Tíminn - 13.07.1991, Side 11

Tíminn - 13.07.1991, Side 11
Laugardagur 13. júlí 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL gamall flosnaði hann úr skóla og var tekinn fastur fyrir innbrot. Yf- irvöld sögðu hann „andfélagsleg- an“ og „óviðráðanlegan". Hann var sendur á betrunarhæli fyrir ung- linga í Attleboro í Massachusetts. Arið 1952 var hann dæmdur fyrir nauðgun. Dómar fyrir innbrot, nauðgunartilraunir-i6'g vopnuð rán fylgdu í kjölfarið. be* árum síðar flutti hann til Kaliforníu. Þar var hann dæmdur hvað eftir annað fyrir rán og innbrot. Arið 1974 var hann dæmdur fyrir að hafa heróín og ólögleg skotvopn undir höndum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Þegar hann kom fyrir nefnd, sem átti að ákvarða hvort hann fengi reynslulausn, mæltu fangelsisyfír- völd harðlega gegn því. Nefndin lét hann lausan eigi að síður. Skömmu áður en hann réðst á stúlkurnar var Comtois handtek- inn fyrir að falsa 75.000 dollara ávísun. Hann kom fyrir rétt, en var látinn laus gegn 1.500 dollara tryggingu og áttu réttarhöldin að hefjast 9. nóvembef*^ Þó skömm sé frá að segja voru bæði Comtois og fylgikona hans á reynslulausn þegar þau réðust á stúlkurnar, misþyrmdu annarri og drápu hina. Sandy bar strax kennsl á Comtois þegar henni var sýnd mynd af hon- um. í húsvagninum fannst og mynd af dökkhærðri konu með axlasítt slétt hár og þekkti Sandy þar konuna sem með honum hafði verið. Myndinni af konunni var rennt í gegnum upplýsingabanka lögregl- unnar. Kom þá í ljós að hún hét Marsha Lynn Erickson, flækingur sem hafði leiðst út í vændi og inn- brot sér til framfæris. Hún hafði lent í slagtogi með Comtois um það bil sex mánuðum áður en þau réðust á stúlkurnar. í skýrslum yfirvalda var henni lýst sem vændiskonu sem hafði hlaupið frá eiginmanni og sex börnum. Marsha Erickson hafði verið hand- tekin 12 sinnum á tíu árum. Kær- urnar voru vegna vændis, innbrota og eiturlyfja. Á meðan leitin stóð yfir að Iags- konu Comtois lagði saksóknari fram kærur á hann. Hann var m.a. kærður fyrir morð, mannrán, kyn- ferðislegt ofbeldi af ýmsu tagi og fýrir að neyða eiturlyfjum í ungling undir lögaldri. Leitin að Mörshu Erickson var gífurlega viðamikil og lögreglan tók það fram í fjölmiðlum að hún væri ofbeldissinnaður eiturlyfja- sjúklingur, vopnuð og hættuleg. Marsha Erickson var handtekin á götu í Hollywood þann 28. nóvem- ber 1987. Hún var færð í fangelsi og kærð fyrir morð, mannrán og kynferðis- legt ofbeldi. Einnig voru dregnar fram gamlar kærur, sem hún hafði á bakinu varðandi falsanir og þjófnað. Hún var dæmd í gæslu- varðhald án möguleika á að fá að ganga laus gegn tryggingu. í maí 1990 kom Ronald Comtois loks fyrir rétt. Hann var dæmdur sekur um öll atriði ákærunnar. Kviðdómur var aðeins tæpar klukkustundir að komast að niður- stöðu um það. Mánuði síðar ákvað kviðdómur að hann skyldi dæmdur til dauða í gasklefanum. Marsha Erickson reyndi hvað hún gat að gera lítið úr hlutdeild sinni í málinu þegar hún kom fyrir rétt. En þann 21. nóvember 1990, eftir átta daga réttarhöld, komst kvið- dómur að þeirri niðurstöðu að hún væri sek um manndráp og sjö aðra ákæruliði. Marsha sýndi fá merki geðshrær- ingar á meðan á réttarhöldunum stóð, nema hvað greinilegt var að henni létti þegar ljóst varð að hún hlyti ekki dauðadóm. En fangelsið verður heimili hennar um ókomin ár. Makleg málagjöld . WV'. • * ' 'v. . Grfurleg öryggisvarsla var viðhöfð þegar Comtois var fluttur á milli fangelsisins og dómsalarins. vagninn. Nota mátti þau sem sönn- unargagn þegar — og ef — morð- ingjarnir næðust. Umfangsmikil leit Lögreglan yfirheyrði nú alla, sem bjuggu þar nálægt sem hjúin höfðu lokkað stúlkurnar upp í hús- vagninn. Margir minntust þess að hafa séð húsvagninn, en höfðu ekki veitt honum sérstaka athygli. Eng- inn hafði séð eða heyrt neitt óvenjulegt þetta örlagaríka kvöld. Málið var nú fært hinum 38 ára gamla lögreglumanni John Zorn í hendur, en hann starfaði við morð- deild lögreglunnar í Los Angeles. Zorn var fær