Tíminn - 13.07.1991, Page 7
Piltamir í hljómsveitinni Gor em frá vinstri Pétur Óli Einarsson bassaleikari, Stefán Gunnarsson söngvari, Kári
Hallsson grtarleikari og Skari sem einnig leikur á grtar. Á myndina vantar trommuleikarann Jón Lee. Ttmamynd: se
Hljómsveitin Gor er að margra mati með merkilegri fyrirbærum í neðanjarðar-
menningu borgarinnar:
Hlustum mest á dauðarokk en
sinfóníurnar eru heillandi
Hljómsveitin Gor er þriggja mánaða gömul sveit, skipuð fímm pilt-
um á aldrinum 15-18 ára. Gor var ein af mörgum sveitum, sem
tróðu upp á porthátíð Útideiidarinnar sl. fímmtudagskvöld, og laug-
ardagskvöldið fyrir viku hitaði sveitin upp fyrir hljómsveitina GCD
á tónleikum í Nasa. Blaðamaður náði tali af fjórum meðlimum
sveitarinnar milli laga á fímmtudagskvöldið og fer spjallið hér á eft-
ir.
Sveitin samanstendur af fimm piltum
eins og áður sagði. Þeir eru: Pétur Óli
Einarsson sem leikur á bassa, Stefán
Gunnarsson sem syngur, Jón Lee er
trommuleikari og gítarleikaramir tveir
eru Kári Hallsson og Skari.
Strákamir sögðu að sveitin hefði ver-
ið stofnuð fyrir þremur mánuðum, en
hefði ekki farið að æfa að fullu fyrr en
fyrir um mánuði. Aðspurðir sögðust
þeir hafa spilað nokkrum sinnum opin-
berlega, m.a. í Þróttheimum og um
síðustu helgi hefðu þeir hitað upp fyrir
GCD í Nasa. Þeir sögðu að viðtökumar
hefðu verið góðar, mun betri en þeir
hefðu átt von 1 Prógrammið saman-
stendur af sex lögum og aðspurður
sagði Stefán söngvari að skilgreina
mætti tónlistina, sem þeir spiluðu,
sem „trash metal" blandað „death"
söng.
— Virðist þessi blanda falia í kramið
núna?
,Já, meirihlutinn af þessum bílskúrs-
hljómsveitum í dag spila eitthvað
þessu líkt,“ sagði Stefán söngvari.
Hljómsveitin hefur æft í húsnæði úti-
deildarinnar að undanfömu, en flytur
bráðlega í annað húsnæði við Bflds-
höfða.
Kári gítarleikari svaraði því strax til
þegar blaðamaður spurði um framtíð-
aráform, að stefnan væri sett á að verða
frægir, og líka góðir, en fyrst og ffemst
væru þeir í þessu tii að hafa gaman af
því, og piltamir tóku allir undir það.
„Við ætlum að reyna að gefa út piötu og
halda áfram að gera okkar besta," sagði
Stefán söngvari.
Nafnið á sveitinni, Gor, er gamalt og
gott íslenskt orð og samkvæmt orða-
bók Menningarsjóðs er gor hálfmelt
fæða í innyflum jórturdýra. Kári sagði
að þeir hefðu ákveðið að hafa nafnið á
hljómsveitinni íslenskt, því það væm
svo margar sveitir sem væru með ensk
nöfn. Aðspurðir hvers vegna þeir hefðu
valið hljómsveitinni þetta nafn, þá
sögðu þeir að upphaflega hefði það
komið þannig til að í hljómsveitinni
hefði verið piltur, sem hét Gunnar Ósk-
ar, sem var rekinn. Skammstöfun á
Gunnar Óskar rekinn væri hérumbil
GOR, og þar með hafi hugmyndin
kviknað.
Piltamir sögðu að það væri gaman að
spila í svona bandi, en oft á tíðum væri
þetta erfitt og reyndi mikið á taugam-
ar. Þeir sögðu að allt gæti farið í bál og
brand á æfingum þegar þeir væru að
semja lög, og einnig væri erfitt að fá
eitthvað að gera. Piltamir sögðu að
ástæðan fyrir, að þeir spiluðu sem upp-
hitunarsveit fyrir GCD, væri helber
heppni. Þeir hefðu hitt umboðsmann
GCD í síðustu viku og hann hefði spurt
þá hvemig þeim litist á að hafa tónleika
með GCD í Nasa fyrir unglinga. „Ég
sagði að mér litist vel á það, ef við
fengjum að hita upp,“ sagði Kári, „og
hann tók okkur á orðinu. Hann fékk
hjá okkur símann og hringdi daginn
eftir og sagði að allt væri klappað og
klárt."
— Fyrir utan að hlusta á ykkur sjálfa,
á hvaða tónlist hlustið þið?
„Við hlustum aðallega á „death metal"
eða dauðarokk," sögðu Kári og Stefán
einum rómi. „Ég hlusta líka á sinfón-
íur,“ sagði Stefan og Kári tók undir
það. „Ég fæ mikið út úr því að hlusta á
sinfóníur. Það er svo mikið af tónum í
þeim að ég verð alveg heillaður," sagði
Kári. Piltamir sögðust hafa verið í
mörgum öðrum hljómsveitum, sem
hefðu allar orðið frekar skammlífar.
