Tíminn - 13.07.1991, Qupperneq 9

Tíminn - 13.07.1991, Qupperneq 9
tlu 'L’>rirSjvs'(.\,r,. i Laugardagur 13. júlí 1991 HELGIN 17 ilffiSS- Jlí^*’*’’*** Volvo Imperíal sést hér sem flutningabíll með pallhúsi. VINNUSTAÐUR MEÐ GÓÐUM ÞÆGINDUM Trökkdræver Tímans gafst fyrir skömmu kostur á að taka í nýjan vörubfl, Volvo F16 Im- perial. Þetta var dráttarbfll með tvöfaldri afturhásingu og drifi á báðum. Að aftan fjaðr- aði bfllinn á loftpúðum, en auk þess var hægt að lyfta aft- ari hásingunni þegar ekið var með bflinn lausan eða án hleðslu. Þetta er raunar hin merkasta nýjung. önnur ágæt nýjung við þennan búnað var sú, að hægt var að láta hann lyfta afturhásingunni á sjálf- virkan hátt til að fá betri spyrnu í erfiðri færð, t.d. í hálum brekkum með fullhlaðinn 50 tonna festi- vagn aftaní. Þessi sjálfvirkni virkar þá í tengslum við hraða bflsins. Síðan er að sjálfsögðu búnaður til að læsa mismunadrifum 100% bæði langs og þvers, þ.e.a.s. milli hjóla og milli hásinga. Imperial F16 er, eins og nafnið bendir til, búinn 16 lítra vél með forþjöppu og millikæli og aflið er vissulega yfirdrifið, svona þegar ekkert var aftan í bflnum að minnsta kosti. Trukkurinn var eld- fljótur upp, og gerði það hávaða- laust og mjúklega. Húsið er hann- að með þægindi ökumanns eða ökumanna á langferðaleiðum í huga. Sætin eru afar þægileg og hægt að stilia þau eftir þörfum flestra og ganga flestar stillingar, svo og sjálf sætisfjöðrunin, fyrir þrýstilofti. Húsið sjálft er vel hátt Volvo Imperial vöru- og dráttarbíll Þaö fer vel um ökumann undir stýrí. Sætið er fínt, mælaborð er skýrt og læsilegt og stjómtæki eru létt og auðveld. til lofts, rúmgott, vel einangrað og með afbragðs loftræstingu og hita- kerfi. Fyrir kojunum aftur í hús- inu eru smekklegar og góðar gard- ínur sem útiloka birtu, þegar menn þurfa á hvíld að halda í dags- birtu. Sjálft „svefnherbergið" er síðan með tveim kojum hvorri upp af annarri. í þeim eru 125 mm þykk- ar dýnur og svo auðvitað lesljós. Á milli sætanna er læstur skápur eða kistill fyrir skjöl og smávarn- ing, samlæsingar eru á hurðum og rúðuvindur beggja vegna eru raf- knúnar. Stjórntæki eru ósköp þægileg, eins og raunar er títt í evrópskum vörubflum og mikilvægustu mæl- arnir, snúningshraðamælirinn og hraðamælirinn, eru stórir og glöggir. Auk þeirra eru mælar sem sýna þrýsting á loftkerfinu og álag á forþjöppunni. Viðvörunarljós eru síðan fyrir alla skapaða hluti sem viðkoma vél, drifi, gírkassa og raf- kerfi. Þá er til hliðar við mæla- borðið heilmikil upplýsingatölva þar sem kalla má fram upplýsingar um sitthvom lið hins tvöfalda þrýstiloftskerfis, olíuþrýsting o. olíuhita á vél, kælivatnshita, magn brennsluolíu, smurolíuhita í gír- kassa, rafspennu, hita úti og hita- stig við jörð. Það síðastnefnda er hreint afbragð, því að þannig má gera ráð fyrir hálku á veginum. Ég geri fastlega ráð fyrir að Volvo Imperial sé þægilegur og góður vinnustaður. Gírskiptingar og skiptingar milli drifa voru ósköp tíðindalitlar og þægilegar, bfllinn var góður í stýri og bremsurnar ágætar að svo miklu leyti sem það var finnanlegt á tómum bíl. Eftir- tektarvert var þó hve mótorhemill- inn tók vel í. Sjálfur er ég vanur MAN-bflum af