Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. júlí 1991 HELGIN 11 — og að auki mjög sérkennilegur persónuleiki. Þegar mér verður hugsað til hans nú, sé ég ljósast fyr- ir mér þungar brúnir hans, hörku- Iegan svip og finn kulda stala af hon- um. Þessi hlið sneri fyrst og fremst að mér, barninu. Bessastaðir blasa við okkur Skild- nesingum, hinum megin við Skerja- Qörð. Þangað hefur alltaf verið myndarlegt heim að líta, þó að aldr- ei hafi verið eins glæsilegt og nú, eftir að forsetanum hefur verið valið setur þar og allt hefur verið byggt upp. Jörðin, með öllum sínum kost- um og gæðum til lands og sjávar, var alltaf álitin gullkista og þeir yfir- leitt taldir í heldri manna röð, sem bjuggu þar, og það jafnt hvernig sem á þeim stóð og hver sem efni þeirra voru. Alftnesingar komu stundum yfir fjörðinn, þegar þeir þurftu að fara til Reykjavíkur, en þetta gerðu þó helst ekki aðrir en þeir sem best stæðir voru; hinir fátækari, íbúar kotanna á nesinu, annað hvort gengu fyrir fjarðarbotninn eða þeir fóru ríðandi. Ekki veit ég nú hvort Grímur Thomsen fór oft ríðandi til Reykjavíkur, en það vissi ég að hann var mikill hestamaður, þótti vænt um hesta og fann í þeim ævintýr. Bæði var að ég heyrði um þetta og eins má lesa um ást hans á hestun- um í kvæðum hans. Hitt veit ég að hann var mjög oft ferjaður yfir fjörð- inn og lenti þá alltaf í austurvörinni, vörinni okkar. Ég sá hann oft koma. Hann var meðalmaður á hæð eða rúmlega það, heldur þrekvaxinn, allstórleitur og háleitur, gráhærður og gráeygur og bjart yfirlitið. Hann hafði vangaskegg en hakan og var- imar voru rakaðar. Munnurinn var festulegur, eins og raunar maðurinn ailur, og varirnar allajafna saman- bitnar. Yfirleitt var hann gustmikill, alvarlegur og hörkusvipur á honum, og mér fannst, að þó að augun væru skær, stafaði þó kulda frá þeim. Hann gekk snúðugt upp úr flæðar- málinu, kastaði kannske kveðju á fullorðið fólk, ef það var nærstatt, en ekki börn; kom ekki inn eða gerði vart við sig, en hélt rakleitt inn í bæ — til Reykjavíkur. Síðar sama dag, undir kvöld, kom hann aftur, eftir að hafa lokið erindum sínum í bænum. Allir vissu þá hvers hann óskaði og var þá reynt að hafa bát til taks, svo að engin bið yrði á því að hann væri ferjaður yfirum, en aldrei kom hann heldur inn á heimleiðinni. Ef eng- inn var úti við, knúði hann aðeins að dyrum og tilkynnti að hann þyrfti á bát að halda. Oft ferjaði faðir minn hann yfir, en það kom líka fyrir að ég fór með hann, meðan ég var ungur. Hann settist þá fram í bátinn, sat þar þögull, kaldur og gneypur og mælti ekki orð af vörum. Það var því líkast að hann sæi ekki snáðann, sem reri þó undir honum. Aldrei rétti hann mér nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni gráfíkju eða rúsínuögn, hvað þá aura, en mér var sagt að skáldið væri aurasárt, jafnvel svíð- ingur, þegar því væri að skipta, og undarlegt finnst mér það nú og mun einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum af því í þá daga, að þessi mektar- bokki aldrei skyldi sýna mér ung- lingnum það í neinu að hann kynni að meta það, sem gert var fyrir hann. Er við komum yfirum gekk hann snúðugur og gustmikill af bátnum, þakkaði mér ekki fyrir og kvaddi mig ekki, hvað þá að hann spyrði mig hvort ég vildi ekki Iabba heim með honum og fá bita upp í mig, en í þá daga þóttu það víst und- arlegir unglingar, sem ekki þáðu boð um kökubita eða brauðsneið. Og svo horfði ég á eftir skáldinu og höfðingjanum upp frá flæðarmál- inu, sá aðeins á bakið á honum, því að aidrei leit hann aftur. Það skipti hann ekki neinu máli hvernig mér reiddi af, hvort mér tækist að ýta aft- ur á flot og komast klakklaust yfir fiörðinn aftur og heim til mín. — Ég vissi heldur alls ekki til þess að Grímur Thomsen greiddi föður mínum nokkumtíma fyrir ferju- mennskuna, og getur það þó verið, því að ekki voru mér kunn öll við- skipti föður míns. En ég man þó það að faðir minn gerði stundum að gamni sínu yfir nirfilshætti og kuldagjósti Bessastaðabóndans. ein að hann var íslendingur. Við þetta hefði hann gjörbreyst og orðið kaldlyndur, þurrkað danskt ryk að fullu og öllu