Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 6
14 Tíminn Laugardagur 6. júlí 1991 Laugardagur 6. júlí 1991 Tíminn 15 Gamanleikhúsið frumsýnir Grænjaxla: Gaman að sjá til Gamanleikhússins Þór fá sér kartöfluflögu. Tímamyndlr: GS. Egill Ólafsson þurfti aö fara snemma. En hann gaf sér tóm til aö heilsa upp á Magga Kjart- ans. Fimmtudagskvöldið 29. ágúst 1985 hittust átján krakkar á aldrinum átta til ellefu ára og stofnuðu leikfé- lag. Félagið var nefnt Gamanleik- húsið og var tilgangur þess að efla og iðka leiklist barna á höfuðborg- arsvæðinu. Var síðan ráðist í fyrsta verkefnið, Töfralúðurinn eftir Henning Nielsen, og í framhaldi af velgengni þess var sótt um inn- göngu í Bandalag íslenskra leikfé- laga. Síðan eru liðin sex ár og Gaman- leikhúsið hefur haldið dampinum með Ijölda leiksýninga og hefur tekið þátt í leiklistarhátíðum á er- lendri grund. Það hefur náð að skipa sér sess í íslenskri leiklistar- menningu, þá sérstaklega sem leik- félag algerlega óháð fullorðnum. Gamanleikhúsið er nú orðið sex Blombera crf ÞYSKAR 'VERÐLAUNA VÉLAR! Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun tyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr. Einar Farestveit&Cahff. Borgartúni28 s 622901 og 622900 ára og á fimmtudaginn kom áttunda verkefnið fyrir sjónir áhorfenda, þegar söngleikurinn Grænjaxlar var frumsýndur í íslensku óperunni. Þessi marg- rómaði söngleikur var saminn af Pétri Gunnarssyni og fleirum og tónlistina, sem flestir ættu að þekkja, er eftir Spilverk þjóðanna. Grænjaxlar voru frum- fluttir í Þjóðleikhúsinu árið 1977. Þessi söngleikur segir frá uppvaxtarárum fjögurra ungmenna, þeirra Kára, Dóra, Grétu og Láru. Greint er á opinskáan og glettinn hátt frá atburðum barna- og unglings- áranna og ferillinn rakinn úr tiltölulega áhyggju- lausum heimi bernskuáranna yfir í erilsaman heim fullorðinna, þar sem efnahagslögmálin ráða lögum og lofum. Magnús Geir Þórðarson hefur leikstýrt öllum verkefnum Gamanleikhússins og gerir það einnig nú. Hann leikur einnig í verkinu ásamt fimm öðr- um ungmennum, þeim Auði Sverrisdóttur, Bryn- dísi Björk Ásgeirsdóttur, Hólmfríði Lydíu Ellerts- dóttur, Magnúsi Þór Torfasyni og Ragnari Kjartans- syni. Ljósamaður er Þorleifur Magnússon, um hljóðstjórn sér Helgi Jóhannsson og leikhópurinn sá um gerð leikmyndar og búninga. Það var Snigla- bandið sem lék tónlistina inn á band, en þess má geta að ekki fundust neinar nótur af tónlistinni og aðeins fjögur lög hafa komið út á plötu. Var því tón- listin spunnin eftir eyranu og minni þeirra sem til þekktu. Og árangurinn er með ágætum. Já, árangurinn er með ágætum. Gamanleikhúsinu tekst vel upp, enda er hópurinn kominn með tals- verða reynslu, því sumir hafa verið með alveg frá stofnun félagsins. Og greinilega er mikið Iagt í þessa sýningu, enda var sumarvinnunni fórnað fyrir leiklistina. I heildina var leikurinn prýðilegur. Leik- ararnir virtust hafa betri tök á þeim köflum verks- ins þar sem grínið og léttleikinn er í fyrirrúmi. Þá stóð Gamanleikhúsið undir nafni og áhorfendur ráku upp hlátursköll. Leikarar leystu sönginn sómasamlega af hendi og góðir söngtextar komust vel til skila. Leikmynd og útfærsla verksins er sér- staklega skemmtileg. Leikmyndin samanstendur af fjórum kubbum, misháum, máluðum í gulum, rauðum, grænum og bláum litum. Aðalleikaramir klæðast göllum, hverjum í einum þessara fjögurra lita. Frumlegur og skemmtilegur einfaldleiki ræður ríkjum. Að lokum er vert að minnast á leikskrána, sem er ákaflega vel úr garði gerð. Þetta er gott verk í skemmtilegri uppfærslu og ástæða