Tíminn - 23.07.1991, Side 3
Þriðjudagur 23. júlí 1991
tfminn 3
Verkalýðsforystan um hugmyndir fjármálaráðherra:
Oskapa dónaskapur
*
+Pjármálaráðherra vill hóflega kjarasamninga til tveggja eða þriggja
ára og fastgengisstefnu tengda Evrópumyntinni ECU. Verkalýðs-
leiðtogar segja þetta óskapa dónaskap, óraunsæjar hugmyndir og
vilja fá að vita hvað ráðherra á við með „hófsömum kjarasamning-
um“.
Priðrik Sophusson fjármálaráðherra lætur það álit sitt í Ijós í
Morgunblaðinu nýlega að tenging krónunnar við Evrópumyntina
ECU geti verið grundvöllur aðila vinnumarkaðarins til að ná „hóf-
legum kjarasamningum til tveggja eða þriggja ára í haust“.
Þetta segir Friðrik í sambandi við
að „verðbólguvofan" sé á næsta leiti
og álítur að aðilar vinnumarkaðar-
ins muni vera fylgjandi „gengis-
festu“ eins og ríkisstjómin, og þess
vegna sé athugandi hvort tengja eigi
krónuna við Evrópumyntina ECU.
í greininni viðrar fjármálaráðherra
ýmsar skoðanir sínar á ríkisfjármál-
um og fyrirhuguðum kjarasamning-
um í haust. Friðrik segir að hér
verði hagvöxtur minni en enginn
meðan hann sé viðunandi í öðrum
löndum, og því verði erfitt að bæta
afkomu heimilanna. Þá bætir hann
því við að fyrirsjáanlega verði halli
ríkissjóðs um 7 til 8 milljarðar á
þessu ári. Þá segir Friðrik að fyrstu
drög að fjárlögum næsta árs geri
jafnvel ráð fyrir yfír 20 milljarða
króna halla.
FRIÐRIK OG SÁLMURINN
„Óskapa dónaskapur er þetta," varð
Guðmundi J. Guðmundssyni, for-
manni Dagsbrúnar, að orði um um-
mæli Friðriks um hugsanlega hóf-
lega kjarasamninga til tveggja eða
þriggja ára. „Friðrik virðist hafa
gleymt sálminum um blómið, sem
hann söng á liðnu vori um hækkun
kaupmáttar," segir Guðmundur.
Þá velti Guðmundur því fyrir sér
hvort Friðrik lifði í fílabeinstumi
eða hvort þetta væri bara einhver
skylduáróður í honum.
„Það er hægt að svara þessum hug-
myndum Friðriks mjög stuttlega.
Kaupmáttur launafólks lækkaði á
árunum 1988 og 1989 um 15%.
Þjóðarsáttarsamningarnir voru
gerðir til að stöðva þetta kaupmátt-
arhrap. Það má segja að það hafi tek-
ist að mestu. Meginstefið var, að
þegar lokið væri við að stöðva verð-
bólguna og festa í verðlagi væri
komin á, þá sköpuðust möguleikar
til að auka kaupmátt," segir Guð-
mundur. Hann bætir því við að Frið-
rik Sophusson hafi sungið hástöfum
með öðrum fyrir kosningar að það
yrði að auka kaupmátt þeirra lægst
launuðu. Nú segir Guðmundur að
hugmyndir Friðriks þýði að mark-
mið þjóðarsáttarsamninganna eigi
að færa aftur um 2 til 3 ár með
minni kaupmætti en var. Guðmund-
ur segir Friðrik hafa átt sæti í
bankaráði Landsbankans og hafi all-
an þann tíma lagt í sífellu til hærri
vexti, en sem betur fer segir Guð-
mundur hann lengstum hafa verið í
minnihluta. Hann segir Friðrik hafa
barist fyrir því mánaðarlega, þjóðar-
sáttarsamningatímann, að vextir
yrðu hækkaðir. Við það segir Guð-
mundur að vextirnir hefðu farið
beint út í verðlagið og hækkað það
og gert atvinnurekstrinum erfiðara
fyrir við að mæta auknum kaup-
mætti. „Það er ekkert í vanda þjóð-
arbúsins, sem Friðrik vissi ekki fyrir
þegar hann var í stjómarandstöðu.
Friðrik talaði um að auka ríkisút-
gjöld, en talar nú um að skera niður.
„Hann fer dálítið út af laginu í Sálm-
inum um blómið," sagði Guðmund-
ur að lokum.
HVAÐ ERU HÓFSAMAR KAUP-
HÆKKANIR?
