Tíminn - 13.07.1991, Page 1

Tíminn - 13.07.1991, Page 1
„Þið hefðuð getað grætt miklu meira á íslandi" Danska skáldið Martín A. Hansen (1909-1955) ferðaðist um ísland árið 1952 og ritaði bók um ferð sína, sem hann nefndi „Á ferð um ísland“ og komið hefur út í þýðingu Hjartar Pálssonar. Bókin er mjög skemmtíleg aflestrar og víða komið við, svo á stöðum í land- inu sjálfu og hvað lýtur að ýmsum brennandi málefnum. Þaðan er eftírfarandi þáttur tekinn. Hér ræðir hann um „sekt“ Dana í Ijósi aldalangra samskipta við íslendinga og er fróðíegt að sjá hvemig þetta horfír við þessum gáfaða og ágæta höfundi, sem telst tíl merk- ustu danskra skálda á öldinni, meðal annars fyrir skáldsögu sína „Lykkelige Kristofer“. „Ég er á því að íslendingar, einkum bæjarbúar, séu ófeimnari og djarf- mæltari en Norðmenn. Það verður ekki hjá því komist að álíta að nútíma eyþjóðir í Atlantshafi, Færeyingar líka, kunni vel að meta þá sem setja fram skoðanir sínar og gagnrýni af töluverðum skaphita, hafi gaman af dálítið hressilegum öfgum í þeim efn- um. Sveitafólk sem gamli tíminn hef- ur mótað, getur verið allt öðm vísi, hlédrægt við ókunnuga, stillt og ráð- sett og vill helst tala um eitthvað sem ekki veldur ágreiningi og eitthvað gagn má hafa af að spjalla um, veður og vegi, og íslenska bændur langaði oft til þess að fræðast eitthvað um danskan landbúnað og vilja þá ekki frekar en starfsbræður þeirra í Dan- mörku að ferið sé með tómt fleipur. Margir þeirra em áreiðanlega vel að sér í fomum fræðum og hafa ákveðn- ar skoðanir á því sem að þeim lýtur, en í öllu fari sínu minntu þeir á fág- aða menntamenn, og enginn bóndi sem við hittum á íslandi vék talinu að viðkvæmum álitamálum. Við fengum Danski rit- höfundurinn Martin A. Hansen ræðir hér „óuppgerð- ar sakir“ milli íslend- inga og Dana í Ijósi kynna sinna af íslending- um hjá þeim trausta vitneskju um staði og leiðir, en sluppum við að þeir feem að gefa okkur góð ráð um utanríkis- stefnu smáríkisins Danmerkur. Við komumst nefnilega ekki hjá því að vera ffæddir töluvert um hana. Vel má vera að þau dæmi sem nú verða nefnd, séu tekin af handahófi, en af þeim má áreiðanlega ráða skoðanir býsna margra, sem ekki þurfti að ýta neitt undir. Annað eins höfðum við að vísu heyrt oftar en einu sinni, en furðu djarflega hljómaði það sem við heyrðum af vömm ungs hugsjóna- manns, sem gaf sig á tal við okkur á leiðinni til íslands, þegar hann heyrði að við vomm Danir. Reyndar getur hugsast að danskur bjór hafi átt ein- hvem þátt í hve hann var harmi sleg- inn yfir hemaðarbrölti okkar nú um stundir. Það væri hlálegt hjá jafn lítilli þjóð og okkur. Til hvers væri það? Pist, og við lægjum flatir, ekki satt Hermennska færi Dönum illa, þeir væm svo litlir hermenn, hefðu aldrei verið neinir víkingar. Eða eins og greindur áhrifamaður á íslandi sagði við okkur: Ég er einn þeirra sem vinveittir em Dönum, mér þykir mjög vænt um ykkar Iitla og fal- lega land. Auðvitað verðum við að jafna fomar sakir og heimta það sem við eigum, og það féum við, það getið þið bókað. En við skulum fyrir alla muni ekki gera of mikið úr gömlum væringum. Þegar tímar líða getur meira að segja vel verið að við eigum eftir að segja ýmislegt gott um stjóm Dana á íslandi hér áður fyrr. Þeir bám ekki sem verstan hug til okkar. Ekki svo að skilja að við séum einhverjir sérstakir aðdáendur ykkar. Við hefð- um bara getað farið miklu verr út úr því að vera undir einhverja aðra seld- ir. Danir vom bara hálfgerðir kjánar, það verður að játast Þeir sáu aldrei hvað hér var hægt að gera. Þið hafið aldrei kunnað að koma ár ykkar fyrir borð erlendis. Þið hefðuð getað grætt miklu meira á íslandi en þið höfðuð hugmynd um. Það hefði getað orðið miklu meira en þessar skitnu krónur sem Kaupmannahöfn var byggð fyrir. En herraþjóðin Danir er dálítið spaugilegt fyrirbæri. Stórdanir láta sér dagdraumana nægja. Þeir stand- ast Hollendingum og Bretum ekki snúning. Það em þjóðir sem hefðu getað gert sér mat úr íslandi. Guð forði okkur ffá þeim. En þið? Sjáið þið nú bara hvemig þið hafið farið með Grænlendinga. Martin A. Han- sen: „Núlifandi Dönum ber engin skylda til að líta á söguna sem ófrágengið bók- haldsdæmi." Kaupmannahöfn byggð fyrir íslenskt fé? Þá kenningu að Kaupmannahöfn hefði verið byggð fyrir íslenskt fé, að minnsta kosti hallir og stórhýsi, heyrðum við margsinnis. Það hefur meira að segja verið staðfest í bók- menntunum, því að í skáldsögunni „Eldur í Kaupinhafn" leggur Halldór Laxness einni persónunni þau orð í munn. Og nú fór það svo að féeinum dögum eftir að okkur bárust þessi tíð- indi um Kaupmannahöfn til eyma á íslandi var ég staddur á samkomu í Þórshöfri í Færeyjum, og þá sagði við mig maður sem ég hafði farið að skrafa við: Þér vitið auðvitað að Kaup- mannahöfn var reist fyrir færeyska : 8 ■ |1 m Kauphöllin í Kaupmannahöfn. íslendingar sögöu borglna byggða fyrir íslenska peninga, Færeyingar fyrir færeyska peninga og Norðmenn fyrir norska peninga, segir höfundur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.