Tíminn - 02.07.1991, Side 13

Tíminn - 02.07.1991, Side 13
Þriðjudagur 2. júlí 1991 Tíminn 13 Sumar og sól við Svartahaf Reykjavík efnatil sumarieyfsferðar til Búlgaríu í júlí. Fararstjóri verður Finnurlngólfsson. Nánari upplýsingar á skrifstofunni í síma 62-44-80 Sumartími skrifistofu Framsóknarflokksins Frá 15. mal verður skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarfíokkurinn BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Sumar- hjólbarðar J-lágæða hjólbaröar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. MJög mjúklr og sterkir. Hraöar hjólbaröa- skiptíngar. BARÐINN hff. Skútuvogi 2, Reykjavfk Sfmar. 91-30501 og 84844 við mtg og ég stöðva lekann! síma 91-670269 M. Góö raö eru til aö fara eftir þeim! Stórstjömur deila Hún er belja sem kann ekki að syngja. Hann er drag-drottning í felum! Stórstjörnumar Michael Jack- son og Madonna eru komin í hár saman og talast ekki lengur við. Ekki er langt síðan varla gekk hnífurinn á miili þeirra og ráð- gerðu þau að syngja saman inn á plötu. Þess í stað senda þau nú hvort öðm tóninn og kalla hvort annað öllum illum nöfnum. Madonna segir hann vera drag- drottningu og að hann ætti að koma út úr skápnum. Michael Jackson segir að hún sé aigjör belja. Orsök þessarar hatrömmu orða- skipta er sú að Madonnu líkaði alls ekki iagið sem Michael samdi handa henni. Hún sagði það vera bjánalega ballöðu og spurði hann hvort hann ætlaði virkilega að Iáta hana syngja þetta. Michael brást reiður við, æddi út og skellti á eftir sér. Ekki leið löng stund þar til hann kom aftur, en þá var Madonna á bak og burt. Ekki batnaði ástandið þegar Madonna lýsti því yfir í homma- blaði að Michael væri kynhverfur og hún vildi gjarna kynna hann fyrir tveimur vinum sínum sem em hommar. Þeir vom dansarar hjá henni í síðustu tónleikaferð. Madonna segir að þeir gætu hjálpað honum við að komast upp úr „skókassanum" sem hann lifir í. Að auki sagði hún að hann yrði að hressa upp á leikhæfileika sína ef hann ætlaði einhverntím- ann að vinna með henni. „Ég ætla ekki að syngja með í einhverjum bjánalegum ballöðu- og væmnum ástarsöngvadúett," segir Madonna. „Enginn myndi kaupa slíkt.“ Á meðan vinátta þeirra stóð sem hæst var nýjasta kvikmynd Madonnu, TYuth or Dare, fmmsýnd. Michael var ekki boðið á frumsýninguna og varð því sár. Ekki vorkenndi hún hon- um mikið og sagði að öllum væri sama hvort hann væri þar eða ekki. Fólkið hefði komið til að berja hana augum. í ævisögu Michaels, sem senn kemur út, segir hann að Mad- onna sé alls ekki svo góð. „Það er ekki spuming, hún getur ekki sungið, og er einungis miðlungs dansari. Það eina, sem hún getur gert vel, er að markaðssetja sjálfa sig. Þar með er það upptalið." Rúsínan í pylsuendanum var þegar hann kallaði hana kvígu. Madonna lét ekki á sér standa að svara fullum hálsi og sagðist frek- ar vilja líkjast kú en vera geim- vemleg drag-drottning! WH00PI0G LE0NARD0 Á dögunum sást til Whoopi Goldberg í fylgd með skjaldböku! Þau sáust saman á góðgerðar- samkomu, sem haldin var til styrktar eyðnisjúklingum. Ekki er talið að neitt alvarlegt sé á milli Whoopi og Leonardo, en það er víst nafn skjaldbökunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.