Tíminn - 13.07.1991, Qupperneq 3

Tíminn - 13.07.1991, Qupperneq 3
Laugardagur 13. júlí 1991 HELGIN 11 hann ristir ekki djúpt, heldur liggur mönnum þau ósköp á að skilja. í þeirri afstöðu verður hinn málsaðil- inn ekki var við neitt stolt, honum finnst hún jafnvel uppáþrengjandi eða einbert yfirskin — ef hún bendir hvorki til þess að menn viti neitt að gagni né vilji leggja neitt af mörkum. Mjög vingjamleg og föðurleg afstaða sem ekki ber þó vitni neinni þekkingu á aðstæðum og er einkennandi fyrir Stórdani. Hæðnin sem á var minnst er ekki eingöngu skemmtiatriði, hin óvin- samlega söguskoðun ekki marklaust hjal. Viðhorf sem ekki eru laus við gremju eru útbreiddari nú en áður, ef nokkuð er, og hinar rómantísku goð- sagnir hlífa engum. Enginn öðlast réttan skilning með því að láta ótak- markaðan skilning sífellt víkja fyrir þeim. Danir ættu að gera sér ljóst hvaða sögulegum staðreyndum þeir geta alls ekki borið á móti og hvetju þeir geta ekki kyngt með neinni sann- gimi. Um það er að ræða hvemig segja skuli sögu liðins tíma. Ef til vill verð- ur það aldrei unnt án þess að eitthvað beri á milli, enda væri það líklega tæpast æskilegt, en kannske mætti komast svo langt með því að ræða málið að fáránleg ósanngimi yrði úr sögunni eftir það og frjórri umræður gætu hafist, þar sem málsaðilar virtu sjónanuið hvors annars. Sem stendur geta íslendingar og Færeyingar ekk- ert danskt sjónarmið virt, því að það er ekki til. Hver einstaklingur verður að mynda sér skoðun sjálfur. Það er hverfandi lítið sem Danir hafa skrifað á seinni ámm um sambandið við þjóðimar í Norður-Atlantshafi. Flest sem stend- ur í alfræðiritum okkar og handbók- um um samband Danmerkur og ís- lands er eftir íslendinga, tíðum lærða menn, sem Iesandinn ber traust til. En það er ekki danskt framlag og iðu- lega brestur á að í þessum skrifum sé sagan túlkuð þannig að einnig komi fram hvaða áhrif viðhorf og ástand í hinu gamla sambandsríki gátu haft á gang mála. Sögu handritanna í Danmörku hafa íslendingar oftast skráð. Varla nægir það til skýringar að Dönum hafi æv- inlega verið það um megn; verið get- ur að tillitssemi hafi valdið nokkru um. En það er misskilningur að láta hana alltaf ráða eða gera það jafnvel að ófrávíkjanlegri reglu. í annarra augum hlýtur það aukinheldur að líta út sem kæruleysi. Einlægan áhuga hlýtur þá Iíka að skorta. Þegar öllu er á botninn hvolft vantar okkur sögu hins gamla sambandsrík- is, þótt hún nái yfir drjúgan helming sögulegs tíma. Beinast lægi við að danskir sagnfræðingar semdu hana. Okkur ber ekki aðeins skylda til þess, af því að hjá okkur hefur mikill hluti heimildanna hrúgast upp, heldur af því að ekki er við því að búast að Norðmenn, íslendingar og Færeying- ar finni neina hvöt hjá sér til þess að fyrrabragði. Þess konar saga ríkisins mundi ekki leysa allan ágreining, heldur mundi hún þvert á móti ýta undir ágreining um einstök atriði á augabragði. En hún er hið eina sem gæti gert okkur leikmönnum kleift að mynda okkur rökstudda skoðun á sekt og sakleysi í sögulegum skilningi, óhjákvæmileg- ur grundvöllur í óhjákvæmilegum rökræðum. Saga ríkisins getur á köflum orðið heldur óskemmtileg lesning fyrir okkur. Allar hliðar hinnar illræmdu, dönsku einokunarverslunar á íslandi, yfirgang stjómar og umboðsmanna, spillingu og sleifarlaf verður að taka með í reikninginn og meta það. Að vissu marki verður að kveða upp dóminn samkvæmt nútímahug- myndum, annars verður hann ómerkur. En í sögunni verður að taka mið af því ástandi sem ríkti, þeim skoðunum sem efstar voru á baugi og þeim kostum sem fyrir hendi voru og velja þurfti á milli. Hún verður að greina sundur ákærumar áður en dómur