Tíminn - 23.07.1991, Side 4

Tíminn - 23.07.1991, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. júlí 1991 ■RI ÚTLÖND Fréttayfirlit Ráðherra íhugar afsögn vegna fjárframlaga til Inkataflokksins: ANC vill opin- bera rannsókn Afríska þjóðarráðið (ANC) krafðist í gær að gerð yrði opinber rannsókn á leynilegum fjárframlögum lög- reglunnar til Inkataflokks Zúlu- manna, helstu andstæðinga ANC meðal blökkumanna, og sagði að af- sögn Adríaans Vlok, ráðherra reglu og laga, nægði ekki. Vlok bauðst á sunnudagskvöld til þess að segja af sér, eftir að upp komst um fjár- framlag lögreglunnar, sem nam rúmlega þrjátíu milljónum króna á sex ára tímabili. Mestur hluti fjárins rann til verka- lýðsfélags sem er tengt Inkatafrels- ishreyfingunni. Ríkisstjórn F.W. de Klerks hóf tveggja daga fund í gær og munu fjárframlögin til Inkatafrelsishreyf- ingarinnar að öllum líkindum verða ríkjandi umræðuefni á fundunum. Þetta er eitt erfiðasta mál, sem De Klerk hefur staðið frammi fyrir síð- an hann hóf viðræður við blökku- menn um framtíð landsins og afnám kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar í febrúar á síðasta ári. Tálsmaður ANC, Gill Marcus, sagði í gær að afsögn Vloks mundi ein og sér ekki nægja til að binda enda á þetta mál. Hann sagði að stjórnin hefði fjárhæð, sem svaraði til átta milljarða ísl. kr., í mútusjóðum, sem notaðir væru til að fjármagna ýmsar „spilltar aðgerðir". Hann sagði að ANC-samtökin vildu að fram færi opinber rannsókn á öllum styrkveit- ingum stjórnvalda til svokallaðra leynilegra aðgerða, þ.á m. til árásar- sveita og samtaka eins og Inkata- flokksins. Marcus sagði að einnig þyrfti að rannsaka störf varnarmála- ráðherrans og utanríkisráðherrans. Vlok hefúr neitað að fjárframlög lögreglunnar til Inkataflokksins hafi verið ætluð til þess að efla mótstöðu samtakanna gegn ANC. „Ef ég virka sem hemill á samningaviðræðurnar og framtíð landsins mun ég endur- skoða stöðu mína... Ég er að endur- skoða stöðu mína núna,“ sagði Vlok í fjörugum sjónvarpsumræðum á sunnudagskvöld. Dagblöð í Suður-Afríku, líka þau sem að jafnaði styðja stjórnina, lögðu í gær hart að De Klerk að gera hreint fyrir sínum dyrum. Reuter-SÞJ isins. LUNDÚNIR - Salman Rushdie, sem skrifaði trúar- og ádeilubók- ina „Söngvar Satans“, mun að sögn vina biðja Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, um aðstoð við að koma á sáttum miHi sín og músiima. ISLAMABAD - Yfirmaður í pak- istanska hemum sagði í gær að stríð gæti brotist út mllli Indverja og Pakistana vegna Kasmfr-hér- aðsins á Indiandi. Pakistan ræð- ur yfir einum þriðja hluta Kasmír, en Indland yfir tveimur þriðju. Múslimar í indverska hlutanum berjast fyrir sjálfetæði hans eða sameiningu við Pakistan, sem er islamskt riki. Yfirmaðurinn sagði að stuðnlngur vlð barátiu mús- MOSKVA - Sovéskir kommúnistar fordæmdu i gær þá ákvörðun Bor- lima feeri vaxandi og hann óttast sar Jeltsin, fbrseta Rússlands, að banna með tilskipun seliur kommún- í örvæntingu sinni geti Indverj- istaflokksins í verksmiöjum og stofriunum lýðveldisins. En seilumar ar ráðist á Pakistan. IncBand og stuðluðu eitt sinn að yfirráðum flokksins yfir iðnaðinum. Þeir sögðu að Pakistan hafa þrisvar sinnum aðgerð Jeltsins brytl I bága við stjómarskrána og rétt manna til að hafa báð strið síðan löndin féngu sjálf- eigin stjómmálaskoðanir. Engin viðbrögð komu frá Gorbatsjov Sovét- stseði og tvisvar sinnum um Ka- forseta, semreynirnúaðkomaívegfyrirkommúnistafiokkurinnklofni. smír- Reuter-SÞJ (sraelsmenn svara tillögum Bandaríkjamanna um friðarráðstefnu innan fárra daga: Baker býst viö MANILA - Feliibyiurinn Brendan kom af stað mildum aurskriðum í Pinatubo-eldljallinu á Filippseyj- um I gær, og kaffærðu þær nokk- ur þotp við rætur fjallsins. Einn maður lést og um fjögur þúsund manns einangruðust, að sögn fil- ippeyskra embættismanna. T gær varfertugasti og fjórði dagur eld- gossins í Pinatubo, en eldijallið haföi ekki gosið í sex hundruð ár þegar gos hófet I þvi í byrjun júní. BONN - Fyrrum yfirmaður þess jákvæðu James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann vonaðist til að ísraelsmenn myndu fljótlega samþykkja til- lögur Bandaríkjamanna um frið- arráðstefnu milli Araba og ísra- elsmanna og hann skoraði á þá að nýta sér þetta „sögulega tæki- færi“. Taismaður Yitzhaks Shamir, forsætisráðherra ísra- eis, sagði að svars væri að vænta innan fárra daga. „Baker var ... varfærinn þegar hann setti enga ákveðna