Tíminn - 23.07.1991, Page 13
Þriðjudagur 23. júlí 1991
REYKJAUIK
Sumarferð
framsoknarmanna
Fiallabaksleið nyrðri -
Landmannalauear - Eldgjá
Sumarferð framsóknarmanna í
Revkiavík verður farin lauaardaainn
27. iúlí n.k.
Lagf verður af sfað frá BSÍ kL 8.00.
Ekin verður Dómadalsleið. Uið
Landmannafíelli mun Sfeinerimur
Hermannsson ávarpa ferðalanea um
leið oa beir snæða nesfi sitf. Á Herðu* steinerímur
breiðarháisi ofi í EldSiá mun Jón Hermannsson
Jónsson iarðfræðinaur lýsa bví sem
fyrir aufiu ber. Áæflað er að koma til
ReykJavíkur aftur kl. 22.00.
Farfiiald er kr. 2600 fyrir fullorðna en
kr. 1400 fcíiir börn ynfiri en 12 ára.
Skráið ykkur sem alíra
fyrst í síma 624480,
Því sæfafiöldi er í>ví Jón Jónsson
miður takmarkaður. Fulltrúaráðið
Sumarhappdrætti Framsókn-
arflokksins 1991
Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí sl.,
en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel-
unnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru
hvattir til að gera skil eigi síðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri
til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks-
ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða í síma 91-624480.
Framsóknarflokkurinn.
Suöurland
Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suður-
landi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 15-17. Simi 98-22547. Félagar hvattir til að
líta inn.
KSFS
Héraðsmót framsóknarmanna,
Vestur-Skaftafellssýslu
verður haldið í Tunguseli laugardaginn 27. júlí og hefst kl. 23,00.
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Stjómin.
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMl 26102
Kynning á tillögu að Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur 1990-2010
Þriðjudaginn 30. júlí kl. 16.30 kynna starfsmenn
Borgarskipulags og Borgarverkfræðings tillögu
að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Kynningin
fer fram á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgar-
túni 3 á 4. hæð.
Sýning á skipulagstillögunni er á sama stað og
stendur til 31. júlí n.k. Frestur til athugasemda er
til 8. ágúst.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Tíminn 13
SPEGILL
Unga tennis-
stjarnan
Monica
Seles
Tennisstjarnan Monica Seles segir að sér
þyki mest gaman að versla, þegar hún er
ekki að spila tennis. Einnig finnst henni
gaman að klæða sig í fín föt, sem hún
kaupir á ferðalögum sínum um heiminn.
Monica elskar að láta taka af sér myndir
og hefur hún þegar prófað fyrirsætu-
störf.
Árið 1985 fluttist Monica frá Júgóslav-
íu til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu
sinni og búa þau í Florida. Hún segir
það vera mjög þægilegt að búa í Banda-
ríkjunum, en þó vanti þar eitthvað.
Hún segist vel geta hugsað sér að búa
í Ástralíu 5 mánuði á ári, 4 mánuði í
Bandaríkjunum, 2 til 3 í Evrópu og þá
1 mánuð í Japan.
Monica gerði nýlega samning við
bandaríska hárgreiðslu- og snyrtifyr-
irtækið „Matrix Essentials". Þar var
hárið á henni klippt og fyrir það fékk
hún 350.000 pund. Bróðir hennar,
Zoltan, sér um fjármál hennar, en
pabbi hennar er í fullu starfi við að
þjálfa hana í tennisíþróttinni.
Monica segir að það sé erfitt að
halda í vinina heima í Sarasota í
Florida, þegar hún sé alltaf á
ferðalögum. „Þeir sjá mig í sjón-
varpinu, lesa um mig og heyra
hversu mikið ég þéna,“ segir
hún.
Monica er nú 17 ára og segist
vita það að hún geti ekki spilað
tennis að eilífu. Hún heldur að
um 25 ára aldur verði tennis-
ferli hennar endanlega lokið.
Hvað taki þá við segir hún
óráðið, því möguleikarnir séu
margir. Hún hefur sótt tíma í
leiklist og segir það vel koma
til greina að fara í háskóla
þegar tennisferillinn sé á
enda.
Monicu Seles þykir mjög gaman aö klæðast fínum fötum og stilla
sér upp fyrir Ijósmyndara.
Tveir mánuóir frá dauða móður Sophiu Loren:
S0PHIA S0RGMÆDD
Stór sólgleraugun hylja ekki
sorgarsvipinn á andliti Sop-
hiu.
Svo virðist sem það muni taka
Sophiu Loren langan tíma að
jafna sig eftir dauða móður
sinnar.
Sophia var við að tárfella, og
stór sólgleraugun földu ekki
sorgarsvipinn á henni, þegar
hún kom í kirkjugarðinn í Róm
þar sem móðir hennar hvílir.
Hún gekk hægum skrefum að
legsteininum, lagði blóm á gröf
móðurinnar sem Sophia segir
að hafí svo mörgum sinnum
hvatt hana til dáða og hjálpað
henni á erfiðum tímum og not-
að alla sína krafta til að gera
hana að stjörnu. Eftir að hafa
lagt blóm á gröfina dvaldi hún
við nokkra stund í þögulli bæn.
Þegar móðir hinnar fögru
ítölsku leikkonu kvaddi þennan
heim, þann 11. maí sl., missti
Sophia ekki aðeins bestu vin-
konu sína, heldur einnig þá
manneskju sem hún mat mest
allra. Jafnvel þótt eiginmaður
hennar, Carlo Ponti, og synir
þeirra tveir geri allt sem í þeirra
valdi stendur til að gera henni
sorgina léttbærari, kemur ekk-
ert í stað móður hennar.
Leikkonan leggur blóm á
leiði móður sinnar.