fyrir fólk að drífa sig í Gamla bíó. Því það er gaman að sjá til Gamanleikhússins, sem á'fellt eld- ist og þroskast. Og nú eru börnin, sem komu sam- an árið 1985 og stofnuðu leikfélag, orðin reynslu- ríkir leikarar. Og þau eru líka að verða fullorðin, rétt eins og krakkarnir í Grænjöxlum verða undir það síðasta. Er þetta ekki unaðslegt? Guðmundur Steingrímsson TÓN- Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson ásamt þeim félög- um í Savanna-tríóinu, Troels Bendtsen og Birni Bjömssyni. LISTAR- HÓF Skífan hélt tónlistarmönnum hóf í Stúdíó Sýrlandi á þriðjudagskvöld. Voru þar nýútkomnar plötur, safn- filatan úr Ýmsum áttum, Blue Ice og slandslög, kynntar. Þeir, sem lögðu hönd á plóg, fögnuðu útkomunni og ræddu auk þess málefni dagsins og vegsins. Voru þar margir valinkunn- ir tónlistarmenn samankomnir og blaðamaður Tímans var á staðnum og tók myndir. Sverrir Stormsker horfir á Rúnar HUSEIGANDI GOÐUR! fnu ÞREYTTUR A VKHALDINVt Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? • Alkalí-skemmdir 9 Vaneinangrun • Frost-skemmdir £ Sprunguviðgerðir • Lekirveggir • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sfb-utanhúss-klæðningarinnar: stD"klæðningin er samskeytalaus. sto-klæðningin er veðurþolin. stO"R!æðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. Sto -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. Sto -klæðningin leyfir öndun frá vegg. Sto -klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. Sto -klæðninguna er unnt að setja beint á veag, plasteinangrun eða steinulí. Sto -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aÍdurs eða lögunar. sfo -klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara OPIÐ MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL. 13-18 RYDIf Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320 HITT OG ÞETTA OG HÉÐAN OG ÞAÐAN: Úr ýmsum áttum í þessum pistli er ætlunin að greina frá nýútkomnum plötum úr ýmsum áttum. Úr ýmsum áttum heitir ný- útkomin safnplata frá Skífunni og kennir þar margra grasa. Geiri Sæm á fyrsta lag plötunnar og síðan fylgja íkjölfarið Berglind Björk, Namm og Júlíus Guðmundsson, Rúnar Þór, Sigríður Guðnadóttir, Orgill, Bless, Hvalræði, Björgvin Halldórsson og Ruth Reginalds, Júpíters, Eftirlitið, ívar og gulleyjan, Rokkbandið og Sverrir Stormsker. Þetta gerir fjór- tán flytjendur, en auk þess á Rokk- hljómsveit Reykjavíkur sérstakt aukalag á geisladisk og kassettunni. Eins og sjá má á þessari úpptalningu eru hér á ferðinni tónlistarmenn sem hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi sem og aðrir sem hafa ekki verið eins mikið á yfirborðinu, en þó látið til sín taka með tónleika- haldi og öðrum uppákomum. Sumir skilgreina slíkar hljómsveitir sem neðanjarðarhljómsveitir. Verður það að teljast gott framtak hjá Skífunni að gefa landsmönnum kost á að heyra í þeim á plötu, en slíkt er í mörgum tilvikum löngu tímabært. Fleiri Bandalög Svei mér þá ef Bandalög hafa ekki skipað sér sess sem einn af sumar- boðum þessarar þjóðar. Steinar hf. hafa gefið Bandalög út þrjú s.l. ár og nú er fjórða platan í þessari röð komin út. Fjölmargir valinkunnir eiga lög á plötunni að þessu sinni. Sálin hans Jóns míns er með tvö lög, Todmobile á einnig tvö lög á plöt- unni og sama á við um Upplyftingu og Ríó. Mannakorn, Ellen Kristjáns- dóttir, Herramenn, Sú Ellen, Loðin Rotta, Karl Örvarsson og Galileó koma einnig við sögu. Aftur farið til fortíðar Og þeir hjá Steinum láta ekki nægja að gefa út safnplötu með lög- um úr samtíðinni, heldur er einnig leitað í ótæmandi dægurlagabrunn fortíðarinnar. í