verður felldur. Þegar forfeður okkar eiga vöm skilið verður að verja þá. Skiljanlegt er að sagnffæðingar okk- ar hafa látið sig mestu varða sögu hins núverandi danska ríkis. En ann- að eigum við heldur varla. Það er margt sem rykfellur í hillunum. Tkk- mörkunin elur af sér ákveðna sögu- sýn, fólk skemmtir sér við sögu sem ekki geymir ýkja margar lýsingar á ill- verkum Dana. Mörgum dönskum leikmönnum hættir þess vegna til þess að ruglast í ríminu þegar þeim berst til eyma að Danir hafi í fimm aldir farið um með brauki og bramli á Norður-Atlantshafi og fyrstu fjórar aldimar í Noregi líka. Dani sem lendir í umræðum um þetta og hvorki er betur né verr að sér um það en gengur og gerist, hefur hvorki skoðun á því né tiltækar heim- ildir. En í þessum vanda getur verið að honum detti í hug það snjallræði að halda fram sömu skoðun og marg- ir aðrir. Hann tekur undir skoðun þess sem á hann ræðst og segin Já, þetta voru afleitir tímar. Við bjuggum sjálfir við kúgun og einræði og höfð- um slæma konunga. Okkar saga er nefnilega líka orðin mjög alþýðleg, sem ekki ber að lasta hana sérstaklega fyrir. En upp kemur ný hetjudýrkun, lágstéttimar verða að hetjum. Allur fjöldinn var jafnan saklaus og þegar hann fékk völdin féll allt í ljúfa löð. Við emm afkomendur þessara sak- leysingja og getum skotið okkur und- an allri ábyrgð. Nokkuð er til í því. Að svo miklu leyti sem saga okkar varðar ísland er það vitaskuld staðreynd, sem ekki verður gengið fram hjá að fulltrúar almennings í Danmörku buðu ís- lendingum fúllt sjálfstæði. Núver- andi Dönum ber engin skylda til að líta á söguna sem ófrágengið bók- haldsdæmi. Það er fyrir löngu búið að gera það upp. Arið 1917 buðu Danir meira en meirihluti íslendinga hafði nokkum tíma krafist og létu þaðaf hendi 1918. Sögulegt uppgjör við eldri tíma er á hinn bóginn mál sem þeir Danir sem nú eru uppi verða að leiða hugann að og getur verið afar hollt og lærdóms- ríkt — og nauðsynlegt fyrir þá að gera. En þeim finnst það ekki koma sér verulega við, ef hið alþýðlega við- horf að almenningur hafi enga ábyrgð borið á því sem áður gerðist, er allsráðandi. Við unnum þá ekki forfeðrum okkar sama stolts og venjulegum óbreyttum Þjóðverjum með því að gera þá samábyrga núna eftir stríðið. Því er líka við að bæta að í kjölfar almennrar þjóðarvakningar fékk alþýða manna tilfinningu fyrir þjóðemi annarra, sem ekki fóru held- ur varhluta af vakningunni. Önnur saga er það hvort fólk hefur upp og ofan haft um þetta aðrar hugmyndir en leiðtogamir forðum daga. Fyrir því skortir allar sannanir, það verður ekki einu sinni sannað að þær þjóðir sem þetta kom fram við hafi hugsað öðruvísi. Og af því að danska þjóðin var ríkjandi þjóð í hinni sameigin- legu sögu verður einnig að líta á hana sem siðferðisheild í þeirri sögu — og láta kóng og þegn deila ábyrgð- inni. Saga ríkisins er sagan um verk forfeðranna. Þótt við gerum ekki meira en að einangra þennan liðna tíma, þegar ríkið var stærra en nú, vantar mikil- væga þætti í okkar gamla þjóðarsvip. Ef lagt er siðferðilegt mat á sögu rík- isins mun sumt ófagurt koma á dag- inn og sumt beinlínis fráhrindandi, en við það fær hún ef til vill mennsk- ari svip sem gerir hana síst minna virði. Og það eru ekki einungis ill- verk og óhugnaður sem þá koma í ljós. Naumast hefur í þá daga verið til ríki manna af ólíku þjóðemi né hafa jafn lengi farið sögur af öðru í okkar heimshluta, þar sem eins ólíku var saman að jafna um þann her sem átti að halda því saman og verja það. Það vom ekki fjölmennar sveitir sem sendar vom frá Dan- mörku til íslands. Og þótt skoskar herdeildir úthelltu blóði sínu fyrir England hvarvetna á jarðríki, man