Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.07.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. júlí 1991 HELGIN W 19 IMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Þetta fingrafar fannst á morðstaö og varð að lokum til að fella morðlngjann. Lögreglumenn að störfum á vettvangi. höfðu margsinnis varað hana við. Þegar hún kom heim frá félagsmið- stöðinni var hún vön að leggja sig. Þegar hún vaknaði svo endurnærð settist hún út á veröndina, drakk kaffið sitt og kallaði kveðjur til þeirra nágranna sinna sem áttu leið hjá. Nágrannar hennar sögðu henni margsinnis að það væri hættulegt fyrir hana að vera úti eftir skyggja tæki. Hún lét viðvaranir þeirra sem vind um eyru þjóta. Þetta var henn- ar hús og hennar líf og hún ætlaði sér að lifa því eftir eigin höfði. „Og hver vill svo sem gamla konu nema viðkomandi væri blindur?" sagði Lena og hló. „Ég er nú ekkert unglamb lengur.“ Nágrannarnir létu sig samt ekki og héldu áfram að vara hana við inn- brotsþjófum. Lena hafði svar á reið- um höndum við því líka: „Ef ein- hver vill fá eitthvað af eigum mín- um, þarf hann bara að biðja um það. Ég á ekkert sem ég kemst ekki af án. Ef maður á að lifa lífinu í eilífum ótta er alveg eins hægt að leggja upp laupana." Lena fannst, afklædd að hluta eins og hin tvö fórnarlömbin, í setustof- unni á heimili sínu. En morðað- ferðin var enn önnur. Hún hafði verið stungin til bana. Þrjár aldraðar ekkjur myrtar á þremur dögum í sama hverfinu. Það var vægt til orða tekið að segja að íbúarnir væru viti sínu fjær af hræðslu. Lögreglustjórinn kallaði inn 100 manns úr fríi og skipaði þeim á sólarhringsvaktir í 200 mflna radfus umhverfis hverfið. Lögreglumennirnir fengu þau fyrir- mæli að kanna alla sem á ferli væru í hverfinu, spyrja hverjir þeir væru, hvert þeir væru að fara, hvort þeir byggju í nágrenninu og hvert erindi þeirra væri. Lögreglustjórinn bauð 10.000 dollara hverjum þeim, sem veitt gæti upplýsingar sem leiddu til þess að ódæðismaðurinn næðist. Fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr morðunum þremur. Varðengl- arnir, hópur almennra borgara sem aðstoðaði lögregluna, kallaði inn hóp reyndra manna frá Los Angeles. Klæddir í einkennisbúninga sína vöktuðu þeir hverfið og báru skilti sem á stóð: „Ekkjumorðingi, varaðu þig. Þú skalt bara vona að lögreglan klófesti þig á undan okkur.“ Svikalogn Þar sem gífurlegar varúðarráðstaf- anir voru nú í hverfinu hættu morðin. En hversu lengi? Að áliti lögreglunnar var mögu- leiki á að morðinginn hefði hægt um sig um tíma eða forðaði sér yfir í annað hverfi. En morðóður mað- ur, sem myrt hafði þrjár gamlar konur á jafnmörgum dögum, var ekki líklegur til að hætta iðju sinni fyrr en hann næðist. Nýtt vandamál kom úpp á yfirborð- ið, þegar í ljós kom að þrátt fyrir mikla hitabylgju hafði margt af gamla fólkinu látið fjarlægja loft- ræstitækin úr gluggum sínum af ótta við að þau kynnu að auðvelda árásarmanninum aðgengi. „Sumt gamla fólkið er hreinlega að stikna á heimilum sínum," til- kynntu fjölmiðlar. „Það hefur dyr og gíugga harðlokaða og heimilin eru eins og bökunarofnar." Góðgerðarstofnun gaf 5.000 doll- ara til þess að unnt væri að útvega íbúunum neyðarhnappa. Nú var öll- um íbúum hverfisins, 65 ára og eldri, boðin ókeypis afnot af slíkum hnöppum, en yfirleitt kostaði 22 dollara á mánuði að leigja þá. Vika leið án þess að nokkuð gerð- ist. En óttinn um að morðinginn kæmi aftur lét ekki undan síga, sér- staklega eftir að sálfræðingur lög- reglunnar lét hafa eftir sér yfirlýs- ingu í fjölmiðlum. Það var haft eftir honum að hans álit væri að öll þrjú morðin hefðu verið framin af sama manni, sem hann taldi vera „mann sem myrðir sér til ánægju og nýtur þess að myrða og kvelja eldri kon- ur“. Yfirlýsingin fól í sér spá um að morðinginn færi aftur á kreik. Eftir að þrjár vikur höfðu liðið áfallalaust voru nokkrir almennu lögreglumennirnir, sem vaktað höfðu hverfið, sendir til annarra starfa. Morðdeildar- og tæknimenn héldu þó sínu striki við rannsókn málsins. Tæknideildin kom með eitt sönn- unargagn. Eins fingraför fundust á öllum stöðunum. Þar sem konurn- ar þekktust ekki eða áttu sameigin- lega kunningja þótti þetta mark- verð vísbending. En þar með var ekki allt fengið. Fingraförin