„Það er Ijóst að fjármálaráðherra
hyggst stuðla að stöðugu gengi og
ekki fara út á þá braut að rýra kaup-
mátt með gengisfellingum, eins og
tíðkaðist hér á árum áður. Hann
lætur í ljós þá von að stöðugt gengi
muni leiða til þess að samið verði á
hófsömum nótum til tveggja þriggja
ára,“ segir Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB. Hann bætir við að við
þetta vakni tvær spumingar. í fyrsta
lagi spyr hann hvað séu hófsamar
kauphækkanir fyrir fólk með 50 til
60 þúsund króna laun á mánuði. í
öðm lagi segir Ögmundur að þegar
hugað sé að lengd samningstímans,
þá ráðist samningar af þeim trygg-
ingum sem verkalýðshreyfingunni
tekst að fá inn í þá. Þessum spurn-
ingum segir Ögmundur að verði
ekki svarað nema við samninga-
borðið.
Ögmundur gerir athugasemdir við
ummæli fjármálaráherra um að
hver hugsandi maður sjái að við nú-
verandi aðstæður ríkisfjármála sé
erfitt að bæta afkomu heimilanna.
Ögmundur segir þetta vera rangt.
Hann spyr á móti hvaða heimili sé
verið að tala um. Ögmundur segir
sum heimili búa við slíka afkomu að
hún þurfi ekki að batna, því þau hafi
tekið jafnvel of mikið til sín. Hann
álítur að önnur heimili þurfi stór-
bætta afkomu. Þannig segir Ög-
mundur að áherslan hljóti að vera á
aðra tekjuskiptingu í þjóðfélaginu
en nú er. í þessu ljósi segir Ögmund-
ur fullyrðinguna vera ranga.
„Fólk mun ekki sætta sig við annað
í komandi kjarasamningum en auk-
inn kaupmátt kauptaxta og kaup-
máttartryggingu," sagði Ögmundur
að lokum.
OF STÓRFELLDAR SVEIFLUR
„Ég held að það sé óraunsæi að
ímynda sér að það sé hægt að festa
gengi íslensku krónunnar ófrávíkj-
anlega við ECU eða einhverja aðra
rnynt," segir Ásmundur Stefánsson,
forseti ASI. Hann segir að sveiflurn-
ar í íslenskum sjávarútvegi séu of
stórfelldar til að þetta gæti mögu-
lega gengið. Ásmund minnir að í
síðustu OECD- skýrslu sé greinar-
gerð um þetta. Þar segir hann sér-
fræðinga OECD komast að þeirri
niðurstöðu að tenging krónunnar
við ECU sé óraunhæf.
Ásmundur segist ekki koma auga á
hvernig þessi tenging við ECU eigi
að ráða úrslitum um það til hve
langs tíma eigi að semja.
Um minnkandi hagvöxt segir Ás-
Á útgáfudegi bókarinnar var Karli Ragnars, forstjóra Bifreiðaskoðunar fslands, afhent fyrsta eintakið
tii skoðunar. Með Karli á myndinni er fulltrúi útgáfunnar, Guðrún Elísabet Árnadóttir.
Bók um ný bflnúmer
Komin er út nýstárleg bók til
skemmtunar ökumönnum og
ferðafólki á vegum landsins. Bókin
fjallar um nýju bílnúmerin.
„Gagnstætt gamla númerakerfinu
hafa bókstafimir á nýju númerun-
um enga merkingu frá hendi út-
gefanda. Tveir bókstafir saman
hafa hins vegar merkingu á ýms-
um sviðum, t.d. sem orð, skamm-
stafanir og tákn í íslensku og öðr-
um tungumálum. Ennfremur sem
tákn í vísindum, viðskiptum, fjar-
skiptum, samgöngum og fleira,“
segir í fréttatilkynningu útgef-
anda. „í Bókinni um bílnúmerin er
safnað saman um 1200 slíkum
þekkingarbrotum. Má nota bókina
sem dægradvöl í ökuferðum eða til
spurningaleikja og minnisæfinga
við öll tækifæri."
Bókin fæst á bensínstöðvum og í
almennum bókabúðum.
mundur að horfa verði til þess, hvað
tókst í hagvexti á undangengnum
árum í þeirri óðaverðbólgu sem þá
ríkti. Hann álítur að sá stöðugleiki,
sem við höfum búið við síðasta hálft
annað ár, ætti að gefa okkur for-
sendur til að ná árangri í hagvexti.
Ásmundur segir að eitt grundvall-
aratriði þjóðarsáttarsamninganna
svokölluðu hafi verið að hér héldist
stöðugleiki og atvinnulífið stæði
traustum fótum. Hann álítur því að
eðlilegt sé að menn búist við aukn-
um kaupmætti eftir að hafa búið við
þennan stöðugleika í næstum tvö ár.
Aðspurður um hvort til tíðinda gæti
dregið á vinnumarkaði í haust sagði
Ásmundur: „Við verðum að bíða
haustsins.“
-HÞ
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í
Reykjavík, segir:
„FULLYRÐINGAR
UM 0FBELDISÖLDU
í MIDBORGINNI
ERU RANGAR"
Böðvar Bragason, lögrcglu-
stjóri í Reykjavík, segir að tind-
anfarið hafí átt sér stað viðræð-
ur við fulltrúa borgarinnar, sem
miði fyrst og fremst að því að
koma í veg fyrir meiðingar í
miðbæ Reykjavíkur um heigar.