öllum stærðum og útfærslum, auk breskra og bandarískra trukka sem mér fínnast standa MAN langt að baki í bókstaflega öllu tilliti. Ég gæti vel sætt mig við að vinna á Volvo Imperial, sjálfsagt ekkert síður en MAN 26-361 með ZF-gír- kassa, sem er alveg afbragðs vinnustaður, ykkur að segja. —sá Umhverfisvænir trukkar og stórbílar? Jerker Nielsen, yfirmaður almenningsvagnadeildar Volvo: Betri vélar, mun hreinni útblástur „Það er stöðugt unnið að því að bæta vélamar og gera útblástur þeirra hreinni og óskaðlegrí um- hverfinu. Við reiknum með að ná umtalsvert lengra í þessum efnum en við höfum náð í dag, en stefnum nú að því að geta mætt þeim kröf- um sem gerðar verða í þessum efn- um 1992 og 1993.“ Þetta sagði Jerker Nielsen, en hann er yfirmaður þeirrar deildar hjá Vol- vo sem framleiðir almenningsvagna. Þær kröfur, sem hann minntist hér á, eru nýjar og hertar reglur um út- blástur díselknúinna bfla. Því hefur gjarnan verið haldið fram að útblást- ur þeirra væri síður skaðlegur um- hverfinu en útblástur frá bensínbfl- um. Svo mun hins vegar ekki vera raunin. Þannig er díselútblástur nú talinn geta valdið ýmsum sjúkdóm- um, m.a krabbameini. — Eitthvað kostar þetta. Verða vörubflar og almenningsvagnar dýr- ari vegna þessa? ,J4ér finnst ótrúlegt að þeir verði ódýrari, því að tækniþróun er af- skaplega dýr.“ Aðspurður hvort stór- breytingar væru í vændum á aðbún- aði að farþegum og ökumönnum stórbfla kvaðst Jerker Nielsen ekki eiga von á slíku, heldur áframhald- andi þróun. Haldið yrði áfram að byggja á þeirri tækni sem þegar hef- ur haldið innreið sína í framleiðslu stórra bfla. Markaðshlutdeild Volvo í almenn- ingsvögnum í V-Evrópu er nú um 17%, en því marki var náð á síðasta ári. Volvo er því orðið leiðandi á þeim markaði, en Volvo hefur um skeið verið einn stærsti framleiðandi vörubíla í heiminum. Að sögn Nielsens er Evrópa aðal- markaðssvæði Volvo fyrir almenn- ingsvagna, en leitað er hófanna víð- ar: Til BNA fara t.d. rúmlega þúsund vagnar árlega og rúmlega 500 vagn- ar eru seldir árlega til Austurlanda fjær og eitthvað færri til Miðaustur- landa. Á íslandi hefur Volvo nú afgerandi forystu í sölu vörubíla, en sam- kvæmt tölum Bflgreinasambandsins voru fluttir inn 55 nýir stórir vöru- bflar yfir 7,5 tonn að heildarþunga frá janúar til loka maímánaðar. Af þeim voru 18 frá Volvo eða 32,7%. Næstir koma Mercedes Benz og MAN með 13 bíla af hvorri tegund, eða 13% hvor. Þá voru fluttir inn 5 DAF, eða 9,1% og jafnmargir Scania- vörubílar. Lestina rekur svo IVECO, en einn bfll var fluttur inn af þeirri tegund. Hlutdeild IVECO í vörubíla- markaðnum á þessum tíma var því 1,8% —sá Meðfærileg og eldtraust sorpílát frá HIRÐI Nýju söfnunarílátin frá HIRÐI eru eldtraust og á hjólum þannig að hægt er að hafa þau þar sem losun er auðveldust og minnst ber á þeim, hvort sem það er innandyra eða utan. Söfnunarílátin eru af ýmsum stærðum og gerðum. Starfsmenn HIRÐIS veita ráðgjöf um hentugustu lausnina fyrir þig og fyrirtækið þitt. Hirtu um umhverfið með HIRÐI. :: HIRÐIR UMHVERFISÞJÓNUSTA fðabakka 1, 1 10 R sfmí 67 68 55, telefax Höfðabakka 1,110 Reykiavik ----------- ‘ ' 67 32 40

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.