ég ekki eftir að hafa heyrt þess getið að íslendingum hafi verið skipað að ganga í landher og flota með al- mennu herútboði. Hér hefur verið vakið máls á öðm viðhorfi en því sem oftast heyrist. Ekki er víst að saga ríkisins yrði miklu efnismeiri þótt það fengi að njóta sín, en það er óhjákvæmilegt að taka það með í reikninginn, ef sú meginhugmynd, sem lögð verður til gmndvallar á að vera rétt. Það má ekki gleyma því sem ekki gerðist en hefði getað gersL Skíp með klakasýldan reiöa Frá tilfinningasjónarmiði er afar vel skiljanlegt að önnur söguskoðun sé nú ríkjandi hjá Atlantshafsþjóðun- um, sem tilheyrðu hinu gamla ríki. „íslandsklukkan" er beinlínis af henni sprottin að svo miklu leyti sem segja má að skáldsaga lifi og hrærist á sögunni. Ósjálfrátt hvarflar að mönn- um að forfeður íslendinga hafi í hjarta sínu verið sömu skoðunar og afkomendur þeirra nú. Sú hugmynd að sjálfstæði hefði getað fengist miklu fyrr en raun varð á veldur því hve harður dómur er kveðinn upp um liðna tíma. Og f sameiginlegri sögu ríkisins þyrfti að rannsaka í fúllri alvöm hvort sá kostur var forðum fyrir hendi. Til þess að unnt sé að bera fram fullgildar ásakanir í garð Dana fyrir stjóm þeirra, verður hins vegar að sýna ótvírætt fram á það áður, að almenn sjálfstæðisbarátta hafi verið háð leynt eða ljóst í þessum efnum getum við ekki heimtað meira af for- feðmm okkar en íslendingar gerðu á hverjum tíma. Gerðu þeir uppreisn? Úr 500 ára langri sögu hins gamla ríkis er að minnsta kosti ekki vitað um nema tvær fjöldauppreisnir, sem mark er á takandi. í bæði skiptin vom uppreisnarmennirnir danskir bændur, sem oft hafa verið taldir heldur þrjóskir, það vom þeir sem vom að hrista af sér hlekkina. í því máli er enn óvíst að öll kurl séu kom- in til grafar. En í ríkissögu þyrfti að gera ráð fyrir þeim möguleika, sem upp hefði getað komið, að íslending- ar og Færeyingar lentu undir yfirráð- um annarra en Dana á þeim tíma er þessar fámennu þjóðir stóðu verst að vígi. Drottnaramir hefðu þá sjálfsagt varla orðið norrænir. Hverjir? Að öll- um líkindum Bretar. Hvert ætti þá að leita fanga við sögulegan saman- burð? Til næstu nágranna á Atlants- hafi, íbúa Skotlands, Hjaltlands og hinna eyjanna við norðanverða Skot- landsströnd. Hvar er nú heimastjóm þeirra? Hvar er þjóðtunga þeirra, bókmenntir? í Norður-Atlantshafi er það enn við lýði sem hinir glötuðu. Hvað veldur? Er þorandi að nefna danska flotann? Hann var sterkur öldum saman. Má gera því skóna að skárra hafi þótt að verða af þvf sem eftir var að slægjast í Norður-Atlants- hafi, en að eiga á hættu að tapa sjó- ormstu við hann? Nú má það heita gleymt, allt að því fyrirlitlegt talið að rifja það upp að öldum saman sigldu herskip með klakasýldan reiða um Norðurhöf. An þeirra væm kannske færri söguleg vandamál til umræðu. Á það má benda til umhugsunar. ufms AUKIN GÆDI - BETRA VERÐ Getum boöiö takmarkaö magn afCLAAS R-46 1 20 x 120 á aðeins kr. 789.000.- Án vsk. • Rafstýring úr ekilshúsi fyrir net eða gam, gefur til kynna með Ijósi og hljóðmerki þegar bagginn er tilbúinn. • Öflugur matari aftan við sópvindu tryggir að hey stöðvast ekki í aöfærslustokki. • Drifkeðjur af yfirstærð. • Sjálfvirk smuming. • Tvöfaldur bindi- búnaður. • Netbinding fáanleg. • Baggasparkari. • Þrýstimælir sem sýnir þéttleika baggans. • Hjólbarðar 11,5/80 x 15,3 eða 15,5/55x17. --F ■■ .............. 1 -------------------------- I ár eru þessar vélar sérbúnar fyrír íslenskar aðstæður. Kynnið ykkurþann búnað sérstaklega. Greiðslumöguleikar Ijölbreyttir. Mlésúitjnti HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI91-670000

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.