Þeir sögðust vonast til að þessi sveit
myndi lifa eitthvað lengur. „Við höfum
fengið frábærar móttökur og öllum líst
vel á okkur," sagði Stefán söngvari.
„Við ætlum að reyna að halda áfram, þó
það sé oft hundleiðinlegt að mæta á æf-
ingar, semja lög og æfa þau,“ sagði
Kári. -*e
Laugardagur 13. júlí 1991
Hljómsveitin Morbid Silence í hörku sveiflu.
■i ISkv :• I
gm. 'w'.j wM
Aödáendur hljómsveitanna sátu dotfallnir viö fótskör meistaranna.
iQkmQrkanir á umferb í
Kvosinni vegna gatna-
framkvæmda
Nú standa yfir gatnaframkvæmdir í Vonarstræli, Templarasundi
og norburhluta Tjarnargötu, göturnar veröa malbikaöar,
stein-lagöar og settar snjóbræöslnlagnir i þær. jafnframt veröur
noröurbakki Tjarnarinnar endurbyggöur. Nauösynlegt er að
loka götunum meðan á íramkvæmd stendur. Verkiö veröur
unnið í áföngum. Eftirfarandi er endurskoöuö áætlun um
verktíma einstakra áfanga.
Verktími:
Vonarstræti austan nr. 10..............30. apríl -15. sept.
Templarasund ..........................5. júlí - 15. ágúst.
Vonarstræti frá nr. 8 ab Tjarnargötu
og Tjarnargata frá Vonarstræti ab nr. 4..1. júlí -15. sept.
Tjarnargata frá nr. 4 að Kirkjustræti....1. júní - 6. ágúst.
Tjarnargata frá Vonarstræti að nr. 20....15. júlí - 20. okt.
Tit 15. sept. verður ekki unnt að aka um Vonarstræti frá
Lækjargötu ab Suðurgötu. Þess í stab er ökumönnum bent á
ab aka Skólabrú, Pósthússtræti og Kirkjustræti.
Framkvæmdum við Tjarnargötu milli Vonarstrætis og Kirkju-
strætis verður hagaö þannig, að aðkoma verbur möguleg ab
bflastæbi Alþingis.
Við upphaf hvers áfanga verbur auglýst nánarum
lokanir gatna og breytingar á umferð.
garverkfræ&ing
ferbardeild
urinn í Reykjavík
l
15
Laugardagur 13. júlí 1991
HELGIN T
MIKILL FJOLMIUTI-
DEILDARPORTINU
Porthátíð Útideildarínnar var
haldinn í porti Útideildarinnar
við Tryggvagötu sl. fímmtu-
dagskvöld, og tóku fjölmargar
bflskúrshljómsveitir þátt í tón-
leikunum. Tónleikarnir voru að
flestra mati vel heppnaðir og var
mikill fjöldi mættur til að hlýða
á þær hljómsveitir sem tróðu
upp.
Sveitirnar, sem komu fram á
fimmtudagskvöldið, spiluðu flestar
svokallað dauðarokk eða ruslrokk,
og þeim, sem ekki hafa kynnt sér
málið, er víst óhætt að segja að það
sé í þyngri kantinum. Á tónleikun-
um á fimmtudaginn komu m.a.
fram sveitirnar Cazbol, Insectary,
Gor, Sjálfsfróun, Scum of society,
Strigaskór nr. 42, Morbid silence,
Sororicide, Putrid, Mortuary og
Leprous.
TONLIST
Umsjón
Stefán Eiríksson
Þessi porthátíð er orðin árviss við-
burður og sagði Gunnfríður Svala
Arnardóttir, starfsmaður Útideildar-
innar, að þetta væri orðin hefð í
starfi deildarinnar. Aðspurð sagði
hún að þetta skipti töluvert miklu
máli fyrir þessar sveitir, þær hefðu
mikinn áhuga á því að koma þama
fram og þetta gæfi þeim markmið til
að stefna að. —SE
Mikill fjöldi mætti á tónleikana og
þurftu menn jafnvel að standa
uppi á sorptunnum til aö hlýöa á
tónlistina.
Útideildarportið var fulit altt kvöld-
iö og er þaö mál manna aö sjald-
an eöa aldrei hafí jafn margir
komið á porthátíöina.
Tfmamyndir SE
FerðagriU_T_
Istranddýnur
; ’T \
msift
1.850;
Capisa 4 manna
matarferðasett
Hústjald_______—
HjólabrettþWUaufy
1.995;
vm
Kaelibox 27 Ijtra——
TjaldborðjWÁsí^lyí?
499^
KAUPSTADUR
OPIÐ l)M HEIGINA:
Miktigarður v/Sund
Kaupstaður
MiktigarðurJL-husinu
Miktigarður Miðvangi
Mikligarður Garðabæ
Laugard.
kl. 10-14
kl. 10-14
kl. 10-16
kl. 10-18
kl. 10-18
/MIKLIG4RDUR
ÍMJÓDD
ALLAFt BUÐIR