lögreglumaður, sem hafði átt þátt í að upplýsa nokkur frægustu morðmál sem upp höfðu komið í umdæmi hans. Hann fór nú yfir skýrslur allra kynferðisglæpamanna, en fann ekkert sem gat átt við parið sem réðst á stúlkurnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að parið byggi ekki á svæðinu og ástæðan fyrir því að Sandy og Wendy urðu fyrir barðinu á þeim, var aðeins sú að þær áttu leið hjá á röngum tíma. Zorn bað einnig umferðardeildina að fara yfir dagbækur sínar, ef vera kynni að einhver hefði haft afskipti af húsvagninum vegna umferðar- lagabrots. Svo reyndist ekki vera. Rannsóknardeild lögreglunnar kom nú með þær upplýsingar að kúlurnar, sem fundust í líkömum stúlknanna, hefðu verið úr 22 kali- bera sjálfvirkri skammbyssu. Kúl- urnar voru ekki verr farnar en svo að ef morðvopnið fyndist, var hægt að sanna að þeim hefði verið skotið úr því. Zorn kom fram í sjónvarpsfrétt- um næsta laugardag og hét enn og aftur á áhorfendur að veita allar upplýsingar sem að gagni kynnu að koma. „Við höfum ástæðu til að ætla að þau séu enn hér í grennd- inni. Hver, sem hefur einhverjar upplýsingar, er beðinn um að hafa samband við lögregluna samstund- is.“ Einnig voru boðin 10.000 doll- ara verðlaun hverjum þeim, sem gæfi upplýsingar er leiddu til handtöku morðingjanna. Skömmu eftir miðnætti næsta þriðjudag kom nafnlaus upphring- ing á lögreglustöðina. Það var ‘"í-r,4 ' r • ‘ • $ I fímfál Roland Norman Comtois var margdæmdur glæpamaður og réðst grímmdaríega á tvær ungar stúlkur, sem af tilviljun áttu leið hjá. kona, sem kvaðst hafa séð húsvagn og mann sem lýsingin átti við á Ne- wall-stræti í einu úthverfa borgar- innar. Lögreglumenn voru sam- stundis sendir á staðinn. Eltingaleikur Lögreglumennirnir hröðuðu sér til Newall-strætis, en þar eru aðal- lega niðurnídd íbúðarhús og vöru- skemmur. Lögreglumennirnir tveir sáu gráhærðan mann bera dót úr húsvagninum yfir í appelsínu- gulan pallbfl. „Við skulum athuga hvað hann er að aðhafast,“ sagði annar þeirra. Þegar lögreglumennirnir nálguð- ust sleppti maðurinn því, sem hann var með í höndunum, og tók á sprett niður götuna. Annar lög- reglumaðurinn tók sprettinn á eft- ir honum. Eftir talsverðan eltinga- leik komu þeir að þriggja metra háum vegg og ofan á honum var gaddavír. Flóttamaðurinn klifraði upp á nokkrar málmtunnur og komst yfir vegginn. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að fara eins að, festist hann í gaddavírnum. Þar sem hann óttað- ist að maðurinn kæmist undan dró hann upp skammbyssu sfna og kallaði til mannsins að stoppa. Samkvæmt lögum Kaliforníu hef- ur lögreglan leyfi til að skjóta grunaða menn á flótta. Lögreglu- maðurinn miðaði því á flóttamann- inn og skaut á hann fjórum skot- um. Hann hitti og flóttamaðurinn rak upp org eins og særður björn, snerist í loftinu og féll til jarðar. Lögreglumaðurinn slíðraði byssu sína, leysti sjálfan sig úr gadda- vírnum og gekk að liggjandi mann- inum. Flóttamaðurinn var lifandi og kveinkaði sér. Blóð rann úr skots- ári á fæti hans og öðru neðarlega á baki hans. Þó svo að hann liði tals- verðar kvalir var hann fullfær um að ausa úr sér fúkyrðum og hótun- um. Lögreglumaðurinn sá að hann var sláandi líkur manninum sem eftirlýstur var fyrir morðið á Wen- dy og morðtilraunina við Sandy. Sjúkrabíll var nú kvaddur á vett- vang og búið var að sárum flótta- mannsins til bráðabirgða og hann fluttur á sjúkrahús. Þó svo að mað- urinn væri lifandi við komuna á sjúkrahúsið, hafði hann fallið í dá og gat því ekki gefið lögreglunni neinar upplýsingar. Óskemmtileg skötuhjú Kennsl voru borin á manninn og reyndist hann vera Roland Norman Comtois, 57 ára gamall glæpamað- ur með langa og skrautlega saka- skrá. Comtois var fæddur í Massachu- setts, sjötti í röð sjö barna fransk- kanadískra hjóna. Móðir hans lést þegar hann var þriggja ára gamall og eftir það flæktist hann á milli munaðarleysingjahæla. Glæpafer- ill hans spannaði 46 ár. Ellefu ára HELGIN 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.