Tíminn - 03.08.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 03.08.1991, Qupperneq 7
Laugardagúr 3. ágúst 1991 nniml T 3 Tíminn 7 Landsmót skáta 1990. Ljósm. Slgurður Bogl, Solfossl slökkt slíka löngun. Hvers vegna leggja menn ekki höfuðið í bleyti um það hvað megi verða til þess að skapa viðkunnanlegar sam- komur eða notalega viðveru í fjölmenni á útivistarstöðum án þessa æðislega fyrirgangs á svall- samkomum sem standa sólar- hring eftir sólarhring með lam- andi eftirköstum og óþrifum í nánasta umhverfi? Hvers vegna er ekki komið upp útivistarað- stöðu á stöðum þar sem fólk get- ur komið um hverja helgi sum- arsins og notið skemmtana og annarrar afþreyingar í rólegra umhverfi en hinar tímabundnu útihátíðir hafa í för með sér? Hér er auðvitað ekki átt við þjóðgarða og aðra staði sem fólk sækir vegna náttúrufegurðar. Útivistar- svæði til skemmtanahalds eru annars eðlis, en eiga fullan rétt á sér og ætti að reka allt öðru vísi en fjöldasamkomur verslunar- mannahelgarinnar eins og þær hafa þróast. Hugleiðing um veðrið En eins og sagði í upphafi Tíma- bréfs eru Islendingar ekki síst í skapi til að hugsa um veðrið um verslunarmannahelgina. Þess er vænst að víðast verði gott veður um helgina, og er það framhald af einmunasumarblíðu sem verið hefur í ár. Yfirleitt eru allir sammála um að veðráttan í vor og sumar hafi verið svo ein- stök að helst megi líkja henni við mestu góðviðrisár á þessari öld. Gamalt fólk hefur líkt veðurfar- inu núna við árið 1939 sem er mörgum í minni sem lifðu þann tíma og eru enn til frásagnar. Vafalaust mætti nefna ýmis önn- ur góðviðrisár. Reynsla flestra er sú að veðurfar á íslandi sé afar breytilegt frá ári til árs. Hvað sem líður veðurfarstímabilum, hita- og kuldaskeiðum um aldirnar, eins og íslensk veðurfræði kenn- ir, er hver kynslóð fyrst og fremst næm fyrir því sem hún reynir sjálf og er fær um að miða við frá ári til árs. Fólk, sem nú er aðeins fimmtugt eða rétt rúmlega það, þarf ekki lengi að leita í huga sínum til þess að muna hvað tíðin hefur verið breytileg milli ára í þau 40 ár sem liðin eru síðan 1951. Það ár er í minnum haft sem harð- indaár vegna þess hvað vetur var kaldur og snjóþungur víða um land og hversu seint voraði, svo að enn var snjór heima við bæi á Norðurlandi í júní, en snerist svo skyndilega til sunnanáttar að há- tíðahöldin 17. júní fóru fram í góðu veðri víðast um land. Þann- ig er sífellt hægt að bera saman ár og ár og harla sjaldgæft að eins viðri á þeim öllum. Sumir kalla þetta duttlunga íslensks veður- fars, en mætti alveg eins kalla eðlilegt einkenni þess, nokkuð sem þjóðin þekkir um eðli lands síns eða ætti að þekkja, hvað sem öðru líður. Hér var tekið dæmi af veðráttu ársins 1951, vegna þess að sam- anburður þess við líðandi ár mið- ast við heilan tug og andstæður árferðis þessara tveggja ára eru augljósar. Þær sanna þá reynslu aldanna að á íslandi sé allra veðra von. Þrátt fyrir það þykir okkur vænt um landið okkar og sættum okkur við það eins og það er. Við elskum náttúrufegurð þess og hrífumst af stórleik þess með andstæðum sínum og öfgum. Þannig eigum við að njóta þess og umgangast það. Orð Sveins forseta í þessu sambandi koma í hugann orð sem fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, lét falla í síð- asta nýársávarpi sínu til þjóðar- innar 1. janúar 1952, aðeins þremur vikum áður en hann and- aðist og er hinn eini af forsetum íslands frá lýðveldistöku sem lát- ist hefur í embætti. Þess er að minnast, eins og áður hefur verið um rætt, að þá var nýliðið harðindaárið 1951. For- setinn lét öðrum eftir að lýsa harðneskju íslensks veðurfars með mörgum orðum og gera óendanlega mikið úr henni. Þess í stað minntist hann íslenskrar náttúru á eftirfarandi hátt og tengdi saman við fólkið sjálft og þjóðlífið: „Náttúrufegurð íslands er róm- uð af útlendum og innlendum, formfegurð fjallanna hrífur hvem mann. Sífelldur breytileiki í línum og litum mætir auga ferðamannsins. En fulla nautn af fegurð landsins og annan skiln- ing á því fá menn aðeins með því að kynnast fólkinu sem byggir það. Þetta hefur verið fyrri reynsla mín á ferðum mínum um landið og staðfestist hún full- komlega á ferðum mínum í sum- ar... Hvergi varð ég var við bar- lóm, vonleysi um framtíðin^ né vantrú á landið og gæði þess.“ Sveinn forseti gerði einnig að umtalsefni viðhorf hinna eldri til æskufólksins og sagði: „Mér fmnst ekki ástæða til þeirrar bölsýni, sem stundum gætir í þessu sambandi... Ég vil ... hvetja menn til að vera ekki miður skyggnir á kosti unga fólksins en galla þess... Vér þurf- um að leggja alúð við uppeldi ungu kynslóðarinnar, ræktun lýðsins er ekki vandaminni en ræktun landsins." Þessi orð Sveins Bjömssonar mættu verða íhugunarefni þegar rætt er um vanda ferða- og skemmtanamenningar þjóðar- innar. Sá vandi tengist landinu og náttúru þess, veðurfarinu og um- gengni við landið, en einnig fólk- inu sem það byggir og e.t.v. um- fram allt æskufólkinu, sem ekki er eitt til ábyrgðar um framferði sitt, heldur foreldrar og forráða- menn og aðrir sem bera ábyrgð á uppeldismálum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.