dagsetningu... en við getum sagt að við séum að tala um daga en ekki vikur,“ sagði Avi Pazner, talsmaður Shamirs. svari Shamir sagði á ríkisstjórnarfundi eftir að Baker var farinn frá ísrael, að Bandaríkjamenn teldu að afstaða Sýrlendinga hefði tekið stakkaskipt- um og að af friðarráðstefnu gæti orð- ið fýrir október næstkomandi, að sögn ísraelska útvarpsins. Innanrík- isráðherrann sagði að loknum ríkis- stjórnarfundinum að Shamir, sem venjulega er þungbúinn, hafi verið bjartsýnn á ríkisstjómarfundinum. Baker sagði að loknum viðræðum sínum við Shamir og nokkra hátt- setta ráðherra í ríkisstjórn hans, að hann byggist fljótlega við svari frá ísraelsmönnum um tillögur Banda- ríkjamanna. „Forsætisráðherrann gaf í skyn að hann myndi gefa fljót- lega svar við tillögum okkar. Ég er ánægður með að hann og ráðherrar hans ætli að íhuga stöðu sína og til- lögur okkar vandlega og ég hlakka vongóður til að heyra frá þeim,“ sagði Baker við fréttamenn. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels. Baker sagði að ísraelsmenn hefðu nú sögulegt tækifæri á að hefja bein- ar friðarviðræður við nágrannaríki sín, en það hafi staðið til í 43 ár. Baker sagði að hann hefði ekki á prjónunum að snúa aftur til svæðis- ins, en það væri þó komið undir því hvert svar ísraelsmanna yrði. Embættismenn Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO) ræða nú við stjórnvöld í Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdaníu um tillögur Bandaríkjamanna um friðarráðstefriu Araba og ísraels- manna. Tálsmaður PLO sagði í sam- tali við Reuter- fréttastofuna í gær að fúlitrúar úr framkvæmdanefnd sam- takanna væru nú að ræða við stjóm- völd í þessum löndum. PLO hefur ekki verið boðið að ræða við Baker, en hann ræddi við þrjá Palestínuar- aba í Jerúsalem á sunnudag. Reuter-SÞJ hluta austur-þýsku leyniþjónust- unnar, sem sá um njósnir f er- lendum ríkjum, Wemer Gnoss- man, hefur verið ákærður fyrir landráð vegna þeirrar njósna- starfeemi sem hann stjómaði f Vestur-Þýskalandi, að sögn þýska ríWssaksóknarans í gær. ALGEIRSBORG - Sld Ahmed Ghozali, forsætisráðherra Alsirs, gerði nokkrar breytingar á stjóm sinni og skipaði nýja menn f ýms- ar mikih/ægar stjómunarstöður á nýafstaöinni helgi. Ghozali leiðir óháða bráðabirgðastjóm, sem komið var á fót til að undirbúa þingkosningar slöar á þessu ári. Upphaflega áttu kosningamar að fara fram f júni, en vegna mikilla óeirða múslimskra heittrúar- manna varð að fresta þeim. Litið var á aögerðir Ghozalis sem til- raun tfl að sýnast óháður Þjóð- frelsisflokknum (FLN), sem farið hefur með stjóm landsins frá því það fékk sjálfetæði 1961. Chadli Benjedid, forseti landsins, sagði af sérformennsku FLN í lokjúnf, til að leggja áhersiu á að hann væri forseti allra landsmanna. KÚVEITBORG - Bandaríski hershöiðinginn, Norman Schwarzkopf, sem ieiddi tjöl- þjóðaiiðið til sigurs gegn írökum í Persaflóastrlðinu, var í gær sæmdur æðstu orðu furstadæm- Átök Króata og Serba í Króatíu í Júgóslavíu: A.m.k. tólf féllu í gær Að minnsta kosti tólf menn, tíu króatískir Iögreglumenn og tveir borgarar, létust í hörðum bardög- um í Króatíu í gær og leiðtogar Júgóslavfu sögðust óttast að hið versta gæti gerst, ef friðarviðræð- umar, sem stóð til að halda síðdeg- is, yrðu árangurslausar. Tánjug-fréttastofan sagði að harðir skotbardagar hefðu blossað upp í gærmorgun í bænum Mirkovci í austurhluta Króatíu, 120 kflómetra norðvestur af Belgrad, og tólf menn hefðu látið lífið. Útvarpið í Króatíu sagði að herþotur sambandshersins og króatískir þjóðvarðliðar hefðu skipst á skotum í bænum Vinkovci, en upplýsingar um manntjón voru ekki á reiðu. Svo virðist sem bardagarnir í gær hafi verið þeir hörðustu frá því að serbneskir þjóðernissinnar í Króatíu gripu tii vopna til að berjast gegn sjálfstæði lýðveldisins. Bardagarnir vörpuðu skugga á friðarviðræðurn- ar, sem gengið hafa brösuglega til þessa, en til stóð að halda friðarvið- ræður síðdegis í gær með þátttöku leiðtoga lýðveldanna sex, forseta- ráðs Júgóslavíu og annarra helstu leiðtoga Júgóslavíu. Viðræðurnar áttu að fara fram í Ohrid í suður- hluta lýðveldisins Makedóníu. Átökin í gær, sem fylgdu í kjölfar mikilla átaka yfir helgina, vekja að nýju upp efasemdir um hvort stjórn- málamennirnir geti í raun og veru stöðvað átökin. Með þeim, sem lét- ust í gær, hafa a.m.k. 26 menn Iátist í átökunum síðan á föstudag, og 64 ef öll síðasta vika er tekin með. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.