið. Þurfti að nota sérstakar klippur til að ná kon- unni út. ökumaður hins bílsins slas- aðist ekki að ráði. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Engir farþegar voru í bílunum. GS. Kona rann í skafli Finnsk kona, er var á ferð í Esj- nokkuð fyrir ofan Mógtlsá og var unni sfðdegís á sunnudag ásamt konan, eftir að læknlr hafði litlð franskum félögum sínum, slas- á meiðsl hennar, studd niður aðist talsvert er hún rann um 20 fjallið. Var hún síðan flutt á metra niður snjóskafl og endaði sjúkrahús þar sem gert var aö á grjótl. Óhappió átti sér stað sárum hennar. GS. Rafmagnsverð upp um 2,4% Heildsöluverð raforku frá Lands- virkjun til rafveitna hækkaði um 5% í gær 1. júlí. Borgarráð hefur sam- þykkt að gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækki frá sama tíma, en hækkun á einstökum töxtum er þó breytileg. Orkugjald skv. almennum taxta, þar á meðal til heimila, almennra at- vinnufyrirtækja og byggingastarf- semi, hækkar um 2,4%, en þessir aðilar nota um 61% þeirrar orku sem Rafmagnsveitan selur. Verð til annarrar notkunar, einkum rafhit- unar og notkunar samkvæmt svo- nefndum afltaxta, hækkar meira eða milli 4 til 10,3%. -UÝJ Land-Roverbifreiö meö níu borgarstarfsmenn inn- anborðs valt við Hagatorg um eittleytið í gær. Einhver leikur hljóp í borgarstarfsmennina, því þeir höfðu verið að keyra nokkra hringi um torgið að gamni sínu. En þegar förinni var heitið út úr hríngnum valt bifreiðin með þeim afleiðingum að þrír voru fluttir á slysadeild, en ekki alvarlega slasaðir. Tfmamynd: Pjetur/GS.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.