Tíminn - 23.07.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
''Þriðjudágur23. júlí 1991
Krafa útgerðarmanna um áframhaldandi útflutning á ferskum fiski verður stíf ef um verulegan aflasamdrátt verður að
ræða, en Samtök fiskvinnslustöðva vilja banna hann:
Hagsmunir fiskvinnslu og
útgerðar ekki þeir sömu
Stjóra Samtaka fískvinnslustöðva hefur lagt til að allur útflutning-
ur á óunnum þorski og ýsu verði stöðvaður ef um verulega skerð-
ingu á aflamagni verður að ræða á næsta fískveiðiári, eins og Haf-
rannsóknarstofnun gerir tillögu um. Jónas Haraldsson, skrifstofu-
stjóri hjá LÍÚ, segir útgerðarmenn vera því algerlega ósammála, því
eðlileg viðbrögð þeirra við aflasamdrætti væru að auka útflutning á
ferskum físki.
„Það er ljóst að þarna skerast hags-
munir, eins og reyndar alltaf hefur
verið. Ég geri ráð fyrir að þetta verði
rætt með fleiru og óþarfi að rjúka
upp á nef sér út af þessu," sagði Jón-
as. Aðspurður sagðist hann alls ekki
þora að segja neitt um það hvort bú-
ast mætti við einhverri skerðingu á
útflutningi. „Ef horft er á okkur út-
gerðarmenn, þá verðum við fyrir
verulegu tekjutapi og sjómennimir
líka," sagði Jónas. Hann sagði að
það væri ekki tímabært á þessu stigi
að fjölyrða nánar um þetta atriði, en
ef aflasamdráttur yrði mikill þá
kæmi fram stíf krafa frá útgerðar-
mönnum um að þeir fengju að flytja
út, ekki kannski meira, en a.m.k.
sama magn af ferskum fiski og áður.
Jónas sagði að það væri með ýms-
um öðrum hætti hægt að koma á
móts við fiskvinnsluna heldur en
með banni á útflutningi á ferskum
fiski. Inni í dæminu væru m.a leng-
ing lána og skattahagræðing. „Þeir
hafa verið fljótir að nefna sínar hug-
myndir. Við höfum ekkert sérstak-
lega tíundað það sem við teljum að
eigi að gera, meðan enn er verið að
ákvarða það aflamagn sem veiða
má,“ sagði Jónas.
Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva
fundaði fyrir helgi og voru tillögur
Hafrannsóknarstofnunar um há-
Rannsóknir á nautahakki ieiða í Ijós:
Fitulítið
nautahakk!
Kannsóknir leiða í Ijós að
nautahakk er magurt hér á landí
samanboríð við Önnur lönd. Þá
hefur dregið úr fítu í mörgum
kjötvörum hér á landi síðustu ár.
Þessar breytingar má rekja til al-
mennrar kröfíi neytenda um
fítuminni vörur.
Á síðasta ári var gerð rannsókn
á efnainnihaldi unninna kjötvara
á vegum Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. Þessi rannsókn
er liður í undirbúningi að því að
setja reglugerö um efnainnihald
unninna kjötvara í samvinnu við
Hollustuvemd ríkisiris. í reglu-
geröinni verður líklega kveðið á
um hámarksinnihald fítu og lág-
marksinnlhald af mögru kjöti.
Kannsóknin, sem nú var gerð,
leiddl í Uós að nautahakk hér-
lendis er yfirleitt mjög magurt
og fítuminna en víða í nágranna-
löndum. Hér á landi er það að
jafnaðl 8.3% feitL Þess má geta
að Ld. í Bretlandi er hægt að
velja á milU þriggja flokka af
misfitumikilu nautahakki með
fituiunihaldi á biUnu 5 til 20%.
Sambærileg niðurstaða fékkst
þegar rannsakaðar voru ýmsar
áleggstegundir, og reyndust þær
magrari en víða í nágrannalönd-
um okkar.