af fótum sér og flutt al- farinn hingað heim. Hvað sem þessu líður þekkti ég hann aldrei sem ljúf- menni. Hinsvegar efast ég ekki um að hann hafi haft stórt og ylríkt hjarta, það sýna ljóð hans, auk karl- mennskunnar, og sannast mun það vera að ljóðin lýsi Grími Thomsen best og verði rökvísasti vitnisburð- urinn um hann lífs og liðinn. Grímur sat Bessastaði með mikilli rausn. Hann átti hesta, kýr og fé; féð gekk sjálfala að mestu. Engir höfð- ingjar heimsóttu landið í þann tíð, án þess að koma til Gríms Thom- sens að Bessastöðum." Hér látum við staðar numið. Sig- urður í Görðunum hefur verið glöggur maður á umhverfi sitt alla tíð, eins og þessar bemskuminning- ar hans bera vott um, sem hér hefúr verið gripið niður í. Minningar hans eru merkur aldarspegill, sem varpa ljósi á kjör fólks í hinum unga og fá- tæka höfuðstað landsins í lok fyrri aldar og okkur birtist veröld sem ótrúlegt er að skuli vera svo skammt undan. Verðlshhun ó Cetelco farsímum CETELCO farsíminn frá Pósti og síma hefur lækkaö í verði frá framleiðanda og kostar nú aðeins 86.947 kr. stgr./m.vsk. (bílasími) og 96.900 kr. stgr./m.vsk. (burðarsími). CETELCO burðarsíminn hefur 6 amperstunda rafhlöðu sem dugar í allt að 10 klst. (miðað við 10% notkun og 90% í bið á lægri sendiorku). Þú getur því tekið CETELCO burðarsímann með þér nánast hvert sem er. íslenskar leiðbeiningar eru á skjá símans og honum fylgir notenda- £ handbók á íslensku. I _ ITI Komdu í söludeildir Pósts og síma og tryggðu þér CETELCO farsíma á lækkuðu verði. PÖSiyR 06 SlMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt Öll verð eru miðuð við gengi 25. júní 1991 CETELCO bílasími Innifalið í verði: kaplar, bílaloftnet °gfestingfyrir móðurstöð. Afborgunarverð kr. 91.523 nuvsk. CETELCO burðarsími Innifalið í verði: rafhlaóa (6 amerpst.), loftnet á móóurstöð og tengi fyrir sígarettukveikjara til tengingar í bíL Afborgunarverð kr. 102.000 nuvsk. Holdsveikraspftalinn f Laugamesi. Hvað sem þessu líður, litu menn al- mennt upp til Gríms. Hann var, held ég að ég megi segja, eini heimsborg- arinn á íslandi á sinni tíð. Hann hafði, eins og öllum er nú kunnugt, dvalið öll bestu ár sín erlendis, lengst af í Danmörku og komist þar til metorða, en einnig víða um lönd og kynnst höfðingjum og glæstum sölum þeirra. Hann bar líka svip þessara kynna sinna, gekk hratt og snúðugt, bar sig vel, teinréttur, al- varlegur, virðulegur — og blandaði sannarlega ekki geði við marga. En oft vill það verða svo um menn, sem litið er upp til, að mörgum liggja og köld orð til þeirra. Og mörg kaldyrði heyrði ég falla í garð Gríms Thom- sens. Sagt var að samkomulag væri mjög erfitt milli hans og annarra Álftnesinga. Hann mun hafa verið ágengur við þá, litið niður á þá og fúndist lítið til þeirra koma, og að minnsta kosti eru almenningi kunn- ar deilur hans og prestsins, en þeir sættust sfðar. Eg heyrði það að Grímur hefði látið þeim kaldyrði í té og þá alltaf upp í opið geðið á þeim, því að hann talaði ekki illa um fólk á bak, og þetta þoldu þeir ekki, enda reyndust þeir honum stundum erf- iðir í skauti og að minnsta kosti vildu þeir ekki gera honum greiða. Níðvísur gengu um Grím í þá daga og þó að ýmsum kunni að þykja ástæðulaust að vera að halda þeim á lofti, þá tel ég samt að ekki skaði þó að ein sé látin fiúka, því að hún sýn- ir hvernig afstaða að minnsta kosti sumra var til þessa glæsimennis og skáldjöfurs meðan hann lifði, þó að allar slíkar raddir séu nú þagnaðar. Vísuna mun Jón Erlendsson á Hausastöðum hafa ort, en Jón var lalinn sæmilegur hagyrðingur, þó að þessi vísa beri því ekki neinn sér- stakan vott. Vísan var svona og heyrði ég hana oft kveðna, þegar rættvarum Grím: Grímur klingir gæðaþur gómabjöllu sinni. Er d þingi ónýtur Álftnesinga meinvœttur. Ég heyrði það sagt að Grímur Thomsen hefði verið hinn fegursti maður og afburða glæsimenni á sín- um yngri árum, skartmaður og gleðimaður, sem varð gott til vina. En svo hefði hann reiðst Dönum ákaflega mikið fyrir það að hann fékk ekki embætti, sem hann þóttist eiga rétt á og hefði ástæðan verið sú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.