nægðu ekki til að fletta upp í sakaskrám og þar sem yfir milljón fingraför eru á skrá var nær ógerlegt að bera þau öll saman. Þannig að fingraförin kæmu ekki að gagni fyrr en einhver yrði handtek- inn. Friðurinn, sem farinn var að fær- ast yfir, var rofinn þann 6. ágúst þegar símtal barst til lögreglunnar. Sú sem hringdi gat varla talað, en svo virtist sem hún ætti í alvarleg- um vandræðum. Lögreglu- og sjúkralið var sent í snatri á staðinn sem upp var gefinn. Borín kennsl á morð- ingjann Þegar þangað kom, var fyrir öldruð kona, afklædd að hluta og löðrandi í blóði, með símtólið enn í hendinni. Hún var á lífi, en einum sjúkralið- anna varð á orði: „Ég hef aldrei séð nokkrum manni misþyrmt verr.“ Konan hafði verið barin með klauf- hamri og skorin með hnífi, en hún hélt meðvitund. Sjúkraliði, sem var að sinna henni, spurði: „Hver gerði þér þetta?" Áttræð konan átti erfitt með að tala, en gat stunið upp: „Garðyrkju- maðurinn minn. Jimmy Stuard.“ Áður en sjúkraliðarnir hröðuðu sér með konuna á sjúkrahúsið komu þeir þessum upplýsingum áleiðis til lögreglunnar. Lögreglumennirnir könnuðust strax við nafnið. Hann hafði verið einn þeirra sem yfirheyrðir höfðu verið vegna morðanna. Hann hafði unnið við garðyrkju í hverfinu, en engum hafði dottið í hug að hann kynni að vera morðinginn. Tölva var mötuð með nafninu hans og þegar komu fram upplýsingar um hann. Jimmy Stuard hafði verið dæmdur fyrir nauðgun í Kaliforníu árið 1956. Hann var látinn laus til reynslu eftir þrjú ár, en gekk aðeins laus í sjö mánuði er hann sneri aft- ur sökum skilorðsbrots. Þegar hann var látinn laus að nýju hóf hann feril sem boxari. Hann var talinn efnilegur, en ferill hans tók enda þegar hann var dæmdur fyrir innbrot árið 1966. Hann afplánaði fimm ár af tuttugu ára dómi. Síðan var hljótt um hann til ársins 1982 þegar hann var uandtekinn með fíknilyf í fórum sínum. Skýrslan endaði er hann var látinn laus til reynslu í september 1984. Þegar lýsingin var send út um fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar heyrðu fréttamenn sjónvarpsstöðvar hana. í sömu mund sá fréttamaður, sem mundi eftir Stuard frá því hann var í boxinu, hann á götu og kallaði til lögreglu sem handtók hann þegar. Misþyrmdi henni vegna matar Þegar árásin á konuna, sem lifði af, var borin upp á Stuard við yfir- heyrslur, játaði hann óhikað á sig að hafa framkvæmt hana, en neitaði allri vitneskju um morðin þrjú sem á undan höfðu gengið. Hann sagði að hann hefði verið við vinnu í garði gömlu konunnar og hefði verið orðinn svangur og þyrst- ur. Hann vissi að hún átti mat í ís- skápnum og fór því inn og fékk sér þrjá banana og tvær gosflöskur. Gamla konan kom þá inn í eldhúsið og byrjaði að æpa. Hann skýrði lögreglunni frá því að hann hefði fyrst slegið hana með hnefunum til að þagga niður í henni. Þegar gamla konan hélt óp- unum áfram greip hann til þess ráðs að berja hana með hamrinum og greip síðan eldhúshníf og stakk hana. Hann sagði að hún hefði ver- ið meðvitundarlaus þegar hann tók meiri mat úr ísskápnum og hélt á braut. Fingraför Stuards voru sent til tæknideildarinnar og þar kom strax í Ijós að það voru fingraför hans sem fundust höfðu á öllum morðstöðun- um. Lögreglumaður, sem Ias skýrsluna, stundi upp: „Drottinn minn, ef við hefðum strax getað borið saman fingraförin væru tvær kvennanna enn á lífi og sú þriðja hefði ekki orð- ið fyrir þessum hryllilegu misþyrm- ingum." Jimmy Stuard kom fyrir rétt, ákærður um þrjú morð af ásettu ráði og alvarlega líkamsárás. Aðal- vitni saksóknara var gamla konan sem lifði af og benti hún á Stuard í réttarsalnum og sagði hann vera þann sem ráðist hefði á sig. Kviðdómur var ekki lengi að hugsa sig um og dæmdi Stuard sekan um öll atriði ákærunnar. Dómari kvaðst ætla að bíða með að fresta dóms- uppkvaðningu þar til úrskurði kvið- dóms hefði verið áfrýjað. Þegar fjölmiðlar komust að því að ef lögreglan hefði haft yfir Sjálfvirka fingrafaragreininum að ráða væru allar líkur á að tvær kvenr irta væru enn á lífi og ein sloppið við al- varlega líkamsárás, tóku íbúar Pho- enix til sinna ráða og hófú söfnun til að kaupa forritið. Lögreglan í Phoenix segir að það verði komið í gagnið innan árs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.