Böðvar niinnir á það að fðlk
hefur rétt tfl þess að safnast
saman, ef það hagar sér sóma-
samlega. Starf lögreglunnar er
hins vegar að koma í veg fyrir að
fólk verði fyrir meiðingum. Lfig-
reglan reynir einnig að sjá tfl
þess að fólk komi sér heim á
skikkanlegum tíma.
Tíl þess að vinna að þessum
markmiðum hefur iögreglan
sett á blað nokkur atriði sem
send voru borgarstjóra í gær-
morgun, en borgarstjóri og lög-
reglustjóri áttu fund í gær um
ástandið í miðbænum um helg-
ar. Þar á meðaJ er tillaga um að
gera meira af því að taka unga
sem gamla fyrr úr umferð, sem
eru með iilindi og ólæti og eru
drukknir. Þetta fólk verður fært
á lögreglustöð. Ef um unglinga
er að ræða, þá verður reynt að
hafa samband við foreldra
þeirra. Síðan viljum vlð að reyna
að auka það, að taka á þekktum
ribbðldum og misindismönnum
fvrr en gert hefur verið til þessa.
Ákveðinn hópur fólks sækir sér
þá skemmtun í miðborgina að
lemja fólk.
Síðan erum við með nokkur at-
riði, sem við vildum að fulltrúar
borgarinnar hugleiði með okkur.
Þar er efst á blaðl sú gamla ósk
lögreglunnar, að borgin tak-
marki sölutíma pylsuvagna og
söluopa, þannig að þeim verði
lokað kl. 1.00 að nóttu um helg-
ar. Lfigreglan vill stytta viðver-
una t bænum hjá fólki sem kem-
ur út af veitingahúsum. Eins og
er loka þessir aðilar kl. 4.00 á
nóttinni. Það telur lögreglan
óviðunandi.
Einnig er brýnt að fá lelgubfl-
stjóra tfl þess að skipuleggja
sína flutninga í borginni á þess-
um tíma betur en nú er. Það er
mikið kvartað yfir því að fóik fái
ekki leigubfla til þess að komast
heim. Það hafa verið viðræður
við leigubflastfiðvarnar og aðra
um þetta. Auk þess er mikflvægt
að fysing í miðborginni verði
bætt. Það er f gangi samvinna
mflli lögreglunnar og borgarinn-
ar, í svokallaðri samstarfsnefnd.
Þar sitja tveir borgarfufltrúar og
skrifstofustjóri borgarinnar
ásamt fulltrúum lögreglu. Lfig-
reglan óskar einnig eftír aðstoð
borgarinnar við að setja upp
nokkrar sjónvarpsmyndavélar á
þessu svæði, tfl þess að auðvelda
henni að grípa inn L
Böðvar telur að það sé hoflt fyr-
ir alla að átta sig á því að mið-
borgin er miðpunktur skemmt-
analífsins í Reykjavik og hugs-
anlega nágrannasveitarfélag-
anna líka. I miðborginni eru 19
skemmtistaðir sem hafa vínveit-
ingaleyfi og eru opnir til Id.
3.00. Á þessum stöðum mega
löglega vera inni á 5 þúsund
manns. Að auki eru 13 matstað-
ir f miðborginni og þeir hafa
sæti fyrir rúmlega 1 þúsund
manns. Bððvar varpar þvf fram
að menn hugleiði það hvaða af-
leiðingar það hefur, að þúsundir
manna koma út af vínveitínga-
stööum kl, 3 á nóttunni.
Hann segir að í rauninni sé ráð-
leggingin tfl fólks aðeins ein,
„að menn bæti framkomu sína
og þá helst með því að drekka
minna“.
Böðvar telur undanfarandi
helgar hafa verlö afbrigöilegar
vegna veðurfars og góðra skfl-
yrða tíl þess að halda sig utan-
dyra að næturlagL Hann segist
hafa farlð fram á það fyrir ali-
löngu að fá 20 manna aukningu
í liðið, sem færi þá til almennrar
löggæslu.
Böðvar telur fullyrðingar
manna um að ofbeldisalda gangi
yfir miðborgina, vera rangar.
Það er verið að leggja sfðustu
hfind á mjög góða skýrslu um
þetta efni, eftir Guðmund Guð-
jónsson yfirlögregluþjón. Þar
kemur fram að aukning mflli ár-
anna 1989 og 1990 er 3% í
meiri- og minniháttar líkams-
meiðlngum. Þar af hefur alvar-
legum líkamsmeiðingamálum
fækkað um 23%. Þannig að
þessi söngur um ofbeidisfiidu er
ekki studdur nægjanlega góðum
rökum.
Þetta ber að harma, því það er
auðvelt að æsa upp og eyðileggja
marga hlutí, segir lögreglustjóri
að lokum.
Ekki náðist tíi borgarstjórans f
Reykjavík.
•j*