árslok 1990 komu út þrjár plötur í útgáfuröðinni Aftur til fortíðar, sem spönnuðu tímaþilin 1950-’60, 1960-70 og 1970-’80. Nú hafa þrjár plötur bæst við og hefur hver að geyma 20 lög frá þessum þremur tímabilum, sérstaklega val- in með tilliti til sumarsins. Er þarna kominn í dagsins Ijós annar hlutinn af fjórum í þessari útgáfuröð. Plöt- umar hafa að geyma vinsæl dægur- lög liðinna ára og hafa sum hver ekki verið fáanleg í áratugi. Hér er því um þarft verk að ræða, ekki síst með hliðsjón af því að margar aldn- ar upptökur af perlum íslenskrar dægurtónlistar eru orðnar geysilega illa farnar. Er því brýnt að koma þeim á gæðaplast, disk eða kassettu Umsjón: Guðmundur Steingrímsson áður en þær týnast að eilífu þessari þjóð. Cantabile Með spjalli við Sigrúnu Eðvaldsdótt- ur fiðluleikara, í síðasta helgarblaði Tímans, var athygli lesenda vakin á nýrri plötu þessa fiðlusnillings. Er ástæða til að minna enn frekar á þessa skífu, þar sem Sigrún spilar við undirleik Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Platan ber nafnið Cantabile og hefur að geyma, eins og Sigrún segir sjálf, 16 lög sem gjaman eru spiluð sem aukalög á tónleikum. Þessi lög eru eftir ýmsa höfunda, s.s. Paganini, Si- belius, Rachmaninoff, Kreisler, Chopin, Brahms og fleiri. Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera svoköll- uðu virtuosaverk, sem reyna mjög á hæfni fiðluleikarans. Og tæknileg fúllkomnun, tilfinningarík og afar persónuleg túlkun Sigrúnar nýtur sín til fulls í þessum verkum. Sígild íslandslög Á næstu dögum koma íslandslög út. íslandslög eru gefin út af Skífunni og er hér á ferðinni plata með sígild- um íslenskum lögum, sem fylgt hafa þjóðinni í gegnum tíðina. Lögin em útsett af Gunnari Þórðarsyni, sem einnig framleiddi og stjómaði upp- tökum. Margir aðrir landskunnir listamenn leggja hönd á plóg við gerð þessarar plötu. Savanna-tríóið, Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Eyjólfúr Kristjánsson, Bjarni Arason, Sigríður Beinteinsdóttir, Ólafur Þór- arinsson, Jóhann Sigurðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Sigríð- ur Guðnadóttir sjá um sönginn á plötunni. Gunnlaugur Briem, Frið- rik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Gísli Helgason, Ámi Scheving og Gunnar Þórðarson syngja hins vegar ekki á plötunni, en sjá þeim mun meira um hljóðfæraleik. GS. ISUZU 4x Skútuvogi 10a - Sími 686700 / éínUm ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli fyrir fallega og nýfískulega hönnun. Þeir eru sterkir og kraftmiklir, en samt mjúkir og þœgilegir í akstri. CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu og þœgilegu farþegarými og burðarmikils flutningatœkis. STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.421.000 - DÍSILBÍLL KR. 1.511.000 SPORTS CAB hefur rými og kraft burðarmikils vinnubíls og einnig ótrúlega gótt pláss fyrir aftan framsœtin fyrir farangur eða 2 farþega. STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.371.000 DÍSILBÍLL KR. 1.474.000 SPORTS CAB Bílarnir eru fóanlegir með 2,3 I bensínvél eða 2,5 I dísilvél. Berðu ISUZU pallbílana saman við bestu og vinsœlustu jeppana ó markaðnum í dag. Þeir þola fyllilega þann samanburð, enda eru ISUZU RODEO jepparnir, sem nú fara sigurför um Bandaríkin, smíðaðir ó sömu forsendum. Berðu líka verð, stœrð og gœði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og akfu bílunum til reynslu. Þú munt sannfœrast um að þeir eru fremstir í sínum flokki! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 og 674300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.