Áður hafa verið gerðar svipaðar
rannsóknir hér á landi. Sú breyt-
ing hefur orðið á að dregið hefur
úr fituinnihaldi kjötvara frá því
sem áður var. Þessar breytingar
má án efa rekja til almennrar
kröfu neytenda um fituminni
vörur. Þess ber að geta að í ný-
legii kðnnun Manneldisráðs
kemur í Ijós að 16.8% allrar fitu
í fæði koma að jafnaði úr kjöt-
vörum. -HÞ
Handhæg og aðgengileg handbók fyrir veiði-
menn og aðra:
Veiðiflakkarinn
1991 kominn út
Út er komin handbókin Veiðiflakk-
arinn 1991, sem spannar 44 veiði-
svæði á landinu og segir frá flestu
því, sem veiðimaðurínn þarf að vita
áður en lagt er af stað í velheppnaða
veiðiferð. Veiðiflakkarinn er ekki
aðeins handhægt uppflettirít, held-
ur einnig sniðugt sölukerfl fyrir
veiðileyfí.
í Veiðiflakkaranum eru sérhönnuð
kort af hverju veiðisvæði og heildar-
kort yfir þau öll. í handbókinni eru
einnig ýmsar gagnlegar upplýsingar,
s.s. hvaða veiði er að fá, veiðivon,
meðalstærð, bestu veiðistaði, heppi-
Iegustu beitu, verð og margt fleira.
Ferðaþjónusta bænda gefur Veiði-
flakkarann út. Bókin er seld í veiði-
verslunum, bókaverslunum og á
ferðaskrifstofum. Að sjálfsögðu er
hún einnig til sölu hjá Ferðaþjón-
ustu bænda og kostar þar 975 krón-
ur.
—SE
marksafla á næsta fiskveiðiári ofar-
lega á baugi. í ályktun frá fúndinum
segir að stjórn SF telji að í tillögum
Hafrannsóknarstofnunar gæti fúll
mikillar varfæmi og væntir stjórnin
þess að sjávarútvegsráðherra ákveði
heildarafla hinna ýmsu fisktegunda
af raunsæi og meti óvissuþætti
rannsóknanna, sem að baki tillög-
unum liggja, til rýmkunar veiði-
heimilda svo sem frekast sé unnt.
„Stjóm SF getur fallist á þau sjón-
armið sjávarútvegsráðherra að
Verðlagsráði sjávarútvegsins verði
heimilað að ákvarða frjálst verð á
einstökum fisktegundum með ein-
földum meirihluta. Hins vegar telur
stjóm SF ekki ráðlegt að slík
ákvörðun sé tekin í yfirnefnd ráðs-
ins. Verðlagsráð hefur enn um sinn
því hlutverki að gegna að ákvarða
verð á tegundum, sem ekki eru
seldar um fiskmarkað, og að
ákvarða lágmarks- eða viðmiðunar-
verð á öðmm tegundum," segir í
ályktuninni.
Mörg fiskvinnslufyrirtæki standa
nú höllum fæti vegna samkeppni
við fiskvinnslu annarra þjóða um
hráefni af fiskimiðum okkar, og
slæmrar skuldastöðu vegna erfið-
leika undanfarinna ára, segir í álykt-
uninni. „Til að bæta greiðslustöðu
greinarinnar og til að forða annars
óhjákvæmilegri byggðaröskun
leggur stjórn SF til að lánstími At-
vinnutryggingasjóðslána verði
lengdur til að létta greiðslubyrði
þeirra. Sjóðnum verði meðal annars
heimiluð skuldabréfaútgáfa á inn-
lendum fjármagnsmarkaði til að
standa undir fjármögnun í því
skyni.
Stjórn SF ítrekar tilmæli sín um
að nú þegar verði skipuð nefnd til
að endurskoða lög um Verðjöfnun-
arsjóð sjávarútvegsins. Markmið
breytinga á lögum um sjóðinn verði
að tryggja þeim fyrirtækjum, sem
greiða í sjóðinn, eignarhald á reikn-
ingum sínum í sjóðnum. Breyting-
um verði þannig háttað að þær raski
ekki megintilgangi sjóðsins, sem er
að draga úr áhrifum verðsveiflna á
sjávarafúrðir á þjóðarbúskapinn og
tryggja afkomu sjávarútvegsins fyrir
markaðsáföllum."
