Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 8
16 Tp HELGIN
Laugardagur 13. júlí 1991
I
Hofmóðugheit við granna sína
Þegar litið er í blöð, hlýtt á út-
varp eða horft á sjónvarp bregð-
ur í sífellu fyrir einhverju, sem
menn hafa aðra skoðun á en sá
sem talar eða skrifar og það er
bara náttúrlegt. Stundum eru
menn svo alveg sammála og það
er auðvitað líka náttúrlegt. En
hversu náttúrlegt sem þetta nú
allt annars er, þá eru málefnin
gjarna ekki rismeiri en svo að
menn gætu spurt sjálfa sig
hvern fj... þeir séu að hafa skoð-
un á þessu — bæði breyti það
engu og svo má oft einu gilda á
hvom veginn málið æxlast eða
rekst, sé það þá þannig vaxið að
það megi breytast. En því veldur
sjálfsagt öll fjölmiðlunin og
upplýsingaholskeflan í samtím-
anum að nútímamaðurinn þyk-
ist þurfa að æxla með sér skoð-
un á allt of mörgu.
í Pressunni á fimmtudaginn
var skemmtileg samantekt um
Færeyinga og íslendinga og af-
stöðu þessara grannþjóða
hvorrar til hinnar og þar var
undirritaður mörgu sammála.
Þetta spjall var gott og vekjandi
og Ieiðir hugann að því hvernig
á því standi að við höfum svo
skelfing lítinn áhuga á þessum
nágrönnum okkar, Færeyingum
og Grænlendingum. Þeir eru
eiginlega utan við landakortið
þegar við hugsum um útlandið.
Það hefst í okkar augum fyrst
austur við Eystrasalt og vestur
við Þorskhöfða. Þó eiga bæði
Færeyingar og Grænlendingar
margt sameiginlegt með íslend-
ingum, þar á meðal langa ein-
angrun í norðurhöfum og
merkilega eigin tungu, sem þeir
vilja viðhalda og hlúa að. En hið
skrýtna er að við teljum okkur
þess hálfvegis umkomna að líta
menningu þessa fólks með
skeytingarleysi og hofmóði. Það
er til siðs að birta klausur úr
færeysku blöðunum íil þess að
hlæja að orðalaginu, af því að
mörgum fmnst það skringilegt
vegna skyldleikans. Að græn-
lensku er ekki jafn auðvelt að
hlæja, því í henni skilur enginn
íslendingur orð. í stað aðhlát-
ursins kemur þó aðeins nær
fullkomið áhugaleysi. Engir að-
komumenn á íslandi eru svo
fullkomlega utangátta og
Grænlendingar sem hingað
slæðast. Menn umgangast þá
(eða umgangast þá ekki) eins og
þeir væru holdsveikir, meðfram
af því líklega að það orð hefur
lagst á að þeir séu bæði síölóðir
og vísir til manndrápa. En hvað
ætti annar eins einstæðingur og
Grænlendingur á íslandi að
gera af sér annað en drekka á sig
fullkomið óminni? En slíkri af-
stöðu gagnvart fátækum grönn-
um vorum höfum við satt að
segja varla efni á. í greininni í
Pressunni er rætt við ýmsa, sem
kynnst hafa Færeyjum, og þar á
meðal Þorvald Kristinsson bók-
menntafræðing, sem bendir al-
veg réttilega á að sjálfir erum
við nú ekki meiri heimsborgar-
ar en svo að ótrúlega lítill hluti
íslendinga hefur vald á nokkru
erlendu tungumáli til hlítar. Til
dæmis er enskukunnátta þjóð-
arinnar stórlega ofmetin. Þetta
eru þó orð að sönnu. T.d. eru
þeir kynja fáir, forystumenn
okkar í stjómmálum, sem geta
flutt ræðustúf á ensku skamm-
laust, þótt mjög heiðarlegar
undantekningar finnist. Oft er
blöskran að hlýða á þetta fólk
ávarpa heimfræg þing og stofn-
anir á einhverri afbakaðri
sveita-skosku, verðskuldi það þá
einu sinni það nafn.
Ekki má þó láta hjá líða að geta
um að til em einstaklingar, sem
hafa sinnt menningu áður-
nefndra grannþjóða okkar. Þar á
meðal má telja Þorgeir Þor-
geirsson, sem þýtt hefur Heine-
sen og það framtak er vitanlega
ofar vom lofi. í Þjóðviljanum í
gær var viðtal við Þorgeir og þar
var margt ágætt að finna, þótt
heldur leiddist mér að sjá hann
skamma menntaskólann sinn.
Þorgeir heldur því fram að þar
hafi hann átt illa og leiðinlega
vist með „yfirstéttarkrökkum",
sem tekið hafi tíu ár hjá honum
að ná sér af. Þetta hef ég heyrt
suma aðra segja líka, en mér
finnst þetta samt óttalegt
meykerlingartal og vitleysa.
Hvem fj... ætli það hafi skaðað
hann að lafa þarna fjóra vetur
og fá tilsögn í undirstöðuatrið-
um um eitt og annað sem hvern
mann getur aðeins bætt. Fyrr
má nú vera „fint fölende". Hvað
ætli það hafi verið tómir „yfir-
stéttarkrakkar" þama. Það hafa
áreiðanlega verið hálfþroskuð
ungmenni úr flestum stéttum
rétt eins og nú, sem fáa ætti nú
að drepa að hafa kynnst við.
Gettu nú
Það var Heijólfsdalur
í Vestmannaeyjum,
samkomustaður
gesta á þjóðhátíð
heimamanna, sem
síðast var spurt um
hér.
Við hættuiegan veg-
arkafla getur að iíta
krossinn sem hér má
sjá á myndinni. Hvað
nefnist vegurinn?
KROSSGATA
KinWK
yjTJ
HREVT-
Asr
T£TT
eyvA
furyK
<W
L£H6ST
ÚTl
WA-
S Ko-t-f
s*R
bntnG-
m
sri'L
sigla
JJX}
4S00
3
s/slLM
t/Roayi
y—
RoHD
}I£R fií>
1Ö
Bín
ciNry
SV7JK1
P/INS
oskuh
MNO£>
EFN1!
óKue
vó'm
rón K
wr r
VÝR-
HfiTS
SÆf?
D?K
hOUN
to
SP/lAM
U3F
VÝR
fí
LVND
6 Ltosr
VEm
£<RS
l
KLflKl
K OM
f?öO
fi rr
3RK
JOÐ
41
41
SVIPU
K.VA V
WPtY
íl'HT
50
riN/i
K.VIK
&
©
SToru
il
5