Þá segir ennfremur í ályktun
stjórnar SF að hún leggi til að gerð-
ar verði ráðstafanir til að efla rann-
sóknar- og þróunarstarfsemi á sviði
sjávarútvegs. Starfsemi rannsókn-
arstofnana sjávarútvegsins verði
efld og samstarf þeirra og sjávarút-
vegsins styrkt, m.a. með virkari
þátttöku sjávarútvegsins í stjómun
þeirra.
Á fundinum kom einnig fram að
fiskvinnslan er nú rekin með 4%
halla, sé miðað við 6% ávöxtun
stofnfjár. Hún er hins vegar rekin
með 5% halla miðað við 8% ávöxt-
un stofnfjár, sem fiskvinnslumenn
telja að sé eðlileg viðmiðun.
—SE
Aðstaða fyrir ferðalanga stórbætt á Egilsstöðum:
ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI
TEKIÐ í NOTKUN
Á tjaldstæðinu við Kaupfélag Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum hefur að-
stæða fyrir ferðalanga verið stór-
lega bætt og er nú öll til fyrirmynd-
ar. Þjónustuhúsnæði hefur verið
tekið í notkun og þar með eru bygg-
ingar á svæðinu orðnar u.þ.b.
155mJ.
í þjónustuhúsnæðinu er að finna
böð og snyrtingar, þvottavél, upplýs-
Víða eru gatnaframkvæmdir:
BESSASTAÐA-
HREPPUR LÝKUR
GATNAGERÐAR-
FRAMKVÆMDUM
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps
hefur ákveðið að ljúka gatna-
gerðarframkvæmdum í hreppn-
um á þessu ári. Nýlega var geng-
ið frá samningum við verktaka-
fyrirtækið Loftorku, og mun það
sjá um að Ijúka þessum fram-
kvæmdum sem staðið hafa yfir
síðan árið 1986. Þessi áfangi
mun kosta um 14 milljónir
króna. Að honum loknum verða
allar götur hreppsins lagðar
bundnu slitlagi. I heild hafa
gatna- og gangstéttafram-
kvæmdir á vegum hreppsins
kostað um 75 milljónir á núvirði
frá því árið 1986.
Næstu verkefni á vegum
hreppsins er efna til samkeppni
um uppbyggingu á miðbæjar-
svæði. Ibúafjöldi sveitarfélagsins
hefur vaxið mikið á síðustu ár-
um. Árið 1990 fjölgaði íbúum
um 14% frá árinu á undan. Núna
búa í hreppnum um 1100
manns. -HÞ
Gunnlaugur
Kristjáns-
son látinn
Gunnlaugur Kristjánsson, aðstoð-
arbankastjóri Landsbankans, !ést að-
faranótt mánudags s.l. eftir stutta
sjúkdómslegu. Hann var 62 ára að
aldri.
Gunnlaugur hóf störf í bókhalds-
deild Landsbanka íslands árið 1953
og 1961 varð hann aðalbókari bank-
ans og gegndi því starfi til 1. janúar
1970 er hann varð aðstoðarbanka-
stjóri.
Eftirlifandi kona Gunnlaugs er
Hallgerður Sigurgeirsdóttir. Þau
eignuðust tvo syni.
ingamiðstöð, umferðarmiðstöð
ásamt aðstöðu starfsmanna tjald-
stæðis. í húsinu er jafnframt salur
sem bæði notast sem biðsalur og
setustofa fyrir gesti af svæðinu, t.d.
til að borða nesti eða bíða af sér veð-
ur.
Gestum á tjaldstæðinu fer stöðugt
fjölgandi og vom gistinætur á síð-
asta ári tæplega 8000 og allt útlit er
fyrir fjölgun á þessu ári. í sumar er
unnið að aukinni þjónustu við þá
ferðamenn sem ferðast með hús-
vagna eða á húsbflum. T.a.m. er ver-
ið að setja upp raftengla fyrir slík
farartæki, ásamt því að verið er að
koma upp búnaði til að tæma safn-
tanka þeirra. Tjaldstæðið er rekið af
Kaupfélagi Héraðsbúa og hefur fé-
lagið kostað alla uppbyggingu á
svæðinu án styrkja frá opinberum
aðilum, ef frá eru taldar 100.000
krónur sem Ferðamálaráð veitti til
uppbyggingar fyrri áfanga þjónustu-
hússins. -sis
Gunnlaugur Krístjánsson
aðstoðarbankastjóri.